Tíminn - 26.10.1968, Blaðsíða 12
232. tbl. — Laugardagur 26. crfct. 1968. —-*J2. árg.
Dæmdir fyrír að
bætaSoglOaur-
um ákókfíöskuna
KJ-Reykjavík, föstudag.
Dómar, sem f sumar voru kveðn
ir upp yfir fimm kaupmönnum í
Reykjavík fyrir verðlagsbrot í sam
bandi við gosdrykkjasölu, hafa vak
ið umtal mikið meðal kaupmanna,
sem finnst, að hér sé verið að elt-
ast við heldur ómerkilega hluti, og
ekki sé neitt samræmi í verð-
lagseftirliti með þessum hlutum.
Fimm kaupmenn voru kærðir
fyrir að selja gosdrykki á of háu
verði, en þessir kaupmenn höfðu
í hagræðingarskyni, hækkað gos-
drykki, sem voru verðlagðir á yfir
5.50 upp í kr. 6.00 og lækkað gos-
drykki, sem kostuðu á milli sex
ísleifur
sýnlr á
Hrafnistu
EKH-Reykjavík, föstudag.
Á morgun, laugardag, opnar ís
leifur Konráðsson, málverkasýn-
ingu í setustofu Hrafnistu, Dvalar
heimilis aldraðra sjómanna, en
Gunnar tók meðfylgjandi mynd af
listamanninum í dag.
Framhald á 10. síðu
krónum og sex og fimmtíu, í sex
krónur og sömuleiðis voru gos-
drykkir, sem kostuðu rúmlega átta
krónur lækkaðir í átta krónur. Þá
var það rúsínan í pylsuendanum,
þegar einn kaupmaður var dæmd
Framhald á bls. 11.
Banaslysið við Geitháls enn óupplýst
UPPLÝSINGAR VANT-
AR ENN UM TVO BÍLA
OO-Reykjavík, föstudag.
Ekkert lát er að leitinni að öku
manni þeim sem varð Gunnari
Kristjánssyni að bana á þjóðveg
inum rétt neðan við Geitliáls fyrir
nær tveim vikum. Hafa fjölmargir
bilstjórar og farþegar þeirra, sem
Ieið áttu um þarna á svipUðum
tíma og ekið var á Gunnar, gefið
rannsóknarlögreglunni skýrslu
um eigin ferðir og einnig frá
ferðum annarra sem voru þarna
á ferli um nóttina. Er nú Ieitað
tveggja bíla sem vitað er að óku
um veginn á svipuðum tíma og
slysið varð, og hafa bflstjórar
þeirra eða aðrir sem í bílunum
voru ekki gefið sig fram við lög-
regluna. Er annar bfllinn svartur
en hinn tvílitur.
Vitni hafa skýrt rannsóknarlög-
reglunni frá ferðum þessara bíla
og hefur þess verið vænzt að bfl
stjórar þeirra gæfu sig fram og
gerðu grein fyrir fer'ðum sínum,
en þeir hafa ekki gert það ennþá.
Ekið var á Gunnar Kristjánsson
á veginum vestan veitingastofunn
ar að Geithálsi um kl. 2.15 að-
faranótt sunnudagsins 13. þessa
mánaðar. Sáu fjórir piltar í bíl
þegar ekið var á manninn, en
greindu ekki nákvæmlega hvaða
bíll það var, þar sem hann kom á
móti þeim og ók með sterkum
ljósum. Lézt Gunnar á sjúkrahúsi
11 klukkustundum síðar.
Sá sem olli slysinu ók áfram
í átt til Reykjavíkur og hefur ekki
hafzt upp á honum enn og virðist
einsætt áð slysavaldurinn ætli
ekki að gefa sig fram, þrátt fyrir
margítrekaðar áskoranir lögregl
unnar.
Unnið hefur verið sleitulaust að
rannsókn málsins og fjölmargir að
ilar sem voru á ferðinni nærri
slysstaðnum um nóttina verið yf
irheyrðir. Flest vitnanna gáfu sig
fram af fúsum vilja en öðrum hef
ur lögreglan haft upp á. Veitinga
Framhald á bls. 10.
Aðalfundur FUF
í Reykjavík,
næsta laugardag
Af óviðráðanlegum orsökum verð
ur að fresta aðalfundi Félags
ungra Framsóknarmanna um eina
viku. Fundurinn verður ekki hald
inn í dag laugardag eins
og auglýst haf'ði verið, heldur iaug
ardaginn 2. nóvember næst kom-
andi. Fundurinn verður í Glaum
bæ, uppi, og hefst kl. 2,30 e. h.
Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn
FUF.
oeris synir
SJ-Reykjavík, föstudag.
Á morgun kl. 2 opnar Jón
Engilsberts málverkasýningn f
sýningarsalnum HIiðskjáM,
Laugavegi 31, 4. hæð. Á sýniag
unni eru 23 olíumálverk, máhið
á löngum tíma en fullgerð á
þessu ári, að því er listamaður
inn skýrði frá á fundi með frétta
mönnum í dag.
Jón Engilberts er óþarfi að
kynna, hann hefur haldið f*g
tekið þátt í fjölmörgum mdl-
verkasýningum bæði hér á
landi og erlendis, og mun halda
stóra sýnlngu á verkum sínum
í vor í Casa Nova, nýhyggingu
Menntaskólans. Sýningin í Hlið
skjálf verður opin frá 2—10
daglega til 7. nóvember.
Myndin er af Jóni Engilberts
og einu málverki hans, sem
nefnist „í ljósaskiptunum."
Hafa fullrannsakað 134
skattamál á einu ári
EJ-Reykjavík, föstudag.
Frá 1. september á síðasta ári til ágústloka þetta ár hefur rannsóknadeild ríkisskatt-
stjóraembættisins — skattalögreglan — tekið 171 mál til rannsóknar, og hafa 134
þessara mála nú þegar verið fullrannsökuð. Stærst þeirra mála, sem í rannsókn
hafa verið undanfarið, eru sennilegast Sementsverksmiðjumálið og mál Fiskmjöls-
verksmiðjunnar í Vestmannaeyjum, en frá báðurn þeim málum hefur verið skýrt
áður hér í blaðinu.
Magnús Jónsson, fjármálaráð
herra, kom inn á starfsemi
skattalögreglunnar í fjárlaga-
ræ'ðu sinni í gærkvöldi. Sagði
hann, að rannsóknardeildin hafi
upplýst ýmsar alvarlegar mis-
fellur í skattframtölum á þessu
12 mánaða tímabili Nefndi hann
sérstaklega Sementsverksmiðju-
málið, og sagði það „sannast
sagna ekki að undra, þótt erfitt
sé um aðhald í þessum efnum,
þegar ekki er einu sinni hægt
að treysta opinberri stofnun.
Því tel ég nauðsynlegt að taka
mjög hart á misferli slíks fyrir
tækis.“
Magnús gerði sí'ðan grein fyr
ir starfsemi skattalögreglunn-
ar, og sagði þá m. a. eftirfar-
andi:
„Frá 1. sept. 1967—31. ágúst
1968 hefir rannsóknardeildin
tekið 171 mál til rannsóknar og
hafa þegar 134 þessara mála
verið fullrannsökuð, en frá því
að deildin tók til starfa fyrir
fjórum árum hefir verið lokið
rannsókn 393 mála. Ríkisskatta
nefnd hefir á sl. 12 mánuðum
lokið skattaákvörðun í 98 mál-
um. Nema þær hækkanir alls
rúmum 14 millj. kr. auk skatt
sekta, sem enn hafa ekki verið
ákve'ðnar í mörgum þessum mál
um. Útsvör hafa á þessu tíma
bili verið hækkuð um 4.2 millj
kr. hjá 66 aðilum sem rann-
sóknadeildin hefir haft til með
ferðar. í sambandi við þau
393 mál, sem skattrannsókna-
deildin hefir lokið rannsókn í
á fjögurra ára starfstíma sín-
um hefir rflcisskattanefnd á-
kveðið 41.6 millj. kr. skatthækk
anir, skattsektanefnd 9.2 millj.
kr. skattsektir og framtalsnefnd
ir hækkað útsvör um tæpar 12
millj. eða alls nemur heildar
hækkun gjalda í sambandi við
rannsóknir deildarinnar 62.8
millj. kr.
Þótt þessar tölur sýni, að
kostnaður við skattrannsókna-
deildina hefir margfaldlega skil
að sér þá er þó mest vert það
mikla aðhald, sem þetta aukna
eftirlit með skattskilum hefir
tvímælalaust veitt mörgum,
skattgreiðendum. Auðvitað veld
ur það gremju hjá ýmsum, sem
verða fyrir barði skattrannsókn
anna, er þeir sjá þá sleppa, sem
ef til vill eru sízt minna sekir.
en því mi'ður verður ekki náð
Fh-amhald á bls 11.