Vísir - 03.08.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 03.08.1977, Blaðsíða 4
Palestínu-Arabar reiðast fundi Egypta og ísraela í Washington — með honum er merkum úfanga nóð í sambúð Gyðinga og Araba Hann lifði af morðtilraunir og samsœri, en hjartaslag varð honum að fjörtjóni Bandarikjamenn og Egyptar eru viðbúnir mikilli reiði Palestinu- Araba yfir fyrirhuguð- um fundi utanrikisráð- herra ísraels og Egyptalands i Washing- ton i haust. Samkomu- lag náðist um þessar viðræður á fundi þeirra Cyrusar Vance, utan- rflkisráðherra Banda- rfkjanna og Anward Sadat, forseta Egypta- lands, 1 Kairó. í sam- komulaginu er ekki gert ráð fyrir að Palestinu- Arabar eigi fulltrúa á þessum fundi. Þótt Sadat og Vance hafi haft mismunandi sko&anir á þvi sem á eftir þessum fyrirhugaða fundi ætti að koma, er þaö stórmerkur áfangi aö yfirleitt skuli hafa náðst samkomulag um hann. Utannkisráðherrann og forset- inn sögöu i sameiginlegri yfir- lýsingu að þeir byggjust fastlega viö að þessi fundur legði grund- völlinn að friðarráðstefnu i Genf. Hins vegarvoru þeirósammála um hversu hratt málin ættu að ganga fyrir sig. Vance var þeirrar skoðunar að strax eftir að friðarsam ningar hefðu verið undirritaðir ættu Israel og Arba- rikin að skiptast á sendiherrum og taka upp verslunarviöskipti. Sadat vildi hins vegar ekki hafa neitt slikt með i „friðarpakk- anum”. A fundi með fréttamönn- um sagði hann nokkuð reiöilega að það kæmiekki tilgreina aðslik atriði yrðu talin með i friöar- samningi. Hins vegar væri hægt að ræða um þau eftir að önnur mál væru komin i lag. Það er enginn vafi á aö tsrael mun samþykkja þennan fund, þótt ekki hafi heyrst neitt qjin- berlega þaðan ennþá. Sá sem fer til viðræðnanna af tsraela hálfu verður Moshe Dayan, utanrikis- ráðherra og fyrrverandi varnar- málaráðherra. Dayan er heppilegur fulltnii á þessum fundi. Þótt hann hafi kannski öðrum fremur lagt á ráðin um hernaðarlegar ógöngur Araba, er hann ekki „haukur” i samskiptum sinum við þá. Hann hefur lengi lagt áherslu á nauðsyn þess að Arabar fái þá úr- lausn sem stolt þeirra geti við unað. Dayan talar reiprennandi ara- bisku, ferðast oft um meðal Araba i tsrael og á góða vini meðal þeirra. Hann er þvi vel kunnugur þeirra hugsanagangi og skoðunum. NATO hertœkin c/o Varsjórbandalagið Breskt lyrirtæki, sem framleiðir kafbátaleit- artæki fyrir herskip ým- issa NATO rikja, hefur lofað að gæta þess i framtiðinni að sending- ar frá þvi fari ekki með skipum frá Austur- Þýskalandi eða öðrum Varsjárbandalags- rikjum. Það er fyrirtækið Plessey sem þarna á i hlut. Það sendi nýlega til Vestur-Þýskalands varahluti i bergmálstæki sem eiga að fara um borð í tundurduflaslæðara þýska flotans. Þar sem ekki var verið aö senda tæki i heilu lagi var ekki nema „meðal-leynd” yfir flutn- ingunum og þeir fóru um borð i fyrsta flutningaskip sem fékkst. Vestur-þýskum flotaforingjum brá hinsvegar heldur betur i brún þegar eitt af flutningaskipum Varsjárbandalagsins kom með farminn. Rannsókn leiddi i 1 