Vísir - 16.07.1977, Page 24
VÍSIR
gftiiftfiftiMfc
BÍLASALA
Lykillinn aó góðum
bílakaupum
n P. STEFÁNSSON HF. «
SÍÐUMÚLA 33 SÍMI 83104 83105
sparar
1
rfc.
AVELING BARFORD
ÞUNGAVINNUVÉLAR
W
OLL OKUTÆKI
SMÁOG
STÓR
i, P.STEFÁNSSONHF.
HVERFISGÖTU 103 SÍMI 26911 tö
Innlán í
kerfinu
stórlega
banka-
hafa
minnkað
Mjög hefur dregiö úr spari-
innlánum i bankakerfinu
undanfarnar vikur.
„Það hefur oröiö veruleg
breyting á þróun spariinnlána i
júnimánuði i öllu bankakerf-
inu”, sagöi Jönas Haralz,
Landsbankastjóri, þegar Visir
innti hann eftir þessari þróun i
innlánsmálum bankanna.
„Hins vegar er of snemmt að
draga af þvi neinar ályktanir —
og frekari þróun veröur að
skoöa i ljósi þeirra viðnámsað-
geröa, sem gripið verður til af
rikisvaldinu” — sagöi Jónas
ennfremur.
Bankamenn hafa undanfarið
haft af þvi miklar áhyggjur, hve
jafnvægi i inn- og útlánsmálum
væri litið, og þeirri óvissu, sem
rikt hefur i sambandi viö að-
gerðir af hálfu rikisvaldsins til
að stemma stigu við verðbólgu-
þenslu i kjölfar samninganna.
Vist er, ' að miklir fjármunir
hafa streymtút úr bönkunum aö
undanförnu, enda mun flestum
þykja vænlegra að koma fjár-
munum sinum i eitthvað arö-
bærara en sparifé, sem óða-
verðbólgan étur.
H.L.
Vísisbíó
er í dag
Vfsisbió verður idag klukkan 15
i Laugarásbiói. Þá verður sýnd
myndin Sigurvegarinn með Paul
Newman i aðalhlutverki. Þetta er
hörkuspennandi kappakstur-
mynd i litum og með íslenskum
texta.
Allir sem borið hafa Visi út eða
selt hann aö undanförnu eru vel-
komnir.
Loðnuskip
fó ekki
leyfi til
síldveiða
Loðnuveiðiskip fá ekki að
stunda síldveiðar I haust, sam-
kvæmt upplýsingum Matthiasar
Bjarnasonar sjávarútvegsráð-
herra. Umsóknarfrestur um sild-
veiðarnar rann út I gær, en ekki
er enn Ijöst hve mörg skip sóttu
um. Leyfi veröur gcfiö til að veiða
tuttugu og fimm þúsund tonn.
Astæöa þess að loðnuveiöiskip-
in fá ekki að fara á sildveiðar, er
sú, að aflakvótinn er hreinlega
ekki til skiptanna, sagði ráö-
herra. Kemur svo lika það til, að
loðnuveiðar standa nú mun leng-
ur yfir en áður, og reiknað meö
að þau skip sem nú hafa hafiö
veiöarnar geti verið á þeim allt til
áramóta.
Þau skip sem fá sfldveiðileyfi,
verða eingöngu á stærðarbilinu
105 til 350 tonn. Er lægra markið
miðað við, að skip þar fyrir neöan
fengu leyfi til humarveiða.
—AH
Guðmundur Þorbjörnsson skorar sfðara mark Vals og kemur
fyrrverandi félagi hans Sigurður Haraldsson i marki tBV engum
vörnum við. Ljósmynd Einar Gunnar.
Valur krœkti
sér í tvð
dýrmœt stig
— sigraði Vestmannaeyjingq 2:0
ó Laugardalsvellinum í gœrkvöldi
Vaismenn unnu þýðingarmik-
inn sigur í 1. deild tslandsmóts-
ins I knattspyrnu í gærkvöldi,
þegar þeir sigruðu Vestmanna-
eyinga 2:0 á Laugardalsvellin-
um. Akurnesingar hafa þó enn
forystuna, þeir eru með 19 stig,
en Valur sem leikið hefur einum
leik minna hefur 18 stig.
