Tíminn - 26.10.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.10.1968, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 26. október 1968. TÍMINN íslandskort Bowens frá miðri 18. öld. Mark Watson gefur Landsbóka safninu merka kortagjöf Englendingurinn Mark Wat- son í Lundúnum, sem íslend- ingum er að góðu kunnur vegna margra merkra gjafa, er hann hefur gefið Þjóðminja- safni íslands á liðnum árum, hefur nýlega sent Landsbóka- safni íslands að gjöf þrettán gömul og fágæt íslandskort, og átti safnið sum þeirra ekki fyrir. í gjöf Watsons eru eftirtal- in kort: Abraham Ortelius. íslandskort úr þremur mis- munandi útgáfum af Theatr- um orbis terrarum. Tvö úr latneskum útgáfum frá árun- um nálægt 1600 og eitt úr enskri útgáfu frá 1606. Kortin eru öll handrituð, en á mis- munandi hátt. Loks er hér fá- gæt gerð af korti Orteliusar eftir ókunnan höfund og frá óvissum tíma, en kynni þó að vera eftir Ortelius sjálfan og ætlað til lausasölu. Það er töluvert frábrugðið hinu venju lega korti hans. Gerhard Mercator. íslands- kort úr frumútgáfu kortasafna hans, Duisburg 1595. Ennfrem ur sama kort í minnkaðri gerð, eins og það birtist í ensku þjófprenti af kortasafni Mer cators 1637. Jodocus Hondius. íslands- kort úr Atlas Minor frá árun- um 1620—1630. Joris Carolus. íslandskort úr þýzkri útgáfu af kortasafni Blaeus frá miðri 17. öld. Sama kort úr the English Atlas, sem prentaður var í Oxford 1780. Gerard van Keulen. Sjókort af íslandi, prentáð í Amster- dam í byrjun 18. aldar. Emanuel Bowen. Kort af ís- landi, Grænlandi og Færeyj- um, prentað í London nálægt miðri 18. öld. Thomas Hans Henrich Knopf. íslandskort í útgáfu Homanns, prentaðri í Nurnberg 1761 Kort sama höfundar í franskri útgáfu, r fylgdi fslandsfrá- sögnum Horrebows, Paris 1764. (Frétt frá Landsbóka- safni íslands.) Island vann Kúbu Lugani, föstudag. í síðustu umferð undankeppn innar á Olympíuskákmótinu fóru leikar þannig að ísland vann Kúbu með 3% vinning gegn y2. Ingi vann Jienez, Guð mundur vann Garcia, Björn gerði jafntefli við Cobo og Ingv ar vann Ortega. Úrslitin gilda einnig sem fyrsta umferð í B-úrslitaflokki. í síðustu umferð urðu önnur úrslit þessi: Tyrkland Singa- pore 2%—1%, Búlgaría Túnis 2V2—IV2. Tékkóslóvakía And- orra 4—0. Staðan eftir síðstu umferðina er þessi: Búlgaría 22% Tékkóslóvakía 22 ísland 19% Kúba 17 Túnis 13 Tyrkland 10% Singapore 8% Andorra 0 Halfgrímsmessan kl. 11 ámorgun Sú venja hefur gilt í Hallgríms prestakalli frá stofnun þess, að minningarguðsþjónusta færi fram á dánardegi sr. Hallgríms, 27. okt. í þetta sinn ber daginn upp á sunnudag, og fer því Hallgríms- messan fram á venjulegum messu tíma. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson þjónar fyrir altari á undan pred- ikun, dr. Jakob Jónsson predik- ar og biskupinn, dr. Sigurbjörn Einarsson, þjónar fyrir altari eft- ir predikun. Við messuna eru ein vörðungu sungnir sálmar eftir sr. Hallgrím, og samkvæmt viðtek- inni venju er notað hið gamla messuform, og það tónlag er gilti, þegar sr. Hallgrímur söng messur á sinni tíð. Þá er og sung- inn hinn forni Te deum sálmur, sem víxlsöngur milli prests og safnaðar. Hallgrímsmessan hefur jafnan verið hátíð í söfnuðinum, eins kon ar kirkjudagur, meðan hinn eig- inlegi vígsludagur hinnar