Vísir - 03.08.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 03.08.1977, Blaðsíða 3
VISIR Miðvikudagur 3. ágúst 1977 ----jffwxt 3 Kristinn Sigurðsson, slökkviliðsstjóri og Helgi Sigurlásson utnboðs- ntaður Vísis i Eyjum gefa sér rétt tima frá starfinu við undirbúning- inn til að fá sér i nefið. Sigurfinnur Sigurfinnsson, teiknikennari, og Þorsteinn Þorsteins- son verslunarmaður eiga sæti i skreytingarnefndinni. Hér eru þeir að skreyta gamla danspallinn. Undirbúningur þjóðhátlðar I Vestmannaeyjum er nú komin vel á veg. Fremst á þessari mynd er tjörnin.skrýtna mannvirkið þar fyrir ofan kalla Vestmannaeyingar hof, en fyrir ofan þaö er bálkösturinn. Hraundrangi í Öxnadal klifinn í þriðja sinn í sögunni: KOMUST VARLA ## FYRIR UPPI Á TINDINUM — sögðu fjallgöngugarparnir í samtali við Vísi ## Hraundrangi i öxna- dal var klifinn i þriðja sinn i sögunni siðastlið- inn sunnudag. Þeir sem klifu voru Helgi Bene- diktsson og Pétur Ás- björnsson úr Hjálpar- sveit skáta i Reykjavik og Sigurður Baldursson úr Hjálparsveitinni Akureyri. „Það tók okkur sjö tima að komast frá Hrauni I öxnadal upp á tind llraundranga” sagði Helgi, er við ræddum við hann um feröina. „1 tindinum var mjög laust berg og mikill mosi og veður var óhagstætt. Þetta var þvi fremur hættulegt klifur. Tindurinn var svo litill á þver- veginn, að við rúmuðumst þar varla allir þrir og sigum fljót- lega niður aftur. Við sigum nið- ur mesta brattann, áttatiu metra, i tveim áföngum. Ferðin I heild tók okkur um það bil hálf- an sólarhring”. Að sögn llelga fundu þeir fé- lagar talsvert af gömium járn- fleygum á leiðinni eftir þá, sem hafa klifið drangann áður. —AHO Vísitala byggingar- kostnaðar hefur hœkkað um 14 stig Geir til Noregs 1 frétt frá forsætisráðuneyt- inu segir, að Geir Hallgrims- son, forsætisráðherra, hafi um heigina farið til Noregs, þar sem hann rnuni sitja fund samstarfsráðherra Norður- landa. Visitala byggingarkostnaðar hefur hækkað úr 138 stigum í 152 stig vegna áhrifa frá nýgerðum kjarasamningum. Þetta kemur ra.a. frant i nýjum yfirlitstöflum Kannsóknastofu byggingariðnaðarins yfir þær breytingar sem oröið hafa á visi- tölum byggingarhluta fyrir áhrif kjarasamninganna. HL Fœr styrk til rannsókna ó garnaveikisýkli Eggert Gunnarssyni dýralækni voru nýlega veittar tvö hundruð og fimmtiu þúsund krónur úr Visindasjóði Dýra- iæknafélags íslands. Vísindasjóðurinn var stofnaður árið 1964 til minning- ar um hjónin Guðrúnu og Sigurð E. Hliöar yfirdýralækni, en Sigurður gekkst fyrir stofnun Dýralæknafélags íslands áriö 1934 og var formaöur félagsins um langa hrið. Hlutverk sjóðs- ins er aö styrkja islenska dýra- lækna til framhaldsnáms eða visindanáms á verksviði dýra- lækna en einnig má veita verð- laun úr sjóönum fyrir sérstakar rannsóknir. Eggert stundar nti framhalds- nám við dýralæknaháskólann i Osló og vinnur jafnframt aö samnorrænu rannsóknaverk- efni varöandi sýkla er valda garnaveiki. Rannsóknir Egg- erts beinast einkum að eðlimót- efna sem myndast hjá dýrum sem sýkst hafa af garnaveiki og eðlismun ýmissa stofna garna- veikisýkilsins. Búast má við aö rannsóknir þessar fái hagnýta þýðingu bæði varöandi grein- ingu sjúkdómsins og fullkomn- ari ónæmisaðgerðir gegn hon- um. — AHO Kristnir menningardag- ar í Norrœna húsinu Norrænir kristnir menningar- dagar hófust i Norræna húsinu i Reykjavik I morgun kl. 10 með setn in garræðu Vilhjálms Hjálmarssonar, menntamála- ráöherra. Þaö er stjórn Samnorrænu kirkjustjórnarinnar (Nordiska Ekumeniska Institutet) sem efnir til þessara menningar- daga og hefur fengið til þess nokkurn styrk frá norræna menningarmálasjóðnum. En stjórn Samnorrænu kirkjustofnunarinnar, sem bisk- up tslands á sæti i, hélt aðalfund sinn hér á landi um mánaða- mótin júli-ágúst á Akureyri. Yfirskrift menningardaganna er: Norræn kristni i menningar- umhverfi samtimans. Meöal dagskráratriða, sem eru mjög fjölþætt má nefna kirkjutónleika i Háteigskirkju i kvöld kl. 20.30 þar sem Marteinn Friðriksson flytur islensk orgel- verk og Þorgerður Ingólfsdóttir syngur islenska trúarlega al- þýðusöngva. Fimmtudaginn 4. ágúst kl. 10 flytur Anna Maria Aagaard, lektor, erindi um dönsku skáld- konuna Ulla Ryum. Dagskrá Norrænu kristnu menningardagana lýkur siöan föstudaginn 5. ágúst með erindi Harðar Agústssonar listmálara, um islenskar kirkjubyggingar og erindi dr. Margaretu Wir- mark um leikhúsið sem lifs- form. Siðdegis verður siðan væntanlega sýnd islensk kvik- mynd. 1 tengslum við menningar- dagana hefur Sigrún Jónsdóttir opnað sýningu i Norræna húsinu á kirkjumunum. Dagskrá menningardagana er öllum opin og aðgangur ókeypis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.