Vísir - 18.07.1977, Side 11

Vísir - 18.07.1977, Side 11
10 Mánudagur 18. júli 1977 VISIR VISIR Mánudagur 18. jilli 1977 VISIR C'tgrfandi': Hrykjaprent hf Framkvæiridastjóri: Davift (iuómundsson Kitstjórar: l»orstrinn Fálsson áhm. ólalur Kaj'narsson. Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri rrlendra frótta: Guömundur G. Pélursson. t L msjón meö llelgarblaöi: Arni Þórarinsson. Klaöamenn: Anders Hansen, Anna Heiöur Oddsdóttir, ’ Edda Andrésdóttir, Einar K. GuÖfinnsson, Elfas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjóri Arngrimsson, Hallgrimur H. Helgason. Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Guöjónsson, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjónsson. Ctlitsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olaísson. I.jósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Siilustj*»ri: Páll Stefánsson Auglýsingastjóri: Dorsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Sigirrður K. Pótursson. Auglýsingar: Siöuniúlo H. SÍmar X2200. Ktitill. Askriftargjald kr. 1.100 á mánuöi innanlands. Afgreiösla :"Slakkholti 2-1 simi Klitill Verö i lausasölu kr. 70 eiutakiö. Kitstjórn: Sföumúla II. Sími Klilill, 7 Ifnur. Prentun: Klaöaprent hf. Feluleikur einu sinni enn Við lok vinstri stjórnár tímabilsins voru aðstæður þær í þjóðarbúskapnum, að flest opinber fyrirtæki voru rekin með halla og lánasjóðir allir komnir í þrot. Þegar núverandi ríkisstjórn hóf endurreisnarstarf sitt var það eitt af höfuðverkefnum hennar að snúa blaðinu við i þessum efnum. I því skyni var m.a. gripið til þess ráðs að setja sér- stakar aðhaldsnefndir yfir sumar rikisstofnanir. Nefndir þessar áttu að stuðla að aukinni hagkvæmni f rekstri, hafa gætur á fjárfestingaráformum og sjá svo um að tekjustofnar stæðu undir gjöldum. Mark- miðið var að koma á hallalausum rekstri. Fyrir nokkrum dögum skipaði ríkisstjórnin svo auka-verðlagsnefnd utan og ofan við undir- og yfir- verðlagsráð. Nefnd þessi á að hafa það hlutverk að sjá svo um, að ríkisfyrirtæki velti ekki kostnaðarhækkun- um út i verðlagið. Markmiðið er með öðrum orðum að draga úr verðlagshækkunum með hallarekstri ríkis- fyrirtækja. Viðskiptaráðherra hefur lýst yfir því, að hér sé um stefnumarkandi ákvörðun að ræða af hálfu ríkis- stjórnarinnar í viðureigninni við verðbólguna. Verður að segja það eins og er, að stefnumörkun þessi er hvorki merkileg né til þess fallin að uppræta verð- bólgumeinsemdina, þegar til lengdar lætur. Sannleik- urinn er sá, að tilgangslitlar bráðabirgða aðgerðir af þessu tagi eru orðnar heldur þreytandi. Sú stefna hefur áður verið rekin að vinna á verð- bólgunni með hallarekstri opinberra fyrirtækja. Og hafi einhverjir ekki áttað sig á því fyrir fram, að von- laust er með öllu um árangur þegar þannig er staðað að málum, ætti reynslan nú að hafa sýnt mönnum fram á það. Þetta eru sömu aðgerðirnar og vinstri stjórnin greip til með afleiðingum, sem öllum eru kunnar. Málið myndi horfa öðru visi við, ef samhliða á- kvörðunum af þessu tagi fylgdu markvissar niður- skurðaraðgerðir i opinberum rekstri og þjónustu. En því er ekki að heilsa. Afleiðingin er sú, að opinberu fyrirtækin verða i vaxandi mæli að standa undir bæði f járfestingum og rekstri með lánum. Vegna verðbólg- unnar er innlendi lánamarkaðurinn að þrotum kom- inn. Fyrir þá sök knýr þessi ákvörðun fyrirsjáanlega á um auknar og erlendar lántökur. öllum má vera Ijóst, að það er kostnaðarsamt og ó- hagkvæmt að standa undir fyrirtækjarekstri með þessum hætti. Engu er iíkara en rikisstjórnin vilji heldur, að fyrirtæki og