stóru kirkju er ekki upp runninn. Þann dag eygjum vér enn í hyllingum, en allir raunsæir menn, sem vilja að hann renni upp sem fyrst, gera sitt til að safna til byggingarinn- ar. Á hverri Hallgrímshátíð er I I því tekið á móti samskotum við kirkjudyr að lokinni messu. Kven félagið hefur merkjasölu, og ýms- ir nota tækifæri dagsins til þess að færa kifkjunni gjafir, svo sem venja var fyrrum á kirkjudögum. Það er alltaf að koma í ljós bet- ■ ur og betur, að þjóðin vill, að Hallgrímskirkja verði fullgerð' sem fyrst og sérhvert skref, sem stigið er fram á við, þýðir einnig meiri fjölbreytni í starfi safnaðar ins, unz Hallgrímskirkja nær því marki, að hýsa meira af því, sem, snertir kirkjur landsins í heild. (Frétt frá Hallgrímsprestakalli.)1'' Félagsmála- námskeið Fram- sóknarkvenna Þriðji námsskeiðs fundur verður í dag, laugardag klukkan 3 e. h. á Flokksskrifstof unni Hringbraut 30. Þráinn Valdi imarsaon flyitur erindi um skipu lag Framsóknar- Þráinn flokksins. STUTTAR FRÉTTIR Leigja togbát til Þórshafnar ÓH-Þórshöfn, föstudag Fiskiðjusamlagið hér er að leigja togbát, sem ætlunin er að gera út héðan í vetur til þess að reyna að auka atvinnu hér á staðnum. Búið mun að leigja bátinn Glað frá Norð- firði, sem er 50 tonn að stærð. Skipstjóri verður Sigurður Jónsson. Héðan eru gerðir út nokkrir bátar, en þeir eru yfirleitt smáir, 15 til 20 tonn og þykja of smáir hér á veturna vegna veðra. Geðheilbrigðisvikan hefst á laugardag. FB-Reykjavík, fimmtudag. Geðheilbrigðisvikan, sem haldin er á vegum Tengla, og nýtur stuðnings Geðverndarfé- lags íslands og átyrktarfélags vangefinna, hefst á laugardag inn með því að opnuð verð ur sýning á verkum vangefinnna í Unuhúsi. Sýningin verður opn uð með ávarpi Geirs Hallgríms sonar borgarstjóra kl. 14, og verður síðan opin alla daga vikunnar frá 14 til 22. Þá verða haldnir fyrirlestrar í Háskóla íslands sem hér seg ir: Mánudag 28. okt. kl. 20.30 Prófessor Tómas Helgason yfir læknir: Ávarp. Alfreð Gíslason geðlæknir, fyrr verandi alþingismaður: Geðheil brigðisþjónusta á íslandi í nú- tíð og framtíð. Þriðjud. 29. okt. kl. 20.30 Karl Strand yfirlæknir: Ný við horf í géðlækningum. Miðvikud. 30. okt. kl. 20.30 Jónatan Þórmundsson, fulltrúi hjá ríkissaksóknara: Afbrota- og áfengismál. Steinar Guðmundsson, forvígis maður AA-samtakanna: Mál drykkjusjúklinga á íslandi. Fimmtud. 31. okt. kl. 20.30. Björn Gestsson, forstöðumaður Kópavogshælisins: Ástand og horfur í málum van gefinna. Föstud. 1. nóv. kl. 20.30 Dr. Matthías Jónasson, uppeld isfræðingur: Skólarnir og geð heilbrigði nemenda. Margrét Margeirsdóttir félags ráðgjafi: Aðlögunarvandkvæði barna og unglinga. Sparisjóður Þórshafnar í nýju húsnæði ÓH-Þórshöfn, föstudag í dag flutti Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis í nýtt húsnæði. Stærð hússins er 170 fermetrar, tvær hæðir Á neðri hæðinni eru tveir afgreiðslusalir og tvær skrif- stofur og geymslur, en á efri hæðinmi er fyrirhugað að verði íbúð sparisjóðsstjóra, en henni er ekki lokið. Aðstaða er til þess að leigja annan af- greiðslusalinn og skrifstofuna í framtiðinni, ef vill. Sparisjóðurinn var stofnað- ur 17. september 1944 með 105 hlutabréfum, sem hvert var að upphæð 100 krónur. Stofnend- ur voru 40. Fyrsti gjaldkeri sjóðsins var Karl