Tíminn - 15.11.1968, Qupperneq 1
Vantraus
TK-Reykjavík, fimmtudag. — Á mánudaginn verður lögð fram á Al-
þingi tillaga til þingsályktunar um vantraust á ríkisstjórnina. Flutn-
ingsmenn tillögunnar eru þeir Ólafur Jóhannesson, formaður Fram-
sóknarflokksins, og Lúðvík Jósefsson,'formaður þingflokks Alþýðu-
bandalagsins. Um tillögu til þingsályktunar fer fram útvarpsumræða
samkvæmt ákæðum þingskapa. Enn er ekki ákveðið, hvenær umræð-
unni um vantraustið verður útvarpað.
(Jerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið í síma 12323
Auglýsing í Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
249. tbl. — Föstudagur 15. nóv. 1968. — 52. árg.
Ræða umsókn-
ina á Vínar-
fundinum
Á fundi EFTA-ráðsins í Genf
gær var ákveðið, að umsókn
fslands um aðild að EFTA
skyldi tekin á dagskrá ráð-
herrafundar samtakanna, sem
kemur saman í Vínarborg 21.
nóvember n. k.
Frétt frá viðskiptaráðun.
Fulltrúar launþega í Verðlagsnefndinni gengu af fundi í gær:
AÐGERÐIR STJÖRNARINNAR BRIGÐ
A
L
Miðstjórn tékkneskra
kommúnista á fundi:
Ræða framtíö
arstefnuna
NTB-Prag, fimmtudag.
Miðstjórn tékkneska kommún
istaflokksins, en í henni eiga
sæti um 270 leiðtogar komm-
únistaflokksins, situr nú á fund
um í Prag. Miðstjórnin hefur
nú loks verið kvödd saman til
fundar, en því hefur verið skot-
ið á frest hvað eftir annað.
Alexander Dubcek, flokksleið-
togi, Ludvig Svoboda, forseti og
Josef Smrkovsky, forseti þjóð-
þingsins, eru í forsæti á fundi
miðstjórnarinnar en talið er að
umræður snúizt aðallega um
pólitíska framtíðarstefnu lauds
ins.
Ef allt hefði verið með feildu
í Tékkóslóvakíu, ætti fyrir
löngu að vera búið að halda
miðstjórnarfund tékkóslóvaska
kommúnistaflokksins, en nú
þegar flokksforustan hefur loks
ins séð sér fært að kveðja inið
stjórnina saman er talið að þar
verði reynt að marka sameigin-
lega framtíðarstefnu í innan-
landsmálum sem í utanríkismál
um.
Ungur Tékki brennir fána Sovétríkjanna á götu í Prag á dögunum.
EJ-Reykjavík, fimmtudag.
Á fundi Verðlagsnefndar í morgun lögðu fulltrúar launþegasam-
takanna, ASÍ og BSRB, fram sérstaka bókun, þar sem því er m.a.
lýst yfir, að með ákvæðum laga um ráðstafanir vegna nýja gengisins,
sé „verðlagsnefnd svipt öUu því valdi, sem hún lögum samkvæmt
hefur haft til verðlagsákvarðana vegna gengisbreytingarinnar". Vísuðu
nefndarmenn til bréfs, sem stjórnir ASÍ og BSRB sendu viðskiptamála-
ráðlierra á þriðjudaginn, en þar er bent á, að ákvæði laganna séu
brot á því samkomulagi, sem gert var við launþegasamtökin um verð-
lagsnefndina í nóvember í fyrra. Er launþegafulltrúarnir, þeir Björn
Jónsson, Svavar Helgason, Hjalti Kristgeirsson og Jón Sigurðsson,
höfðu lagt fram bókun sína, gengu þeir af fundi, og munu launþega-
fulltrúarnir því ekki taka þátt í verðlagningu og verðlagsákvörðunum
vegna gengisbreytingarinnar.
