Tíminn - 15.11.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.11.1968, Blaðsíða 8
 I 8 TIMINN FÖSTUDAGUR 15. nóvember 1968. Að svíkja lit í liinu Leikfélag Reykjavíkur: Yvonne effir Witold Gombrowich Leikstjórn Sveinn Einarsson Búningar Una Collins Leiktjöld Steinþór Sigurðsson Þýðing Magnús Jónsson Hvað er Yvonne? Guðdómur- inn, samvizka okkar eða sann- leiíkurinn um okkar rétta eðli og hugarfar? Sannleikur, sem er svo skelfilega Ijótur og ber mönnum svo ófagurt vitni, að þeir þola ekki samneyti við hann nema skamrna hríð í einu, þegar bezt lætur. Þroskaðir menn og lífsspillt ir gefa sannleikanum yfirleitt aldrei höggstað á sér, enda hafa þeir illan bifur á honum a£ gam alli eðlisávísun. Öðru máli, allt öðru máli gegnir hins vegar um óreynd ungmenni og grandalaus. Þau geta hæglega ánetjast hon- um fyrirvaralaust. Witold Gombrowicz reisir leik- brúðum sínum veglega spilaborg, sem liggur við að riði til falls og hrynji, þegar Yvonne svo mikið sem andar á hana sinni fersku önd eðá genigur um glæsta sali hennar sínum þungu, klunnaleg- um skrefum. Spilaborgarbúar una gíaðir við sínar gömlu lífsvenjur og veraldleg viðhorf eða með öðr- um orðum stöðnun sína og kyrr- stöðu, sem þeir í rauninni halda dauðahaldi í og lífsnauðsynleg er, ef hruni skal forðað. í þeirra aug- um eru allar breytingar böl, sem reynt skal að afstýra með öllum tiltækum ráðum eða réttara sagt frekleg röskun á högum þeirra og makindaspeki, sem á sér gilda og að þeirra viti óforgengilega stoð í þeim „fullkomna“ efnishyggju- heimi, sem hefur alið þá. Hér er ef til vill meginkjarni boðskapar höfundar fóilginn. Hann kastar þungum steini að valdhöfum og ráðgjöfum þeirra, kennimönnum og lærisveinum þeirra, heimspek- ingum og hugsuðum, rithöfund- um og listamönnum, kennurum og foreldrum eða í einu orði sagt allri þeirri heilögu hersingu, sem hefur líf annarra og sál í hendi sér og gegnir því ábyrgðarhlut- verki að stjórna öðrum og móta hugi almennings og ráða ráðum hans í hvívetna. Enda þótt Gom- browicz klæði hugsanir sínar í af- káralegan skrautbúning og villi þar með ýmsum sýn, þá er hann engu að síður furðu ómyrkur i máli, þegar dýpra er skyggnzt. Hann ámælir öllum leiðtogum ekkar harðlesa fyrir slælega for- ystu og handleiðslu jafnt í ver- aldlegum efnum sem and'legum. Þeirra er sökin í hvílíkt óefni er toomið. í konungshöllinni svíkja allir lit í hifsspilinu og hlúa sem bezt þeir mega að blekkingurn sínum og lifslygi, enda fer það svo, þegar Yvonne spilar út sinu fyrsta sann- leiksspili, að menn gera ýmist að j sitja glottandi hjá eða skella upp-, úr eða hafa rangt við af rótgrón-j um vana. Engum hugkvæmist ann ar mótleikur. Aðeins einn svararj lit og það er prinsinn. Fyrst í; stað gerir hann það ekki af heil- j um hug heldur af rælni og tóm-j um stráksskap. í hans augum er.' Yvonne slíkur hválreki, slík ný-; lunda að það gengi bókstaflega. heimsku næst að reyna ekki að, njóta hennár til f ulls áð' minnsta, kosti meðan engin betri skemmt-: un býðst. Hér upphefst svo sam- kvæmisleikurinn: „Truth and Con; senquences" eða öðru nafni skollaj leiikurinn kostulegi. i Prinsinn hefur Yvonne að skot- j spæni, spotíar hana og hœðir j kvelur og hræðir af losta og mein j fýsi, en fyrr en varir kárnar gam-: anið svo að honum verður ekki: um sel. Honum finnst hann vera j kominn í fullkrappan dans i og vildi því fenginn hætta, en það virðist ekki vera svo auöhlaupið að því- Hann fær ekki við neitt ráðið. Dansinn dunar áfram án afláts. Meira af frjálsum vilja en nauðugum hefur hann sogazt inn í sjálfsskapaða hringiðu atburða, sem hann megnar ekki með nokkru móti að stöðva. Rás þeirra er jafn