Tíminn - 25.10.1968, Side 9

Tíminn - 25.10.1968, Side 9
FÖSTUDAGUR 25. október 1968. TIMINN Ut, I DENNI — Viltu standa upp pabbi. Þeir vilja vita hver það DÆMALAUSI sem kallaði þá sóða! var Lárétt: 1 Fððurmóðirin 6 Knapi 10 Drykkur 11 Keyrði 12 Vand- ræðum 15 Kuldaskjálfta. Krossgáta 151 Lóðrétt: 2 1400 3 Skel 4 Ágeng 5 Stór 7 Vond 8 Stórá 9 Friðsamur 13 For 14 Skáld. Ráðning á gátu no. 150: Lárétt: 1 Hrapp 6 Sökkl- ar 10 Ó1 11 Na 12 Miðlung 15 Aðlar. ^ Lóðrétt: 2 Rok 3 Púl 4 Ósómi 5 Bragð 7 Öl) 8 Skál 9 Ann 13 ÐÐÐ 14 Una. Tekið á móti tilkynningum í dagbókina kl. 10—12 SJÓNVARP Föstudagur 20.00 Fréttir 20.35 Bókaskápurinn SpjaRað við Gunnar Gunn- arsson í tilefni af að nær hálf öld er liðin frá þvi er Saga Borgarættarinnar var kvikmynduð og sýndir verða kaflar úr myndinni. Um- sjón: Helgi Sæmundsson. 21.05 „Svart og Hvítt“ (The Black and White Ministrels Show) Skemmti- . þáttur. 21.50 Erlend málefni 22.10 Gangan frá Tyler-virki. Bandarisk kvikmynd gerð fyrir sjónvarp. Aðalhlut- verk: Peter Lawford, Betheí Leslie og Brodrick Craw ford. íslenzkur texti: Ingi- björg Jónsdóttir. Myndin er ekki ætluð börn- um. 22.55 Dagskrárlok. — A nú Eiríkur að aka? hvísl- aði Jón. — Svo er að sjá. — Hann hlýtur þá að hafa á- huga fyrir veðreiðum, mælti Jón fhugandi, — eða kannski hann geri það vegna Kristínar. — Hvort tveggja, mætti segja mér, sagði Jóhann og brosti í kaxnp. — Nú leggur hann af stað! sagði Jón lo’gandi af ákafa. Þeir lágu í felustað sinum og horfðu á, hvemig Eiríkur stjórn aði Vegu, en Jðhann horfði líka á Kristínu. Hún var niðursokkin í aksturinn. Hann hafði ekki gert sér það ljóst að fullu fyrr en nú, er hann sá gleðisvipinn á andliti ’hennar, hversu mikla ánægju hún hafði af áhuga sínum fyrir hestum. — Ég er ekki frá því áð hún fari ennþá hraðar núna! hvíslaði Jón. — Eiríkur er vanur aksti’i, sagði Jóhann, — og nú er Vega fyrst í essinu sínu. Það sýnir að hún er þolgóð. Vega þaut fram hjá fyrir neð- an þá á fleygiferð, og Jón hélt niðri í sér andanum af æsingu. Brátt hægði Eiríkur ferðina og sneri við. Hryssan frísaði ákaft, og Jón kinkaði kolli. — Það er góðs viti, að hún skuli frísa eftir áreynsluna. — Nú rýkur heilmikið upp af henni, varð Jóni að orði. Kristín gekk að kerrunni og brá ábreiðu yfir Vegu. — Hvað er það, sem þú hefur í huga, pabbi? hvíslaði Jón. — Þú færð nú bráðum að sjá það. — Hvað var hún fljót? spurði Kristín með eftirvæntingu. — Það er ekki svo þægilegt að taka tímann á þennan hátt, svar- aði Eiríkur, — en í fyrsta skipt- ið var tíminn nálægt tveim mín- útum. — En þegar þú stýrðir henni? — Þá var hún fljótari, enda var hún þá búin að hita sig upp. Þá var hún 59 sekúndur. — Er það gott eða lélegt? — Það er ágætt, prýðilegt! Kerran er að vísu létt, en hún <er þó enginn veðreiðavagn, og j með þessum aktýgjum og þessumj skeifum! Það er afleitt, að faðir ! þinn skuli vera svona andstæðurj brokkkeppni. — Já, að er víst um það. j