Vísir - 18.07.1977, Blaðsíða 2
•'» - ;v v *
Mánudagur 18. júli 1977 VISIB
Vilberg llermannsson, múrara-
meistari: — Það er nú dálitið
erfitt að segja um það svona
óundirbúið. Þó er ein persóna
sem ég hef alltaf haldið upp á, en
kannski er ekki hægt að segja að
hún sé beinlinis skáldsöguper-
sóna. Það er hann Steinþór á
Eyri, sem mig minnir að hafi ver-
ið i Eyrbryggju. Hann var mikiil
drengskaparmaður og stórmerk-
ur i alla staði.
Soffla Guðmundsdóttir, fóstra: —
Mér finnst alltaf mjög gaman að
Jóni Hreggviðssyni i Islands-
klukku Halldórs Laxness. Hann
er dæmi um mjög góða persónu-
sköpun að minu mati og það er
óneitanlega gaman af uppátækj-
um hans og tilsvörum.
Kagnar llalldórsson, forstjóri: —
Ætli það sé ekki Percival Keene,
sem er söguhetja i samnefndri
bók. Ég las hana þegar ég var
strákur og hélt alltaf mikið upp á
Percival.
lngólfur Jónsson, kennari og rit-
höfundur: — Tvimælalaust Bjart
i Sumarhúsum i Sjálfstæðu fólki
eftir Laxness. Hann er skemmti-
leg lýsing á Islendingum eins og
þeir voru i sveitum hér áður fyrr.
Viglundur Magnússon, sölukóng-
ur Visis.— Ég held mest upp á
James Bond. Hann er svo mikill
gæi og svalur náungi. Ég er á-
byggilega búinn að lesa meira en
tiu bækur um hann.
Helmut Schmidt, kanslari Vcstur-Þýskalands og frú Hannelore ferðinni, sagðist hafa séð þúsundir sjófugla og lét Iljós aðdáun sina
Schmidt ganga frá borði varðskipsins Týs eftir að hafa farið I ferð I á Vestmannaeyingum fyrir það hugrekki, sem þeir hafi sýnt eftir
kringum Vestmannaeyjar með skipinu. Schmidt lét mjög vel af eldgosið. Visismyndir: GuðmundurSigfússon
KANSLARINN Á ÍSLANDI
Hrafnkell Eiriksson býður kanslaranum að skrifa i gestabók I Stofn-
un Arna Magnússonar.
Helmut Schmidt kanslari og Geir Hallgrimsson forsætisráðherra
héldu á laugardag fund með þýskum og íslenskum blaðamönnum og
þar koin meðal annars fram, að ekki er ástæða til að búast við
meiru en samkomulagi um verndun fiskistofna eftir að fiskveiði-
samningur við Vestur-Þjóðverja rennur út i lok nóvember næst-
komandi.