Vísir - 16.07.1977, Page 8
8 Laugardagur 16. júli 1977
Um 90 Sóknarkonur
í heimsókn í Eyjum
Um borö i Herjólfi á leiö til Eyja.
Sóknarkonur bjuggu i gagnfræöaskólanum I Eyjum
„Þetta var mjög
ánægjuleg ferö, og mót-
tökur félaga okkar í Vest-
mannaeyjum voru
ógleymanlegar", sagöi
Aðalheiöur Bjarnfreös-
dóttir, formaður Starfs-
stúlknafélagsins Sóknar,
í viðtali við Vísi um ferö
90 sóknarkvenna til Vest-
mannaeyja.
Sóknarkonurnar fóru á
vegum Útivistar með
Herjólfi frá Þorlákshöfn
til Vestmannaeyja á
laugardegi, og komu til
baka til meginlandsins á
sunnudaginn.
Forystumenn Verka-
lýðsfélags Vestmanna-
eyja og Verkakvenna-
félagsins Snótar tóku á
móti þeim á bryggjunni
og voru þeim til aðstoðar
og fyrirgreiðslu meðan á
ferðinni stóð. Sagði Aðal-
heiður, að móttökur
þeirra hefðu verið
höfðinglegar.
Konurnar skoðuðu sig
um í Eyjum bæði á
laugardag og sunnudag,
en um nóttina dvöldu þær
í gagnfræðaskólanum á
staðnum.
„Ég tel að verkalýðsfé-
lögin ættu að gera mun
meira af þvi að fara í
heimsóknir af þessu
tagi", sagði Aðalheiður.
ESJ.
Hluti Sóknarkvennanna I gönguferð viö enda nýja nýja hraunsins I Eyjum.
Ljósmyndir: Helga Bergmann
Sturla
„Sturla" heitir ný
breiðplata með Spilverki
þjóðanna sem kom á
markaðinn ekki alls fyrir
löngu. Á plötunni eru 16
lög, öll með íslenskum
textum og eru bæði lög og
textar eftir liðsmenn
Spilverksins.
Spilverk þjóöanna skipa þau
Egill Ólafsson, Valgeir Guö-
jónsson, Siguröur Bjóla og Sig-
rún Hjálmtýsdóttir, en auk
þeirra koma viö sögu á plötunni
Helgi Guömundsson, munn-
hörpuleikari, Þorsteinn
Magnússon, gítarleikari, Viöar
Alfreösson sem blæs i trompet
og horn, Siguröur Rúnar Jóns-
son, sem leikur á fiölu og blokk-
flautu og kór Menntaskólans viö
Hamrahliö sem syngur eitt lag á
plötunni.
Otgefandi er hljómplötuút-
gáfan Steinar h/f en upptaka
fór fram i Hljóörita I Hafnar-
firöi i febrúar og mars sl.
Spilverksins
Spilverk þjóöanna: f.v. Siguröur Bjóla, Valgeir Guöjónsson, Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Egill ólafsson.
Eins og kirkjur Reykjavikur setja svip á borgina, þurfa söfnuöir
þeirra aö setja svip kristindómsins á mannlifiö.
c
Séra Gísli Brynjólfsson
skrifar:
V
Ég fyrirverð mig ekki.
Rómv.br. 1-16
Kunn eru þessi orð Páls
postula. Enginn heföi frekar en
hann getað tekiðþau sér í munn.
Hver haföi meö meiri djörfung
og krafti heldur en hann gengið
fram i boðun fagnaðarerindis-
ins? Hverhaföi heitari sannfær-
ingu um gildi þess fyrir
mannsins eilifu velferð?
Eigum vér þessa sannfæringu?
Sannast aö segja litur ekki út
fyrirþað
Vér erum hikandi I vitnis-
burði vorum,
vér erum hálf-volg i afstöðu
vorri til þeirrar stofnunar, sem
á aö bera þetta erindifram. Vér
erum dauf og köld viö skirskot-
un kristindómsins i staö þess að
svara henni meö hrifni i hjarta,
djörf f von, heit i trú, árvökur i
kærleikanum.. — Hversvegna?
