Tíminn - 31.10.1968, Síða 7

Tíminn - 31.10.1968, Síða 7
Sitl'-: 03 FIMMTUDAGUR 31. október 1968. TIMINN Myndin var tekin er bátnum var rennt í sjóinn. 45 TN. BÁTUR SMÍÐAÐUR í STYKKISHÓLMI KBG-Stykkishólmi, mánudag. Á laugardaginn var sjósett- ur hér í Stykkisliólmi 45 lesta eikarbátur hjá Skipavík h.f., og er það annar af tveim bát- um, sem smíðaðir eru fyrir Stokkseyrarhrepp og frystihús ið á Stokkseyri. f fyrravetur var gerður samn ingur á milli Stokkseyrarhr. og frytrdhússins á Stokkseyri annarsvegar og Skipavíkur h.f. og Vélsmiðju Kristjáns Rögn- valdssonar í Stykkishólmi hins vegar um smíði á tveim 45 lesta vélbátum. Verki þessu hefur miðað vel áfram, og var fyrri báturinn sjósettur í fyrra dag. Þetta munu vera fyrstu bátai'nir, sem smíðaðir eru úr þurrkaðri eik hér á landi, en það á að koma í veg fyrir þurrafúa. Hér í Stykkishólmi er ekki fyrir hendi yfirbyggð dráttarbraut, og eru bátarnir því byggðir í stóru húsi (bragga) út við svo nefnt Grunnasund, og rennt þar á sliskjum til sjávar. Er skipið var sett út, var því nafn gefið á viðeigandi hátt, og stefni þess vætt með kampavíni. Þá athöfn fram- kvæmdi kona væntanlegs for- manns á bátnum, frú Ingibjörg Jónasdóttir. Hlaut skipið nafn- ið Hásteinn og ber einkennis- stafina ÁR 8. Mikil atvinnubót er að smíði þessara tveggja báta hér í kauptúninu, og telur skipa- smíðastöðin sig geta afgreit.t skip af þessari stærð á 3% —4 mánuðum, miðað við að stöðugt sé unnið að smíðinni, og hver smíðaaðili taki við af öðrum. STUTTAR FRÉTTIR Svissneskur styrkur Svissnesk stjórnarvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Sviss háskólaár- ið 1969—1970. Ætlazt er til að umsækjendur hafi lokið kandi datsprófi eða séu komnir langt áleiðis í háskólanámi. Þeir, sem þegar hafa verið mörg ár í starfi, eru eldri en 35 ára, koma að öðra jöfnu ekki til greina við styrkveitingu. Styrk fjárhæðin nemur 550—600 frönkum á mánuði fyrir stúd- enta, en allt að 700 frönkum t'yrir kandidata. Auk þess hlýt ' ur styrkþegi nokkra fjárhæð til bókakaupa og er undanþeg- inn kennslugjöldum. Þar sem kennsla í svissneskum háskól- , um fer annaðhvort fram á frönsku eða þýzku, er nauðsyn legt að umsækjendur hafi nægi lega þekkingu á öðru hvoru þessara tungumála. Styrkþega, sem áfátt kann að reynast í því efni, verður gert að sækja þriggja mánaða málanámskeið í Sviss, áður en styrktímabilið hefst. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðu neytisins, Hverfisgötu 6, eigi síðar en 10. desember 1969. Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamáalráðuneytinu. (Frá menntamálaráðun.) 12 sjúkraliðar útskrifaðir Eftirtaldir 12 sjúkraliðar luku námi frá Landspítalanum nýlega: Anna Kristín Björg- mundsdóttir, Kirkjubóli, Mos- vallahreppi, V-ís., Birna Björns dóttir Lövdal, Reykjavík, Bryn- hildur Rósa Jónsdóttir, Hafnar- firði, Brynhildur Vilhjálmsdótt ir, Möðrudal, Jökuldalshreppi, Guðný Sigurgísladóttir, Kópav., Kristín Jakóbína Gísladóttir, Skáleyjum, Breiðafirði, Kristín Erla Stefánsdóttir, Reykjavík, Málfríður Jónsdóttir, Kópavogi. María Guðrún Loftsdóttir, Reykjavík, Rósa Guðmundsdótt ir, Kópavogi, Vilborg Jóhannes dóttir, Ilafnarfirði, Vilborg Elín Kristjónsdóttir, Gilsbakka, Ilellissandi. Skyndihappdrætti Sjómannadagsráös Nýlega var dregið í skyndi- happdrætti sumardvalarheimil- is Sjómannadagsráðs. Þessi númer komu upp: Myndsegulbandstæki ásamt upptökutæki nr. 56235. — Gúmbátur með utanborðs- hreyfli nr. 43754. — Vélsleði nr. 13082. — Vimninga má vitja til Guðmundar II. Oddssonar, skipstjóra. (Frétt frá Sjómannadagsráði) Námsstyrkir til Banda- ríkjanna Eins og mörg undanfarin ár, hefur íslenzk-ameríska