Tíminn - 31.10.1968, Side 12

Tíminn - 31.10.1968, Side 12
j 12 TÍMINN FIMMTUDAGUm 31. október 1968. Tillögur um efnahagsmál Framhald af 8 síða athugandi sú staðreynd, að ís- lenzkt efnahagslif stendur nú á tímamótum. Þau tímamót eru í jþví fólgin, að sjávarútvegurinn er nú að vissu leyti runninn á enda ábveðins þróunarskeiðs, vegna þess, að ljóst liggur fyrir að mati fræðimanna í þeirri grein, og stutt af ótvíræðri reynslu, að verulega aukin sókn á fiskimiðin mundi leiða til minnkandi heildarafla. Þetta er gjörbreyting frá því sem verið hefur frá upphafi íslandsbyggð- ar fram á síðustu ár. Nú liggur ljóst fyrir, að vaxtarbroddur ís- lenzks atvinpulífs getur ekki orð ið í fiskveiðum, eins og verið hefur að undanförnu. Vöxturinn hlýtur og verður að vera í iðn- aði. Það er engin önnur lei'ð til. Er þá ekki sjálfsögð afleiðing af þessum breyttu aðstæðum, að við verðum að haga málum okk- ar svo að grundvöllur skapist fyr- ir því áð þessi iðnaður geti starf- að. Og eitt aðal frumskilyrði þess er, að skráning gjaldmiðils ins sé í samræmi við það, sem gerist hjá nágrannaþjóðunum eða þeim þjóðum, sem við þurfum að keppa við á mörkuðum. Hvers á íslenzkt iðnverkafólk að gjalda, ef vinnuframlag þess á ekki að fá samkeppnisaðstöðu við vinnu- framlag næstu þjóða, þannig að það þurfi að ganga atvinnulaust meðan nágrannar þess í næstu löndum hafa atvinnu, þó þeir leggi ekki af mörkum neitt betri vinnu. Tökum til dæmis járniðn- aðarmann, sem vinnur við skipa- viðgerðir. Á hann að ganga at- vinnulaus þau tímabil eða þau árabil, sem veiði er hagstæð og gengið skráð hátt, ef það er skráð eftir fiskigöngum, þannig að hans vinna verði ósamkeppnishæf, ef halda á í þá reglu að skrá geng ið eftir fiskigegnd. Nei, hann á rétt á því að gengið sé skráð þannig, að hans vinnuframlag sé .samkeppnishæft, ekki stundum, heldur alltaf, hvort sem mikið eða lítið fiskast þessa vertíðina eða hina. Og þá fyrst er hægt að bera saman afköst íslendingsins við afköst manna í sömu starfs- grein erlendis, ef kaup hans, umreiknað í alþjóða mynt er það sama eða svipáð og > starfs- bræðra hans í nágrannalöndun- um. Þess vegna ætti það a'ð vera krafa íslenzks iðnverkafólks að vinnuskilyrði þess séu tryggð, ekki stundum, heldur alltaf, með því að gengisskráningin skapaði vinnuframlagi þeirra hagstæðan samanburðargrundvöll. Það er eina leiðin tiþ þess a'ð skapa at- vinnuöryggi. Ýmsir munu e. t. v. halda, að sjávarútvegurinn og fiskiðnaðurinn myndu græða allt- of mikið, ef farið yrði að skrá gengi eftir samkeppnisaðstöðu innlends íðnaðar. En ég held, að það rétta sé, að sjávarútvegin- um veiti ekkert af þeirri gengis- skráningu, sem ég hef stungið upp á. Og þó þessir aðilar byggju e.t.v. við óþarflega hagstæð skil- yrði tíma og tíma, þá tel ég það fremur til bóta en hitt. Sjávar- útvegur er áhættusamur, og þau fyrirtæki, sem að honum standa, þyrftu að vera vel efnum búin til þess að vera fær um áð byggja sig upp og fæ^ um að taka skakkaföllum, þegar þörf krefur. Og þó að sjómenn fengju háar tekjur viss tímabil, tel ég það ekki nema sanngjarnt vegna erf- iðra og álhættusamra starfa. En auðvitað þarf bættur tæknibúnað ur nútíma fiskiskipa að fá sinn eðlilega aflahlut. Hitt er svo annað mál, að