Hversvegna reynumst vér
svona léleg vitni um þaö, sem
allra eyrum þarf aö ná? Hverju
sætir það, aö kristnir menn —
kirkjunnarmenn, lærðirog leik-
ir—-gerast ekki skeleggari boö-
berar fagnaöarerindisins heldur
en raun er á? Þaö er hægast aö
spyrja — hitt er erfiðara aö
veita við þessu þau svör,sem vér
sættum oss viö. Þó er vert aö
vekja hér athygli á einu atriði i
sambandi viö hinn kristna
vitnisburð og þaö er þetta: Hér
nægir ekki hlutlaus umsögn eða
hljómlaus varajátning heldur
aðeins persónulegur vitnis-
buröur um eigin trúarreynslu.
— Páll sagöist ekki fyrirveröa
sigfyrir fagnaöarerindiö. Hann
haföi lika sjálfur reynt, aö þaö
væri krafur GuÖs til hjálpræöis.
— Þaö er nú einu sinni svo meö
kristindóminn, aö hann er ann-
aö og meira heldur en kenning.
Hann er aö visu ákveðinn boö-
skapur ákveöins manns fluttur
á ákveönum tlma. En þessi boö
skapur er aöeins hlutlaus kenn-
ing nema fyrir þann, sem til-
einkar sér hann I trú sem starf-
ar I kærleika. Þetta vill segja
það aö kristindómnum veröur
maðurinn sjálfur að bera vitni,
ekki með umsögn, heldur meö
starfi, ekki meö tungu — heldur
hjartanu, sem undir slær. Kenn-
ingin — og breytnin i samræmi
viö það að vér verðum þá taldir
hræsnarar, sem hafa á sér yfir-
skin guöhræðslunnar en afneita
hennarkrafti. Og hvaö er þá við
þessu aö gera? Hvað þarf að
veröa til þess, að vér fyrirverð-
um oss ekki fyrir fagnaöar-
erindiö? Þaö — og þaö eitt — að
vér fylgjum vitnisburði vorum
eftir I llfi og starfi, stöndum viö
það fagnaöarerindi sem vér ját-
um i orði og leggjum oss fram
um boðun þess.
Ekkert gæti hafiö islenska
kirkju til þess vegs, sem henni
vissulega ber, eins og einmitt
það, aö andi fórnfúsrar þjónustu
i þágu Guðs rikis mætti gagna-
taka hana — gera oss öllu sem
henni tilheyrum brennandi i
andanum, heita i trúnni, sigur-
glaöa i baráttunni gegn anda
heimshyggjunnar. Þaö er oftog
þvi miður réttiiega talaö um
deyfö og tómlæti innan safnaöa
þjóökirkjunnar og á það bæði
viö um vigða menn og óvígða.
Þegar um þetta er rætt koma i
hug oröúrræðu eftir gagnmerk-
an og gáfaöan kennimann
meðal landa vorra I Vestur-
heimi — dr. Rögnvald Péturs-
son— þar sem hann segir: ,,Ég
veit ekki hvort þér hafiö tekiö
eftir þvi en mér finnst, að ég
hafi tekib eftir þvi, bæöi hjá
sjálfum mér og öörum, aö þegar
kvartaö er sem háværast. yfir
ljósleysi „yfir andleysi, yfir lif-
leysi, þá er eitthvað hiö innra
hjá oss sjálfum, sem skyggir á
það ljós, sérgæði, værugimi eöa
verknaöur, sem fölskvar það.”
Ef við hugsum okkur um, hygg
ég að þessi orð hins vitra
manns, sannist á oss sjálfum —
aö það sem oss finnst vera
mest ábótavant — þá á þaö
ekki einungis ytri orsakir —
heldur er orsökina meöfram —
jáekkihvaðsiztaðfinna hjá oss
sjálfum, vorri eigin vanrækslu
— vorri eigin deyfð og tómlæti
aö kenna. Þess vegna er það svo
meö umbætur á þessu sviöi eins
og svo fjölmörgum þar verður
maöur fyrst og fremst aö byrja
á sjálfum sér.
fig fyrirverð mig ekki fyrir
fagnaöarerindið segir Páll
postuli og gerir svofellda grein
fyrir þvi — þvi að það er kraftur
Guös til hjálpræðis hverjum
þeim sem trúir — þ.e.a.s. ef
maðurinn tileinkar sér þaö i
trúnni, frelsar það hann frá ótta
og umkomuleysi, leysir hann úr
fjötmm sjálfelsku og eigingirni,
veitir honum öryggi og þrek á
allri vegferö lifsins, þvi aö — ef
Guð er meö oss — hver er þá á
móti oss? —