Tíminn - 23.10.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.10.1968, Blaðsíða 8
8 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 23. okt. 1968. Skúli Benediktsson: Skólamál Þjóðlygin um fræðslulögin og frumhlaup landsprófsnefndar Skólamál okkar hafa sætt mikilli gagnrýni nú síðustu árin og ekki að ástæðulausu. Óstjórn og aga- leysi setur í æ ríkara mæli svip sinn á skólastarfið, einkum í Reykjavfk. Á þetta við um marga gagnfræðaskóla, og ekki er ástand ið betra í framihaldsdeildum barna skólanna og árangurinn eftir því. Skólastjórar og yfirkennarar sjá víðast hvar einir um stjórn skól- anna án samvinnu við kennara, en eru önnum kafnir við alls konar skriffinnsku. Dæmi munu þesis, að kennarar einnar og sömu bekkj ardeildar sjáist ekki allan starfs daginn. Skipulagsleysið býður aga leysinu heim. Allir, sem við kennslu fást, vita, að ró og vinnu- friður er algert skilyrði þess, að árangur náiist. Óstjórnin verður til þess, að kennarar gerast kæru- lausir eða taka sér önnur störf fyrir hendur. Margir nýliðar í kennarastétt, oft góð kennaraefni, fá sýna fyrstu reynslu í þessu öngþveiti og leggja framtíðarstarf sitt á hilluna. Hinn kunni skóla- tnaður, Snorri Sigfússon, sagði fyrir nokkrum árum í útvarpser- indi, að lélegur kennari væri verri en enginn. Má þá ekki ætla, að skólastofnanir geti orðið svo léleg ar, að þær megi teljast verri en engar? Ófremdarásandið í skólamálum hefur að sjálfsögðu haft áhrif á árangur nemenda og valdið ó- ánægju meðal almennings. Aldrei er samt ráðizt gegn sjálfri mein- semdinni. Hins vegar hefur það verið gert að nokkurs konar þjóðlygi, að skólakerfið og fræðslu lögin standi í vegi fyrir því, að nýjungar séu gerðar á kennslu- háttum. Landsprófið á að vera eitt hvert ógnvekjandi pyntingartæki. Þjóðlygi þessi hefur fallið í góðan jarðveg hjá foreldrum. sem hafa slæma reynslu af starfsemi skói anna, en gera sér ekki grein fvrir orsökinni. Áróðurinn gegn fræðslu lögunum og landspófinu hefur orð ið svo vinsæll, að jafnvel þjóð- málaskúmar, sem ekkert þekkja til kennslumála, oift undirmáls- menn líka svo, hafa tekið undir þjóðlygina og kryddað hana með sínu lagi. Og nú er svo komið, að þeir, sem með skólamól fara standast ekki lengur áróðurinn og gera hvert axarskaftið öðru verra til þess að friða almenning. Gleggsta dæmi þess eru afglöp nefndar þeirrar, sem hefur með landspróf miðskóla að gera, landk- prófsnefndar. Rétt um það leyti, er gagn- fræðaskólar tóku til starfa í haust, hélt formaður landsprófsnefndar og hinna svo nefndu „Skólarann- sókna“ fund með fréttamönnum útvarps og blaða. Bar fundur sá öll einkenni skrums og áróðurs. Skýrði formaðurinn frá nýrri reglugerð um landspróf miðskóla. Breytingarnar, sem reglugerðin felur í sér, eru aðallega á til- högun prófa og einkunnagjöf. Lýsti hann yfir því, að landsprófs- nefnd teldi „athuganir og útreikn- imga“ benda til þess, að með þess- ari nýskipan „mætti fá jafnáreið- anlega niðurstöðu af prófinu með minni fyrirhöfn og tilkostnaði" Hér er farið með svo miklar stað- leysur, ef ekki