skattareglur þarf að setja þannig, að mikil veiði um stuttan tíma setji ekki allt efnahagslíf úr skorðum. Höf- uðatriðið er, að með þeirri stefnu í gengismálum, sem hér er stungið upp á, er lagður grund- völlur að nýrri og traustari efna hagsuppbyggingu, heldur en við höfum búið við áður, en ef farið yrði inn á uppbóta-söluskatts og skattpíningar'leið, yr'ði heilbrigð framtíðarþróun hindruð um sinn. Hvaða iðngrein á að velja? En eitt langar mig til að nefna í þessu sambandi. Ur því að það er Ijóst, að aðeins meö uppbygg ingu iðnaðar er hægt að sjá þjóð inni fyrir nægilegri atvinn-u, þá er tímabært, og þó fyrr hefði verið, að fara að átta sig á, hvaða greinar iðnaðar á að velja sem aðalviðfangsefni. Því þó fjöl breytni sé góð, þá held ég, að við verðum að velja eitt'hvað sér- stakt, sem við hyggjumst helzt gera' að útflutningsvöru okkar á i'ðnaðarsviðinu. Þetta atriði hef ég hugleitt árum saman og hef einkum á síðari1 árum sannfærzt um, að eitt svið sé öðrum æski- legri. Um þetta atriði vil ég þó ekki hafa í frammi neinar full- yrðingar. Fegin yrði ég því, að aðrir kæmu með betri tillögur. En mín hugmynd um þetta er sú, að við eigum að beita okkur að málmiðnaði og elektrónískum iðnaði. Sá áhugi, sem margir •framtaksnamir menn hafa sýnt hér fyrir skipasmíðaiðnaði, fellur alveg saman við hugmyndir mínar um þessi efni. Ég tel að núver- andi ríkisstjórn hafi verið á réttri leið í því að styðja uppbyggingu skipaiðnaðar. Ég skoða skipasmíð arnar, sem byrjunarþátt í þeim margþætta málmiðnaði, sem hér ætti að rísa upp til útflutnings. íslendingar eru hinir mestu völ- undar við alla vandasama smí'ði. Og þá fyrst teldi ég þessari gáf- uðu og dverghögu þjóð fullkosta, þegar hún fer að flytja út eigin málmiðnaðarframleiðslu, flókin tæki, vélar og rafbúnað. Þessu marki gæti þjóðin náð, ef hún sjálf og forráðamenn hennar skildu áðstöðu hennar og hæfi- leika. En iðnaður þarf góðan tíma til uppvaxtar. Það hefur ýms um orðið hált á því að ætla sér að hraðþróa iðnað. Hvers vegna vilja sumir markaðsbandalag? Vík ég nú stuttlega að síðari spurningunni, sem ég sló hér fram í býrjun, en hún var um það, hvernig á því gæti staðið að margir greindir og góðir menn virðast endilega vilja koma okkur inn. í markaðsbandalögin. Ein á- stæðan er áreiðanlega sú, að ýms- ir halda að aldrei muni takast að skapa festu í kaupgjaldsmálum fyrr en við erum tengdir nánar en nú er slíkum efnahagsheild- um. Þeir benda á óhóflega launa- taxta hjá ýmsum fagfélögum, s. s. sumum handverksmönnum o.fl. En ráðið er ekki að fremja efna- hagslegt sjálfsmorð, þó taxtar hjá nokkrum pípulagningarmönn- um og lögfræðingum kunni að vera helzt til háir. Vi'ð slíku verð- ur að snúast með öðrum hætti. Önnur megin skýring á áhuga fyrir inngöngu er að sjálfsögðu sú, að efnahags- og markaðs- bandalögin hafa a.m.k. í fyrstu virzt hagkvæm a.m.k. fyrir eina þjóð eða svo. Ekki heldur trútt um að við höfum verið hvattir til inngöngu af einstaka mönnum frá þjóðum innan bandalaganna. Willy Brant var þó fljótur að átta sig á aðstöðu okkar og taka af skarið um að innganga í þau væri okkur hættuleg. Sama hafa fleiri gert, en einstaka Danir hafa kvatt til inngöngu. Danir eru nýtnir. Þeir hefðu ekkert á móti auknum