opinberir aðilar greiði útlend- um peningastofnunum fjármagnskostnað í formi gengismunar en innlendum lánastofnunum í formi vaxta. Hikið í vaxtamálunum og ákvörðunin um halla- rekstur opinberu fyrirtækjanna benda ótvírætt til þess. Sýnt hefur verið fram á, að orkuverð i Reykjavík væri nú lægra, ef orkufyrirtæki borgarinnar hefðu á vinstri stjórnarárunum fengið samþykktar gjaldskrár i samræmi við kostnaðarhækkanir. Skýringin er að sjálfsögðu fólgin i þvi, að reksturinn hefur orðið óhag- kvæmari, eftir því sem hann hefur í auknum mæli byggst á lántökum. Verðstöðvunaraðgerðir þær, sem nú hafa verið ákveðnar eru í því einu fólgnar, að þess er freistað að fela verðbólguna um tíma. Því fer víðsf jarri að að- gerðir sem þessar stöðvi verðbólguna. Hækkanirnar koma fram fyrr en seinna og verða meiri en orðið hefði við eðiilegar aðstæður. Reynslan af hagstjórn vinstri stjórnarinnar á að hafa sýnt mönnum fram á þessar einföldu staðreynd- ir, og hefur án nokkurs vafa gert það. Feluleikinn má miklu fremur skýra með því að stjórnvöld og laun- þegasamtökin, sem sérstaklega hafa óskað eftir þess- um blekkingum, eru ekki reiðubúin til að standa að al- vöru aðgerðum gegn verðbólgunni. .i rg.'Tgaa ^ t Exclusive fo's^íoTo jríkjunum. Bandarísk blöð spanna ðalegasta sem þekkist i heiminum, „Ég lærði það heilræði heima í föðurgarði að besta ráðiðtilaðvarðveita þjóðleg verðmæti væri að hafa sem mest samskipti við útlendinga". Tilviljun að Woodward og Bernstein skrifuðu um Watergate-málið og þátt Nixons í því Segir hann að þó við þekkjum fyrst og fremst aðeins þrjú blöð, Washington Post, New York Tim- es og Los Angeles Times, þá sé mjög mikið af virtum blöðum i Bandarikjunum. „Washington Post varð til dæmis fyrst veru- lega þekkt utan Bandarikjanna eftir Watergate-málið”. Fjölmiðlar orðnir kerfi út- af fyrir sig Að sögn Vilmundar hefur það mjög færst i vöxt i Bandarikjun- um undanfarin ár, að stórir blaðahringir eigi mörg blöð, og að frjálslyndir Bandarikjamenn hafi áhyggjur af þvi að útgefendur verði sifellt færri og stærri. Sem dæmi nefnir Vilmundur, að i New Orleans komi út tvö blöð, morgunblað og siðdegisblað. Er morgunblaðið ihaldssamt, en hitt frjálslynt. bað merkilegasta við þessi blöð er hins vegar það, að sami aðili gefur þau bæði út! — Er jafnvel sagt i grini að i árs- byrjun hittist ritstjórar þeirra og komi sér saman um tvö til þrjú mál til að vera ósammála um! Þróun síðdegisblaðanna ekki sú sama og í Evrópu Þróun i þá átt að siðdegisblöðin vaxi að styrk og upplagi, hefur „Ég fer ekkert dult með það að ég hef jafnan stælt það besta í bandariskri blaðamennsku". ,,Jú, jú, ég kom á ritstjórn Washington Post og fékk að sitja þar ritstjórnarfund”, segir Vil- mundur er við spurðum hann um þetta heimsfræga blað. Segir hann að þar vinni á fimmta hundrað blaðamenn, og skiptist þeir niður i fjölmargar deildir. Hina eiginlegu ritstjórn- arfundi sitja þvi einungis deilda- ritstjórar, en ekki allir bjaða- mennirnir eins og tiðkast á is- lensku dagblöðunum! Vilmundur segist álita það hreina tilviljun að þeir Woodward og Bernstein „lentu á” Water- gate-málinu, það séu hundruð slikra blaðamanna starfandi i Bandarikjunum. „Það er ekkert leyndarmál, að ég hef verið að stæla vonandi og væntanlega það besta i ameriskri blaðamennsku, en þar má finna bæði það besta og það sóðaleg- asta sem fyrirfinnst i heiminum i þeim efnum’.’ segir hann ennfremur. Segir Vilmundur gifurlegan fjölda dagblaða koma út i Banda- rikjunum, nokkur stór og rótgróin blöð sem ná um allt landið og eru þekkt um allan heim, og svo urm- ull af staðbundnum blöðum. „STÆLI ÞAÐ BESTA Í AMERÍSKRI Vilmundur Gylfason er maður sem ekki er þörf á að kynna fyrir fólki. Hvort sem menn eru hrifnir af honum eða ekki, hvort menn eru sammáia honum eður ei, allir vita hver hann er. Það eru f lestir sammála um að hann hafi rutt nýrri tegund blaðamennsku braut á islandi, eins konar rannsóknarblaðamennsku, en hún er mjög tíðkuð erlendis, einkum í Bandaríkjunum. Mjög eru þó skiptar skoðanir um þessa tegund blaða- mennsku, og þeir eru ófáir sem viljað hafa afgreitt hana með einu orði: sorpblaða- mennska. Vilmundur er nýkominn heim frá Bandarikjunum, þar sem hann ferðaðist um og kynnti sér bandariskt þjóðfélag. Einkum lagði hann áherslu á að kynna sér starf- semi biaða og sjónvarpsstöftva, og okkur lék forvitni á að heyra nánar um þessa ferð. Rœtt við Vilmund Gylfason sem er nýkominn heim úr ferð um Bandaríkin Ferðaðist um þver og endi- löng fylkin „Ég var rétta þrjátiu daga úti, og ferðaðist vitt og breitt um Bandarikin, skoðaði skóla, söfn, fjölmiðla ýmiss konar og reyndi að koma mér sem mest i per- sónulegt samband við bandariskt fólk af öllu tagi”, segir Vilmund- ur. „Ég fór fyrst til New York og Washington, og þaðan til Spring- field, en þar eru gefin út dagblöð sem eru að mörgu leyti lik reyk- visku dagblöðunum, enda eru Reykjavik og Springfield álika stórar”, segir hann. Frá Springfield segist Vil- mundur hafa farið til Denver i Colorado, og þaðan til San Frans- isco i Kaliforniu. „Ég er ekki viss um að allir geri sér ljóst hvers konar land Kalifornia er, sem teygir sig eftir endilangri Kyrrahafsströndinni” segir Vilmundur. Hann bendir til dæmis á, að þar búi tuttugu og tvær milljónir manna, og til samanburðar að á öllum Norðurlöndunum. búi ekki nema nitján milljónir til samans, og i Kanada aðeins tuttugu og fjórar milljónir manna. „Þetta er aðeins eitt dæmið um hve þetta þjóðfélag er tröllaukið’,’ segir hann. Frá „Friscó” fór Vilmundur siðan til New Orleans og þaðan á- fram til Winston-Salem i norður Carólina, — „þaðan sem sigarett- urnar eru”, og loks þaðan aftur til Washington og New York. Var flogiö á milli allra þessara staða, og eins á milli tslands og Bandarikjanna. Fékk boö frá sendiráðinu Og hver stóð svo straum af kostnaði við þessa miklu ferð? Vilmundur segir að árlega sé boðið vestur til Bandarikjanna milli tvö og þrjú þúsund manns, og sé það fólk hvaðan æva úr heiminum. Sem dæmi um það nefndi Vilmundur að hann hefði hitt blaðamann frá Suður-Afriku og sveitastjórnarmann frá Eþiópiu. Er þetta eins konar „Erlend gestadagskrá”, i boði banda- riskra yfirvalda, og eru til hlið- stæð „prógrömm” þar ytra. Fjölmargir Islendingar hafa áður farið i slika kynningarferð, þar á meðal þeir Bjarni Einars- son. þáverandi bæjarstjóri á Akureyri, og Guðlaugur Þor- valdsson háskólarektor. Bandarikjamenn borga allar ferðir, og auk þess fá þátttakend- ur greidda hóflega dagpeninga. Þátttakendur eru hins vegar al- veg frjálsir ferða sinna og mega fara hvert sem þeir vilja og skoða það sem þeir vilja. Segist Vilmundur hafa fengið sitt boð frá bandariska sendiráð- inu i Reykjavik, og þegið það eftir að hafa gengið úr skugga um að þvi fylgdu alls engar skuldbind- ingar. „Það sem fyrst og fremst einkennir bandarískt þjóð- félag er hve það er opið, og hve mikil umræða er þar alltaf í gangi um þjóð- félagið sjálft". „Ég er vanur að fara að skrifa eitthvað með haust- inu og ætli það verði ekki eins nú í haust". Hluti „gulu pressunnar" í I allt frá þvíiiesta niðurtil hi segir Vilmundur. Viðtal: Anders Hansen Myndir: