Tíminn - 23.10.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.10.1968, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 23. okt. 1968. TIMINN 11 DENNI Þetta er ekki ekta málning DÆMALAUSI pabbi. Þetta er bara drulla. M ■ 6—rn pi 30 - 12 15 14 "- HHHH Lárétt: 1 Spónamat 6 -Úrkoma 10 Svei 11 Greinir 12 Fjandi 15 HlífS arfat. Krossgáta 149 Lóðrétt: 2 Hikandi 3 Lík ar dvölin vel 4 Hestur 5 Fis 7 Stafrófsröð 8 Mann 9 Egg 13 Dá 14 Verkur. Ráðning á gátu nr. 148. Lárétt: 1 Fjall 6 Makkinn 10 Ys 11 Óa 12 Nistinu 15 Ágeng. Lóðrétt 2 Jók 3 Lúi 4 Ó mynd 5 Snauð 7 Asi 8 Kút 9 Nón 13 Sög 14 Iðn. Sameiginlegir æfingatímar hjá Tennis- og Badmintonfélaginu yerða i Valshúsinu á laugardögum Kl. 3.40 til 4.40 Unglingar Kl. .40 til 6.00 Meistaraflokkur Kl. 6.00 tU 7.00 Fyrsti flokkur Eins og að undanförnu verður Garðar Alfonsson þjálfari hjá fé- laginu í vetur. Æfingar í Valshúsinu byrja nk. laugardag 28. september. Framarar. - Handknatttleiksdeild: Stúlkur. æfingar hefjast fimmtudag 3 okt kl. 7.40 - 8.30 10—12 ára kl. 8.30 — 9.20 12—16 ára. Æfingar fara fram í leikfimisalnum í Laugar dalsvelli. Þjálfari. SJÖNVARP 50 18.00 Lassi 18.25 Hrói höttur. íslenzkur texti: EUert Sig . urbjornsson HLÉ 20.00 Fréttir 20f35 Millistríðsárin Sagt er frá frjðarráðstefn unni 1 Versölum og vonbrigð um Þjóðverja með friðar samningana. Þýðandi: Berg- steinn Jónsson. Þulur: Bald ur Jónsson. 21.00 Frá Olympíuleikunum 22.46 Dagskrárlok. — Fínt Snati — segðu pabba hvar þú fannst hann. hans. — Þú verður ekki lengi á leiðinni, eins og Vega er nú orð- in fjörug, hélt hann áfram. — Já, hún er fjörug. — Hún ætlar að líkjast mömmu sinni. Þeir voru ekki margir, sem tóku hana á sprett- inum, þegar við reyndum hestana á heimleið frá kirkju, þegar hún var ung. — Það er verst, að þeir skuli hafa rifið kirkjuhesthúsin, svo þar er hvergi hægt að skjóta inn hesti, mælti Kristín. — Annars væri svo miklu viðfelldnara og meira gaman að aka í hestsieða til messu á jóldaginn en í bíl. — Já, það er eins og svipmeira að koma í sleða með kyndlum. — Varðst þú nokkurn tíma fyrstur með Freyju á heimleið- inni? — Já, oftast meira að segja. Það var aðeins einn, sem hún hafði varla við, og það var herra- garðsfolinn. — Afi hennar Vegu? Jóhann kinkaði kolli. — Já, sá gat nú tekið til fótanna. Ellegar skapið þá! Þoldi helzt engan á undan sér. — Vega hefur erft skapríkið frá honum. — Það getur vel verið. — Tók ekki herragarðsfolinn þátt í kappakstri? — Jú, mikil ósköp. Það voru nú heldur en ekki kapphlaup, sem þeir höfðu víðs vegar á ísn- um í þá daga. \ — Og hafa ennþá. Vann hann nokkurn tíma? — Hann vann rétt alltaf. en það var nú varla furða, því sam- keppnin var ekki á marga fiska. — Vega er þá að minnsta kosti vel kynjuð! — Já, það er hún. . . .og líka sem skógarhestur. Agnes var inni í eldhúsi og hélt þar kerti hátt á loft — Sjáðu, mamma! Vr”ð það ekki