Hugsa sér, að sigra með Vegu. . .!' sagði Kristín og stundi þungan. i — Þú mátt ekki hugsa svona' hátt! mælti Eiríkur hlæjandi. — Til að byrja með er hægt að gera sig ánægðan með að komast á skrá. Fáir hestar vinna í fyrstu keppni. Þeir, sem aldrei hafa ver- ið reyndir áður, varða iðulega ó- stilltir og hræddir af öllum lát- unum í kringum þá. Ég væri ánægður, ef mér yrði aðeins leyfð þátttaka með Vegu. . . .rétt einu sinni. Síðust allra myndum við áreiðanlega ekki verða. — Nei, því trúi ég ekki held- ur, en á veðhlaupum getur adt komið fyrir, svo það er bezt að vera ekki of bjartsýnn. Þá verð- ur maður ekki fyrir eins miklum vonbrigðum. — Ætli maður að óska sér ein- hvers, er bezt að gera það ræki- lega, hélt Kristín áfram og kast- aði hnakka. — En það er víst sama hvers ég óska mér, það verð ur ekkert úr neinu hvort sem er. Ég þakka allar hinar yndislegu gjafir ykkar um áreiðanlega fengið allt, sem við þörfnumst. við höf öll hlaup að því sinni, og lét sér nú hægt. — Nú er líklega bezt að þú haldir heim, sagði Eiríkur, þótt honum væri það um geð. — Það er ekki gott að hún kæli sig of snögglega. — Já, það er víst rétt að koma sér af stað, anzaði Kristín. — Það mun vera farið að vonast eftir mér heima. Ég þakka þér nú fyrir hjálpina! — Það var bara mér til skemmtunar, svaraði Eiríkur. Allt í einu hnykkti Vega upp höfðinu og reisti eyru. — Hvað skyldi Vega heyra, mælti Kristín undrandi. — Ég veit ekki, svaraði Eirík- ur annars hugar. Það var Kristín, sem hann var að hugsa um. Hún steig ósjálf- rátt einu skrefi nær honum og horfði í sömu átt og hrossið. — Heyrðu. . . . Það er víst ein- hver að koma. . . .mælti hún hratt og lágróma, — Já, ég held. . . Eru það ekki.. ? — Pabbi og Jón! greip Kristín fram í — Það var ekki sem heppileg- ast. . . .! muldraði Eiríkur. Kristín eldroðnaði og það lá við aö Eiríkur væru skömmustu- legur, þegar þeir Jón og Jóhann komu til þeirra. Jóhann kinkaði kolli til Eiríks, en leit svo til Kristínar. — Jæja, Kristín. . . .! mælti hann með hægð. Sökudólgarnir. sögðu ekiki orð, biðu bara þegjandi. — Sæl verið þið! ságði Jón. — Hvað eruð þið að gera? — Ég er að temja Vegu, svar- aði Kristín þrjózkulega. Hún tal- aði til Jóns, en meinti það til föður síns. — Það ætti ekki að vera svo hættulegt, og ekki hef- ur hún illt af því. Það fóru kippir um munnvik Jóhanns. — Öðru nær, að mér sýnist! Kristín starði þegjandi lá hann um hríð. Svo glaðnaði yfir henni. — ^innst þér það? Þá hefur þú ekkert á móti því að ég haldi því áfram, ha? Nú færðist bros yfir andlit Jó- hanns. — Ef svo væri, hefði ég bannað þér það undir eins. — Undir eins? át Kristín eft- ir honum. — Hvenær þá? — Þegar þú byrjaðir, auðvitað. — Vissir þú um það? Jóhann hló góðlátlega. — Þúl skait ekki halda, að það sé þægi- j legt að fara á bak við mig! Þúj hefðir eins vel getað tekið þér fyrir hendur að liðka Trítlu eða hverja skepnu sem væri. — Og ég sem hafi farið