óumflýjanleg og örlögin og verður því ekki hamin með mannlegum mætti. Nú stokkar höfundur spilin á ný og gefur. Yvonne fær flest I trompin. Hún hefur ekki að- j eins f engið tanganhald á prins- j inum heldur ber hún líka ægis- j hjálm yfir konungshjónin og alla; hirðina. Allir, jafnt háir sem lágir,! verða að dansa eftir hennar nót- um og fyrstu sporin í hrunadans- inum eru stigin. Tækist að fella spilaborgina væri ef til vill vegur að reisa úr rústunum nýjan og bétri heim, þar sem sannleikur- inn væri ekki fyrirlitinn og smáð- ur og manngildið metið á ósvikn um vogaskálum- Enn einu sinni stokkar Gom- browicz spilin og nú fær Yvonne tóm hrök og við það breytist víg- staðan á svipstundu. Yvonne' sem hafði hingað til drottnað yfir öðrum með þrúgandi bögn sinni ' og þungbúna svip og náð óskiljanlegum árangri, verður nú að bera hönd fyrir höfuð sér, enda standa nú á henni spjótin úr öll- um áttum. Henni eru brugguð fjörráð í hverjum kima hallarinn- ar. Þessi hvimlaiða slettireka skal ekki fá tækifæri til'að láta nokk- uð gott af sér leiða, fyrr skal hún týna lífinu. Ef hún á ekki 'jj að firra alla vitinu með þessu umbótabrölti sínu og uppáþrengj- andi sáluhjálp, þá er ekki til nema eitt ráð og það er að ryðja henni tafarlaust úr vegi eins og hverjum öðrum farartálma á hægu leiðinni til helvítis. Hallarbúar hafa ekkert betra við vonda samvizku sína að gera en stinga henni svefhþorn, en eft- ir á, verð þeir að bíta í það súra epli, að án samvizku sinnar er maðurinn eikkert. Ef ég hef ekki mislesið þeim mun meira á milli línanna, þá finnst mér höfundur einlægt gefa í skyn, að það sé undir valdi okk- ar og vilja komið hvort við séum reiðubúin að bæta ráð okkar svo að fagrir draumar um betri heim geti rætzt. Við gætum orðið að betri mönnum bara ef viljinn væri fyrir hendi. Bjartsýnn er Gimbrowicz þó ekki á betrun okk ar og farsæla hugarfarsbreytingu af okkar hálfu. Hann gerir okkur sannarlega ljót an grikk með þvi að varpa þess- arri djúpsprengju ofan í vitund vora eins og nú er ástatt fyrir okkur. Leiksýningin sver sig í ætt við athafnir þær, sem framkvæmdar wru i helgidómnum einhvern tíma í bernsku vestrænnar menn- ingar. Leikskáldið messar í musteri leiklistar, sem horfin er aftur til uppruna síns. Það flytur okkur siðapredikun, sem finnur ef til vill lítinn sem engan hljóm- grunn í steinhjörtum þeirra manna, sem búa „í þröngri ver- öld barmafullri af syndum" og fljóta sofandi út á „hafsjó hörm unga“, sem hefði hæglega mátt afstýra með örlítilli fyrirhyggju og fyrirhöfn, manndómi og ráð- deild. Er leikdómarinn alveg genginn af göflunum, kynni einhver hót- fyndinn að spyrja. Stundar hann kannski millilínalestur eins og spákonur lófalestur? Getur heil- vita maður dregið duldar merk- ingar úr dauðum sjó? Því er til að svara, að það fer víðs fjarri að hér sé dauður sjór. Þetta eru þvert á móti svo fengsæl mið, að það mætti áreiðanlega draga þar fleiri furðufiska. Það skal fúslega viðurkennt, að Yvonne kann að vera torskilin þeim, sem eru fyrir grunnsævi gefnir, en ekki hinum, sem djúp- miðum eru vanir. Verkið sjálft er svo margslungið, að í það má leggja margvíslegan skilning. Gombrowicz skrifar í anda ný- raunsælsstefnu í leiklist („le nou- veau réalisme théatrale" eins og Frakkar kalla það). Honum er fjarri skapi að leggjast djúpt í hæpnar sálarlífslýsingar og flókn ar krossgátur tilfinningalífsins. í huga hans fæðast hins vegar dýr- legar hugsýnir og svo frumlegay hugdettur, að þær eiga sér hvergi fyrirmynd. Leikpersónur hans lif-a og hrærast í sjúklegum hug- arlieimi, þar sem ofskynjanir og ofsjónir eru daglegt brauð. í honum ríkir iðulega sami