Tíminn - 15.11.1968, Side 13
FðSTUBA'GUR 15. nóvember 1968.
TIMINN
13
„Biðin eftir gullúr-
inu lengist við þetta“
— segir Orn Hallsteinsson, sem getur ekki leikiS um helgina.
Þa3 fór heldur illa fyrir Erni
Hallsteinssyni á Iandsliðsæfing-
unni, sem fram fór á þriðjudaginn.
f æfingaleiknum á móti Val lenti
hann í árekstri við einn Valsmann-
inn með þeim afleiðingum, að
hægri höndin bólgnaði upp og er
Örn ófær um að leika með lands-
liðinu um helgina. Tilkynnti Örn
landsliðsnefnd um þetta í fyrra-
kvöld eftir að hafa leitað til lækn
is, sem ráðlagði honum að taka
algera hvíld frá handknattleik í
bráð.
Við hittum Örn að máli og þótti
honum að vonum súrt í broti að
missa af landsleikjunum, „alveg
sérstaklega", sagði Örn brosandi,
I
I
111
^ ec s>,' W *
r - ' ' 'V' ^
' "x 9
Jón Karlsson
Örn Hallsteinsson
Reyni að fylla
skarð Arnar“
. j**' jff' . W. •p .j- h v ) :
— segir Jón Karlsson, nýliði.
Þegar kom í Ijós, að Öm Hall-
steinsson var slasaður og ófær um
að taka þátt í landsleikjunum við
Vestur-Þjóðverja um helgina, var
landsliðsnefnd ekki lengi að velja
annan í staðinn. Fyrir valinu varð
Jón Karlsson úr Val, 19 ára gamall
menntaskólanemi. Með því eru ný
liðarnir í landsliðinu orðnir tveir.
Jón tilheyrir „ungu ljónunum"
í Val, sem lyfta merki Vals í hand
knattleiknum hátt um þessar mund
ir. Jón er einnig knattspyrnumaður
og á þeim vettvangi keppir hann
fyrir Víking og hefur vakið á sér
athygli fyrir að vera ákveðinn og
harðskeyttur miðherji. Lék Jón
með meistaraflokksliði Víkings, er
lék til úrslita í bikarkeppninni á
síðasta ári.
— Hvað er langt síðan þú byrj-
aðir að leika handknattleik, Jón?
— Það eru ein 10 ár síðan. Ég
byrjaði með ÍR, en eftir eitt ár
gekk ég yfir í Val og hef æft með
því félagi og leikið síðan, fyrst í
4. flokki, en tvö síðustu árin hef
ég leikið með meistaraflokki.
— Þú ert valinn í liðið á elleftu
stundu. Varstu hissa?
— Að sjálfsögðu var maður bú-
inn að gefa upp alla von um að
komast í landsliðið, því að lands-
liðsnefnd var búinn að tilkynna
lið, þar sem ég var ekki á meðal.
Raunar bjóst ég aidrei við að vera
valinn, en finnst spennandi að vera
kominn í hópinn. Ég geri mér
grein fyrir því, hvaða ábyrgð hvíl-
ir á mér og mun gera mitt bezta
til að fylla skarð Arnar, þó að
það verði erfitt.
— Nokkuð kvíðinn?
— Já og nei. Ég er meira spennt
ur. Ég hef leikið með mörgum
strákanna áður. Ólafur Jónsson,
Jón Magnússon, Einar Magnússon,
Sigurbergur Sigsteinsson og Björg
vin Björgvinsson — ég hef leikið
með þeim öllum í unglingalands-
liði, en með unglingalandsliðinu
lék ég í fyrra og hitteðfyrra.
Við þökkum Jóni, sem er mjög
viðfelldin og prúður piltur, fyrir
viðtalið og óskuðum honum góðs
gengis í þeim erfiða leik, sem
framundan er.
— alf.
„vegna þess, að biðin eftir að fá
gullúrið lengist við þetta“, en Örn
hefur nú 22 landsleiki að baki, en
til að hljóta gullúr HSÍ þarf 25
landsleiki. Einn leikmaður nær
þessu marki á laugardaginn, en
það er félagi Arnar úr FH, Hjalti
Einarsson, hinn gamalkunni mark
vörður, sem leikið hefur 24 lands
leiki til þessa.
— Tóku meiðslin frá Akureyrar
leiknum sig upp, Örn?
— Nei, þá bólgnaði einn fingur-
inn upp, en nú er það öll höndin.
Það er leiðinlegt að lenda í svona
með stuttu millibili, en meiðsla-
hættan er alltaf fyrir hendi í íþrótt
um og maður verður að taka því,
sem að höndum ber.
— Er með öllu útilokað, að þú
getir tekið þátt í leikjunum?
— Það er betra að standa fyrir
utan en leika hálfmeiddur. Slasað-
ur maður gerir ekki sama gagn og
fullfrískur leikmaður, það er löngu
viðurkennd staðreynd. Ég vil nota
tækifærið og hvetja strákana til
að standa sig vel í leikjunum sem
framundan eru. Vestur-Þjóðverjar
eru sterkir, en með samhcldni ætt
um við að geta staðið í þeim og
jafnvel unnið, ef allt gengur að
óskum.
Þetta sagði Örn Hallsteinsson,
sem nú verður að láta sér lynda
að standa utan vallar og fylgjast
með leikjunum í stað þess að vera
þátttakandi sjálfur. Við þökkum
Erni fyrir viðtalið og óskum hon
um góðs bata.
— alf.
