Vísir


Vísir - 16.07.1977, Qupperneq 11

Vísir - 16.07.1977, Qupperneq 11
VISIR Laugardagur 16. júll 1977 11 Northrop F-89D Scorpion, 54-202. Þessi mynd er tekin fyrir mars 1960, þvl þá var 202 send til Davis Monthan flugvallar I Arizona, þar sem hún var rifin. Beriö saman þessa mynd og myndina af F-89C C geröin hefur sex 20 mm fallbyssur I nefinu, en D geröin er eingöngu búin eldflaugum, sem geymdar eru I sérstökum skotgeymum á vængendun- um, en geymarnir á C geröinni eru eingöngu aukaeldsneytisgeymar. Ef myndirnar af F-89D, F-102A og F-4C eru bornar saman, sést aö aiiar þessar tegundir eru búnar auka- eldsneytisgeymum, sem festir eru undir vængina. (57. FIS). Lockhead F94B Starfire þota frá 82. flugsveitinni, sem (Haraldur Guömundsson). var hér áöur en 57. sveitin kom áriö 1954. i hverjum mánuði vegna tæring- ar, viðhaldsvandamála og elli. I þágu slökkviliðsins. Þegar þær voru loks teknar úr notkun var ekki einu sinni haft fyrir þvi aö fljúga þeim til Bandarikjanna heldur var þeim öllum fleygt á ruslahaug slökkvi- liösins á Keflavikurflugvelli. Þar þjónuðu þær vel og hafa eflaust átt sinn þátt i þvi að slökkvilið Keflavikurflugvallar hefur oftar en einu sinni verið valið sem besta flugvallarslökkviliö heims. Geta má þess til gamans aö ein F- 89D vél var send á bifreiö til Reykjavikur, til flugvallar- slökkviliösins, og lenti hún i ævin- týri á leiðinni. Alls staöar á leiö- inni þurfti að krækja fyrir ljósa- og rafmagnsstaura og gekk allt að óskum þar til komiö, var aö Silfurtúni að tveir stóöust á hvor sinu megin götunnar. Varö þar af umferðarteppa mikil og komust Hafnfirðingar ekki til vinnu sinn- ar i Reykjavik eöa Reykvikingar til Hafnarfjaröar fyrr en undir hádegi. Þjónaði vélin siðan slökkviliðinu á Reykjavikurflug- velli dyggilega i nokkur ár. Hlutverk 57. sveitarinnar En vikjum nú aö F-102A Delta Dagger. Bandariski flugherinn tók fyrstu F-102A þoturnar úotk- un 1956 eða skömmu eftir aö D gerðin af Scorpion kom til íslands. Einnig voru sveitir bandariska flughersins i Hollandi búnar aö taka F-102A i notkun um 1960. Framleiðsla F-102A lauk í apríl 1958 eftir að framl. höfðu verið 873 vélar Þegar Delta Dagger vélarnar komu hingaö i október 1962 voru þær vel gjaldgengar i sinu hlut- verki enda þá mikiö notaöar i loftvarnadeildum (Aerospace Defense Command) Banda- rikjanna. Voru þo allar fjórtán vélarnar, sem hingað komu 1962 pantaöar áriö 1956 og afhentar aö hafa tilbúnar langfleygar og hraöfleygar orrustuþotur, sem geta athafnað sig i öllum veðrum. Hlutverk þeirra er siðan aö finna og taka á móti öllum þeim flug- vélum sem koma inn á islenska loftvarnarsvæöiö án þess aö til- kynna fyrir fram um komu sina (Þ.e. gefa upp flugáætlun). ör- sjaldan er um aö ræöa farþega- eða einkafiugvélar sem boriö hef- ur af leiö. Oftast eru gestirnir rússneskar sprengju- og könn- unarflugvélar. Þær gera sér mjög dælt við svæöið umhverfis Island og fjölda slikra heimsókna má sjá á eftirfarandi töflu. Þess skal get- iö aö slikar heimsóknir hófust upp úr 1960, en fjöldi á ári er ekki til tækur nema frá 1969. Tölurnar eru færöar til heils eöa hálfs tug- ar. flughernum um ári siðar 1969 95 Liklega er rétt aö rekja á þessu 1970 360 stigi málsins hvað ég á viö þegar 1971 75 talaö er um að orrustuflugvélar 1972 160 séu gjaldgengar. Þarf þá aö gera 1973 96 sér nokkuð ljóst hlutverk 57. flug- 1974 65 sveitarinnar. 1975 125 1 stuttu máli má segja aö þaö sé 1976 75 Á fyrra helmingi þessa árs eru þegar komnar 60 slfkar heim- sóknir og má þvi gera ráö fyrir aö þær veröi fleiri en á meðalári. Þess má geta að á siðastliðnum tiu árum er fjöldinn kominn yfir 1200. Stóri Björn Þær flugvélategundir Rússa, sem hingaö koma eru aöallega tvær Tupolev TU-16 Badger og Tupolev TU-95 Bear (stundum kallaður Stóri Björn). Hvorug þessara.