Einar G. Einarsson ekki orðið i Bandarikjunum, eins og i Evrópu, að Islandi meðtöldu, segir Vilmundur. I Evrópu hefur blaðalestur færst i það að fólk taki með sér siðdegisblaðið á leiðinni heim úr vinnunni, en sjái ekki morgun- blöðin, vegna þess hve vinnudag- urinn hefst snemma. Þetta hefur ekki gerst i Banda- rikjunum, vegna þess að sjón- varpsstöðvarnar hafa tekið við þvi hlutverki, segir Vilmundur. Þegar fólk er komið heim siðari hluta dags, koma sjónvarpsstöðv- arnar með siðdegisfréttir. Er þetta mjög ólikt þvi sem menn eiga að venjast i Bretlandi til dæmis, en þar bjó Vilmundur i fimm ár. Þjóðfélag öfganna „Bandarikin eru þjóðfélag öfg- anna” segir Vilmundur. „Þar má sjá allt, harðan vetur og eilift sumar, fátækt og rikidæmi, vel menntað fólk og þar er lika ólæsi á stórum svæðum. Þetta þarf i sjálfu sér ekki að vera neitt sér- staklega skrýtið, þvi rikið er landfræðilega á stærð við alla Evrópu, og þar býr fólk hvaðan æva að úr heiminum”. Vilmundur nefnir sérstaklega hinn mikla mun sem er á norður og suðurhluta Bandarikjanna, ekki hvað sist pólitiskan. Suðurrikin eru um margt svip- uð suðurhluta Evrópu og Róm- önsku Ameriku, en Norðurríkin éru aftur mjög lik Norður-Evrópu og Norðuriöndunum. Norðurfrá er virkt lýðræði eins og við þekkjum það, en orðið lýð- ræði á ekki á sama hátt við um pólitikina i Suðurrikjunum. „Það sem hins vegar gerir bandariskt þjóðfélag stórkostlega virðingarvert, er hve það er opið og hve mikil þjóðmálaumræða fer þar fram” segir Vilmundur. Áhugi á störfum þing- nefnda Vilmundur kveðst lengi hafa haft áhuga á þvi hvernig þing- nefndir störfuðu i Bandarikjun- um, og að æskilegt væri að íslendingar gætu eitthvað af þvi lært. I þvi skyni að kynna sér þessa hluti fór hann i þingið i Washington, og kynnti sér störf þess. Segir hann það athyglisvert hvernig þingnefndir starfi þar fyrir opnum tjöldumi, og ef eitt- hvað komu upp sem virðist þurfa nánari athugunar við, þá séu menn hiklaust kallaðir fyrir þing- nefndir. — „Að svara er eitt og að svara til saka er annað, þó að Þórarinn Þórarinsson skilji ekki muninn á þessu tvennu. „En vissulega væri það til bóta ef þingnefndir eins og til dæmis fjárveitinganefnd Alþingis starf- aði fyrir opnum tjöldum, og þang- að gæti maður gengið inn og fylgst með”. Og hvað svo? Þvi miður er ekki unnt að koma að þvi öllu sem Vilmundur hafði frá að segja úr Amerikuferðinni, en að lokum spyrjum við hann hvað sé á döfinni á næstunni. Blaðaskrif? Þingframboð? „Ég hef haft þann háttinn á að fara að skrifa eitthvað með haustinu, og ætli það verði ekki eins nú i haust! — Hvar það verð- ur eða hvernig er hins vegar al- veg óákveðið enn sem komið er. Um þingframboð eða annað i þeim dúr hafa hins vegar engar ákvarðanir verið teknar enn sem komið er”. —AH 11 Sólstöbusamningarnir, sem undirritaðir vóru 22. júni og gilda til 1. desember 1978, eru ó- framkvæmanlegir. Afkasta- meiri verðbólguvél hefur ekki sést, en auk þess binda samningarnir hagstjórnartæki landsfeðranna þannig, að óger- legt mun reynast að halda fullri atvinnu og þolanlegri viðskipta stöðu við útlönd — jafnvel þótt verðbölgunni sé sieppt lausri. Afar óliklegt er, að búið verði við nýafstaðna samninga I ó- brcyttri mynd allt fram i byrjun desember á næsta ári. Skiptir þar engu máli, hvaða stjórn eða stjórnir sitja við völd i landinu. Samningarnir binda hendur stjórnvalda I fyrsta lagi eru hinar miklu kauphækkanir — umfram kjarabætur láglaunafólksins — og verðbótakerfið, sem nú er fullkomnara en nokkru sinni fyrr, hættuieg blanda. Keðju- verkanir kaupgjalds og