Vísir - 04.07.1977, Blaðsíða 28

Vísir - 04.07.1977, Blaðsíða 28
gffnflQaaníi WwW Slasaðist mikið í árekstri bifreiðar og bifhjóls Maftur slasaðist nijög alvar- lega I höröum árekstri milli bifhjóls og fólksbils á mótum Hofsvallagötu og Hringbraut- ar um klukkan 22 I gærkvöldi. Bifhjólinu var ekið norður Hofsvallagötu, og bilnum vestur Hringbrautina. Lenti hjóiið á vinstri framhurð bilsins. Hjólið brotnaði i tvennt við áreksturinn og öku- maður þess kastaðist yfir bílinn og i götuna hinum megin við hann. Iiann brotnaði á báðum handleggjum og hendi og einnig á hægri fæti. Þá skarst haun i andliti en hann var með hjálm á höfði og mun það hafa bjargað lifi hans. Mörg vitni voru að atburö- inum og ber þeim öllum saman um, að bilnum hafi verið ekið út á gatnamótin á móti rauðu Ijósi. —GA Hlýjast á Suð- vesfurlandi Austan- og norðaustanátt er nú á landinu og kalt á Norður og Austurlandi. Hlýjast er veðrið suðvestanlands, á Réykjavikursvæðinu og Suöurlandsundirlendi. Þokuloft eða rigníng er um mestan hluta landsins, en þó þurrt að kalla á svæðinu frá Suðvesturlandi til sunnan- verðra Vestfjarða.-r- Gert er ráð fyrir litlum veður- breytingum. — AHO Mikil umferð ó þjóðvegum Mikil umferð var á þjóðvegum sunnanlands um helgina, og virðist vera feröa- hugur i fólki þessa dagana. Að sögn Selfosslögreglunnar var sérlega margt fólk á helstu ferðamannastöðum I Arnes- sýslu og þá sérstaklega i Þjórsárdal. Vfrðist Sögu- aldarbærinn hafa mikið aðdráttarafl fyrir fólk I helgarferðum, og skipta þeir þúsundum sem hafa nú skoöaö hann. —GA Lykillinn aó góðum bílakaupum P. STEFÁNSSON HF. SÍÐUMULA 33 SÍMI 83104 83105 y> sparar 1 y> m m íHDRNYCROFT ll fe átavélar -M OLL OKUTÆKI SMÁOG STÓR P. STEFÁNSSON HR . HVERFISGÖTU103 SÍMI 26911 & Gífurlegt úrhelli lok- aði vegum á Austurlandi Aðeins einu sinni hefur mœlst meiri úrkoma frá 1938 Vegir á Austurlandi skemmdust mikið um helgina vegna geysilegrar úrkomu þar um slóðir, og þó sérstaklega Austf jörðum. Vegirnir byrjuðu að skemmast á aðfararnótt laugardags eða snemma á laugardag, þegar rigningar- vatn rann yfir þá og setti i þá skörö. Viðgerðir voru hafnar strax I gær, og hefur nú verið lokið við að gera Austurlands- veg færan, og er þvl fært um Lónsheiöi og Berufjörð svo eitthvað sé nefnt. Vegaeftir- litinu hafði ekki i morgun borist neinar fregnir af Suðufjarðar- veginum, sem liggur frá Breið- dal til Reyðarfjarðar og var verr farinn en Ausutrlands- vegurinn, og er þvi ekki að vita hvernig viðgerðum miðar þar. Samkvæmt upplýsingum frá veðurstofunni mældist úrkoman 133 millimetrar á Dalatanga frá klukkan sex á laugardags- morguninn til sex á sunnudag. Aðeins hefur einu sinni mælst meiri úrkoma á Dalatanga á sólarhring siðan mælingar hófust þar 1938. Þar var árið 1972, og þá mældist Urkoman 134 millimetrar. —AHO. Ekið á barn í Hafn- arfirði Ekið var á barn i Hafnarfirði i gær. Það mun ekki hafa slasast alvarlega. Slysið vildi til á Selvogs- götu i Hafnarfirði. Fólksbil var ekið á hægri ferð eftir göt- unni þegar 3 ára gamalt barn hljóp i veg.fyrir hann. Lenti billinn á barninu, og það skrámáðist á höfði. —GA. /rí Unnið aö þvi að slökkva eldinn I bifreiöinni. Vlsismynd: ÓH Lögreglumaður brenndist illa við slökkvistarfið Lögreglumaður brenndist illa i gærkvöldi, þegar hann var að slökkva eld I bíl I Kópavogi. Um klukkan hálf-ellefu I gær- kvöldi var Moskvitch bifreið ekiö útaf rétt við brúna á Kópavogs- læk. Kallað var á iögreglu, og einnig á slökkvilið og sjúkrabil vegna þess að eldur hafði komið upp i bilnum. Lögreglan var fljót- ari á staðinn og tókst fljótlega að slökkva eldinn. Farþegarnir i bílnum komust út áður en kviknaði I og slösuðust ekki alvarlega, en voru fluttir á slysadeild Borgarspitalans til at- hugunar. Einn lögregiumann- anna brcnndist hinsvegar nokkuð illa við slökkvistörf. lllaut hann fyrsta og annars stigs brunasár i andliti og á höndum. Kono fórst í húsbruna Þannig var umhorfs eftir brunann. Vfsismynd: EGE Konan, sem lést i brunanum við Laufásveg á föstudags- kvöldið, hét Unnur Aðalheiður Baldvinsdóttir. Hún var 65 ára gömul. Eldurinn er talinn hafa komið upp laust eftir miönætti aðfara- nótt laugardags, I samliggjandi stofum á hæð hússins. Að sögn rannsóknarlögreglunnar skemmdust aðrir hlutar hússins ekki nema litillega af reyk. Talið er, að konan hafi verið sofandi, þegar eldurinn kom upp. HUsið er einlyft steinhús, nokkuð gamalt, og klætt að innan með timbri. Virðist, sem ekki hafi verið mikilleldur laus, heldur hafifyrst og fremstverið um reykskemmdir að ræða, og einig sviða. —GA önnur vélanna i islenska flug- flotanum, sem smiðaðar voru I Danmörku. Danir vilja kaupa héðan flugvélar Danskir flugáhugamenn hafa sýnt mikinn áhuga á að kaupa héðan tvær flugvelar af KZ-gerð, en flugvélar þessar voru smiðaðar i Danmörku fyrir nærri fjórum áratugum. í islenska flugflotanum eru tvær vélar af þessari gerð með einkennisstöfunum TF-KZA og TF-JON. Að sögn Baldurs Sveins- sonar, formanns Flugsögu- félagsins, er nú staddur hér á landi danskur flugáhuga- amður, Peter Anersen, sem er félagi i KZ-klúbbnum i Dan- mörku, en sá félagsskapur hefur að markmiði að safna þessum dönsku flugvélum heim til Danmerkur. Anersen er einnig I danska fornflugvélafélaginu og danska svifflugfélaginu og mun hann ræða við isienska flugáhugamenn og félaga islenska flugsögufélagsins i ráðstefnusal Hótels Loftleiða klukkan átta i kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.