félagið milligöngu um útvegun náms- styrkja til Bandaríkjanna. Er hér um tvenns konar styrki að ræða: Annars vegar eru námsstyrk- ir fyrir íslenzka stúdenta til náms við bandaríska háskóla, á vegum Institute of Internatio nal Education. Styrkir þessir eru veittir af ýmsum háskólum í Bandaríkjunum, og eru mis- munandi, nema skólagjöldum og/eða húsnæði og fæði o.s.frv. Styrkirnir eru eingöngu ætlaðir námsmönnum, sem eru að hefja háskólanám. Þess skal getið, að nemendur, er ljúka stúdents- prófi á vori komanda og hyggj- ast hefja háskólanám næsta haust, er heimilt að sækja um þessa styrki. Hins vegar eru námsstyrkir úr Thor-Thors-sjóðnum fyrir íslendinga, sem eru í háskóla námi í Bandaríkjunum, en hafa ekki lokið próíi. Eru þetta 3 —4 eitt þúsund dala styrkir. Nánari upplýsingar um þessa námsstyrki verða veittar á skrif stofu íslenzk-atneríska félagsins Austurstræti 17 (sími 1-3536), þriðjudögum og fimmtudögum kl. 6—7 e.h. Umsóknir (um I.I.E.-styrki) skulu sendar skrif stofu félagsins fyrir 20. nóv. n.k. Umsóknir um styrki úr Thoi'-Thors-sjóðnum skulu hins vegar hafa borizt fyrir 20. des. næstkomandi. 20 hjúkrunarkonur útskrifaSar Tuttugu hjúkrunarkonur ut- skrifuðust frá Hjúkrunarskóla íslands 22. október s.l. Nöín þeirra fara hér á eftir. Anna Sigurlaug Stefánsdótt- ir, Dalvík. Álfhciður Ólafsdótt ir, Reykjavík. Ásta' Bryindís Þorsteinsdóttir, Reykjavík. Ást ríður Karlsdóttir Tynos. Þor- Mkshöfn. Systir Bente, Ilafnar firði. Brynja Guðjónsdóttir, Reykjavík. Elísabet Eria Krist- j'ánsdóttir, Reykjavík, Elsa Bjarney Georgsdóttir. Reykja- vík. Gunmþórunn Jónasdóttir. Revkjavík Hafdís Adolfsdóttir Hafnarfirði. Helga Þóra Kjart- ansdóttir, Patreksfirði. Ilrönn Þórðardóttir. Vestmamnaeyjum Jóhanna Jóhannesdóttir. Ileið.r bæ. Jónína Lilja Guðmunds dóttir, Akrane.si. Linda Níra Page Guðmundsson. Keflavík urflugvelli. Magnea Kristmunds dóttir, Reykjavík. Margrét Ing varsdóttir, Reykjavík, Sigrún Ingibjartsdóttir, Akureyri. Sig- rún Jóma Jónsdóttir, Reykja vík. Þorbjörg Skarphéðinsd ótt- ir, Reykjavik. Skógarskóli settur AJ-Skógum. mánudag Skógarskóli var settur sunnu daginn 13. okt. sl. Aðalsetning- arræðuna hélt hinn nýi skóla stjóri, sr. Sigurður Sigurðssolí^ Einnig fluttu ræður, sr. Hall dór Gunnarsson í Holti, fyrr verandi skólastjóri, Jón lt Hjálmarsson og formaður skóla nefndar, Björn Fr Björnsson alþm. í skólanum í vclur verða 115 nemendur í fjórum bekkj- ardeildum. Sú breyting verður á starfi skóians í ár. að fyrsti Eramhaid a bls* 15 SJÓNVARPSTÆKI KEYPT FYRIR NOTUÐ FRÍMERKI Frímerkjanefnd Geðverndarfé- lagslns hefur unnið óeigingjarnt starf við söfnun innlendra sem erlendra frímerkja, Ilefur frí- merkjanefndin látið vinna merkin — með aðstoð öryrkja og annarra góðviljaðra aðila — pakkað merkj unum og síðan selt þau, og hefur orðið Geðverndarfélaginu allnokk ur tekjustofn. Fyrir skömmu færði frímerkja nefndin framkvæmdastjóra félags- ins þrjú sjónvarpstæki af vönduð- ustu gerð, og er ætlazt til, að sjónvarpstækin verði notuð í vist mannahúsum þeim, sem Geðvernd arfélagið er nú að láta reisa að Reykjalundi, samkvæmt bygginga og rekstrarsamningi við SÍBS. Þá er enn nokkurt fc, sem safn azt hefur fyrir ofangrcind frí- merki, á bankabók til ráðstöfunar ivegna framkvæmaa télagsms. Öllum þeim, sem gefið hafa Gcðverndarfélaginu notuð frí- i merki, ber að þakka, og má sjá, I að verðmæti merkjanna hefur vel ráðstafazt. Þess skal einnig getið, að frí- merkjasöfnunin heidur áfram, og má senda öll notuð frímerki, j íslenzk sem erlend, til félagsins j í pósthólf 1308, ef menn vildu styrkja þetta framtak. Geðverndarfélag íslands er eina félagið innan Ör.vrkjabandalags