óhugn- aður og samhengisleyíi eins og i miskunnarlausri martröð, sem lif- ið hér á jörðu er kannski stund- um. Skopskyn höfundar er svo næmt og ritsnilld hans svo stór- kostleg, að óþrjótandi aðdáun sæt ir. Úr því fíngerða þeli, sem efnið í Yvonne t.d. er, tekst Gombrow- icz að spinna gullfagran þráð. sem hlýtur að verða öllum sönnun list- unnendum til eilífs yndisauka. Pól verjinn er svo skilgetið barn sinn- ar samtíðar, að honum var undir eins skipað og það í tómu hugs- Kóngur, drottning og hirSstjóri: Sigriður Hagalín. analeysi á bekk með lærisveinum Ioneséos og Beoketts. Þau ‘vanhugsuðu ummæli urðu honum til svo sárrar skapraunar, að hann fann sig knúinn til að hreyfa kröftugum andmælum og fara sum þeirra hér á eftir: „Ég er leikskáld, sem hef ekki farið í leikhús í 25 ár og les engin leik- rit nema eftir Shakspeare. Hvers vegna segið þið þá, leikdómarar I ýmsum löndum: „Þetta er af- brigði af listsköpun Ionescos og Becketts? Eða: „þetta er fyrir- rennari Ionescos og Becketts? Eða: „þetta er samið í sama fjar- stæðustíl og Ionesco og Beckett?“ Eða: „það er skrýtið, en þetta líkist hvorki Ionesco eða Beck- ett?“ Mér léki forvitni að vita hversu lengi þessi andskotans nöfn eiga eftir að fylgja allri gagn rýni um verk mín eins og skugg- ar og vera grunnur undir lei'k- sköpun mína, sem sver sig ekki í ætt við nýtízkulegar fjarstæður heldur haldgóðar hugmyndir (un théatre d'idées), sem veitt er eft- ir sínum eigin farvegi.“ Svo mörg eru þau orð. Eins og allir vita þá er e'kkert varið í fegurð fjalls, sem maður veit ekki hvað heitir! Á sama hátt er ekkert spunnið í leikskáld, sem ekki hef- ur verið í dilk dregið! Að minni hyggju er Gombrowicz andlega skyldari Durrenmatt en nokkurn tíma Ionesco og Beekett. Berum bara saman Yvonne og Sú gamla kemur í heimsókn Jón Sigurbjörnsson leikur við hvern sinn fingur í hlutverki konungsins, fettir sig og brettir á alla kanta. Skrípalátum hans og ærslum eru engin takmörk sett og Iýsir hann með ágætum forheimsk un konungsins og siðblindu, fá- nýti og fordild. Skýrmæli Jóns er Jón Sigurbjörnsson, Jón Aöils og til fyrirmyndar og allt hans lát- æði kostulegt í hvívetna. Sigríður Hagalín er , afbragð. Aldrei hefur hún gert nokkru hlutverki jafntæmandi og töfrandi skil. Að vísu hefði Ijóðalesturinn mátt vera ögn líflegri og blæ- brigðaríkari, en það er aðeins smávægilegur ljóður á leik henn- ar. Borgar Garðarsson iðar ýmist af kæti eða skelfur af bræði. Hann skilur lundarfar prinsins réttum skilningi. Leikarinn ber sig borg- inmannlega eins og vera ber og er eðlilegur og eldsnar í hreyf-. ingum. Framsögn hans er yfirleitt góð, þótt æðibunugangurinn verði stundum svo mi'kill, að orð og jafnvel heilar setningar hverfi of- an í kok á honum í stað þess að berast óbrengluð til okkar út í sal. Á þessu mætti vitanlega ráða bót undir eins. Jón Aðil§ rækir hlutverk hirð- stjórans með prýði. Hann ratar á vandfundið jafnvægi í leik sínum og gætir hvarvetna hófs. Hann er eins og hugur húsbónda síns, læ- vís og lipur, stimamjúkur og smjörþægilegur eða í einu orði sagt flár og klár eins og hirðstjór- ar eiga að vera. Þótt Jón geri. flest stórvel, þá tekst honum samt bezt upp í lýsingu sinni á hall- ærisherfunum. Þar er hann fram- úrskarandi skemmtilegur. s Il'elga Jónsdóttir er forkunnar- fögur kona og aðlaðandi í við- móti, en það er ekki nóg, að útlit hennar sé fagui’t heldur virðist glæsileiki og ótvíræðar leikgáfur fará saman í einni og sömu leik- konunni. Hún er svo óþvinguð og hagavön á leiksviðinu í Iðnó, að það er engu líkara en hún hafi alið allan aldur sinn þar .Það Framhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.