Vísir - 04.07.1977, Blaðsíða 22

Vísir - 04.07.1977, Blaðsíða 22
26 c Mánudagur 4. júll 1977 VISIR Stjörnugjöf AÞ og GA Gamla bíó: Dr. Minx 0 Háskólabíó: Fólskuvélin Y- -¥■ -¥- Stjörnubíó: Ástralíufarinn Tónabíó: Hnefafylli af dollurum Nýja bió: Spæjarinn ★ ★ Laugarásbíó: Ungu ræningjarnir > LAUQARAS B I O Simi 32075 Á mörkum hins óþekkta Journey into the bey- ond Þessi mynd er engum llk, þvi aö hún á aö sýna meö mynd- um og máli, hversu margir reyni aö finna manninum nýjan lifsgrundvöil meö til- liti til þeirra innra krafta, sem einstaklingurinn býr yf- ir. Enskt tal, islenzkur texti. Sýnd kl. 9 og 11,10. Bönnuö börnum innan 16 ára. Ungu ræningjarnir Sýnd kl. 5 og 7. 18936 Ástralíufarinn Sunstruck Bráöskemmtileg, kvikmynd i litum. ný ensk Leikstjóri: James Gilbert. Aöalhlutverk: Harry Secombe, Maggie Fitz- gibbon, John Meillon. 6, 8 Og 10. Siöasta sinn AljSTURBtJARRÍfl ISLENSKUR TEXTI Drekkingarhylurinn The drowning pool Hörkuspennandi og vel gerö, ný bandarisk sakamála- mynd eftir myndaflokknum um „Harper” leynilögreglu- mann. Myndin er i litum og Panavision. Aöalhlutverk: Paui New- man, Joanne Woodward. Bönnuö börnum Sýnd kl. 5, 7 og 9. Mánudagsmyndin Afsakið/ vér flýjum Frábær frönsk gamanmynd i litum og cinemascope. Aðalhlutverk: Lois De Funes Bourvil Terry-Thomas Leikstjóri: Gerard Oury Sýnd kl. 5,7 og 9 Þaö getur lika veriö gaman á mánudögum. ^ÆJÁRBíP 1 Simi 50184 Kynlífskönnuðurinn Glettin og mátulega djörf mynd sem greinir frá stúlku sem send er frá öörum hnetti til að rannsaka kynlif jaröar- búa. ísl. texti Sýnd kl. 9 Bönnuð börnum. 16-444 //Rakkarnir" Magnþrungin og spennandi bandarisk litmynd, með Dustin Hoffman — Susan George. Isl. texti Bönnuö innan 16 ára. Endursýnd kl. 1-3-5-7-9 og 11.15. NÁTALIE V MICHÁEL CAINE Aöalhlutverk: Michael Caine og Natalie Wood. Ný létt og gamansöm leyni- lögreglumynd. Bönnuö börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5,7 og 9. VÍSIR vegna fjölda áskorana endursýnum viö þessa mynd I nokkra daga. Mynd sem enginn má missa af. Leikstjóri: John G. Avilds- sen. Aöalhlutverk: Peter Boyle, Susan Saradon, Patrick McDermott. Bönnuö börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ■ ■ I HEþölII stimplar, slífar og hringir Ford 4-6-8 strokka benzín og díesel vélar Opel Austin Míni Peugout Bedford Pontiac B.M.W. Rambler Buick Range Rover Chevrolet Renault 4-6-8 strokka Saab Chrysler Scanla Vabis Citroen Scout Datsun benzín Simca og díesel Sunbeam Dodge — Plymouth Tékkneskar Fiat bifreiðar Lada — Moskvitch Toyota Landrover Vauxhall benzín og díesel Volga Mazda Volkswagen Mercedes Benz Volvo benzín benzín og díesel og díesel I ÞJÓNSSON&CO Skeifan 17 s. 845154—84516 w Umsjón: Arni Þórarinsson og Guðjón Arngrimsson J CROSS OFIRON Það hlaut að koma að þvi. Meistari ofbeldiskvikmyndanna Sam Peckinpah, hefur loks snú- ið ser á stríösmyndunum. Og þaö var kannski dæmigert fyrir manninn aö hann hefur valiö sem sviö fyrir þessa frumraun sina, ein allra blóöugustu augnablik siðari heims- styr jaldarinnar, undanhald þjóðverja frá Rússlandi áriö 1943. Myndin heitir Cross of Iron. Aðalleikararnir heita James Coburn, Maximilian Schell og James Mason, sem allir leika þýska hermenn. Sam