Tíminn - 26.10.1968, Blaðsíða 6
> V 'i* 'VNV' 1
LAUGARDAGUR 26. októbeff 1968.
NJÓSNER RJÁ NATO
Kapphlaupið
til tunglsins
Myndin hér til hliðar var tekin
þegar Apollo-7 geimfar Banda
ríkjamanna lenti í Atlantehafi
á þriðjudaginn eftir 11 daga
mjög vel heppnaða geimferð.
Er af mörgum talið, að nú sé
aftur mjög góður möguleiki á
því, að Bandaríkjamönnum tak
ist að senda geimfara til tungls
......... ins fyrir lok næsta árs — en
] það er takmarkið, sem þeir
" hafa sett sér. f desember, senni
lega nokkrum dögum fyrir jól
in, á að senda nýtt Apollo-geim
far, hið 8 í röðinni, á loft, og
er ekki enn ákveðið, hvort það
mun einnig fara á braut um-
hverfis jörðu, eða hvort Banda
ríkjamenn hyiggjast freista þess
þá strax að senda geimfar,
mannað, umhverfis tunglið og
til baka til jarðarinnar — en
sem kunnugt er semdu Sovét-
menn nýlega mannlaust gaim-
far í slíka ferð.
(UPI - mynd)
SVO VIRÐIST af fréttum
síðuistu daga, að víðtækur
njósnahringur innan Norður-
AtlantehaCsbandalagsins sé að
afhjúpast. Telja sumir reynd-
ar, að hér sé um að ræða af-
hjúpun víðtækasta njósna-
hrings eftirstríðsáranna. Skal
þó ekkert fullyrt um það að
isinni, enda slíkar fullyrðingar
að verulegu leyti byggðar á
getgátum.
Aftur á móti virðist ljóst, að
um verulega njósnastarfsemi
hefur verið að ræða, og hafa
ýmisir hátteettir ráðamenn í
Vestur-Þýzkalandi og í aðai-
stöðvum NATO í Brussel, Belg
íu, svipt sig lífi er gagnnjósna
deild vestur-þýzku stjórnarinn-
ar hóf rannsókn málsins. Jafn-
framt hefur komið fram mikil
gagnrýni á þessa gagnnjósna-
deild vegna mistaka við rann
sókn málsins. Komst mál þetta
á dagskrá f vestur-þýzka þing-
inu í gær í fyrirspurnartíma.
MÁL ÞETTA kom fyrst til
umræðu í blöðum um síðustu
ihelgi, en þar sem vestur-þýzk
yfirvöld hafa til þessa viljað
segja sem minnst um málið,
hafa blöðin byggt frásagnir sín
ar á ónefndum heimildarmönn
um. Hafa jafnvel fréttir af
sjálfsmorðum háttsettra
manna fyrst birzt í blöðum
nokkrum dögum etfir að þau
voru framin.
UPPHAF þess, að lögreglan,
og gagnnjósnaþjönusta vestur-
þýzku ríkisstjórnarinnar komst
„á sporið", var að eiigandi ljós
myndavöruverzlunar í Bonn,
hölfuðborg Sambandslýðveldis-
ins Þýzkalands, sneri sér til
lögreglunnar þar í borg.
Skýrði hann svo frá, að til sín
í verzlunina hefði komið
Herman Ludke, aðmíráll, með
nokkrar filmur til framköllun-
ar. Er verzlunareigandinn hafði
framkallað filmurnar, tók hann
eftir því, að meðal mynda af
fjölskyldu aðmdrálsins voru
myndir af NATO-skjölum, sem
stimpluð voru „leynileg".
Manninum brá að sjálfsögðu
við, og sneri sér þegar til lög-
reglunnar með filmurnar.
YFIRVÖLDIN hafa nú játað
að þau hafi vitað það 24. sept.
síðastl., að Liidke aðmíráll
hafi sent filmu þá, sem hér
um ræðir, til framköllunar. En
gagnnjósnadeildin hóf fyrst 27.
september yfirheyrzlu Liidkes,
en þá hafði varnarmálaráð-
herrann, Gerhard Schröder,
sett hann á eftirlaun. Hefur
þessi töf verið mjög gagnrýnd
í blöðum síðustu dagana, en
fréttir herma að yfirmaður
vestur-þýzka flotans, Gert
Jeschonnek aðmíráll, hafi sjálf
ur stjórnað yfirheyrsiunni.
Blaðafregnir herma, að til
að byrja með, hafi Liidke að-
eins verið að því spurður,
hvers vegna hann hefði sett
filmurnar í framköllun í Bonn
— en Lúdke var, og hafði
verið siðustu 4—5 árin, verið
staðsettur í aðalstöðvum
NATO, og það nú síðast í
Casteau í Belgíu, þar sem nýju
aðalstöðvarnar eru. Lúdke
mun hafa svarað því til, að
það stafaði af mistökum —
hann hafi verið í þeirri trú, að
filman væri læst niðri í
skúffu í heimili hans í
Casteau. Einhvern veginn
hefði þessi filma flækzt með
öðrum filmum, en á þær
hefði hann tekið í sumarleyfi
sínu. Aðrar heimildir herma,
að hann hafi neitað að hafa
tekið myndirnar, 9 talsins.
FULLYRT ER, að lítið hafi
orðið úr frekari yfirheyrslum,
en Lúdike var skyggður — en
aðrir segja lögregluna hafa
misst af honum sjónir. Komst
lögreglan m.a. að því, að hann
hafði pantað fiugfar til Austur
ríkis.
Þann farseðil notaði hann
Sjálfsmorð
Maðurinn á myndinni hér
að neðan cr Ilerman Ludke.
Hann fannst látinn 8. október
síðastliðinn skammt frá borg-
inni Trier I Vestur-Þýzkalandi.