verð- lags munu á næstu misserum risa til nýrrar fullkomnunar og hraði þeirra magnast. I öðru lagi binda samningarn- ir hendur stjórnvalda, en flest- Dr. Þróinn Eggertsson dósent skrifar um afleiðingar kjarasamninganna og bendir ó hvernig þeir takmarka möguleika stjórnvalda til að beita tiltœkum hagstjórnartœkjum Svartnœtti sólstöðu- samninganna um hinna svonefndu hag- stjórnartækja hefur verið kippt úr sambandi. Það er i raun ekki lengur unnt að stjórna efna- hagsmálum þjóðarinnar. Samið um lækkun tekju- skatta og stóraukin út- gjöld Fjármálum rikisins er illa komið. Samkomulag hefur verið gert um að lækka tekjuskatt einstaklinga, en jafnframt fela samningarnir i sér stóraukin út- gjöld m .a. vegna bóta almanna- trygginga auk niðurgreiðslna og margs fleira. Mjög vafasamt má teljast, að unnt verði að skera önnur útgjöld rikisins stórlega niður. Mikið hefur t.d. þegar verið þrengt að opinber- um framkvæmdum og ekki er ljóst, hve langt má ganga I þvi efni (sbr. vegakerfið). Og erfitt mun reynast að jafna tekjur og gjöld rikisins með hækkun beinna skatta, þar sem hækkun þeirra kemur strax fram i verð- bótavisitölu launa og hrindir af stað skriðu kostnaðarhækkana, og ekki sist hjá rikinu. Samingarnir útiloka gengisfellingu. Kjarasamningarnir útiloka gengisfellingu, en i þeim er atriði, sem segir, aö þeir séu uppsegjanlegir verði veruleg breyting á gengi islenskrar krónu. Þetta er eitt undarleg- asta atriði samninganna, þar sem verðbótakerfið tryggir launþega gegn verðhækkunum, sem leiða kunna af gengisfell- ingum. Máliö verður enn flókn- ara, ef höfð er i huga krafan um lækkun vaxta. Hefði hún fengið framgang, væri stjórn peninga- mála lika bundin. Peningamál eru reyndar eitt fárra stjórn- tækja, sem yfirvöldin geta enn hreyft, eins og sjá má þessa dagana. Eitt er þó ekki bannað Eitt er þó ekki bannað, og það eru höft, bein stjórn með boðum og bönnum. En sú leið mun heldur ekki duga, jafnvel þótt núverandi stjórn eða einhver önnur gripi til slikra úrræða. 1 kjölfar mikilla kaupgjalds hækkana má kannski stöðva verðhækkanir um hrið með harðri valdbeitingu, en þar af mun leiða gjaldþrot einkafyrir- tækja og atvinnuleysi. Rikið getur stáðið undir halla opin- berra lyrirtækja og afiað til þess tekna með hækkun óbeinna skatta, en við það hækkar verð- bótavisitalan og kostnaður fyrirtækjanna. Hækkun beinna skatta er forboöin, en siðasta úrræði stjórnvalda, seðlaprent- un, er vis vegur til glötunar. Viðskiptahalli/ ef gengið fellur ekki Aukinn hraði verðbólgunnar mun senn leiða til halla á við- skiptunum við útlönd, nema veruleg breyting verði á gengi islensku krónunnar, en slik breyting er bönnuð. Þá kemur aftur til kasta haftakerfisins. Ef gripið er til beinna innflutnihgs- hafta, mundi það frelsa oss frá dönskum tertubotnum, en vand- inn væri óleystur, tryggja verð- ur rekstur útflutningsgreina. Þá kæmu stórfelldar uppbætur á útflutningsverð helst til greina, en til þeirra þarf að afla fjár með beinum sköttum eða seðla- prentun, en hvorug leiðin er raunverulega fær. Dæmið gengur ekki upp Dæmið gengur ekki upp. Lág- launamenn verða enn meðal vor 1. des. 1978, svo veröa einnig iðnaðarmenn. Erfitt er aö sjá, hverjum kjarasamningarnir koma endanlega til góða. Ef til vill eru sólstöðusamningarnir hugsaðir sem stjórnarsteypir. Vel má vera, að mönnum þyki gaman að steypa stjórnum, en þetta er dýrt spaug. Kollsteypur i efnahagsmálum eru öllum til bölvunar og ár liða þar til hin illu áhrif eru upprætt. ______________________^

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.