jós að ekkert hafði veriö fiktað við hann, en Plessey lofaði að gæta sin betur næst. Makarios látinn Þátttakendur í keppninni um tiltilinn Miss Young International, sýndu sig í baðfötum í Tokyo ekki alls fyrir löngu. Mengistu leitar til Einingar- samtakanna Her Eþíópíu gengur illa í viöureigninni við upp- reisnarmenn, sem hann berst við á tvennum víg- stöðvum. Frelsishreyf ing Vestur-Sómaliu kveðst nú hafa yfir hundrað bæi og þorp á valdi sínu. Það er til marks um að her stjórnarinnar á I erfiðleikum, aö Mengistu ofursti hefur beðiö um sérstakan skyndifund Einingar- samtaka Afriku, til að fjalla um átökin. Mengistu sat fund samtakanna fyrir tveimur vikum eöa svo og var þá hinn hressasti, enda var þá hundraö þúsund manna liösauki i svonefndum alþýöuher hans til- búinn að fara á vigvöllinn. Alþýöuhernum hefur þó aö þvi er virðist ekki gengið jafn vel og búist var viö. FLÓÐ Mikil flóö i Haryana-hér- aði I Norður-Indlandi hafa haft áhrif á yfir milljón manns. Fjörutiu þorp eru al- gerlega umflotin og fimmtiu þúsund hektarar lands eru undir vatni. Korn- og mais- uppskera hefur eyöilagst á stórum svæöum. Makarios erkibiskup, forseti Kýpur, sem lést í morgun 63 ára að aldri, átti margar erfiðar stundir i stjórnartið sinni. Hann lifði af morðtil- raunir og samsæri, en erfiðasta raunin kom 1968 þegar honum var steypt af stóli og Tyrkir gerðu innrás. Makarios, sem var sonur fjárhirðis, sýndi snemma áhuga bæöi á kirkjunnar málum og stjórnmálum. Hann var i broddi fylkingar Kýpurbúa i bar- áttunni fyrir sjálfstæði eyj- arinnar, sem var undir breskri stjórn. Þegar sjálfstæðisbaráttan vannst loks árið 1960, varð hann forseti Kýpur Þar meö voru þó erfiðleikarnir ekki úr sögunni, þeir voru eiginlega rétt aö byrja. Grikkir og Tyrkir hafa löng- um deilt um yfirráð yfir Kýpur og það hefur oftar en einu sinni legið við stórstyrjöld út af eynni. Eyjaskeggjar sjálfir hafa borist á banaspjótum og þaö hefur aldrei verið friður lengi i senn. Sameinuðu þjóðirnar hafa til dæmis haft gæslusveitir á Kýpur, nær þvi siöan eyjan fékk sjálfstæði. En þótt á ýmsu hafi gengiö kom erfiðasta raun biskups/for- setans, þegar griskir liðsfor- ingjar á eynni steyptu honum af stóli árið 1974. Þeir vildu sam- einast Grikkiandi og þar fögn- uðu menn ákaflega. Tyrkir vor hinsvegar ekki eins hrifnir og sendu mikiö innrásarliö til eyjarinnar, sem lagði meirihluta hennar undir sig á skömmum tima. Grikkir fengu litiö að gert, þvi hern- aðarlega eru Tyrkir margfallt sterkari. Og þegar allt var komið i strand i sáttaviðræðunum, kom Makarios úr útlegð sinni 1 London og tók viö stjórnar- taumunum á nýjan leik. Honum var fagnaö eins og þjóðhetju. Erfiöleikarnir voru ékki búnir, en erfiðleikar var nokkuð sem þessi skeggjaði höfðingi i siðu hafði lært að búa við. Nú eftir fráfall hans gegnir þingforsetinn, Spyros Kyprianos, embætti forseta þar til kosningar fara fram. Makarios I rústum hallar sinnar eftir „byltinguna” gegn honum 1974.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.