Tíminn - 26.10.1968, Síða 5

Tíminn - 26.10.1968, Síða 5
Föstudaginn 1. nóv. kl. 21.25 er á dagskrá söngva og gamanþáttur er nefnist „Svart og hvítt“, eða THE BLACK AND WHITE MINSTREL SHOW. Þessi þáttur hefur verið svndur lengur en nokkur annar hjá brezka sjónvarpinu. (BBC) og eru morðin orðin tvö, en málið sjálft litlu ljósara en áður, og sumir aftburðir næsta ótrúlegir. En hvað um það, Melissa er spennandi og endirinn verður vafa laust óvæntur. Þátturinn um Millistríðsárin á miðvikudag var óvenjugóður, en hann fjallaði um friðarráðstefnuna í Versölum. Var ráðstefnunni mjög vel lýst. Dagskrá Sjónvarpsins í næstu viku virðist ekki vera sérstakt til hlökkunarefni, þótt nokkrar for- vitnilegar myndir sé þar að finna. Fastir skemmtiþættir eða fræðslu þættir, erlendir, eru nú orðnir á hverju kvöldi, Maupassant mynd- irnar á sunnudögum, Saga Forsyte tettarinnar á mánudögum. Melissa á þriðjudögum, Millistríðsárin á miðvikudögum, Hvítt og svart á fösfudögum — sá þáttur hóf göngu sína í gærkvöldi — og Grannarnir á laugardögum. „Stundin okkar“ á morgun er, að þvi er virðist, að efni til fram hald þess, sem verið hefur undan farið, og er vissulega tímabært að hrista þar til og koma með efni í þáttinn, sem börn hafa raun- verulega gaman að. Sem stendur fer ósköp lítið fyrir slíku efni í þessum þætti, því miður. Mánudagsdagskráin er nokkuð forvitnileg en þá er mynd um „Flotann ósigrandi“ — það er flota þann hinn mikla og fræga, sem Filippus annar konungur Spánar sendi gegn Bretlandi á dögum Elizabetar Englandsdrottningar I. Svo sem kunnugt er stóð mik- ill styrr milli Englands og Spán- ar á þessum tima, og inn í það flæktust innanlandsdeilur í Bret- landi miili kaþólikka og mótmæl- enda, Maríu Stúart og Elizabetar drottningar. María, þekktari sem Blóð-María, gekk að eiga Filipp- us II. Spánarkonung, og barðist fyrir endurreisn kaþólsku kirkj unnar í Bretlandi. Fyrir þá bar- áttu sína missti hún kollinn árið 1587, en árið eftir, 1588, sendi Filippus „flotann ósigrandi" gegn Englandi. Flotinn hlaut þetta nafn, þar sem hann var talinn hinn mesti í heiminum og í raun ósigrandi. í flotanum voru um 130 herskip og um 20 þúsund hermenn. Á föstudagskvöldið verður sýnd heimildarkvikmynd um leiðangur brezka heimskautafarans Ernest jShaekleton til Suðurheimskautsi- ins árið 1914, og er sjónvarpsá- horfendum ráðlagt að sjá þá mynd. Sir Ernest Shackleton er einn þekktasti heimskautafarinn í sögu 'Bretlands, þóitt honum tækist reyndar aldrei að komast fyrstur manna á svo eftirsóknarverða staði sem heimskautin voru í þá daga. Hann fór 27 ára í sinn fyrsta leið angur til Suðurheimskautsins, með Robert Scott árin 1901—04, og komst þá í fylgd með Scott á-82. breiddarbaug og höfðu þá engir menn náð lengra í suður. Árið 1907 hóf Shackleton eigin leiðangur til Suðurheimskautsins og tókst honum þá að ná 88. breiddarbaug og rúmlega það, en varð að snúa við vegna þreytu og erfiðs færis. Árið 1914 hóf hann enn einn leiðangur til Suðurheimskautslands ins. Stóð sá leiðangur til ársins 1917, og fjallar myndin á föstu- dag um þennan leiðangur. Flest fór öðruvísi en ætlað var í þessari ferð. Shacleton fór í skipinu „Endurance", en það lenti í ó- venjulega miklum ís og sökk i Wendell-haf. Áhöfnin fór á ísinn og komst, eftir að hafa rekið í sex mánuði, á land í Suður-Shet- iandseyjum. Þaðan tókst Shackle- ton að komast í opnum báti til Suður-Georgíu og fá aðstoð þar. En þrátt fyrir þessar ófarir lagði Shakleton út í nýjan leiðangur árið 1921. í þeirri ferð lézt hann, áður en komið var til heimskauta- svæðisins. Heimildarkvikmyndin byggir meðal annars á myndum úr hrakn ingaferð Shackletons 1914—17, og verður vafalaust mjög fróðleg. Mikið er af skemmtiefni á dag skránni á laugardaginn kemur. Þar er þó einnig að finna mvnd ugEh?én'illnt um brezku skáldkonuna Oharlotte Bronte, eina hinna frægu Bronte-systra, en sumar bækur þeirra eru mikið lesnar enn í dag. Charlotte var uppi á árunum 1816—1855, og var því tæplega fertug er hún lézt. Hún var dóttir prests af írskum ættum, fædd og uppalin á afskekktu prestsetri í Yorkshire. Lungnaberklar voru í fjölskyldunni, og varð hún móður- inni og tveimur eldri systrum Charl otte að bana er hún var smábarn. Bróðir hennar var sagður mjög gáfaður, en lenti í drykkjúskap, og á átta mánuðum árin 1848— 49 hitti óhamingjan fjölskylduna aftur með fullum þunga, á þeim mánuðum lézt bróðir Charlotte og jafnframt tvær yngri systur henn ar, Emily og Anne. Hún var ein eftir systkinanna. 1854 gekk hún að eíga kapellána föður síns, og lézt árið eftir. Harmleikur dauðans og ein- mannaleiki einkenndi þannig líf Bronté-systranna, en samt tókst þeim að skapa skáldverk sem enn lifa. Einna athvglisverðast er talin skáldsaga Emily, „Wuthering Heights", sem hún ritaði skömmu fyrir dauða sinn. En Charlotte er þekktari meðal almennings, ekki sízt fyrir bók sína „Jane Eyre“. Anna K. Brynjúlfsdóttir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.