markaði fyrir vörur sín- ar á íslandi, og finnst sjálfsagt eins og fyrri daginn að við eig- um að halda áfram „að draga þann fisk sem kóngurinn þarfn- ast“, í stað þess að við förum að keppa við þá sjálfa í iðnvörufram leiðslu, en til hennar höfum við að ýmsu leyti betri skilyrði en þeir. En megin ástæðan fyrir á- huga ýmsra hérlendra manna á inngöngu > í bandalögin held ég að séu vissar hagfræðikenningarj sem eru þess efnis fyrst og fremst að það eigi að framleiða hvern hlut þar sem ódýrast er að fram- leiða hann, og þar með búið. Og svo hanga utan á þessum kenn- ingum lærdómar þess efnis a'ð helzt ættu öll fyrirtæki að vera stórfyrirtæki, því aðeins í stóru fyrirtækjunum sé hægt að koma við hinni fullkomnustu tækni og hagræðingu. Út á þessar kenning- ar mætti leggja niður mörg þjóð- lönd, og þar með mörg þjóðerni og að sjálfsögðu fjöldan allan af atvinnustéttum ví'ðsvegar um gjörvalla heimsbyggðina. Og sam kvæmt þeim ætti að leggja niður svo til allan atvinnurekstur á ís- landi, neina eitthvað af sjávarút- veginum. Ég efast um að nokkuð' teljandi af fiskiðnaðinum í land- inu fengi að fljóta með, ef þess- um kenningum væri fylgt út í æs- ar. Samkvæmt þeim ætti ísland að vera veiðistöð fyrst og fremst, auk þess að vera að einhverju litlu leyti kraftstöð fyrir þunga iðnað útlendinga svo lengi sem atomorkan leysir ekki ’ vatnsaflið af hólmi. Þessar kenningar hafa tröllriðið hugmyndafræði pg skoð anamyndun fjölda manna hér á landi á undanförnum árum, en í rauninni eru þær gamlar og úr- eltar. Méð því að ganga á hönd þessum umræddu kenningum, er í rauninni ekkert rúm fyrir smá- þjóðirnar í heiminum. Öll þjóð- ernisleg og menningarleg verð- mæti verða að strikast út. Smá verzlanir, smáútgerð, smábænda- búskapur, smáiðnaður og smá þjóðir, — allt verður þetta að strikast út. Þessu á öllu að fórna á altari hagkvæmninnar, fram- leiðsluhraðans. En þótt þessar kenningar um hagkvæmnina og hinn almáttuga stórrekstur kunni að líta vel út í fyrstu, reynast þær að verulegu leyti mýraljós og villukenningar þegar betur er að gáð. Sannleikurinn er sá, í fyrsta lagi, að það er aðeins í vissum greinum, við vissar aðstæður, sem hagkvæmt er og nauðsynlegt að hafa fyrirtæki mjög stór. Smærri fyrirtæki geta verið alveg eins hagkvæm og jafnvel hagkvæmari í fjöldamörgum greinum. Kostn,- aðinum við stofnun og starf- rækslu fyrirtækis er líkt varið eins og t.d. með rúmlest í skipi eða rúmmetra í húsi. Rúmlestin eða rúmmetrinn í húsi kostar yf- irleitt hérumbil það sama, hvort sem skipið eða húsið er stórt eða lítið. Stórrekstrarpostularnir gætu sjálfsagt reiknað_ út að ör- fá stórbú gætu séð íslendingum fyrir öllum þörfum þeirra fyrir landbúnaðarvörur og e.t.v. selt þær 2—3% ódýrari en smábú- skapur okkar gerir nú, og sömu menn yrðu sjálfsagt fljótir að sanna með tölum að eitt stórt „magasín" gæti dugað fyrir Reykjavík og nágrenni, og jafn- vel selt með eitthvað örlítið lægri álagningu en smáverzlanir okkar gera nú, og ekki mundi þeim verða skotaskuld úr því að reikna allan iðnað á íslandi dauðan, og það eru þeir í rauninni búnir að gera, af því hann. er ekki nógu stórbrotinn, ekki beitt nógu mik- illi hagkvæmni, að maður nú ekki tali um hversu auðvelt er að sanna að einn