Tíminn - 05.10.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.10.1968, Blaðsíða 8
3_________________________TIMINN_______ LAUGARDAGUR 5. október 1968. BLÓÐBAÐIÐ í MEXÍKÓBORG Olympíuleikvangurinn í Mexikóborg er umkringtiur hervörSum. Olympíuleikarnir hafa kostaS Mexíkó um 150 milljón dollara. EFTIR nokkra daga róleg helt í Mexíkóborg, höfuðborg Mexíkó, kom til mjög alvar- legra átaka þar á miðvikudags kvöldið, og munu tugir manna hafa látið lífið og fjöldinn all- ur særzt. Voru það einkum stúdentar og ungmenni, sem létu líf sitt, þar á meðal nokkr ar unglingsstúlkur. Flestir voru hinir látnu þó að sögn á aldr inum 18—25 ára. Eftir því, sem næst verður komizt, hófust átökin þegar lög regan og hermenn Mexlkóstjóm ar hófu skothríð á fjölmennan, en friðsaman útifund stúdenta á torgi fyrir utan tækniháskóla borgarinnar. Munu um 15.000 stúdentar hafa verið þar sam an komnir, og var þessi mót mælafundur svipaður öðrum sem stúdentar hafa haldið und anfarna tvo mánuði tii að leggja áherzlu á kröfur sínar. Er þó talið, að auk stúdenta hafi ýms- ir óbreyttir borgarar verið með á útifundinum, og sumir hverj ir borið vopn — því þegar bar dagarnir hófust, þá var nokk uð skotið að hermönnum og lögreglumiönnum, og munu tveir þeirra hafa fallið. DÍAZ ORDAZ forseti Mexikó ÞEGAR lögreglan hafði gert árás sína, og fellt 20—30 fund amianna, gengu stúdentar ber serksgang um nálægar götur, réðust gegn lögreglunni og opin berum byggingum, og létu reiði sína í ljós á ýmsan annan hátt. Gekk svo fram eftir kvöldinu, en daginn eftir var allt kyrrt í borginni, og lögreglumenn og hermenn með hervagna og skriðdreka vlða á verði. Er ekki vitað hvort þar er um að ræða logn á undan nýjum stormi, en þó má telja það líklegt. MÓTMÆLAÐGERÐIRNAR í Mexíkó eru ekkert nýtt fyrir brigði, en það er fyrst núna undanfarna daga, að lögreglan í Mexikóborg hefur gengið gegn tiltölulega friðsamlegum mót- mælaaðgerðum með hervaldi og skothríð. Um 150—170 þúsund stúdent ar í höfuðborginni, bæði við háskólann, tækniháskólann og aðra æðri skóla, hafa verið í verkfalli í rúma tvo mánuði, og hefur deila þeirra við yfir völd landsins farið síharðnandi. Ekki hefur aftur á móti kom ið til alvarlegra götubardaga fyrr en fyrir rúmum hálfum mánuði síðan. ÞA-ð VAR á fimmtudaginn 19. sei/tember síðastliðinn, að lögreglnn í Mexíkóborg tók þá óviturlegu ákvörðun, að láta lögreglu- og herlið taka yfir háskólann, sem verið hef ur sjálfstæð stofnun síðan 1550. Ruddist lögreglan inn í háskól ann og lagði hann undir sig, en stúdentarnir, sem sezt höfðu þar að, voru ýmist hraktir út úr háskólanum eða settir í fangelsi. Háskólinn er skammt frá að alleikvanginum, sem notaður verður meðan á Olympíuleikun um stendur, og var leikvangur inn umkringdur lögreglumönn um. TAKA HÁSKÓLANS leiddi þegar til gífurlcgra mótimiæla aðgerða, og fóru þær einkum fram á torginu fyrir framan tækniháskólann. Stóðu aðgerð ir þessar fram yfir næst síðustu helgi. Á mánudaginn í síðustu viku lét lögreglan aftur til skarar skríða, og lagði að þessu sinni undir sig tækniháskólann, og hrakti stúdentana á brott úr honum. Þetta leiddi til alvarlegustu átaka sem þá höfðu orðið í Mexíkó í ein þrjátíu ár. Stúd entar-nir börðust við lögregluna bæði í skólum borgarinnar og á götum úti, og beittu skotvopn um, grjóti og heimatilbúnum sprengjum, en lögreglan beitti skotvopnum, og táragassprengj um á móti. Til sams konar átaka kom daginn eftir, en síðar--tók að róast nokkuð í borginni. Heim ildum bar ekki saman um, hversu margir hefðu látið líf- ið — sumir sögðu sjö, en aðrir a.m.k. 17. A m k hátt á annað hundrað stúdentar höfðu særst sumir hættulega, og mörg hundruð þeirra voru í fangels um ÞÓTT RÓLEGRA yrði í borg i-nni, gerðu stúdentarnir al- menningi ljóst, að baráttu þeirra fyrir umbótum væri á engan máta lokið. Stúdentarnir myndu halda áfram baráttuað- gerðum sínum þar til sigur hefði unnizt. Síðastliðið mánudagskvöld yfirgaf her og lögregla háskól ann í höfuðborginni, og stúdent ar tóku hann á ný. Um leið og þeir yfirgáfu háskólan-n, héldu stúdentarnir um 16 þúsund manna útifund fyrir utan þing húsið. Var fulltrúa