Vísir - 18.07.1977, Blaðsíða 9

Vísir - 18.07.1977, Blaðsíða 9
VISIR Mánudagur 18. júli 1977 9 kavél um leið og bátum f jölgar við landið 63-7495 I aðalflugi, 25.4.1977. Þetta er siðasta myndin, sem tekin var að Phantom i gamla búningi 57. sveitarinnar. Árin 1973-76 voru vélarnar allar málaðar eins og á þessari mynd, aðeins hliðarstýrisflötur- inn með svörtum og hvitum reitum, sem er einkennislitur Svörtu riddaranna. Akveðið var 1976 að mála þær vélar sem fóru á William Teil keppnina eins og sjá má á m 618. Vakti þessi lita- samsetning og fyrirkomulag mikia athygii, og var þá ákveðið að mála allar vélarnar eins. Var siðasta vélin máluð 28.4.1977. (BSv) hefur bækistöð á Bitburg flug- stöðinni í Þýskalandi. Rétt er þó aðathuga að F-15 vélin var hönn- uð fyrst og fremst til að berjast viðaðrarorrustuflugvélar eins og t. d. Mikoyan og Gurevieh MIG-25 Foxbat og er hún ekki að neinu ráði hraðfleygari en Phantom. Vitaskuld er hún útbúin fullkomn- ari ratsjárbúnaði og er á allan hátt fullkomnari herþota en Phantom sem hönnuð var fyrir u. þ.b. 20 árum. Hins vegar má spyrja sjálfan sig þeirrar spurn- ingar hvort hér sé raunverulega þörf fyrir vélar eins og F-15 Eagle. Stundum hefur verið haft eftirmönnum að ekki sé nauðsyn- legt að nota sleggju til að hrekja frá sér eða jafnvel drepa flugu. 63-7618 leggur upp i langferð til Tyndall flugvaliar I Florida þann 26. okt. 1976. Þann dag fóru sex Phantom þotur til keppni orrustuflugsveita bandariska flughersins. Keppni þessi nefn- ist „Wiiliam Tell”. (BSv) hendi þau verkefni sem búast má við að fyrir liggi. Er þá ætið hafð- ur i huga sá tækjakostur hugsan- legra andstæðinga sem búast má við að mæta þurfi. Ekki er siður tekið tillit til magns þessa tækja- kosts. Eru þessar forsendur i sifelldri og stöðugri endurskoðun og verði talin þörf á nýjum eða breyttum tækjabúnaði varnar- liðsins er þvi lýst yfir að ekki muni standa á honum. Sovéskum kafbáta- og skipaferðum fjölgaði Einnig er rétt að taka fram að til eru fastar áætlanir um send- ingar liðsauka hingað við mis- munandi aðstæður sem upp gætu komið. Er þar meðal annars tekið fram hvaða deildir eigi að koma og hvaða deildir eigi að annast flutninga o.s.frv. Aðspurður um dæmi slikra að- stæðna, kvaðst Howie Matson, Þessi Phantom þota hefur skrásetningarnúmerið 63-7576. Þvi var hún eins og margar aðrar flugvélar I bandariska flughernum og flotanum.sem höfðu skrásetningarnúmer, sem enduðu á 76, máluð sérstaklega i tilefni 200 ára afmælis Bandarikjanna á siðasta ári. (BSv) Aðrar ekki hentugri Það er samdóma álit allra þeirra, sem fljúga og sjá um við- hald F-4C Phantom vélanna hér, að ekki finnist aðrar vélar sem betur gegni þvi hlutverki og henti þeim aðstæðum sem 57. sveitin býr við hér á landi. T.d. er mjög mikið öryggi fólgið i þvi að hafa tvo hreyfia. - En spyrja má einnig, fyrst Phantom hentar svo vel á Islandi, hvers vegna ekki séu sendar nýrri gerðir Phantom véla til 57. sveit- arinnar, þ.e.a.s. F-4D eða F-4E. Þvi svarar varnarliðið á þá lund að C gerðin sé mun fjölhæfari en nýrri gerðirnar sem hafi nokkuð verið sérhæfðar og séu einfaldari i viðhaldi. Þess má geta að svo vel er séð um viðhald vélanna hér að þær eru að flestu sem nýjar. Rétt er að hér komi fram að nú er byrjað að senda F-4C gerðina til Þjóðvarðsveitanna. í samræmi við varnar- samninginn Afstaða varnarliðsins til tækja- kosts þess byggist á stefnu varnarmálaráðuneytis Banda- rikjanna.en hún er að hafa ávallt á íslandi þann tækjakost og mannafla sem er nauðsynlegur og nægjanlegur og i samræmi við varnarsamning Islands og Bandarikjanna til þess að leysa af blaðafulltrúi varnarliðsins, ekki geta gefið upp nein slik, þau væru trúnaðarmál (classified) en benti á að fyrir nokkrum vikum varð vart við mjög auknar kafbáta- og skipaferðir i sambandi við flota- æfingar Varsjárbandalagsins. Dvöldu þá daga á Keflavikurflug- velli 5-6 Orionvélar til viðbótar hinum venjulega styrk niu véla. Æfingaþotur Tvennt er það sérstaklega sem eftir er að taka fram varðandi 57. flugsveitina. Hún hefur alla tið haft til umráða þrjár Lockheed T-33A æfingaþotur. Að visu hafa farið fram skipti og endurnýjun á þeim eins og öðrum flugvélakosti