Vísir - 18.07.1977, Page 12
Mánudagur 18. júli 1977 VISIR
Vulkswagen Derby: lær fljúgandi start I Þýskaiandi.
Séð útundan sér...
...aðmargir aka með opna glugga
i ryki á þjóðvegum i þeirri trú, að
við það komi meira af fersku lofti
inn i bilinn, og rykið verði múma.
Þetta er rangt, frumskilyrði þess
að losna við ryk inni i bilnum er
að liafa alla glugga lokaða og
miðstöðvarviftuna á fullutil þess
að skapa hærri loftþrýsting inni i
bílnum en utan við hann. Meira
um þetta á næstu bilasiðu , undir
kjörorðinu: „Rektu rykið út”
...að Volkswagen Derby, nýjasta
gerðin hjá Volkswagenverk-
smiðjunum helur fengið mjög
góðar viðtökur kaupenda, og er
framleitt þrefalt meira af honum
en Póló, gerðinni, sem Derby er
soðinn upp úr. Derby er af
„venjulegri gerð”, með „skotti”
og tveimur dyrum og er ætlað að
keppa við Ford Escort og Opel
Kadett.
...að á mörgum verkstæðum er
kvartað yfir slæmri meðferð á
kúplingum bila. Margir virðast
nota þærsem fóthvilu, og standa á
rómar Ragnarsson
skrifar um bíla.
^mmmmmmmmmmmmmm^^mmmmm^rnmm^mm^^
þeim við umferðarljós, og ekki
gera sér grein fyrir þvi sliti, sem
röng notkun veldur á kúplingunni.
...að nú er hægt að fá aflmeiri vél
i Renault 20 101 DIN-hestöfl.
• •
Okukennsla
t Meiri kennsla - minna gjald
Orion er ökuskóli sem að norskri og sænskri
fyrirmynd hefur með stórlega betur skipu-
lagðri fræðilegri kennslu tekist að fækka
æfingatimum og að auki búa fólk betur
undir akstur í umferðinni.
Skólinn hefur yfir að ráða fullkomnari
kennslugögnum en nokkur annar aðili
hérlendís.
ORION útvegar öll gögn sem þarf til öku-
prófsins og annast fræðilega kennslu og
æfingaakstur á bíl og mótorhjól. Markmið
okkar er:
Bœtt umferðarmenning — Hœfari og
ábvraari ökumenn Verið velkomin
NJÁLSGÖTU 86 — SÍMI 29440
MANUDAGA-FIMMTUDAGA KL. 17.00-ia.uu
Þúsund gamlir Rollsar til heiðurs drottningu.
Þúsund gamlir
Rolls Royce-bílar
á einum stað
Drottningin, Bitlarnir,
Wembley, Rolls-Royce. Ætli
þetta séu ekki þau nöfn, sem
fólk setur helst i samband við
Bretland. Þar var þess vegna
vel til fundið hjá félagsskap eig-
enda gamalla Rolls-Royce bila
að safna þeim saman við Winds-
or-kastala i vor, þegar drottn-
ingin og þegnar hennar héldu
hátiðlegt 25 ára afmæli krýning-
ar hennar.
Það er ekki út i bláinn, sem
Rolls-Royce hefur verið tálinn
besti bill heims. Það sást ljós-
lega, þegar litast var um meðal
hinna þúsunda gömlu Rolls-
Royce bila, sem komnir voru til
Windsor frá ýmsum löndum.
Meðal annars gat þar að lita
Rolls-Royce-bila, sem komnir
voru frá Kanada og Bandarikj-
unum, m.a. einn alla leið frá
Kaliforniu. Það var árið 1907,
eða fyrir sjötiu árum, sem
Rolls-Royce ávann sér viður-
kenningu sem besti bill heims,
og gerðin, sem þótti svona frá-
bær, hét Silver Ghost, og dró
nafn sitt af silfurlituðum létt-
málminum, sem notaður var i
þennan bil.
Þessi gerð var framleidd frá
1907 tii 1925.
Árið 1907 var billinn knúinn
sjö litra sex gata vél, sem af-
kastaði 48 hestöflum við aðeins
1200 snúninga á minútu og náði
90 kilómetra hraða, sem var
ofsahraði i þá daga. Þegar árið
1906 var framleiddur Rolls-
Royce meö V-8 vél, og á árunum
1936-39 var framleidd gerð með
V-12 vél.
Fáir bilar hafa haldið svip-
mótinu jafnvel og Rolls-Royce.
Vatnskassahlifin með stytt-
unnni „Flying Lady” setur
mark sitt á þá alla, hvort sem
árgerðin er 1907 eða 1977.
Nýtiskulegasti Rollsinn er
Camargue, og miðað við verð
hans f nágrannalöndunum,
myndi slikur bill vart kosta
minna hér á landi en 50 milljónir
króna. Verksmiðjurnar hafa
ekki og hafa raunar aldrei ann-
að eftirspurn, og sem dæmi um
sérkenni þessa bils má nefna, að
ekki er gefinn upp fjöldi hest-
afla i Rolls-Royce-bilum, og hið
eina, sem verksmiðjan fæst til
að segja um aflið er að það pé
„nóg”.
Rolls Royce Silver Ghost 1907: jafn stórkostlegur i dag og fyrir sjö-
tiu árum, „still going strong.”.
Dæmigert enskt. Bretinn með yfirskeggið að fægja gljáandi, fjöru-
tiu ára gamlan Rolls Royce, sem Montgomery marskálkur ók i
forðum tið.
P