þota er hljóöfrá, en þær eru mjög langfleygar og hafa báöar útbúnaö til að taka elds- neytiá flugi. Ýmsar mismunandi gerðir af þessum tveimur tegund- um hafa sést hér og er sjáanlegur munur fyrst og fremst fólginn i mismunandi tegundum ratsjár, ratsjártruflunartækja og mis- munandi loftnetum fyrir hlust- unartæki. Vitaskuld eru rúss- nesku þoturnar einnig búnar góö- um myndavélum. Allar varnarþotur, sem hér hafa verið, hafa haft i fullu tré við þessar tvær gerðir þó aö F-89 hefði óneitanlega haft mest fyrir lifinu viö þá iðju. Hins vegar voru F-102A þoturnar hljóöfráar, gátu flogið meö 1,25 földum hljóöhraöa (Mach 1,25) og F-4C Phantom getur náð þvi sem næst tvöföldum þeim hraða (þ.e. Mach 2,2) ef á þarf að halda. Hvað geristf ef Rússar taka Backfire í notkun Ef Rússar takahins vegari notk- un hina nýju hljóöfráu Tupolev Backfire sprengju- og könnun- arþotu er ljóst aö Phantom vél- arnar munu ekki eiga eins auö- velt með að athafna sig. Þó staö- hæfa flugmenn 57. sveitarinnar að þeir hafi i fullu tré viö Back- fire. Bæði eru F-4 þoturnar mun hraöfleygari en rússneska þotan og jafnvel þótt svo væri ekki þarf ekki lengur að elta skotmarkiö uppi. Komiö er á móti þvi, tölva reiknar út skotstöðuna og ef til al- vörunnar kæmi væru siðan notuö langdræg flugskeyti til aö gera út af viö sprengjuþotuna. Viö allar þær gestamóttökur, sem taldar voru upp hér að fram- an, fylgdi móttökunefndin rússnesku þotunum allt þar til þær flugu út af islenska loftvarn- arsvæðinu. Hefur jafnvel komið fyrir aö flogiö hafi veriö hringinn i kringum landið og siöan sömu leiö til baka heim til Murmansk. Hefur þá þurft þrjár til fjórar af- leysingar til aö sjá gestunum fyrir fylgd allan timann sem þeir voru á loftvarnarsvæöinu. Þar geyma þeir 4000 úrelt-1 ar flugvéar En vikjum aftur af Convair F- 102A Delta Dagger. Svo sem fram kom hér að framan er ljóst að F- 102A vélarnar voru gjaldgengar fram undir þaö er þær voru send- ar burt. Hitt er þó ómótmælanleg staðreynd aö áriö 1973 var 57. sveitin eina flugsveitin utan þjóö- j varöliðsins sem ennþá notaöi F- 102A, enda fóru vélarnar héöan beint i flugvélageymsluna eöa kirkjugaröinn á Davis Monthan flugstöðinni i Arizona. Þar geyma Bandarikjamenn um 4000 flugvél- ar af ýmsum gerðum, allar úrelt- ar eöa þvi nær. Úrkoma er þarna aöeins nokkrir mm á ári og raki og selta mjög litil. Þvi eru þessar vélar nokkurs konar varaforði sem hægt er að gripa til meö til- tölulega litlum tilkostnaöi og fyrirhöfn. Sifellt er þó veriö aö rifa elstu vélarnar og selja til bræöslu. Fyrir þó nokkrum vél- anna frá tslandi hefur þó legiö aö vera breytt i ómönnuð skotmörk, PQM-102A. Er þá settur I þær fjarstýrisbúnaður og þeim stýrt af jöröu niðri eöa úr öörum flug- vélum. Þess má geta aö flestar þeirra fjórtán véla, sem komu til íslands haustið 1962, voru hér fram til 1971/2. Þrjár fórust hér og siöustu mánuöina var farið aö bera nokk- uö á vélaskiptum. Var það fyrst og fremst vegna elli og viöhalds- vandamála. Ein varð þó eftir og má sjá hana tróna sunnan viö aöalstöövar flughersins á Islandi. Var hún með sprungu i vængbita og þótti ekki borga sig að gera viö hana. Var hún þvi sett upp til aö minnast 1000. Rússamóttökunn- ar. Tvær af F-899 vélunum standa hreyfiliausar á æfingasvæöi slökkviiiösins i júni 1965 (BSv) Mjög mikil umferö allskonar flugvéia er um Keflavikurflugvöll. Hér er þýsk Starfighterþota, sem taföist nokkra daga I júni 1976, vegna þess aö annar aöalhjólbaröi hennar sprakk i flugtaki. (BSv) TF-102A Delta Dagger, 56-2367. Þetta er tvisæta æfinga og kennslugerö af F-102A. Sitja fiugmennirnir hliö viö hliö. Vel má sjá hversu búkurinn giidnar aö framanveröu viö þetta, enda var TUB (baökeriö) ekki hljóöfrá i láréttu flugi eins og einsessan. Júnf 1965. (BSV). F-89CScorpion, 51-5775. Þessi mynd er tekin 1955. Sjá má móta fyrir merki 57. sveitar- innar, Svarta Riddaranum, undir hæöarstýrisfletinum á stélinu. (57.FIS.) F-102A, 56-1396. Þessi vél fórst þann 24.3.1968, er hún var á ieiö úr „Rússamóttöku”. Flugmaöurinn barg sér i fallhlif, og lenti ómeiddur. Uröu nokkur blaöaskrif og fjaöra- fok út af þessu, m.a. vegna flugskeytis sem týndist. Myndin er tekin I júni 1965. (BSv)

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.