Hér fer á eftir yfirlit yfir
sjálfsmorðin:
8. október: Horzt Wendland,
aftur á móti ekki, því að 8.
október framdi hann sjálfs-
morð. Fannst lík hans rétt hjá
Trier við Rín. Hafði Lúdke
að því er virðist, beint riffli
að brjósti sér og hleypt dúmm
-dúmm kúlu af. Þar af leiðandi
var Ifkami hans mjög illa far-
inn. Var talið að hann hefði
framið sjálfsmorð. Sumir telja
þó, að hann hafi verið myrtur.
SAMA DAGINN fainm lög-
reglan lfk annars mannis. Á
skrifstoifu sinni í Pullach, einu
úthverfa Múnehen, fannst
Horst Wendland, hershöfðingi,
næstráðandi í leyniþjónustu
vestur-þýzku ríkisstjórnarinn-
- eöa morð?
herforingi, næstráðandi í
leyniþjónustunni, finnst
látinn á skrifstofu sinni.
Sjálfsmorð.
8. október: Herman Ltidke,
aðmiráll, finnst látinn. Tal-
ið að um sjálfsmorð sé að
ræða.
15. október: Heinrich Schenk,
háttsettur embættismaður
í vestur-þýzka fjármála-
ráðuneytinu, finnst skot-
inn til bana á skrifstofu
sinni. Talið sjálfsmorð.
18. október: Johannes Grimm,
herforingi, finnst skotinn
til bana í skrifstofu sinni
í varnarmálaráðuneytinu.
Talið sjálfsmorð.
21. október: Gerhard Böhm,
háttsettur starfsmaður í
varn ar mál ar áðu ney tinu
hverfur. en taska hans og'
frakki finnast undir brú
yfir Rin. Talinn hafa fram-
ið sjálfsmorð.
ar, látinn. Við hlið hans var
skammbyssa, sem hafði orðið
honum að bana. Var þetta aug
lj'óslega talið sjálfsmorð.
Dauði tveggja hátteettra
manna sama daginn leiddi til
þess, að lögreglan hafði sam-
band við gagnnjósnadeildina,
og kom þá í ljós, að rannsókn
Ltidke var þegar hafin. Þá
kom einnig fram ,að við þá
rannsókn hafði meðal annars
vitnazt um náið samstarf
Lúdke og Joihannes Grimm, yf-
irliðsforingja í varnarmála-
ráðuneytinu. Hafði hann, eins
og Lúdke, haft með að gera
birgðavörzlu og birgðaflutn-
inga bœði á vegum vestur-
þýzkra heryfirvalda og á veg-
um NATO.
GRIMM var skyggður þegar
í stað, en ekki yfirheyrður.
AÆtur á móti virðist mega ætla
að honum hafi verið ljóst að
hverju stefndi, því að 18. okt.
aðeins 10 dögum eftir að
Lúdke framdi sjálfsmorð, tók
Grimm líf sitt á skrifstofu
sinni í varnarmálaráðuneytinu
í Bonn. Þriðji háttsetti her-
foringinn var látinn.
Önnur sjálfsmorð hafa átt
sér stað meðal háttsettra
manna í ráðuneytum í Bonn,
en erfitt er að temgja þau
sjálfsmorðum herforingjanna,
enda margt og ef til vill flest
enn augum hulið í þessu miáli.
FrÉTTIR HERMA, að þrír
háttsettir menn hafi verið
handteknir í sambandi við
rannsókn þessa máls. jafn-
framt er eins manns leitað
ákaft, en hann hefur horfið.
Hefur skjalataska og frakki
þessa manns fundizt, en ekki
hann sjálfur.
Þá hefur tyrkneskur starfs-
maður í aðalstöðvum NATO
í Brússel verið handtekinn, að
sögn er hann var að Ijósmynda
leynileg skjöl. Herma heim-
ild'ir, að handtaka þessi standi
í sambandi við sjálfsmorð
Ltidke.
ÞAÐ ER VONLEGT, að
þessi sjálfsmorðsalda, og hand-
tökurinar, veki ófcta um mjög
víðtækan njósnahring — sum-
ir fullyrða reyndar, að hér sé
um að ræða nýtt „Ptoilby-
hneyksli“. Þeir herforingjar,
sem hafa svipt sig lífi, höfðu
nefnilega meðal annars nána
þekkingu á kjarnorkuvopna-
vörnum NATO í Evrópu. Er
óttazt, að upplýsingar hafi bor
izt frá þeim austur fyrir járn-
tjald.
Hafi þessir herforingjar, og
þá væntanlega ýmsir fleiri,
verið viðriðnir njósnahring, þá
er nokkurn veginn öruggt, að
þeim hefur tekizt að koma
miklum upplýsingum i til
Moskvu.
«
LfKUR ERU einnig á, að
ýmsu öðru en upplýsingum
hafi verið komið austur fyrir.
Þannig hafa ýmis leynileg her-
tæki — þar með kjarnorku-
eldflaug — horfið úr vestur-
þýzkum herstöðvum.
Er sennilegast talið að þessi
tæki -hafi farið austur -fjrrir
jámtjald.
ÞAÐ ER auðvitað ekki
ósennilegt, að sovézka leyni-
þjónustan hafi njósnara á há-
um stöðum í vestur-þýzka hern
um, og hjá NATO Sovétmenn
hafa alltaf haft mjög gott
njósnakerfi í Þýzkalandi, og
er þar skemmst að minnast
hins fræga njósnak^rfis þeirra
í síðari heimstyrjöldinni —
en þá var vfirvöldmn í Moskvu
alltaf tilkynnt um fyrirhugað-
ar hernaðaraðserðir Þjóð-
verja á austurvígstöðvunum
löngu fyrirfram.
Framhald á 10. siðu