svo laumulega með þessa þjálfun, sagði Kristín og hló. — En þetta er þó betra, eða hvað finnst þér, Kristín, sagði Eirikur. — Hundrað sinnum betra! hróp aði Kristín. — Pabbi! sagði hún svo í bænarrómi. — Getum við ekki einhvern tíma keppt með henni Vegu? Bara á sleðabraut? Jóhann virti Vegu fyrir sér. — Við sjáum nú til. Það er ekki með öllu óhugsandi. Ég vildi fyrst sjá, hvernig hún gengi, áður en ég færi fyrir alvöru að hugsa eft- ir slíku. — Hún hljóp glæsilega, það gerði hún nú, gall við í Jóni. —- Við tölum síðar um það, svaraði Jóhann. — Farðu heim, svo hrossinu verði ekki kalt. Kristín sveiflaði sér upp í kerr una og íannsi sem hún gæti flog- Vega skildi að þegar búið var að breiða yfir hana, var úti um i ið. Um leið og hún lagði af stað, leit hún til Eiríks og gleðin ljóm- aði úr augum hennar. — Eiríkur. . . .geturðu hugsað þér eina manneskju, sem er á- nægð nú? 20. KAFLI. Á Lúsíuhátíðinni. Kvöldið fyrir Lúsíuhátíðina tók að snjóa, léttum og dúnmjúkum flyksum. Agnes vildi fá að fara út, en Anna hafði bannað henni það. — Bezt er að þú leggir þig, ef þú átt að geta farið svo snemma á fætur í fyrramálið. — En klukkan er ekki orðin nema hálf átta, kveinaði Agnes. — Já en þú hlýtur að skilja, að ekki má Lúsía vera syfjuð, sagði amma og reyndi að telja henni hughvarf. — Það dugar ekki að hún sé geispandi. — Hvenær eigum við þá að fara á fætur? — Klukkan hálf þrjú, svaraði Kristín. — Annars náum við ekki til allra, sem við þurfum að, finna, ef við eigum að ná þeim í rúm- inu. — Þá segi ég bara góða nótt, sagði Agnes og fór. HUÓÐVARP Föstudagur 25. október 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sitjum: Hild ur Kalmann les söguna „Næt urgalann og rósina“ e. Osc- ar Wilde; Þóroddur Guð- mundsson íslenzkaði. 15.00 Miðdegisútvarp 16.15 Veðurfregnir. Tónlist eftir Sigurð Þórðar- son. 17.00 Fréttir 17.45 i estrarstund fyrir litlu börn in. 18.00 Þjóðlög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Efst á baugi Björn Jóhannsson og Tóm- as Karlsson tala um erlend málefni. 22» .00 „Nætur“, tónverk fyrir tólf blandaðar raddir eftir Iann- is Xenakis. 20.15 Hvað gerist í geðdeild barna? Karl Strand yfirlæknir flyt- ur erindi. 20.40 Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Lyobomir Pipkov. 21.00 Sumarvaka. a. Söguljóð Ævar R. Kvaran les „Hl- ugadrápu" og þrjú önn- ur kvæði eftir Stephan G. / Stephanson. b. Sönglög eftir Jórunni Við ar e. Fráfærur á Fljótsdalshér ari i byrjun aldar Bjarni Halldórsson á Akur- eyri segir frá; Baldur Pálma son flytur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Kvöldsagan: „Myndin í spegl inum og níunda hljómkvið- an“ eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. Gísli Halldórsson leikari les sögulok (3). 22.35 Kvöldhljómleikar: Frá tón- leikum Sinfóníuhljómsveit- ar íslands f Háskólabíói kvöldið áður; — síðari hluti. 23.15 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.