Hjálmarsson, þáverandi kaupfélagsstjóri á Þórshöfn og fyrsti formaður var Jón E. Guðmundsson. Nú- verandi formaður er Haukur Kjartansson á Þórshöfn, en sparisjóðstjóri er Sigurður Tryggvason. Innlán í árslok 1967 vor/ 17,8 milljónir króna, en útlán 12,6 milljónir. Góð aðsókn að Nýjatesta- mentisfræðanámskeiði FB-Reykjavík, föstudag Fyrir nokkru var skýrt frá því hér í blaðimu, að dr. Jakob Jónsson hefði í hyggju að efna til námskeiðs í Nýjatestament- isfræðum. Við höfðum sam- band við hann í dag og spurð um um aðsókn að námskeið- inu, sem hefst á mánudaginn. — Mtttaka í námskeiðinu er ágæt, og eiginlega mátu- lega stór hópur til þess að hefja slíka starfsemi. Fyrsta kennslustundin verður á mánu dagskvöldið, í félagsheimili kirkjunnar. Það, sem mér þyk- ir skemmtilegt við þetta, sagði dr. Jakob, er að fólkið er úr svo að segja öllum áttum. Það eru forstjórar og skrifstofu- fólk, háskólamenntaðir menn og nemendur í menntaskóla og kennaraskóla, húsfreyjur, Ijós- mæður, hjúkrunarnemar, kenn- arar, sem sagt, þarna er mjög skemmtilega fjölbreytt lið, og hugmyndin fyrir mér er sú, að þarna verði kennsla . í Nýja- testamentisfræðum, ' og fari fram með akademísku sniði, þótt ekki sé krafizt stúdents- prófs. Borgarsfjóri efnir til funda Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri efnir til fundar með íbúum Laugarnes- Sunda- Heima- og Vogahverfis í Laug arásbíói í dag 3 e. h. Á fundin um mun borgarstjóri halda ræðu um horgarmálefni al- mennt og um sérmál hverfis ins og svara munnlegum og skriflegum fyrirspurnum fund argesta. Fundarstjóri verður Þorsteinn Gíslason, skipstjóri og fundarritari Sigríður Guð mundsdóttir, húsmóðir. (Fund arhverfið nær yfir allt svæð ið norðan við hluta Laugaveg ar og Suðurlandsbrautar að Elliðaám.) Þá efnir Geir til fundar með íbúum Smáíbúða- og Bústaða- Háaleitis- og Fossvogshverfis í Danssal Hermanns Ragnars i Miðbæ v. Háaleitisbraut á morgun sunnudaginn kl. 3 e. h. Á fundinum mun borgarstjóri halda ræðu um borgarmálefni almennt og um sérmál hverfis ins, og svara munnlegum og skriflegum fyrirspurnum fund argesta. Fundarstjóri verður Hilmar Guðlaugsson, múrari og fundarritari Arnfinnur Jóns son, kennari. (Fundarhverfið nær milli Kringlumýrarbraular og Elliða áa, og takmarkast af Suður- landsbraut í norður- og bæjar mörkum Kópavogs og Breið holti í suður). Brauzt inn og stal áfengi OÓ-Reykjavík, föstudag. Brotizt var inn í veitingahús- ið Klúbbinn við Lækjarteig í nótt og stolið þaðan 30 flösk- um af áfengi og nokkru magni af sígarettum og vindlum. Ekki alls fyrir löngu var brot izt inn í Þjóðleikhúskjallarann að næturlagi og var erindi þess sem þar var að verki hið sama. að stela áfengi, og fór sá út með fangið fullt af flöskum. Þar áður var brotizt inn í Sig- tún og sömuleiðis stolið áfengi, og einnig nokkru magni af mat vælum. Það virðist ekki vera ýkja erfitt fyrir óráðvanda menn að verða sér úti um brjóstbirtuna á þennan hátt. Bara að brjót- ast inn í veitingahúsin og ganga að áfengisbirgðunum og labba sér út með eins mikið af veigunum og hægt er með góðu móti að halda á, og mun láta nærri að fullfrískir karl- maður beri um 30 flöskur í einu. Enn hefur ekki náðst í þann sem brauzt inn í Klúbb- inn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.