Tíminn - 26.11.1968, Page 9

Tíminn - 26.11.1968, Page 9
iÞRIÐJUDAGUR 26. nóvember 1968. TIMINN B Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: E»órarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7 Af. greiðslusími: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur, sfmi 18300. Askriftargjald kr. 130,00 á mán. Innanlands. — f lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. Byrðar á framtíðína og unga fólkið Á laugardaginn var þjóðinni tilkynnt, að ríkisstjórnin hefði tekið nýtt stórfellt eyðslulán að upphæð 770 railljónir króna. Lánveitendur eru Evrópusjóðurinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Lán Alþjóða gjaldeyrissjóðs ins er að fjárhæð 330 milljónir króna. Er það hæsta jöfnunarlán, sem heimilt er að veita samkvæmt reglum sjóðsins. í nóvember í fyrra var íslandi veitt samskonar lán og jafnhátt. Þetta eru ekki lán til að koma upp nýj- um atvinnugreinum eða efla útflutningsframleiðslu, heldur hrein eyðslulán. Þetta eru lán til að fleyta nú- verandi ríkisstjórn áfram í ráðherrastólunum, sem nú fljóta eins og rekölö í sukkinu og stjórnleysinu. Þegar^ núverandi stjórnarflokkar hófu viðreisn sína, sögðust þeir sérstaklega ætla að miða stefnu sína við það að minnka greiðslubyrði þjóðardnnar við útlönd, afborganir og vexti, sem þeir sögðu vera hættulega mikla, þótt hún hafi þá aðeins numið broti af því, sem nú er um að ræða. Greiðslubyrðin er nú orðin svo geigvæn- leg að hún svarar hvorki meira né minna en til allrar freðfiskframleiðslunnar í landinu á heilu ári. Meira að segja á mestu toppárunum 1965 og 1966, mestu met- árum í sögu þjóðarinnar, jók ríkisstjórnin við skuldir landsins út á við um 2000 milljónir króna, einmitt þegar átti að leggja til hliðar til mögru áranna. Skuldirnar nema nú á fjórtánda milljarð og greiðslubyrðin hefur aukizt úr 5,7% gjaldeyristeknanna 1958 í 15,4% á þessu ári. Nú skal enn haldið áfram á þessari braut. Það er stefnt að þjóðargjaldþroti. Á 10 ára tímabili hefur greiðslubyrðin verið nær þrefölduð og það á mesta góðæristímabili í sögu þjóðarinnar, er gjaldeyris- tekjurnar voru að meðaltali 50% meiri en á árinu 1958. Ef haldið væri sömu stefnu næsta 10 ára tímabil og greiðslubyrðin aukin um helming með sama áframhaldi, þá væri hún komin í 30% og eftir 20 ára viðreisn í 60% gjaldeyristeknanna. Samt er þar reiknað með áframhaldandi góðærisskeiðum. Þessi stefna leiðir því til gjaldþrots eða ægilegri hafta en þjóðin hefur nokkru sinni áður þekkt. Það, sem hér hefur verið að gerast er það, að stór- kostlegum byrðum er velt yfir á framtíðina, velt yfir á yngri kynslóðina í þessu landi. Það eru næstu ríkis- stjórnir og næstu kynslóðir sem verða að axla þessar byrðar í framtíðinni. Þjóðin stendur nú á örlagaríkum tímamótum. Verður haldið áfram á óheillabrautinni eða verður snúið við? Það er komið svona illa og raun ber vitni í meðalárferði. Hvar stendur þjóðin ef ekki verður breytt um stefnu og harðnar í ári? Þeir, sem svona hafa komið málefnum þjóðarinnar í meðalárferði létu kjósa sig í síðustu kosn- ingum til að framfylgja verðstöðvun og hömpuðu gjald- eyrissjóði, sem nú er upplýst að voru víxlar, sem þeir slógu erlendis og lögðu á bók í Seðlabankanum. Síðan hafa þeir hækkað verðlag á innfluttum vörum á annað hundrað prósent og fellt gengið tvisvar á 11 mánuðum en þó mest nú síðast, er þeir hækkuðu erlendan gjald- eyri um 55% en það var 4. gengisfelling ríkisstjórnar- innar. Svo segja ráðherrar að þeir vilji ekki segja af sér til að forða þjóðinni frá stjórnleysi! Stjórn, sem þannig leikur þjóðina, nýtur ekki lengur trausts. Hún hefur þó enn nauman meirihluta á Alþingi, sepi hún marði á fölskum forsendum og með blekking- um. Krafa þjóðarinnar er nú: Burt með þessa stjóm. 