Bókun þeirra Björns, Svavars,
Hjalta og Jóns er svohljóðandi:
„f sambandi við verðlagsákvarð
anir, sem nú leiða af nýgerðri
gengisbreytingu, vilja undirritaðir
fulltrúar ASÍ og BSRB í nefnd-
inni taka fram eftirfarandi:
Með 2. málsgrein 2. greinar laga
um ráðstafanir vegna ákvörðunai'
Seðlabanka íslands um nýtt gengi
íslenzkrar krónu, er verðlagsnefnd
svipt öllu því valdi sem hún lög-
um samkvæmt hefur haft, til verð
lagsákvarðana vegna gengisbreyi-
ingarinnar. Að lögum þessum sam
þykktum, teljum við okkur ekkert
erindi eiga með þátttöku í verð-
lagningu og verðlagsútreikningum
að því leyti sem nefnd grein tekur
til, vegna gengisbreytingarinnar,
og lýsum allri ábyrgð í þeim efn-
um á hendur ríkisstjórninni.
Til frekari skýringa á framan-
greindri afstöðu okkar visum við
til bréfs ASÍ og BSRB, dagsett 12.
þessa mánaðar, til viðskiptamála-
ráðherra. — Björn Jónsson, Svavar
Helgason, Hjalti Kristgeirsson, Jón
Sigurðsson".
Þá barst blaðinu í dag eftirfar-
Framhald á bls. L4
FLODIN ERU I RENUN
- TUGMILLJÓNA TJÓN
OÓ-Reykjavík, fimmtudag.
Flóðin á Austurlandi eru nú
heldur í rénum, en flestir vegir
eru enn ófærir og er unnið að
bráðabirgðaviðgerð, þar sem bægt
oj- að koma tækjuni við. Viðgerð
arflokkar Vegagerðarinnar hafa
víða unnið að því að koma á vega
sambandi milli byggðarlaga en
vatu flæðir yfir fjölda vega og
ræsi eru eyðilögð. Tjónið af flóð-
unum nemur tugmilljónum króna
en ekki er hægt enn sem komið
er að kanna það til fulls. Ekki
er unnt að gera við vegina í vetur
áherzla verður lögð á að koma á
vegasambandi til bráðabirgða, en
fullnaðarviðgerð verður víðast
hvar að bíða vorsins.
í dag tókst að gera fært milli
Egilsstaða og ESkifjarðar. Flóðið
í Lagarfljóti rénaði svolítið í dag
og er fært stórum bílum yfir
brúna. Lokað er frá Eskifirði á
Norðfjörð, frá Reyðarfirði er lok
að allt suður að Lónsheiði. Stærri
brýr fyrir austan hafa ekki orðið
fyrir miklum skemmdum, hinsveg
ar hefur viða flætt yfir vegfyll-
ingar að brúm og grafið frá
brúm. Verður ekki hægt að
gera við þessar skemmdir fyrr
en vatnið sjatnar enn meir. Ræsi
eru mjög víða eyðilögð og sums
staðar hefur þeim sópað burt.
Jón Kristjánsson á Egilsstöð-
um sagði í dag, að heldur hafi
sjatnað í Lagarfljóti síðari hluta
dags. í morgun var með öllu ófært
Framhald á bls. j.4
Tillagan um efnahagsað-
stoð við ísland:
Afgreidd á
NATO-þing-
inu í dag
FB-Reykjavík, fimmtudag
Eins og skýrt hefur ver-
ið frá var borin fram tillaga
á fundi í stjórnmálanefnd
þingmannasambands NAT
0 urn að aðiidarríki veittu
íslandi ©fnahagsaðstoð
vegna þeirra örðuglei'ka,
sem nú steðja að. Samkv.
upplýsingum, sem blaðið
fékk hjá Níels P. Sigurðs-
syni sendiherra íslands hjá
NATO, verður málið vænt
anlega afgreitt á morgun
á fundi þingsins sjálfs.
Níels sagði, að hér væri ein
ungis um að ræða tillögu á
vegum þingsins og þmgmann-
anna, og ekki viðkomandi
NATO-ráðinu sjálfu á þessu
stigi mólsins. Sagði hann, að
búast mætti við, að tillagan
Framhald á bls. 14