Tíminn - 25.10.1968, Page 12
Óánægðir meí
og skipasmíðar
vindukaup
erlendis
Hér eru kortin af ísjaðrinum núna í október og í október 1967. Ójafna Iínan merkir ísjaðarinn, og inn á kortið er sjávarhiti mcrktur
ÍSHÆTTAN ER NÚ VARLA MINNIENIFYRRA
ís við landið í tvo tii fjóra mánuði í vetur?
KJ-Reykjavík, fimmtudag
Menn velta því gjarnan fyrir sér hvort „landsins forni fjandi“ muni heimsækja landið í
vétur eins eftirminnilega og á síðasta vetri, þegar hann lá við landið svo mánuðum skipti.
TÍMINN leitaði í dag upplýsinga hjá Páli Bergþórssyni veðurfræðingi um hvernig ísinn
lægi núna, og hverjar líkur væru fyrir því, að ísinn legðist að landinu í vetur.
Páll vfsaði til korta, sem hann
hefði gert af ísröndinni eins og
hún var um miðjan október núna
og hvernig hún var um miðjan
október núna og hvernig hún var
um miðjan október 1967. Kortin
fylgja hér með frétttinni. ísjaðar
inn takmarkar hafís, sem þekur
7/10 — 9/10 af yfirborði s.iávar
en utan við aðaljaðarinn mun viða
vera íshrafl, en takmörk þess eru
óviss bæði árin.
uð og hún var í fyrra, þó dálítið
minni vestur af Jan Mayen. Sjáv
arhitinn virðist aftur á móti vera
heidur lægri í ár, svo að af þessu
tvennu mætti álykta, að íshættta
væri ekki minni nú í ár, en í
fyrra.
Páll sagði að ef dæma mætti
eftir reynslu af hitamælingum á
Jan Mayen, benti hitinn þar í
haust til þess, að ís geti orðið
við landið í 2—4 mánuði samtals
í vetur og vor, en svo langur héf
ur ístíminn ekki orðið nema fimm
sinnum áður á þessari öld. S. 1.
ár var ístíminn fimm mánuðir, en
fjórir mánuðir 1965.
Páll sagði að engin reynsla væri
komin á ísspár sem þessar, og
yrði því að taka þær með nokkr
um fyrirvara. Upplýsingum um ís-
jaðarinn væri fenginn með flugvéla
athugunum og upplýsingum frá
gervitunglum, en sjávarihitamæling
arnar væru fengnar frá sjávarhita
mælingum skipa og tekið fimm
daga meðaltal af mælingunum.
Upplýsingar þessar væri nokkuð
mismunandi, en telja mætti þær
| sæmilegar fyrir NA land.
Segja má, að upplýsingar Páls
séu mjög athyglisverðar, en eins
og hann segir, þá eru ísspár sem
þessar á frumstigi, og ber því að
taka þær sem slíkar. Engu síður
er fyllsta ástæða til að gefa ísn-
um gaum, svo hægt verði í tíma
að gera viðeigandi ráðstafanir, ef
' þurfa þykir.
KJ—Reykjavík, fimmtudag.
Mikil ólga er nú meðal margra
jámiSnaðannanna vegna skipa-
saníða hér heima og erlendis. Járn
iðnaðarmenn ern gramir vegna þess'
að öll spil eða vindur í strandferða
skipia, sem em í smíðum á Akur
eyri eru keypt erlendis frá og
hinsvegar vegna þess að fyrirhug
að er að smíða nýja hafrannsókn
arskipið erlendis en ekki hér
heima.
Varðandi spilin, sem fara eiga
í strandferðaskipin, sem eru í
sondðum í Slippstöðinni á Akur
eyri, þá munu þau öll keypt frá
Noregi, en svipuð spil eru fram
leidd hér, að mikiu leyti, hjá a.
m.k tveiim aðilum. Bæði Héðinn
og Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörns
sonar eru með spil, þar sem aðal
blutamir eru keyptir erlendis frá
en spilin eru fullgerð hér, og
skapar það þé nokfcra atvinnu. Að-
eins spilin í strandferðaskrpin tvö
kosta nokfcrar milljónir, og finnst
jámiðnaðarmötmum það hant, að
á sama táma og mikið er að ger
ast í jámiðnaðinum, blasir mikið
aévinnuieysi við hjá járniðnaðar
mönmnn í vetur.
H3tt máEB sean veidur ólgu h.iá
Framhald á 10. síðu.
Kjördæmisþing í
Norðurlands-
kjördæmi vestra
Kjördæmisþing Framsóknar-
manna í- Norðurlandskjördæim
vestra verður á Blönduósi swntm
daginn 3. nóv. og hefst fcL 10 f.h.
Hópferð verður frá Sighifirði tnn
Hofsós, Sauðárkrók og Varmahlfð
á sunnudagsmorguniim.
Stjórn kjörd æmissambandsins.
Aðalfundur FUF
í Árnessýslu
Félag ungra Framsóknarmanna
í Árnessýslu heldur aðalfund sinn
fimmtudaginn 31. október kl. 21,30
í fundarsal K.Á. Selfossi. Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2.
Kjör fulltrúa á 9. kjördæmisþing.
3. Umræður um flokksstarfið —
frummælandi Þráinn Valdimars-
!son, framkvæmdastjóri.
Svo sem kortin bera með sér,
sagði Páll, þá er ísbreiðan svip
Málarar
deila við
slökkvi-
liðið
EJ-Reykjavik, fimmtudag.
Málarar áttu á dögunum f
deilu við slökkviliðsstjórann í
Reykjavik vegna málarafram-
kvæmda f gömlu Slökkvistöð-
inni. Hafði slökkviliðsstjóri lát
ið slökkviliðsmenn mála þar í
vinnutfma gínum.
Slíkt töldu málarar algjört
lagabrot, og fóru því fram á
stöðvun þessara framkvæmda,
og mun sú krafa hafa náð fram
að ganga.
Evrópunefndin, $em hefur samband við þjóðþing og almenning í aðildarríkjum Evrópuráðsins, hóf fundi sína í gærmorg-
un að Hótel Sögu, en síðdegis fóru þeir í ferð um Reykjavík. Síðar var svo móttaka í Höfða á vegum borgarinnar. Fund-
um nefndarinnar verður haldið áfram í dag, en síðdegis halda nefndarmenn til Þingvalla. Myndin hér að ofan var
tckin í gærmorgun, er nefndarfundurinn hófst. (Tímamynd - GE)