Vísir - 16.07.1977, Page 23
Hryllings-
hátið
Kvikmyndagagnrýnendur
Visis komu fram með athyglis-
verða hugmynd um daginn.
Þeir ræddu um möguleika þess
að halda hér kvikmyndahátiðir
og töluðu bæði um að slikar
hátiðir yrðu helgaðar leikstjór-
um, leikurum, eða ákveðnum
tegundum mynda.
Þar var það sem kviknaöi á
perunni hjá mér. Mér finnst fátt
skemmtilegra en að sitja i
rökkvuðum biósölum og horfa á
hryllingsmyndir. Hafnarbíó
hefur verið það bió sem hvað
mest hefur verið með slikar
myndir, og ég vil koma þeirri
frómu ósk á framfæri, að þeir
taki sig nú til og sýni allar bestu
hryllingsmyndir sem þeir eiga
og það I röö. Þá gæti maður set-
ið frá klukkan eitt á daginn og
langt fram á nótt, jafn lafandi
hræddur allan timann. Það gæti
orðið gaman.
Ég held að svona hátið þurfi
ekki að vera svo mikið fyrirtæki
fyrir bióeigendur, ef þeir á ann-
að borð hafa áhuga. Hálfnað er
verk þá hafið er.
Þórarinn Hafsteinsson
Reykjavik.
Tveir af frægustu hrollvekjuleikurum heims þeir Boris Karloff og Christoper Lee
Það væri örugglega þægilegra fyrir fólk að fylgjast með veðurfréttum ef dagblöðin tækju upp þá nýjung
að birta veðurkort daglega.
Veðrið í blöðin
Ég las einhversstaöar i blaði
um daginn að komið var með þá
tillögu að blöðin birtu veðurkort,
ekki ósvipuð þeim sem eru I sjón-
varpinu. Þetta fannst mér góð
hugmynd.
Eftir að hafa fylgst með sjón-
varpsveðrinu i 10 ár, þekkja allir
landsmenn orðið á þessi kort og
þurfa ekki nema rétt að lita á þau
til að sjá hvernig veðrið er á þess-
um og þessum stað á vissum tim-
um. Þetta þætti mér góð þjón-
usta, og væri alveg upplagt fyrir
siðdegisblöðin að taka hana upp.
Þá gæti maður séö um hádegið
hvernig veðrið yrði næsta sólar-
hringinn, og kannski skipulagt
tima sinn samkvæmt þvi. Þetta á
sérstaklega viö nú þegar sjón-
varpið er i frii, en þó ekkert frek-
ar.
Ég hef tekið eftir þvi að blöðin
hafa stundum verið meö litlar
klausur um veðrið, en væri ekki
sniðugt að hafa alltaf á sama stað
litla eindálka mynd af landinu,
með veöurmerkjum inná.
Jóhannes Pálsson, Kópavogi
Megrvnarfœði
í Eldhósþáttinn
Smurbrauðstofan
BJORIMIINJrSJ
Njálsgötu 49 — Sími 1514)5-
PASSAMYNDIR s
\'
tektiar i litum
filbútiar strax I
barna & ffölskyldu
LJOSMYNDIR
AUSTURSTRÆTI 6 S.12644
Datsun 1200 coupé'72, mjög góður bíll, rauður,
litað gler o.fl.
Til sölu:
Chev. Vega árg.'73
VW1302 árg.'72
Saab99 árg.'73
FordCortina árg.'71
Blazer Cheyenneárg. '74
Datsun 220 dísel árg.'73
Willys Wagoneer 6
cyl. árg. '74
Datsun 100 A árg. '72
Opið fró kl. 9-7 KJÖRBILLINN
Laugardaga kl.10-4
Eg er sérdeilis hress yfir
þættinum sem hún Þórunn I
Jónatansdóttir hefur i Visi,
matreiðsluþáttinn. Henni hefur
tekist mjög vel upp meö val á
réttum og yfirleitt hefur gengiö
mjög vel að fylgja þeim leið-
beiningum sem þar er aö fá.
Þættirnir hafa lika haft það
fram yfir aðra slika að yfirleitt
eru ekki i þeim efni sem ekki
fást hérlendis.
En hvernig væri að koma með
nokkar uppskriftir að
megrunarfæði. Ég hef séð i
dönsku blöðunum aö þau hafa
veriö með nokkurskonar kúra
sem kannski taka nokkrar vik-
ur. Ég er nú ekki að biðja um
margra vikna megrunarfæði, en
eitthvað i þessa áttina væri vel
þegið.
Gallinn við þessa kúra I
dönsku blööunum er aö þeir
hafa byggst á fæöutegundum
sem eru ákaflega dýrar, og
margar þeirra er einfaldlega
ekki hægt að fá hér á landi. Ég
skora á Þórunni aö koma með
nokkrar uppskriftir eða leið-
beiningar að megrunarfæöi,
sem henta vel buddum Islend-
inga og með fæðutegundum sem
fást hér á landi.
Ein I feitara lagi.
VÍSIR
Ég óska að gerast óskrifandi
Simi Kiitili
•Síðumúla B
Reykjavik
Nafn
Heimili
Sveitafélag