Leikurinn i gærkvöldi var
hinn skemmtilegasti, mikill
hraði og fjöldi marktækifæra á
báða bóga. Valsmenn léku
undan snarpri golu i fyrri hálf-
leik og voru þá mun meira I
sókn. Þeir náðu forystunni með
marki Atla Eðvaldssonar á 23.
minútu, Þá reyndi Bergsveinn
Alfonsson skot á markið á ská
utan við vitateig. Hann hitti
boltann illa sem barst fyrir
markiö —■ og þar kom Atli eins
og hann hefði dottið niöur úr
skýjunum og sendi boltann i
netið á meðan varnarmenn
Eyjamanna horfðu agndofa á.
Strax i byrjun siðari hálfleiks
skoraði Guðmundur Þorbjörns-
son annað mark Vals, hann fékk
þá stungusendingu inn fyrir
vörn Eyjamanna, snéri af sér
varnarmann og sendi sfðan
boltann i markið með föstu
skoti. Lagiega gert hjá Guð-
mundi.
Ekki urðu mörkin fleiri I
leiknum en bæði liöin áttu fjölda
tækifæra sem fóru forgöröum,
þó sérstaklega hjá Valsmönn-
Staðan í 1. deild tslandsmóts-
ins I knattspyrnu er nú þessi:
Akranes
Valur
Víkingur
Keflavik
ÍBV
Breiðablik
FH
Fram
KR
Þór
139 1 3 23:17 19
12 8 2 2 21: 9 18
13 6 5 2 16:11 17
13 6 4 3 18:16 16
13 6 2 5 16:12 14
12 5 2 5 16:16 12
13 4 2 7 17:24 10
13 3 4 6 14:21 10
13 2 2 9 18:24 6
13 2 2 9 14:29 6
BB
Kvótafyrirkomulag
hefði verið betra"
— segir varaformaður Sjómannasambandsins
„Ég vil nú litið um þetta mál
segja, annað en það, að ég hef
alltaf verið inn á þvi, að best
hefði verið að koma á kvóta-
skiptingu til skipanna, og það
hefði átt að gera strax um sið-
astliðin áramót”, sagði Guð-
mundur M. Jónsson, varafor-
maður Sjómannasambands ts-
lands, í samtali við Visi i gær.
Sagðist Guðmundur einnig
gjarna vilja fá svör viö þvl, hver
ætti að greiða það tap, sem sjó-
menn óhjákvæmilega yröu fyrir
með tilkomu þessarar nýju
reglugerðar.
„En ég vil undirstrika það, að
langbesta lausnin út frá þjóð-
hagslegu sjónarmiði hefði verið
að koma á aflakvótafyrirkomu-
lagi”, sagði Guðmundur aö lok-
um.
— AH
„Þessar aðgerðir
síst of miklar"
— segir Kristjón Ragnarsson, formaður Landssambands útgerðarmanna
„Við styðjum þessar aögerðir,
og teljum þær nauðsynlegar, en
þær eru sist of miklar”, sagði
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands islenskra út-
gerðarmanna i samtali við Visi i
gærkvöldi, er hann var infftur eft-
ir áliti hans á hinum nýju reglu-
gerðum um aflatakmarkanir á
þorski.
Sagði Kristján, að þetta væri
liöur I þeirri viöleitni, að halda
þorskafla landsmanna undir tvö
hundruð sjötiu og fimm þúsund
lestum á árinu. En útgerðarmenn
heföu þegar lýst sig samþykka
þvi megin sjónarmiði að aflinn
færi ekki yfir það mark.
Þá sagði Kristján ennfremur,
að sá þorskur sem væntanlega
slyppi við netin vegna þessara
nýju reglugerða, væri mest milli-
þorskur. Það væri þvi betra að
leyfa honum aö stækka, og verða
að hrygningarþorski. „Viö erum
siöur en svo að missa af-honum þó
við veiðum hann ekki strax”,
sagöi Kristján.
— AH