varnarliðsins. Þessar vélar eru mikið notaðar við æfingar flug- sveitarinnar og eru oftast allar þrjár á lofti tvisvar á degi hverj- um ásamt Phantom þotunum. Oftast eru þær notaðar sem æf- ingatæki fyrir ratsjármenn Phan- tom þotanna Þær eru frekar litlar og sjást ekki vel á ratsjárskerm- um Phantom vélanna. Þvi eru þær ákjósanlegar ef gera á Phan- tom erfitt um vik að finna skot- markið. ,,Ef við náðum þeim ekki,komu þeir ekki” Ef til alvörunnar kæmi má gera ráð fyrir að skotmarkið myndi Martin EB-57E Canberra rat- sjártruflunarflugvél. Hópur slikra kemur hér öðru hverju og þjálfar og kannar hæfni 57. flug- sveitarinnar. Má vel sjá fjölda loftneta, sem standa niður úr búk vélarinnar. (BSv) reyna að fela sig með ratsjár- truflunum og fleiru i þá áttina. Er þá komið að þvi að minnast á eina gerðina enn sem eru Martin EB- 57E Canberra sprengjuflug- vélar. 17. varnarkerfis athug- unarflugsveitin (Defense Systems Evaluation Squadron) hefur yfir á ráða nitján slikum vélum sem allar eru mjög vel búnar nýjustu og fullkomnustu ratsjártruflunartækjum. Hlutverk þessara sveitar er að ferðast milli flugstöðva og taka þátt i æfingum og könnunum á hæfni og við- bragðsflýti hinna ýmsu flugsveita bandariska flughersins. Vita- skuld reyna flugmenn Canberra vélanna allt sem þeir mögulega geta til þess að komast hjá þvi að finnast og „verða skotnir niður”. Þessar flugvélar koma hér u.þ.b. einu sinni á ári og nú siðast i júni komu fimm vélar til að taka þátt i ORI könnuninni sem minnst var á i fyrstu greininni. Enn sem komið er geta Svörtu riddararnir stoltir bent á einkunnarorð sin og sagt: „Ef við náðum þeim ekki, komu þeir ekki” (If we didn’t get them, they didn’t come). Eftirsóknarverð flug- sveit Að lokum skal þess getið til þess að menn geri sér betur grein fyrir þvi að 57. flugsveitin hefur aldeilis ekki setið auðum höndum á Keflavikurflugvelli öll þessi ár, þó að flugvélarnar hafi ekki alltaf verið splunkunýjar, að flugsveitin hefur tvisvar unnið til hinna svo- nefndu Hughes verðlauna (Hughes Trophy). Var það árin 1972 og 1976. Þessi verðlaun eru veitt einu sinni á ári og getur að- eins ein orrustuflugsveit i öllum bandariska flughernum fengið þau það árið. Þykja þau ein mesta viðurkenning sern flugsveit getur hlotnast og má geta þess að mjög sjaldgæft er að sama flugsveitin fái þessir verðlaun tvisvar. Þau eru ekki veitt fyrir flughæfni ein- göngu heldur fyrir allt starf flug- sveitarinnar, þar með talið við- hald, öryggi o.s.frv. Er ekki að furða þótt 57. flugsveitin sé vel þekkt innan flughersins sem úr- valsflugsveit og þykir mjög eftir- sóknarvert að starfa i henni. I William Tell keppninni árið 1972 vann hún]F-i20A flokkinn og varð mjög óvinsæl innan deilda þeirra sem sjá um útgerö ijarstyrou skotmarkanna. Einnig varð það árið 1975 að hluti sveitarinnar var sendur á þjálfunarnámskeið hjá aðalnotendum F-4C Phantom eða Tactical Air Command (sem ég hefi ekki fundið neina viðhlýtandi þýðingu á en táknar nánast þær sveitir flughersins sem flytja má hvert á land sem er til að sjá um varnir og bardaga á afmörkuðum svæðum). Stóðu flugmenn 57. sveitarinnar sig svo vel á Eglin flugvellinum Flórida að TAC flugsveitirnar þar fengu hálf- gerða skömm í hattinn fyrir frammistöðuna eða öllu heldur samanburðinn. Þykja þær sveitir þó mjög vel þjálfaðar og hæfar. Þessar þrjár myndir sýna hluta af mögulegum vopnabúnaði Phantom þotanna. Á efstu myndinni sést sexhleypt fallbyssa með 20 mm hlaupvidd. Getur hún skotið 6000 skotum á minútu eða 100 skotum á sekúndu hverri. Einnig sést efst á myndinni I Sparrow flugskeyti en fjögur slik eru venjulegasti búnaður F-4C vélanna. A miðmyndinni sjásttvö Sidewinder flugskeyti er hengja má undir væng vélanna. Elta þau hitagjafa þ.e. hafa svonefnda innrauða stýringu. Á neðstu myndinni sjást þrir eldflaugatankar sem innihalda 22 óstýrðar eldflaugar hver. Ýmsar fleiri tegundir vopnabúnaðar má hengja undir Phantom þoturnar. Höfum fyrirliggjandi farangursgríndur og bindingar 6 allar stœrðir fólksbíla, Bronco-jeppa og fleiri bfla. Einnig skíðaboga Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2, sími 82944.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.