Vísir - 04.07.1977, Blaðsíða 15

Vísir - 04.07.1977, Blaðsíða 15
 m VÍSIR Mánudagur 4. júll 1977 ■ 1 ■ : • -■ ’ ' Mini og Autobianchi — sama hugsunin — á ensku og Itölsku. hilla undir afturrúðu, stillanleg sætisbök, þetta fylgir með og fáir bilar gefa 140 kilómetra há- markshraða undir sautján sek- úndum upp i hundrað kilómetra hraða, og eyða þó aðeins 6,8 litr- um á hundraö kilómetrum i blönduðum akstri. A sjötiu kilómetra hraða er eyðslan aðeins 5,5 litrar á hundr- að kilómetra hraða er eyðslan að- eins 5,5 litrar á hundrað kiló- metra, 6,5 litrar á 90og 7,7litrar á 110, 8,3 i bæjarakstri, samkvæmt mælingum danska blaðsins Bilen. Hvað stjórntæki bilsins snertir er girskiptingin veikasti hlekkur- inn, eins og á flestum bilum með þverstæðri vél,en þó ekkert til að skammast sin fyrir. Umboðsaðili fyrir Atobianchi hér á landi er SAAB-umboðið, Sveinn Björnsson, og er þetta al- deilis ágæt viðbót við þá bila sem SAAB-umboðið býður upp á. Keppinautarnir eru tiltölulega fáir i þessum verðflokki: Skoda, Mini, Fiat 127, Renault4 og Lada. Bráðlega mun svo Ford Fiesta bætast i þennan hóp en segja má að fyrir innan við 1600 þúsund krónur eigi að 80-90 prósent fólks að geta fengið bil við sitt hæfi. Séu fjárráðin hins vegar ekki mikið yfir milljónina, er samt furðu mikið hægt að fá fyrir aurana, ef vel er að gáð og sé þörfin ekki mikil fyrir rými er Autobianchi einn þeirra bila sem til greina kemur. Mini 1275 GT er sneggri i bæjarþrengslunum og aðrir keppinautar eitthvað mýkri og rýmri, en fyrir suma er Auto- bianchi meöalvegurinn. Skemmtilegur bæjarbill Það er Iborgarumferðinni,sem Autobianchi nýtur sin best. Hann er aðeins 18 sentimetrum lengri enMini og sjösentimetrum breið- ari, en heilum 37 sentimetrum styttri og fjórum sentimetrum mjórri en frændi hans og afkom- andi, Fiat 127. Útsýni er hreint frábært, stórir gluggar og engin blind horn, beygjuhringurinn aðeins rúmir níu metrar og stýrinu þarf aðeins að snúa rúma þrjá hringi, borð i borð. Er vart hægt að hugsa sér betri bil i verslunarferðir, alls staðarhægt að smokra séristæði, og afturhurðin góða kemur i góð- ar þarfir þegar koma þarf varn- ingnum fyrir. Úti á vegi: Knár þótt hann sé smár Ótnilegt, en satt, þá er Autobi- anchi einum sentimetra styttri milli hjóla en Mini. En.gu að sið- ur er hann betri ferðabill en Mini og veldur þar mestu, að f jöðrunin er betri og hjolin stærri. Má segja, að hann falli mitt á milli Mini og Fiat 127á malarvegi hann skoppar meira yfir ójöfnur óhlað- inn og erheldur stifari en Fiatinn, enda 19 sentimetrum styttri á milli hjóla. Hæðin undir er svipuð og á Fiatinum 16-17 sentimetrar óhlaðinn. 13 sentimetrar hlaðinn, stýrið afar nákvæmt og létt, en sé fariö of hratt i beygju og hægt á bilnum, lyftist annað afturhjólið og blllinn verður skyndilega yfir- stýrður, þ.e.skriður út með aftur- endann. Góðar stýriseiginleikar hjálpa hins vegar til að rétta bil- inn af á auðveldan hátt, og það er iraun ekkihægt að finna neina af- sökun fyrir því að missa stjórn á þessum bil, þvi að alger barna- leikur er að stjórna honum, þökk sé smæð hans, og léttu stýri. Þröngt aftursæti Menn fá ekki stór hjól og lltinn bil að utanmáli án þess að láta eitthvað i staðinn. Langfættií- menn geta ekki rétt alveg úr fót- unum undir stýri og komast hreinlega ekki fyrir i aftursætinu, nema hafa framsætið i einu af fremstu hökunum. Að öðru leyti kemur það manni i óvart, hve vel billinn er útbúinn miðaö við stærð og verð. Mælarnir eru stórir og góðir, einsog á sportbil og segja má, að Autobianchi sé sportbill i Mini- dulargerfi. Vélin er nokkuð há- vær, en mörgum finnst það áreið- anlega skemmtilega sportlegt hljóð, sem hún gefur frá sér. Há- vaði frá hjólunum á grófum vegi er ekki meiri en gengur og gerist á bilum i þessum flokki. Vel má þvi hugsa sér fyrir tvo fullorðna aðfara i langferð á þessum bil, og með þvi að leggja aftursætið nið- ur, er feykinóg rými fyrir farangurinn. Fjórir fullorðnir er hins vegar of mikið á langferð, en bjargast sæmilega á stuttum leiðum. Þótt linurnar á Auto- bianchi séu nokkuö komnar til ára sinna, sem nærri má geta, kemur það ekki að sök. Það er hvort sem er, takmark- að, sem hægt er að leika sér með stílbrögð i útliti svona litils bils. Framhjóladrifið, þverstæð vél, tannstangarstýri, opinn aftur- endi, allter þetta hins vegár eftir nýjustu kokkabókum tækninnar. Teppi á gólfum, hiti i afturrúðu, Hversvegna ekki hvort tveggja? nýr AMIGO og sólarlandaferð Skoda Amigo eródýr bifreid, þess vegna getur þu leyft þer aó fara lika til sólarlanda. Skoda Amigo er mjög falleg og stíihrein bifreió. Hun er búin fjölda tæknilegra nýjunga og öryggió hefur verió aukió til muna. Komió og skoóió þessa einstöku bifreió. o JÖFUR HF AUOBREKKU 44-4Ó - KOPAVOGI - SIMI 42600 Kostir: Snerpa og kraftur Lipurð Gott útsýni Sparneytni Afturhurð og fellanlegt aftursæti. Gallar: Þröngt aftursæti Hávær vél Knappt rými fyrir stóra menn frammi i. Heldur stif fjöðrun sé billinn létthlaðinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.