Tíminn - 31.10.1968, Síða 6
TIMINN
FIMMTUDAGUR 31. október 1968.
Jarpur hestur
járnaður, Mtill vexti hefur tapazt frá Dalskarði í
Mosfellssveit, með markinu alheilt hægra, en heil-
rifa og biti aftan vinstra. Finnandi vinsamlega
hringi í síma 34961.
Styttist
til Jóla
Drengjajakkaföt frá 5—14
ára, Margir litir — terelyn
og u11.
Stakir drengjajakkar
stór númer.
Matrósaföt — rauS og blá,
Matrósakjólar
2—7 ára.
rauSir og bláir.
Kragasett — flautubönd.
Drengjabuxur — 3 til 13
ára, verS frá kr. 355.
Margir litir, Terelyn og ull.
Drengjaskyrtur — mislitar
og hvítar, frá kr. 75.
Drengjabindi, slaufur og
sokkar.
Buxnaefni kr. 165 meter-
inn
Sokkabuxur í litaúrvali
enskar og sænskar.
ÆÐARDÚNN,
GÆSADÚNN og fiður
ÆSadúnsængur, vöggu-
sængur, gæsadúnsængur,
hálfsængur (140x110 cm)
Koddar ,svæflar, vöggu-
koddar. Sængurver og lök.
PATONS ullargarnið með
gamla verðinu, 5 grófleik-
ar, litekta, hleypur ekki.
Hringið, skrifið.
Allar uppl. veittar.
Vesturgötu 12,
sími 13570.
Hagstæðustu verð.
Greiðsluskilmálar.
Verndið verkefni
íslenzkra handa.
FJÖLIÐJAN HF.
Sími 21195
21915
ÆgisgÖtu 7 Rvk.
I
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla
Sendum gegn póstkröfu.
GUÐM ÞORSTEINSSON
gullsmiður
Bankastrætj 12.
Frostklefahurðir
Kæliklefahurðir
— fyrirliggjandi —
Trésm. Þ. Skúlasonar
Nýbýlavegi 6 — Kópav.
sími 40175.
BORÐ
FYRIR HEIMILI OG SKRIFSTOFUR
DE
LUXE
■ frAbær gæði
■ FRÍTT STANDANDI
■ STÆRÐ: 90x160 SM
K VIÐUR: TEAK
■ FOLÍOSKÚFFA
■ ÚTDRAGSPLATA MEÐ
GLERI A
■ SKÚFFUR ÚR EIK ■
HÚSGAGNAVERZLUN
REYKJAVÍKUR
BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI11940
Mamma Roma
Stjórn og handrit: Pier Paolo
Pasolini
Kvikmyndaleikari: Tonino delli
Colli
Tónlist: Carlo Rustiehelli.
Þesesi mynd Pasolinis fjallar
um vændiskonu sem á enga ósk
heitari en koma 16 ára gömlum
syni sínum vel til manns. Bar
átta sem fyrirfram er vonlaus
því hún elskar hann svo heitt
að henni er ómögulegt að hugsa
um hann með heilanum aðeins
hjaptanu.
Erfiðleikamir steðja að henni
í líki mangar^ns (Franco Citti)
en hann kúgar út úr henni fé
og hótar að lokum að fræða
son hennar um fyrri atvinnu.
Citti er ekki atvinnuleikari og
raunar skauzt hann beint úr
rennusteininum uppá hvíta tjald
ið í Accattone fyrstu mynd
Pasolinis gerð 1961, þar leikur
hann líka mangara og Joseph
Morgenstein segir í Newsweek
að hann sýni einhvern allra
bezta leik sem nokkru sinni
hafi sést í því hlutverki.
Ettore Garafolo sem leikur
Ettore soninn.'fann Pastolini
líka á götu sinni, en það sér
ekki á leik hans að hann sé
óvanur og enda allar myndirn
ar af unglingunum sérlega eðli
legar og vel unnar enda á hand
ritið sinn þátt í því, samtölin
eru svo eðlileg.
Anna Mangani hefur sjálf bar
ist fyrir hamingju sonar síns,
en hann veiktist af lömunar-
veiki þegar Rosselini var að
taka „Róm óvarin borg“ (Roma
cittá aperta) 1945 en þar lék
hún eitt aðalhlutverkið. Leikur
hennar er blæbrigðaríkur og
túlkun hennar á ofsakæti til
hyldjúp,rar örvæntingar ekki á
allra færi.