Peckinpah hefur reyndar sjálfur komið nálægt styrjöld- um. „Veistu hvernig ég fór að þessu? sagði hann nýlega i viötali og benti á annan fót sinn. Peckinpah gengur haltur. „Það var i Júgóslavíu i striðinu að ég rak fótinn heldur óþyrmilega i stálbita. Þaö gerðist þannig aö ég var aö stökkva yfir hann, og þegar ég lenti hinum megin sneriég mig illilega og féll aftur á bak. Fóturinn skall á odd- hvassri brún og ég skarst hroða- leg.” Nýja myndin er kannski ekki ósvipuð og sáriö á fæti Sam Peckinpah var. Opið, blóðmikiö og ristir inn aö beini. James Coburn leikur gamalreyndan striðsmann sem aðrir i her- deildinni lita til i von um hand- leiðslu. Maximilian Schell er i hlutverki prússnesks aristókrata i leit aö frægö og frama á vigvellinu, og James Mason leikur hálf ruglaöan hermann af gamla skólanum. Það er engin hetja i myndinni. Hún er um venjulega hermenn að berjast fyrir aö halda lifi. Allir málstaðir eru fyrir bi og löngu gleymdir. Allt sem eftir er, er tilgangslaust ofbeldi og viljinn til að halda lifi, á ein- hvern hátt. „Mig hefur lengi, lengi langað til aö gera striðsmynd” viður- kenndi þessi lágraddaöi snill- ingur og klóraöi sér i örinu á fætinum. ,,Ég tók tilboðinu um að gera hana án þess að hugsa migum. Enda haföi ég svo sem ekki mikið á takteinum”. Hann brosti. „Annars vorum við Don Siegel einu sinni aö hugsa um að gera „A Bridge Too Far” saman. Hann mundi leikstýra þvi sem gerðist öðru megin við brúna og ég hinum megin. Við gátum bara ekki gert upp viö okkur hvor átti aö vera með þjóöverjana og hvor með menn Montgomerys. Framleiðendurnir voru ekki beint ánægöir með hugmynd- ina”, og hún náöi ekki lengra” Hann varð alvarlegur aftur. „Ég fékk áhuga á að gera Cross of Iron vegna þess aö ég hef allt- af átt i erfiðleikum meö að skilja það timabil i sögunni þegar þýska þjóðin varð altekin Sam Beckinpah er maöur um fimmtugt, kominn af indjánum I móðurætt. Hann hefur enda tekið miklu ástfóstri við Vestrann, og segistgjarna vilja hafa veriðuppiá þeim timum. af nazismanum”. ,,Það er hræðilegt til þess að vita aö nú á dögum er fólk I Þýskalandi, sérstaklega i Munchen, sem aðhyllist skoðanakerfi nazismans.” „Engin viröist hafa lært neitt frá siðasta striði. Svoég býst við að það sé bara mannleg náttúra að vilja eyðileggja sjálfa sig. Það er bæði fáránlegt og sorg- legt.” Við horfum á striðin okkar og sjáum fólk deyja svo til daglega i sjónvarpinu. Þar deyr þaö i raun og veru, en það virðist óraunverulegt. Þegar fólk er að kvarta yfir þvi hvernig ég fer með ofbeldi, þá er það I rauninni að segja”. Ekkisýna mér, ég vil ekki vita af þessu. Réttu mér öl- flösku úr isskápnum.” Þegar ég sýni ofbeldi á tjald- inu þá fellur það inni söguþráð- inn. Ég sýni aldrei ofbeldi of- beldisins vegna. Ég vil sýna fram á að þegar fólk er skotið, þá blæðir úr þvi, og að þaö sé nokkuð til sem heitir sársauki.” íslenskir bióáhugamenn hafa fengið nokkur tækifæri til að kynnast verkum Sam Peckinpah. Þekktustu myndir hans eru sennilega The Wild Bunch, Pat Garett and Billy the Kid og Getaway með Steve MacQueen og Ali Mc Graw. Nýjasta mynd hans Cross of Iron er væntanleg bráðlega i Hafnarbíói.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.