Forsalan
í gangi
Forsala aðgöngumiða að lands
leikjum íslands og Vestur-Þýzka
lands stendur nú yfir í bóka-
verzlunum Lárusar Blöndal í
Vesturveri og við Skólavörðu
stíg. Verð aðgöngumiða er kr.
150 fyrir fullorðna og kr. 50
fyrir börn. Er fólki ráðlagt að
tryggja sér miða í tíma, því
að mikill áhugi er fyrir leikn
um.
Oli B. Jónsson er
fimmtugur í dag
Hann Óli B. verður fimmt
ugur á föstudaginn. Það var
kunningi minn, sem laumaði
þessari frétt að mér, en ég
sagðist ekki trúa honum. En
við nánari eftirgrennslan kom
í ljós, að hann hefur á réttu
að standa. Óli B. Jónsson, hinn
síungi knattspyrnuþjálfari, er
fimmtugur í dag, þó að hann
beri það ekki með sér. Svona
líður tíminn áfram.
Það væri hægt að rita langt
mál um hinn merkilega þjálf
araferil Óla B, sem hófst, er
hann hætti sjálfur að leika
knattspyrnu með KR, en það
verður ekki gert hér. Enginn
maður hefur oftar leitt lið
fram til sigurs í hinni erfiðu 1.
deildar keppni í knattspyrnu en
Óli B. Skiptir þá ekki máli,
hvort hann starfar fyrir KR,
Val eða Keflavík. Hvar sem
hann er og hvar sem hann fer,
'skilur hann eftir heillaspor.
Undanfarin ár hefur Óli ver
ið þjálfari Vals og á meðan hef
ur liðið unnið öll verðlaun, sem
hægt er að vinna í ísl. knatt
spyrnu, auk þess, sem liðið
hefur staðið sig vel í Evrópu
bikarkeppninni. En nú skilja
leiðir Óla og Vals, því að hann
hefur ákveðið að taka við þjálf
un síns gamla félags, KR.
Óli B. er staddur erlendis
á fimmtugsafmælinu, en hann
dvelur nú á Miami á Flórída í
Bandaríkjunum. Á þessum tíma
mótum hugsa margir knatt-
spyrnuáhugamenn með hlýhug
til Óla B. og þakka honum fyr
ir vel unnin störf í þágu ísl.
knattspyrnu. — alf-
Óli B. Jónsson.
Island tekur þátt í frjáls-
íþróttakeppni í Kaupmannahöfn
„Heimsliö“
í knattspyrnu
Þrír Englendingar, allt West
Ham leikmenn, eru í „heimslið-
inu“, sem Eric Batty valdi fyrir
brezka knattspymutímaritið
„World Soccer“. Eru það Bobby
Moore, Geoff Hurst og Martin
Peters.
Annars lítur „heimslið“ „World
Soceer“ þannig út:
Markvörður:
Dino Zoif (Napoli og ftalíu)
Bakverðir:
Fahrudin Jusufi (Eint. Frankfurt
og Júgóslavíu) og Giacinto Facc-
hetti (Inter og Ítalíu).
Framverðir:
Franz Beckenbauer (Bayern Mun-
chen og V-Þýzkalandi), Jan Poplu-
har (Slovan Bratislava og Tékkó-
slóvakíu) og Bobby Moore( West
Ham og Englandi).
Frambald á bls. 14.
Hinn árlegi fundur Frjálsíþrótta
sambanda Norðurlanda var hald
inn um s. I. lielgi 9. og 10. nóv.
í Kaupmannahöfn. — Fulltrúar
FRÍ voru Bjöm Vilmundarson, for
maður FRÍ og Sigurður Björns
son, formaður Laganefndar FRÍ.
Fundur þessi var hinn 25. í röð
inni og sátu hann fulltrúar frá öll
um Norðurlöndum.
Mörg mál voru til umræðu á
fundinum og samið var um ýmiss
íþróttaleg samskipti á næsta ári.
Efnt verður til Landskeppni í
Kaupmannahöfn milli fimm liða
frá fjórum Norðurlöndunum þ. e.
A og B lið Danmerkur, A og B
lið íslands, B lið Noregs og BC-
lið Svíþjóðar. Samið var um, að
Danska Frjálsíþrótttasambandið
greiddi verulegan hluta af ferða
kostnaði íslenzka liðsins. í hverju
lið verður einn keppandi í hverri
íþróttagrein. Þá kom fram áhugi
frá Norður-Noregi um landskeppni
við fslendinga, jafnvel hér heima | þykktar voru á þingi IAAF í
næsta sumar, og verður því máli Mexíco City nýlega. Sænsku full-
haldið áfram bréflega í vetur, trúarnir gerðu grein fyrir breyt
Allmörg Norðurlandamet voru ingu á Stadion í Stokkhólmi, en
staðfest á þinginu og farið yfir þar verða úrslit í Bikarkeppni
þær lagabreytingar, sem sam' Framhald á bls. 14
Þjóðverjar komu í gær
- æfa ð Höllinni í dag
Alf-Reykjavík. — Vestur-
þýzka landsliðið í handknatt-
leik var væntanlegt til lands-
ins í gærkvöldi, en það er á
morgun, laugardag, og sunnu-
dag, sem landsleikir íslands og
Vestur-Þýzkalands í handknatt
lei'k fara fram í Lauigardals-
hölinni.
Allir sterkustu handknatt-
leiksmenn Vestur-Þýzkalands
koma hingað, en Vestur-Þjóð-
verjar eru meðal sterkustu
handknattleiksþjóða heims. I
dag, föstudag, er ráðgert, að
Þjóðverjarnir æfi í Laugardals-
höllinni. Fer æfingin fram í
hádeginu.