fínt? Má ég steypa annað til, amma? — Já, bara að þú sért ekki fyrir mér, þá máttu það. Jón sat á sófanum og fægði stóran eirketil upp á líf og dauða. i — Skárra er það nú erfiðið að skrubba þennan ' eir, og másaði af erfiðinu. — En fallegur er hann, svona spegilfagur. Amma kinkaði kolli. v— Það er fátt til, sem prýðir eins og eirinn, en það er karknannsvinna að fægja hann. Jóhann kom inn. — Þetta get- ur beðið þangað til í kvöld, mælti hann og leit til Jóns. — Legðu það ffá þér og komdu snöggvast með mér, Jón. — Hvert þá? — Farðu í utan yfir þig, þá færðu að sjá það. — Er það launungarmál? spurði Anna forvitin. — Það má segja sem svo. Þá förum við, Jón. — Hvað skyldi nú vera á seyði hjá þeim? hélt Anna áfram, þeg- ar þeir voru komnir úr augsýn. — Þeir taka reiðhjólin, til- kynnti Agnes með nefið útl í rúðu. — Hvert ætli þeir séu að fara? — Það langar þig vist til ajð vita! mælti' amma og brosti við. — En fyrir iólin verða allir að lát sér lynda að fá ekkert að vita. Ertu búin að ákveða, hverj- um þú ætlar að bjóða hingað á ðtfangadagskvöldið? hélt hún á- fram og sneri sér til Önnu. — Já, pabba náttúrlega, Og svo datt mér í hug áð fá Huldu hingað yfir hátíðisdagana. — Það var rétt af þér. Hún er svo einmana, hún systir þín. — Já, síðan Hildur lézt, er húri það áreiðanlega. Þær voru alltaf saman á jólunum þangað til. — Það eru svo margar mann- eskjur einmana, sagði amma og stundi við. — Og á jólunum finn- ur maður sárar til þess en endra- nær. Þess vegna var það, sem við Jón minn tókum upp á því að bjóða einstæðingum til okkar á aðfangadagskvöld. — Já, ég furðaði mig dálítið á því til að byrja með, svaraði Anna, — en nú finnst mér ekki vera regluleg jól, nema við höf- um einhvern jólagest. — Já, það er fyrirhöfn, sem borgar sig. — Og ekki hefur lengi þurft að leita til að finna einhvern. — Nei, það kemur venjulega af sjálfu sér Fljótlegt að finna þá. — Þegar ég verð stór, ætla ég að bjóða heilum hóp af krökkum. — Þetta er erfðavenja, sem börnin halda áfram hvert af öðru, sagði Anna og brosti. Meðan þessu fór fram, hélt Kristín til Neðrabæjar. Hinrik var úti við, þegar hún kom, og hún ók beint til hans að hest- húsinu. — Sæl, Kristín, sagði hann glað ur í bragði. — Komdu hérna með Vegu, við skjótum henni inn í hesthúsið stundarkorn. — Ég hef ekki tíma til þess, svaraði Kristín — Ég átti bara að skila þessu og þakka fyrir lán- ið. — Þér liggur varla mikið á! — Jú, ég má ekki tefja núna. — Hvað er það, sem liggur svona á? Hinrik leit forviða til hennar. — Allt mögulegt. Þú veizt nú sjálfur, hvernig það er! Þótt jóla umstangið sé byrjað fyrir hálf- um mánuði, verður að gera þriðj- unginn af því síðustu dagana — Uss, hirtu ekki um það! Stundarkorn til eða frá ætti ekki að skipta miklu máli. Ef það er ekkert annað, þá. . .. Vega stappaði niður fótum og krafsaði í svörðinn hin óróleg- asta — Láttu ekki