Tíminn - 25.10.1968, Page 1

Tíminn - 25.10.1968, Page 1
Gerizt áskrifendur ð Tfeianum. Hringið í síma 12323 Auglýsing i Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Halldór E. Sigurðsson í útvarpsumræðunum um málamyndaf]árlagafrumvarpið HRINGLANDAHÁTTUR OG ÚRRÆÐA- LEYSI EINKENNI STJÚRNARINNAR TK-Reykjavík, fimmtudag í útvarpsumræðunum um fjárlagafrumvaípið fyrir 1969 talaði Halldór E. Sigurðsson af hálfu Framsóknarflokksins. Sannaði hann rækilega að fjárlagafrumvarpið er hreint málamyndaplagg, lagt fram til að fullnægja þingsköpum, en kemur hvergi nærri þeim erfiðu vandamálum, sem nú er við að glíma í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar. Deildi hann á ríkisstjórnina'fyrir hringlanda- og sofandahátt í efnahagsmálunum og ásakaði hana um að hafa dregið allt of lengi úr hömlu að ráðast að rótum meinsemdanna í þjóðarbúskapnum. Þá sagði Halldór E. Sigurðsson ennfremur. „Við getum deilt um það, hverju sé um að kenna hvernig komið er í efnahagsmálum þjóðarinnar, en við getum ekki deilt um það, að vandinn í þeim er mikill og þjóðin verður að gera sér grein fyrir því, að verulegt átak og mikinn manndóm þarf til að leysa þann vanda, svo hann skaði hana ekki.“ Engin | miskunn lengur EKI-I-SJ-Reykjavík, fimmtudag. Lögreglan í Reykjavik geng ur nú hart fram í stríði sínu við fjáreigendur á Reykjavík ursvæðinu. Fjárhald hefur ver ið bannað í borginni og næsta nágrenni í langan tima eins og almenningi mun kunnugt, en samt hafa ýmsir fjáreigendur þrjóskazt við að hlýða því banni. Síðdegis í dag var fé tveggja manna er hafa dundað E'ramihaM á bls. 10. Halldór E. Sigurðsson sagði að stjórnarflokkarnir segðu ástóeð una fyrir því að slíkt málamynda plagg væri nú lagt fram í hinum mikla óleysta vanda, að ekki hafi þótt rétt að gera ráðstafanir í efnahagsmálum fyrr en séð yrði, hvort síldveiðarnar gengju vel éða ekki. En var ástæða til að ætla, að síldveiðarnar í sumar og haust gætu leyst vandamál þjóð arinnar í efnahagsmáium, svo að gerða væri ekki þörí? Ýmis kenni leiti voru það nálæg, frá sjónar hóli ríkisstjórnarinnar, að hún átti að geta áttað sig á því, að vandamálin leystust ekki þótt síld veiði yrði góð. Var ríkisstjórnin t. d. búin að gleyma því, að hún varð að gera sérstakar ráðstafanir vegna ríkis sjóðs og sjávarútvegsins þrátt fyr ir uppgripasíldveiði árin 1965— 1966? Var hún búin að gleyma að hún samþykkti óútfylltan víxil vegna síldveiðanna s. 1. vor og skortir nú fjármagn til að greiða þann víxil? Var hún búin að gleyma að hún ákvað verðuppbæt ur til hraðfrystihúsanna til að forða þeim frá stöðvun á miðju s. 1. sumri? — Það eitt hefði átt að sanna ríkisstjórninni að aðgerða væri þörí í efnahagsmálum þjóð arinnar, að hún jók skuld ríkis- sjóðs hjá Seðlabankanum með hverjum mánuði sem leið. Ekkert sannar betur, hversu haldlaus þessi fullýrðing um síldveiðarnar eru, en 20% tollurinn, sem rfxis stjórnin lagði á í ofboði í byrjun september án þess að hafa nokkra Framhalö á bls 11 Halldór E. Sigurðsson Frá aukafundi Sölusambands ísL fiskframleiðanda í gær. (Tímamynd—GE) | ; \ MM |':i mfmm \ • |. r \ Épll Felldu tillögu um aö fleiri aðilar en SIF selji saltfisk erlendis: SEUA ALLAN SALT- FISK FYRIR ÁRSL0K? OÓ-Reykjavík, fimmtudag. Góðar vonir standa til að búið verði að selja þær saltfiskbirgðir sem til eru í landinu fyrir áramót. Ekki er búið að ganga endanlega frá sölusamningum á öllum birgðunum en samn- ingar við nokkra kaupendur standa yfir. Þetta kom fram á aukafundi Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, sem haldinn var í dag. Á fundinum var samþykkt tillaga þar sem lýst var yfir trausti á stjórn SÍF, en felld var tillaga þess efnis að fleiri aðilar en SÍF fengju leyfi til að selja saltfisk til útlanda. Var sú tillaga felld með 486 atkv. gegn 26 atkvæðum. Fundurinn var haldinn í Sig- túni og Jiófst kl. 10 í morgun og var ekki lokið fyrr en kl. 19. Fund arefni var ástand og horfur í salt fisksölumálum, en óþarfj mun að minna lesendur á að stjórn SÍF hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarnar vikur fyrir að hafa ekki unnið sem skyldi áð sölumál um og nokkrir aðilar hafa einnig gagnrýnt samtökin fyrir að koma í veg fyrir að aðrir aðilar fengju að flytja út saltfisk. f upphafi fundarins gerði Tóm as Þorvaldsson .stjórnarformaður SÍF, grein fyrir þeim sölusamn ingum sem gerðir hafa verið á árinu. Rakti hann ítarlega sölu ferðir sem hann og Helgi Þórar insson, framkv.stjóri hafa farið í ár, og sagði frá þeim erfiðleikum sem verið hafa í sambandi við saltfisksölur. Mun meira var salt að af fiski í ár en endranær, vegna þess að skreiðarmarkaðir eru að mestu lokaðir. En útflutningsfram leiðslan á saltfiski nemur 33.500 lestum. Ekki bætir úr skák að þjóð ir við Atlantshaf hafa aukið mjög fiskveiðar sínar og aðalkeppinaut ar íslendinga á saltfiskmörkuðum, Norðmenn og Færeyingar, hafa aukið sína framleiðslu verulega. Skýrði Tómas svo frá að þeir fé lagar hefðu ferðast um mörg þjóð lönd og rætt við f.iölmarga' salt fiskkaupendur í mörgum borg- um og kannað markaðshorfur á yfirleitt öllum þeim stöðum sem til greiria koma og við getum selt saltfisk til. Hafa þeir á árinu ferðast til Grikklands, ftalíu, Spán ar Portúgals, Brasilíu, Argentínu Mexíkó, Englands, Þýzkalands og Danmerkur og oftar en einu sinni Framhald á bls. 10.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.