vísvitandi falsanir, að vítavert er. Með breytingum þeim, sem gerðar eru á einkunna- gjöf er verið að koma á vinnusvik- um kennara og löggilda handa- hófskennd vinnubrögð. Það virð- iist ekki tekið tillit til þess í „út- reikningum og athugunum", að nemendur séu gæddir því, sem nefnt er réttlætiskennd. „Skóla- rannsóknir‘“ og landsprófsnefrd virðast byggja allar breytingar sínar og fimbulfamb á tölvufóðri. Engin haldbær rök eru fyrir þeim breytingum, sem gerðar eru, allt mælir þeim á móti. Tölvan og einkunnaqiöfjn Landsprófsnefnd skipar svo fyrir að nú skuli gefa einkunnir aðeins í heilum tölum frá 0—10. Lands- próf er til þeiss að velja nemend- ur til franiihaldsnáms. Kennurum og prófdómurum er lögð mikil á- byrgð á herðar, er þeir gefa eink- unnir, En nú reynir landsprófs- nefnd að koma á handahófskennd- um vinnuibrögðum án þess að leysa neinn vanda. Skal ég nú taka dæmi þessu til sönnunar. Tveir nemendur, ég kalla þá A og B, þreyta landspróf. Nemandi A hlýtur einkunnina 5,5 í öllum prófgreinum. Eftir Aukafundur SÖLUSAMBANDð ísl. FISKFRAMLEIÐENDA verður haldinn í Sigtúni fimmtudaginn 24. okt. n.k. kl. 10 f.h. Fundarefni: Ástand og horfur í sölu- og verð- lagsmálum saltfisks. Stjórn Sölusambands ísl. fiskframleiðenda Hjúkrunarkonur óskast Hjúkrunarkonur vantar nú þegar í Landspítalann. Laun samkvæmt úrskurði Kjaradóms. Allar nán- ari upplýsingar gefur forstöðukonan á staðnum og í síma 24160. Reykjavík, 22. október 1968. Skrífstofa ríkisspítalanna. Skúli Benediktsson breytingu landsprófsnefndar er einkunnin hækkuð upp í hverri grein. Nemandinn fær aðaleink- unnina 6 og rétt til þess að setjast í framhaldsskóla, t.d. mennta- skóla. Nemandi B hlýtur einkunnina 6,4 í sjö prófgreinum, en 5,4 í einni. Hann fellur, nær ekki fram haldseinkunn. Hvor þessara nemenda er betur undir framhaldsnám búin.n? Hef- ur landsprófsnefnd rennt þessum dæmum í tölvuna? Ég hef kennt landsprófsnem- endum íslenzku nokkra vetur. Ég tel geysimikinn mun á getu tveggja nemenda, ef annar hlýtur 8,5, en hinn 9,4. Landsprófsnefnd leggur þessar einkunnir að jöfnu, þótt aðeins muni einum tíunda, að mismunurinn sé heil tala. Sá, sem hlýtur einkunnina 8,5 er náms- maður rétt í meðaUagi. Hinn, sem hlýtur 9,4 er mjög góður. Tveir nemenda minna hlutu eink unnina 9,9 á síðasta landsprófi. Er sanngjamt að meta árangur þeirra til jafns við árangur þess, sem hlýtur 8,5? Eða á kannski að brjóta þá hefðbundnu reglu að gefa ekki 10, nema úrlausn prófs sé algerlega villulaus? Nemendur mínir þekkjast og vita um þann mun, sem er á getu þeirra, því að ég hef stundum skyndipróf. Ætli þeim þyki hún sanngjörn, „niður- staðan", sem landsprófsnefnd seg ir að breytist ekki? En býður svo þessi breyting engum vanda heim? Landsprófs- nefnd segir sjálfsagt, að auðveld- ara sé að gefa í heilum tölum og „kostnaðarminna". En þeir, sem úr prófunum vinna, eru settir í enn meiri vanda, þegar þeir þurfa að ákveða, hvort gefa skuli t.d. 6 heila eða 5 o.s.frv. Nú getur einn tíundi orðið að heilli tölu. Hér getur i mjög mörgum tilvikum munað mjóu og enn