svona, Vega! sagði Kristín. — Hún er dálítið ókyrr núna, henni er að aukast vilji, sagði hún svo sem til skýr- ingar. — Þú æsir hana líka upp, með því að aka eins og brjálæðingur. — Geri ég það? Hver segir það? — Það stendur á sama. Er það ekki rétt? — Nei, það geri ég ekki. Oft- ast lulla ég í hægðum mínum. Heldurðu, að ég asnist áfram eins og óviti? — Hei. en ég sá hvernig þú keyrðir uppi hjá fúlumóunum hérna á dögunum, mælti Hinrik hróðugur. Kristín hleypti brúnm. — Þar 1 var rennisléttur melur, og þá ger j ir ekki mikið til, þótt ég gefi ’ henni lausan tauminn. Það er gaman að sjá hvað hún kemst. — Ertu ekki laus við kappakst ursgrillurnr ennþá? — Það verð ég aldrei. Þegar maður á annan eins hest og Vegu. . . | Hinrik leit aðdáunaraugum á hrossið — Þetta er bráðfalleg I meri. og hún verður afbragðs skr’i arhestur. þegar hún hefur bætt einu ári við aldur sinn. — Og þvílíkur brokkari, sem hún gæti orcið Hinrik hló góðlátlega. — Þú skalt nú ekki fara að telja þér trú um, að hún sé beinlínis neinn brokk-snillingur, þó hún líti út fyrir að hafa góða ferð á heima- vegum. Vegu langaði bersýnilega til að fær sönnur á, að hún væri bæri- legur brokkari Hún dró undir sig afturfæturna og ætlaði að prjóna, vegna þess að hún fékk ekki að halda áfram. — Kyrr! sagði Kristín. — Þú getur liklega staðið kyrr í eina eða tvær mínútur! — Þu venur hana ekki á það, með því að aka eins og þú gerir, ! sagði Hinrik — O, hún kann vel að haga sér. í skóginum eru engin vand- ræði að láta hana standa kyrra. En henni þykir gaman að hreyfa sig. Hvað hefur þú annars á móti kappakstri? Frostklefahurðir Kæliklefahurðir — fyrirliggjandi — Trésm. Þ Skúlasonar Nýbýlavegi 6 — Kópav. sími 40175. HLJÓÐVARP Miðvikudagur 23. október 7.00 Morgunútvarp 12.00 • Hádegisútvarp 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við sem heima sitjum Kristmann Gnðmundsson rit höfundur les sögu sína „Ströndina bláa“ (27) 15.00 Miðdeeisútvarp. 16.15 Veðurfreenir. fslenzk tónlist. 17.00 Fréttir. 17.45 l.estrarstund fyrir litlu börn in. 18.00 Danshljómsveitir leika. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Tilkvnningar, 19.30 Daglegt mál. Baldur Jónsson lektor flyt- ur þáttinn. 19.35 Hvað veldur? Dagskrá I umsjá FriÖriks Páls Jónssonar 20.05 Söngur i útvarpssal: Mari- anne Hevdusehka frá Þýzka- tandi svngur Guðrún Krist- insdóttir leikur á píanó. 20.30 Á veturnóttum. Dagskrá með lögum, Ijóð- um og tansu máli i saman antekt Ólafs Hjartar og Höskuldar Skagfjörðs. 21.15 Fiðlnkonsert nr 1 í D-dúr op 6 eftir Paganini. 21.40 Fræðslubættir Tannlækna' félags íslands áður fluttir í aprfl og maí sl. 22.00 Fréttir og veðurfregnlr. 22.15 Kvöldsagan- Myndin í spegi inum og ntiinda hljómkvið an“ eftir Þi,i lóhonn Sigurðssoc Gisli Halldórssoc leikar les ri) 22.40 Djassþáttur. Ólafur Stephensen kynnir. 23.10 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.