ís lands, sem ekki nýtur neins ákveð ins tekjustofns, en margir hafa hugsað vel til þessa málefnis — langstaersta öryrkjahópinum til heilla. Menn munu þó væntanlega minn ast þess, að mun betur má gera, ef duga skal. \ FRIMERKJASÝNING ÞÝZKRA OG ÍSLENZKRA UNGLINGA HALDIN HÉR 22. nóvember hefst á vegum LancUsambandsins samsýning þýzkra og Islenzkra unglinga á frí merkjum að Fríkirkjuvegi 11. Þetta er fyrsta frímerkjasýningin, sem haldin er hér á landi með e> lendri þátUöku og er bein afleið ing af þátttöku íslands í alþjóða , samstarfi frímerkasafnara, en eins og kunnugt er var Landsambandið tekið í „Federation International de Philatelic'' F.I.P. á þingi þess i Prag á sl. 1. sumri. Frímerkasýningin sem stend ur frá 22. — 29. nóvember ber heitið „DIJEX — ‘68“ en það er skammstöfun fyrir „Deustch Is- landisher Jugend Exposition1' Þátt taka í sýningunni er opin fyrir þýzka unglinga frá 13 — 21 árs. þýzka .unglinga frá Bayern og ís- lenzka unglinga 13—21 árs. Verð- iaunaskjöl veröa gefin fyrir, silf ur, silfrað brons, brons, diplom og þátttökuskjal. Auk þess verða svo margskonar sérstök verðlaun veitt, t. d. bækur og munir. Þýzkir unglingar hafa þegar fyllt pláss það sem þeim er ætlað á sýning unni, eða 25 rnmma og eru söfn þeirra vænlanleg til landsins þann 15. nóvember. Islenzkir unglingar úr meðlimaklúhbum Landssam- bandsins hafa þegar tilkynnt þátt töku í 7 römmum, en auk þess verða sýnd þarna 2 söfn er hlotið hafa> viðurkenningar á tveim al- þjóðlegum sýningum á þessu ári. Þá verður sýnt á sýningunni hvern ig nota má frímerkið, sem hjálp argagn í skólum. Auk alls þessa verða svo kynningar frá þýzku og íslenzku póststjórninni. íslenzka póststjórnin mun láta gera sérstimpil fyrir sýningu þessa sem verður í notkun á pósthúsi sýningarinnar alla dagana. Stimpill þessi mun m. a. bera áletrunina Evrópsk æska, sem fellur inn í tegundasafn Evrópustimpla. Þess má geta að Þjóðverjar létu á s. 1. ári gera slíkan stimpil er ís- lenzkir unglingar voru i heimsókn þar. Fellur hann undir tegunda safnið, sem á þýzku nefnist „Europ ische Jugendtreffen". Þá munu ís ! lenzkir unglingar taka þátt í sams ! konar sýningu í Múnchen á næsta : vori og verður þar þá enn sér- ! stimpill helgaður íslandi. i Þetta verður einskonar frum- . vnun unglinganna á íslandi og í Bayern fyrir alþjóðlegu unglinga ■ sýninguna „JUVENTUS 1969“ ! sem haldin verður í Luxemborg á I næsta vori eða nánar tiltekið 3.— ; 8. apríl 1969. Verðlaunasamkeppni ; meðal ungmenna um allan heim. i uni frímerki fyrir þá sýningu, lauk i með því að verðlaun hlutu: Betty | Verdrengh frá Belgíu, Andre Cha vaiilas frá Sviss og Johannese Wolfgang frá Austurríki. Verða teikningar þessar notaðar á frí merkjaörk. sem gefin verður út ií tilefni sýningai'innar. í framkvæmdanefnd sýningar- innar eru: Sigurður H. Þorsteins son, Aðalsteinn Sigurðsson, Sigurð i ur Ágústsson, Sigtryggur Eyþórs ! son, Jón Halldórsson, Þór Þor 1 steinsson og Bolli Davíðsson. I dómnefnd sýningarinnar eru Sig urður H. Þorsteinsson, en hann hefir nýlega verið útnefndur al- þjóðlegur dómari, Magni Reynir Magnússon og Björn Gunnarsson, en fyrir tegundasöfn sérstaklega, Sigui'ður Ágústsson. Tilkynningar um þátttöku verða að berast franikvæmdanefndinni sem allra fyrst og eigi síðar en 10. nóvember og skal stíla þær tii: Landssambands íslenzkra frí merkjasafnara, pósthólf 1336, Reykjavík og mei-kja umslögin „DIJEX — 68“. Dómnefndin hef Framhald a bls. 15 ... it «(uoritAuc# ' .^wuiu ' 4 Teikningarnar, sent verðlaun hlutu, og verða notaðar á frímcrki, sem gefin verða út í tilefni af sýningunni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.