meiri ábyrgð að dæma en áður. Það lítur hins vegar vel út í auglýsingu að segja: „Niður með smásmyglina". Kennsla fvrir landspróf er tví- þætt, fræðsla og þjálfun. Kennara er skylt að kenna nemendum ná- kvæm ag markviss vinnubrögð. Skyndipróf með hæfilegu millibili eru ekki aðeins nauðsýnleg til upprifjunar, heldur einnig sú bezta þjálfún, sem völ er á, ef til þeirra er vandað. Nemandanum er líka þörf á að sjá framfarir sínar, þótt litlu muni frá einu prófi til annans. Prófin eru drif- fjöður kennsli}innar. Breytingar landsprófsnefndar á einkunnagjöf- inni hljóta að leiða af sér óná- kvæmni í vinnubrögðum kennara — og það sem verst er nemend- anna einnig. Það eru þau einu áhrif, sem nýskipanin getur haft auk þess, sem áður er sagt. Sú hlið þessara breytinga, sem að nemendunum veit, er skuggaleg- ust. Landsprófsnefnd lætur greini- lega að vilja þeirra, sem gefizt hafa upp við að stunda skipuleg kennslustörf við agaleysi og ó- stjórn, og vilja helzt afnema öll próf. Vissulega hefur landsprófs nefnd stigið spor í þá áttina. Einn nýstúdenta sagði síðastliðið vor í blaðaviðtali, að sér hefði aldrei verið kennt að læra. Gagnfræða- skólakennarar segðu: „Þú áttir að læra skipuleg vinnubrögð í barnaskólanum". Menntaskólakenn ararnir segðu: „Þú áttir að læra að vinna í gagnfræðaskólanum". Þess munu dæmi, að þeir, sem kenna landsprófsnemendum hafi sjaldan eða aldrei æfingapróf all- an veturinn. Þeir nemendur, sem ekki eru þjálfaðir og kunna ekki að vinna skipulega í prófi, standa auðvitað verr að vígi í erfiðu vorprófi og sýna ekki raunveru- lega getu. Hér er við kennara og skóla að sakast. Annað hvort er um hrein vinnusvik að ræða eða hitt, að stjórnleysið er orðið svo mikið, að kennarinn kemur eng- um æfingum við. En yfirstjórn fræðslumála flýr vandann, gerir ekki einu sinni tilraun til að vinna gegn meinsemdinni. Lands prófsnefnd tekur nú þátt í skrípa leiknum. Allt á að færast í „eðli legt ástand" með handahófsbreyt ingum á landsprófinu. Skólastarf- semin er í stakasta lagi og engan má móðga. Jón á Bægisá kvað: Vakri Skjóni hann skal heita, honum mun ég nafnið veita, þó að meri það sé brún. Vélar eða fólk Samkvæmt nýskipaninni skal prófgreinum fæikkað úr 9 í 8. Á það að gerast með þeim hætti, að hver nemandi verður undanþeginn einni lesgreinanna. Ekki fer það samt etfir vali nem- andans sjálfs, hverri greinanna hann sleppir, heldur ákveður landsprófsnefnd það og lætur til- kynna nemendum ákvörðun sína í byrjun prófs. Og nefndin telur eftir „athuganir og útreikninga", að slíkt breyti engu. Tölvan sýnir sennilega, að fjöldi þeirra, sem landsprófi ná. breytist ekki við þetta. Ekki vil ég móðga lands- prófsnefnd með því að rengja þennan dóm tölvunnar. Það ligg- ur líka í augum uppi, að einn nem enda getur haft heppnina með sér, þótt annar verði óheppinn. Annar fær til dæmis ekki að taka próf í eftirlætisgrein sinni, hinn er heppinn og sleppur við þá les- greinanna, sem hann hefur óyndi af. Fjölmargir nemendur, sem hafa áhuga á mannkynssögu, hafa óbeit á náttúrufræði og ættartöl- um