Sektartilfinning Sora Roma
vegna fyrra lífernis verður til
þess að hún er sífellt að kaupa
Á myndinni sést Ettore Garafolo með félögum sínum, en Iýs-
ingin á unglingunum minnir á „Götustrákar“ eftir spænska
kvikmyndahöfundinn Carlos Saura.
ást sonarins, og hvaða ungling
ur stenzt það áð mamma kalli
út á götu þegar hann gengur
með félögum sínum „komdu
og kysstu mömmu“? Hún ætlast
líka til þess af honum sem hann
hefur fyrirlitningu á, hann vill
ekki vinna heiðarlega vinnu þeg
ar þjófnaður gefur meira í aðra
hönd, frjálsræði og auk þess
spenning.
En Pasolini sýnir líka hvern
ig sérhver tilraun fátæklings
til að hefja sig upp úr soran
um hlýtur að mistakast, alltaf.
verður einhver til að bregða
fæti fyrir þá. Hann er listameð
ur sem lítur á þá lægst settu
hlutlausum augum án við-
kvæmni eða meðaumkvunar en
lætur áhorfandann um tilfinn
ingarnar. Þetta gerir það að
verkum að hvergi er ofgert en
myndin mögnuð af ást og vilja
móður til hjálpar barni sínu.
Og furðulegt hvað Pasolini ger
ir skækjuna borgaralega þar
sem hún á enga ósk heitari en
hann giftist dóttur veit.ingahús
eiganda en stúlkan er með fæt
ur sem eru eins og renndar
borðlappir.
Þegar Ettore segist ekki vilja
vera eins og pabbadrengur sem
þykist eiga hálfan heiminn af
því að hanan á peninga, segir
Roma með angist „Þú ert þó
ekki kommúnisti."
Tónlist eftir Áantonie Vivaldi
er leikin í myndinni og gefur
henni ólýsanlegan blæ angurs
og ástar og áhrifamikið atriði
myndarinnar gerist í sjúkrahúsi
fangelsins þar sem einn fang
anna fer með setningar úr Hin
um guðdómlega gleðileik eftir
Alighieri Dante meðan Ettore
engist í hitasótt. Sérstætt í
mannlýsingu er atriðið þegar
Carmine (Franco Citti) tárast
af meðaumkun með sjálfum sér
er hann lýsir því fyrir Roma
hversu saklaus og óspilltur
mömmudrengur hann hafi ver
ið áður en hann kynntist henni
og einn drengjanna sem situr
að spilum á stigapallinum fyr
ir neðan þau hefur upp raust
sína „Una fortiva lagrima"
(eitt tár sem glitrar) og hór
mangarinn þurrkar sér um aug
un.
Það er langt síðan svona
sönn mynd hefur komið frá
Ítalíu hún minnir á allar beztu
myndir de Sica og Rosselinis,
enda hlaut „Guðspjallamaður-
inn Mattheus" (n vangelo se-
condo Matteo) sérstök heiðurs
verðlaun I Feneyjum árið 1964.
Nýjasta mynd Pasolinis „Ucc-
ellacci e uccellini“ hefur hlotið
mjög góða dóma. Þessvegna ætt
um við ekki að þurfa að bíða
langan tíma áður en hinar mynd
ir Pasolinis verða sýndar hérna.
Háaleiti$hverfi - Hlíðar
Vanur starfandi kennari vill taka nokkur sex ára
börn í tímakennslu eftir hádegi. Upplýsingar í
síma 8 18 84.
— PÓSTSENDUM
BÆNDUR
Stúlka (25 ára) óskar eftir
vinnu í sveit, sunnan eða
suð-vestanlands. Er vön
allri sveitavinnu. Tilboð
leggist inn á afgreiðslu
Tímans Bankastræti 7,
Reykjavík, merkt: „25 ára“
JÓLASKEIÐARNAR ERU KOMNAR
Tvær stærðir — Silfurplett — Gullplett
og ekta silfur — Hagstætt verð — Pöstsendum
GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON, gullsmiður
Bankastræti 12 — Sími 14007
i