Vísir - 18.07.1977, Síða 5

Vísir - 18.07.1977, Síða 5
VISIR Mánudagur 18. júli 1977 C D Þessi timatakmörkun kemur sér nú enn verr en ella þar sem stúdentarnir þurfa aö vinna meö náminu og þaö tekur töluvert af þeim tima sem annars væri hægt aö nota viö lestur. Verður ný stúd- entauppreisn í V-Þýskalandi? Barátta vinstri Vindur byltingarinnar eru aftur teknir aö gnauöa um ganga háskólanna i Vestur- Þýskalandi og vekja upp óþægi- legar minningar frá stúdenta- óeiröunum áriö 1968. Þaö hef- ur komiö til „verkfalla” I nær hverjum einasta háskóla lands- ins og eins og 1968 er þaö Jþerlin sem hefur forystuna, þar hafa fimmtiu þúsund stúdentar tekiö þátt i verkföllunum. Til þessa eru margar ástæöur, ein er alvarlegt atvinnuleysi meöal „akademikera”. Þó er kannske þyngra á metunum aö kjör stúdenta fara versnandi. Opinberir styrkir tii náms- manna nægja þeim nú ekki lengur til viöurværis og um 95 af hundraöi hafa þvi þurft aö leita sér aö vinnu til aö stunda meö náminu. Þessu til viöbótar er svo nýbúiö aö setja iög sem tak- marka námstimann i háskólun- um viö fjögur til fimm ár. Áöur var þaö ekki óalgengt aö menn væru viö háskólanám i fimm til sex ár. gegn mönnum Pólitik kemur einnig töluvert við sögu. Um þriðjungur stúdentanna tilheyrir einhverj- um vinstri hópum og stjórnend- ur háskólanna eru litt hrifnir af þvi að þessir menn fái eitthvað að segja i stjórn skólanna. En þátttaka i stjórn skólanna var einmitt eitt af þvi sem stúdentarnir fengu i gegn i fyrri óeirðum. Ýmsir stúdentanna hafa reynt að koma vinstri filó- sófiu sinni inn i skólastjórnina en þvi hefur verið mætt með mestu hörku, sem ekki er til að bæta úr skák. Töluverö vinstri sveifla er nú að gera vart við sig meðal stúdentanna eftir langt hlé. Þetta hlé má rekja beint til Baader-Meinhof samtakanna, sem urðu alræmd um allan heim fyrir morö og önnur hryðjuverk. Samtökin ætluðu sér meöal annars að framlengja stúdenta- byltinguna með aögerðum sin- um, en þær höfðu þveröfug áhrif. Meðal almennings I Þýskalandi nutu þessir morð- ingjar litilla vinsælda og vinstri sinnuöum stúdentum var oft gert lifið leitt. Þeir voru settir undir sama hatt og þessi óþjóðalýöur , þótt margir þeirra hefðu andstyggð á Baader-Meinhof og færu ekki i felur með það. Það var ekki bara almenningur sem sýndi þessu fólki andúð, stjórnvöld fylgdust vel með hinum róttæk- ari meöal þeirra og hindruðu til dæmis að þeir kæmust i opin- berar stööur. Morðið gladdi þá Það hefur heldur ekki oröið til að auka álit almennings á vinstri sinnuðum stúdentum, að þeir fögnuðu þvi opinberlega þegar Sigfried Bubak, rikissak- sóknari var myrtur á götu úti i april. I blaði stúdenta i Göttingen sagði þannig að þeir fengju ekki leynt gleði sinni yfir aö þessi maður skyldi myrtur. Fleiri stúdentablöð tóku upp þennan þráð sem flestum öðrum en vinstri mönnum fannst heldur óhuggulegur. Nú eru sumarfri i skólum Vestur-Þýskalands og þvi allt rólegt. En margir óttast að það sé lognið á undan storminum. Vestur-þýskir stúdentar á mótmælafundi. Æviiitijraléröir tíl næstu nágtanna Giænland Ferö til Grænlands - þó stutt sé - er engu lík. í Grænlandi er stórkostleg náttúrufegurð og sér- kennilegt mannlíf, þar er aö finna hvor tveggja í senn nútíma þjóðfélag eins og viö þekkjmn þaó - og samfélagshætti löngu liðins tíma. Stórskemmtilegar feröir sérstaklega fyrir fjölskyldur - starfshópa og félagasamtök. Spyrjið sölufólk okkar, umboðsmenn eða ferðaskrifstofurnar um nánari upplýsingar. Færeyjnr Það sem gerir Færeyjaferð að ævintýri er hin mikla náttúrufegurð, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoðunarferðum um eyjarnar, og síóast en ekki síst hið vingjamlega viðmót fólksins. Ef þú ert einhvers staðar velkominn erlendis - þá er það í Færeyjum. F,í^ínL^c lOFWIBIR ISLANDS ■ i ..

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.