plantna. Þetta getur sem sagt jafnazt og eins margir náð prófi. En nemendur eru gæddir ríkri réttlætiskennd. Þeir bera saman bækur sínar eftir próf. Ætli beim þyki réttlætinu fullnægt í öllurn tilvikum? Ætli það sé nokkur hætta á, að virðing þeirra fyrir námi og prófum slævist? En landsprófsnefnd varðar ekkert um slíkt. Nemandinn skiptir engu í hugarheimi þess, sem lært hef ur sálfræði af bókum og moðar í tölvufóðri. Virða skal það, sem vel er gert. Á téðum fundi með fréttamönn- um skýrði formaður landsprófs- nefndar frá því, að komin væri, út ný kennslubók í eðlisfræði, er leysa skyldi hina eldri af hólmi. Þótti þetta tíðindum sæta. Sú eldri hefur verið fylgikona skóla jyfirvalda áratuigum saman, staðizt allar freistingar og náð þó sama aldri og konur, er þær ganga úr barneign. Frétt þessi setti að sjálfsögðu nokkurn" tregablæ á . þennan annars ágæta fund, en sýnir þó andlega frjósemi hlutað- eigandi. Viðskilnaðurinn er sár, minnir hann helzt á það, er Napóleon skildi við Jósefínu. Ekki var samt greint frá því, hvaða stafkrók hinna velrægðu fræðslulaga þurfti að breyta til þess að þetta yrði mögulegt. Hvernig bregðast kennarar við? Það er mikill siður þeirra, sem hvergi koma nærri kennslu og skólastarfi, að belgja sig út og þykjast vita betur en þeir, sem við skólana vinna. Fræðsluyfir- völdin eru í engum tengslum við skólana og hafa ekkert eftirlit með kennslu í skólum landsins. Hvar eru námstjórarnir? Aðeins einn námstjóri í bóklegri grein hefur komið hingað til Akraness frá því er ég hóf kennslu hér. Síðan hann kom eru bráðum tvö ár. Þetta var námstjóri í íslenzku. Dvaldist hann hér einn morgun og hlýddi m.a. á mig kenna eina kennslustund. Námsstjórinn hélt fund með okkur kennurunum rétt fyrir hádegið. Þótt stuttur tími væri til viðræðna, mátti margt af honum læra, enda er hann góður og gegn skólamaður. En hann var tímabundinn, starf hans var aðeins „hálft“. í lok fundar- ins sagði hann þær fréttir, að starf sitt sem námstjóri yrði lagt niður að fullu þá innan skamms. Enginn námstjóri hefur birzt hér síðan. Landsprófsnefnd segist hafa rannsakað og reiknað út. Ætli ein hverjir fulltrúar hennar hafi lagt leið sína í gagnfræðaskóla lands- ins og athugað kennsluaðferðir, vinnubrögð og stjórnsemi skóla- stjóra og kennara? Á hvers konar rannsóknum eru breytingarnar á einkunnagjöf og fækkun próf- greina byggðar? Ég hef ekki enn hitt neinn kennara, sem mælir nýskipan landsprófsnefndar bót. Ég held, að flestir sjái, að skin- helgin og sýndarmennskan svífa þar yfir vötnum. Slíkt setur svip sinn á yfirstjórn fræðslumála nú. Kennarar hafa látið bjóða sér margt á undanförnum árum. En nú tekur fyrst steininn úr. Sú lítilsvirðing, sem landsprófsnefnd sýnir kennurum með nýskipan sinni, er þannig, að þeir verða að mótmæla. Ef kennarar eru svo dauðir úr öllum æðum að láta landsprófsnefnd haldast uppi skemmdarstarfsemi í þeim dúr, sem hún hefur nú byrjað, mega þéir þúast við, hverju sem er í náinni framtíð. Akranesi, 12. október. Skúli Benediktsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.