Vísir - 04.07.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 04.07.1977, Blaðsíða 8
8 VISIR car rental Sem einn hlekkur í stærstu bílaleigukeóju Evropu er okkur unnt aó veita mun betri þjonustu en aóur Þegar þú feróast til utlanda, þa er aóeins aó hafa samband viö okkur, aóur en þu feró og vió munum sjó um aó bill frd InterRent bíói eftir þer a hvaóa flugvelli sem er, eóa annars staóar, ef þu óskar þess OKKAR BÍLL ER ÞINN BILL HVAR SEM ER OG HVENÆR SEM ER þetta er þjonustutakmark okkar GEYSIR Aó sjdlfsögóu veitum vió allar upplýsingar þú þarft aóeins aó hringja eóa koma Eirikur Tómasson, aöstoöarmaöur dómsmálaráöherra gerir grein fyrir staösetningu nýs húsnæöis rannsóknariögreglunnar aö Auöbrekku 61 I Kópavogi. Vfsismynd E.G.E. Aðspurður kvaðst Njörður ekki reikna með, að rannsókn- arlögreglan flytti i nýja húsnæð- ið að Auðbrekku 61 i Kópavogi, fyrr en i fyrsta lagi um næstu áramót. Enn ætti eftir að vinna það mikið i húsnæðinu. Sagði Njörður að innanhússaðstaða myndi batna mikið þegar þeir flyttu inn enda væri húsnæðið innréttað að nokkru leyti eftir þörfum rannsóknarlögreglunn- ar. bangað til verður rannsókn- arlögreglustjóri, Hallvarður Einvarðsson. ásamt deildar- stjórum, þeim Erlu Jónsdóttur og Erni Höskuldssyni, með að- setur i Lögreglustöðinni við Hverfisgötu, en flestir aðrir úr starfsliðinu verða til húsa i Borgartúni 7. Starfsskipting umdæma og rannsóknarlögreglu Hjá Hallvarði Einvarðssyni, rannsóknarlögreglustjóra, fékk Visir þær upplýsingar að verið væri að ganga endanlega frá ráðningu starfsfólks. Sam- kvæmt reglugerð, sem tók gildi 1. júli sl. skal rannsóknarlög- regla rikisins hafa með höndum lögreglurannsóknir brotamála i Reykjavik, Kópavogi, Sel- tjarnarnesi, Garðabæ, Hafnar- firði, og Kjósarsýslu, að þvi leyti, sem þær eru ekki i hönd- um lögreglustjóra þar sam- kvæmt réttarreglum. Við embætti lögreglustjóra i umdæmum skulu starfa sér- stakar rannsóknarlögreglu- deildir undir stjórn viðkomandi lögreglustjóra. Deildir þessar skulu annast rannsókn eftirfar- andi málaflokka: Umferðarslys og brot á umferöarlögum, brot á lögreglusamþykktum, brot á áfengislögum, öðrum en þeim er varða ólögmætan innflutning áfengis og brot á lögum um til- kynningar aðseturskipta. Deildir þessar skulu ennfrem- ur annast rannsókn eftir- greindra málaflokka, að þvi marki sem lögreglurannsókn fer fram i þeim: Veiðilaga og friðunarbrot, brot á skotvopna- löggjöf, brot á iðnlöggjöf og byggingalöggjöf, brot á lögum um öryggisráðstafanir á vinnu- stöðum, brot á heilbrigðisreglu- gerð, brot á veitingalöggjöf, og brot á staðbundnum reglugerð- um og samþykktum. Þá skulu þessar deildir annast rannsókn á brotum varðandi nytjastuld á ökutækjum, öku- gjaldssvik, minni háttar likamsmeiðsl, minni háttar eignaspjöll, mál til brottnáms ólögmæts ástands og önnur mál eða málaflokka þar sem viður- lög við broti geta eigi farið fram úr sektum, og rannsóknarlög- reglustjóri ákveður, að höfðu samráði við viðkomandi lög- reglustjóra. Deildirnar skulu auk þess hafa umsjón með vörslu óskila- muna og hafa stjórn á leit að týndu fólki, ef leitin er ekki þátt- ur i rannsókn brots, en jafnan skal rannsóknarlögreglu rikis- ins tilkynnt um slika leit. Við uppbyggingu hinnar nýju stofnunar, Rannsóknarlögreglu rikisins var meðal annars stuðst við fyrirmyndir og gögn frá öðr- um Norðurlöndum. Þá hafa ver- iö lögð drög að kynnisferðum starfsmanna rannsóknarlög- reglunnar til annarra landa og að undanförnu hafa menn verið að kynna sér tölvunotkun og ýmisleg tæknileg atriði, sem mikil áhersla verður lögð á við rannsókn sakamála i framtið- inni. —SV.G. Njöröur Snæhólm, yfirlögregluþjónn, við skrifborð sitt á fyrsta degi i hinu nýja staríi. Visismynd Loitur. mi Vísir heimsœkir Rannsóknarlögreglu ríkisins á fyrsta starfsdegi Sérstakar rannsóknarlögreglu - deildir starfa enn í umdœmum „Ég finn ekki fyrir neinni sérstakri breytingu x. eða að þessi dagur sé frábrugðinn gærdeginum”, ’ sagði Njörður Snæhólm, yfirlögregluþjónn i Rannsóknarlögreglu rikisins, þegar Visir leit inn hjá honum á fyrsta degi hans i nýju starfi hjá nýrri stofnun. „Það hefur heldur engin breyting orðið á högum okkar hérna ennþá. Við erum enn á sama stað og með sama starfslið”, sagði Njörð- ur ennfremur. BORGARTÚNI 24 - SÍMAR 24460 & 28810 Hallvarður Einvarösson, rannsóknarlögreglustjóri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.