ríkisstjórn arinnar afhent mótmælayfirlýs i-ng, þar sem kröfur stúdenta voru enn ítrekaðar. STÚDENTARNIR tilkynntu sama dag, að þeir myndu halda a.m.k. tvo mikla mótmæla- fundi næs-tu tvo dagana, það er á þriðjudaginn og miðvikudag inn var. Það var einmitt síðari þessara funda, sem lögreglan réðist gegn stúdentunum með áðurnefndum afleiðingum. Herma fréttir, að skothríð hafi byi-jað, þegar lögreglan ætlaði að taka úr sambandi há- talara, sem ræðumenn á úti- fundinum notuðu. UPPREISN stúdentanna gegn yfirvöldunum í Mexíkó er i rauninni bein afleiðin-g annars vegar af því stjórnmálaástandi sem ríkt hefur í landinu síðustu áratugina, og hins vegar af- leiðing þeirrar framþróunar, sem orðið hefur í efnahagslífi landsins, og í tengslum við það í menntamálum. í landinu er aðei-ns leyfður einn stjórnmálaflokkur, PRI, og hefur hann staðnað á löngum ferli sínum, ekki sízt vegna innbyrðis valdabaráttu og víð tækrar fjárspillingar. En Mexi kó hefur verið að breytast úr vanþróuðu þjóðfélagi í iðnþró að ríki, og því hafa fylgt miklar breytingar í þjóðlifinu, einkum á þéttbýlissvæðunum. EIN ÞEIRRA breytinga, sem orðið hafa, er á menntunarað- stöðu. Menntun er ekki lengur forréttindi yfirstétta landsins. Stúdentarnir eru nú úr mörg um stéttum þjóðfélagsins, eink um þó úr miðstéttunum, og það leiðir af sjálfu sér að þeir sjá betur en flestir aðrir rang Iætið í þjóðfélaginu, fátæktina, misréttið og ófrelsið, og eru ófúsari en flestir aðrir að sætta si-g við þetta ástand. PRI, eða byltingarflokkurinn, hefur síðustu 30—40 árin færzt sífellt til hægri, en þó hefur inn á milli komið stutt tíma bil umbótasinnaðra leiðtoga. Sem dæmi um þá má nefna Lazaro Cárdenas á fjórða tug aldarinnar, og að nokkru leyti Adolfo López Meteos, sem var forseti Mexíkó næstur á undan núverandi forseta, Díaz Ordaz, en hann tók við embætti 1964. Ordaz forseti fékk yfirstjórn flokksins í hendur Dr. Lauro Ortega, sem virðist lítinn áhuga hafa fyrir umbótum. Lætur hann m. a. viðgangast, að flokks leiðtogarnir í fjölmörgum hér uðum ladsins haga sér svo til alveg eins og lénsherrarnir, sem eyða átti með byltingunni fyrir fimmtíu árum síðan. ÞAÐ VAR því, af því sem að undan segir, augljóst, að and- staðan gegn þjóðfélagsástand- inu hlaut fyrst og fremst að koma frá stúdentunum — ekki sízt þar sem þeir eru í raun eini þjóðfélagshópurinn, sem ekki lýtur undir valdboð leið toga PRI, en það gera m.a. verkalýðssamtökin og bænda- samtökin. Það mun hafa flýtt fyrir aðgerðum stúdentannna, að stjórnmálamaður, sem eink um átti stuðningi að fagna með f al yngri mamna f PRI, Carlos I Madrazo að nafni, varð a ð láta í minni pokann fyrir gömlu leið ! togunum. Hefur Madrazo verið . > neyddur til að hætta öllum af- / skiptum af stjórnmálum. / ) AÐGERÐIR stúdentanna voru ) í upphafi gerðar til stuðnings kröfum þeirra um umbætur í memitamálum landsins og auk ið menningarfreisi. Barros Sierra, rektor við Mexíkóhá- skólann, og ýmsir prófessorar þar, studdu stúdentana í þess ari baráttu. f júlímánuði kom til átaka milli stúdenta og lögreglu á fyrrnefndu torgi fyrir framan tækniháskólann, og upp úr því hófst verkfall stúdentanna sem enn hefur staðið. Mótmælaaðgerðir stúdent- anna urðu æ pólitískari eftir r því sem átökin hörnuðu. STÚDENTARNIR hafa sett fram kröfur sínar í sex liðum, og segjast ætla að halda áfram mótmælaaðgerðum til að leggja áherzlu á þær kröfur sínar þar til ríkisstjórn landsins hefur gengið að þeim. Þessar kröfur eru: 1. Að allir pólitískir fangar í Mexíkó verði látnir lausir. 2. Að felld verði úr gildi þau ákvæði hegningarlaga landsins, sem kveða á um refsingu fyrir ólæti á almannafæri og undir róðursstarfsemi — en þessa lagagrein hefur stundum verið notuð til að kveða niður gagn rýni á ríkisstjórnina. 3. Að yfirmaður lögreglunn ar í Mexíkóborg og nánasti að- stoðarmaður hans láti þegar í stað af störfum. 4. Að sérstök deild innan lög reglunnar, sem ka’last Grena- diers, verði lögð niður. Er hér um að ræða sérþíálfað lið Framhald á bls. 15 Fjöldafundur stúdenta á torgiriu fyrir utan tækniháskóla Mexikðborgar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.