banki dugi fyrir þetta litla þjóðfélag og eitt trygg- ingarfyrirtæki. Með slíkri tölvísi er auðvelt að reikna ísland al- gerlega úr leik, utan sem veiði- stöð og aflastöð. Hinar þjóðhættu legu tillögur um inngöngu í efna hagsbandalögin, held ég sem sagt a'ð eigi rætur að verulegu leyti í slíkum úreltum skólalærðum fræðikenningum, ásamt grund- vallar rangskilningi á eðli og að- stöðu íslenzks iðnaðar og efna- hagslífs yfirleitt. Hér er á ferð inni tilsvarandi rangskilningur eins þegar menn héldu að síldar- toppurinn væri þróun. Iðnaður allra þjóða hefur þurft vernd meðan hann var að þroskast og íslenzkur iðnaður er engin undan tekning að þessu leyti. Þess vegna verður að vernda heimamarkað- inn honum til handa. Ef iðnað- urinn fær að þróast í fri'ði og hlýtur stuðning og fyrirgreiðslu stjórnvalda, geta ýmsar greinar hans smátt og smátt vaxið upp í að verða útflutningsiðnaður. Og ég vil ekki að menn gleymi þeim menningarauka, sem fólgin er í þvi að menn framleiða sjálfir sem mest af sumum neysluvör- um, þa'ð sem löngum hefur stað ið íslenzkum iðnaði mest fyrir þrifum, er vöntun á skilningi á gagnsemi hans og á aðstöðu hans, af hálfu íslenzkra landsstjórnar- manna. Á ég þar bæði yið stjórn- málamennina og verkalýðsleið toga, sem þráfaldlega hafa leitt launamálastefnuna til óhags fyr- ir launþegana sjálfa þegar á lengra tímabil er litið. Af hálfu stjórnvalda hefur það einkum ver i'ð sífeldlega röng gengisskráning og skammsýn skattapólitík, ásamt' LEIÐRETTING í þættinum Spurning vikunnar urðu þau leiðinlegu mistök að skipti urðu á ljósmyndum af þeim Guðrúnu Kvaran stud.. mag. og Hjördísi Björk Bákonardóttur stud. jur. Við viljum biðja þær velvirðingar á þessum mistökum og vonumst til að þetta valdi ekki alvarlegum misskilningi. Guðrún Kvaran Hjördís Björk Hákonardóttir almennu forystuleysi og úrræða- leysi varðandi íslenzk iðnaðarmál sem fram að þessu hefur staðið iðnaðinum fyrir þrifum. Sem of- urlítið dæmi um þetta sinnuleysi mætti nefna, að eklci var einu sinni hægt að fá lóðir undir iðn aðarhús, svo árum skipti hér í Reykjavik. Ég veit um fyrirtæki sem kvöbbuðu um það samfleitt í 16 ár að fá lóðir undir iðnaðar- starfsemi, en án árangurs. Og svo vil ég að síðustu segja þetta: Framtíð okkar allra, hvort sem við erum verzlunarmenn, þjónustumenn, iðnaðarmenn, bændur eða sjómenn, er nátengd því að okkur takist að byggja upp traustan iðnað í landinu, bæði stóriðnað og smáiðnað og þjóðin þarf a'ð eiga þessi fyrir- tæki sem mest sjálfi Það er eng- in önnur leið til, ef við ætlum að lifa áfram sem sjálfstæð þjóð, í þessu landi og það er enginn minnsti vafi á því að þessu marki getum við náð, ef við gerum okk- ur nauðsynina ljósa Hitt er svo jafn víst, að ef við fljótum sof- andi að feigðarósi skuldasöfnun- ar og stefnuleysis, þá verðum við troðin í svaðið. Það fer fyrir okk ur, eins og farið hefur fyrir svo mörgum smáþjóðum á undan okk ur, sem ekki hafa haldið vöku sinni. Viðauki. EFTA skýrslan er komin út, en er leynileg, sem almenningur fær ekki að sjá. Ég hef gert ákveðn- ar tilraunir til að fá hana — en verið neitað. Er slíkt undarleg- ar aðfarir. Á að smeygja múlnum á okkur svo lítið ber á?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.