9 Stefán Jónsson, prentsmgðjustjóri: Nú getúr Gylfi safnaö „vara sjóði“ í gjaldeyri að nýju Sunnudagsblöðin s.l. sunnu- dag tilkynna, að ríkisstjórnin hafi tekið erlend Ián hjá Ev- rópusjóðnum og Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, samtals að upp- hæð kr. 770 milljónir, og mun ekki af þessari fjárhæð veita í viðskiptahalla þessa árs. Vænt anlega mun gjaldeyrismálaráð- herrann okkar leggja þessa aura í varasjóð, samkvæmt hans fyrri kenningu um stofnun varasjóðs í gjaldeyri. Á næsta flokksþingi Alþýðuflokksins mun svo ráðherrann láta flokks menn sína samþykkja, að þjóð- in hafi eignazt þennan varasjóð af eigin tekjum, en alls ekki fengið hann að láni, samanber samþykkt um hið sama á ný' afstöðnu flokksþingi Alþýðu- flokksins. Síðar mun varaformaður Al- þýðuflokksins, hr. Benedikt Gröndal, fræða þjóðina á þvi, að hinar erlendu skuldir hafi ekki aukizt í raunverulegu verð gildi, því að þjóðin greiði hin- ar erlendu skuldir í fiskum, en fiskarnir gildi ávallt hið sama ef þeir séu jafn stórir. Krónu- talan skipti því ekki máli um hinar erlendu skuldir, heldur taia fiskanna, samanber ræður og leiðaraskrif Gröndals nú að undanförnu. I. Með fiskadæminu notar Grön dal hálfan sannleika til að segja ósatt. Hann er með fiskadæmi sínu að læða því inn í hugi manna, að erlendar skuldir hafi raunverulega ekki hækkað um fram krónutölufjölgun þá, sem leiðir af gengisfellingunum- Þetta er ósatt. Erlendu skuldirn ar eru nú um það bil að f jórfald ast í dollurum eða öðrum hlið stæðum gjaldeyri á 9 ára við- reisnartímabili. Sambærileg stærð á fiski fyrr og nú til að greiða með erlendar skuldir er einnig blekking, því að fiskurinn sem gjaldmiðill breytir gildi sínu eftir erlendu markaðsverði. Er fiskur fellur í verði, eins og t.d. nú, þarf fleiri fiska til að greiða hverja milljón í dollur- um en áður þurfti, er fiskverð- ið var hærra á srl. mörkuð- um. Það er einnig blekking, að ísl. krónan skipti ekki máli í þessu efni, því að hún getur ráðið miklu um, hvort fiskur- inn veiðist eða ekki, þótt hann Stefán Jónsson viðreisnarhruni ísl. krónunnar óviðkomandi, tölulega séð. Hækkun þessi er svo mikil, að fráleitt er, að ætla að leyna slíku fyrir þjóðinni með ein- hverri fiskablekkingu eða röngu varasjóðsþvaðri. II. Á tímum gengishrunsins i Þýzkalandi eftir fyrri heimstyrj öldina breyttist oft verð vara á meðan að verið var að pakka þær á búðarborðinu vegna hins tíða gengishruns á þýzka mark- inu- Markseðlarnir voru á skömmum tíma orðnir það verð litlir, að all stóran poka þurfti undir mánaðarkaupið. Sagt er að bankarnir hafi lánað pokana og lagt áherzlu á, að þeim yrði skilað aftur, en á seðlana sjálfa var lítið minnzt. Þannig getur farið fyrir dugmikilli þjóð, sem att er út í ímyndaða viðreisn- arstyrjöld. En svona á ekki að fara fyrir þjóð, sem ekki þarf að leggja eyrir i styrjaldar- kostnað. Sakir tíðrar gengisfellingar, er allur samanburður á erlend- um skuldum í ísl. krónum ónot- hæfur án þess að umreikna skuldirnar í núverandi gildi krónunnar langt aftur í tímann. I skýrslu þeirri er hér fer á eftir er það gert. "Tölur síðustu 6 áranna eru teknar úr fárra daga gamalli skýrslu Seðlabank ans, en tölur hinna 5 áranna eru umreiknaðar eftir sömu Af skýrslu þessari sjá menn hina raunverulegu aukningu er- lendra skulda í sambærilegum tölum og hundraðshlutum. Með þær í huga verða menn svo að meta fiskadæmið og varasjóðs- dæmið, sem formaður og vara- formaður Alþýðuflokksins hafa verið að stilla upp fyrir þjóð- inni að undanförnu. Tæpast mun erfitt fyrir unga fólkið nú til dags að leiðrétta dæmi þess ara þjóðarleiðtoga. Ætli að unga fólkið í landinu finni ekki þá réttu útkomu úr dæminu, að verið sé að leggja byrði á framtíðina með stjórnleysi eða óstjórn viðreisnarinnar á liðn- um áratug. III. SamKvæmt opinberum skýrsl um Seðlbankans, virðist saman lagður viðskiptahalli þjóðar- innar við útlönd á árunum 1959 til 1967, eða á 9 viðreisnar árum, nema ca. kr. 4.500 millj. miðað við gengi í árslok 1967, en kr. 7.000 milljónum miðað við núveran^i gengi. Allur þessi viðskiptahalli hefir verið jafnaður með erlendum lántök- um, sein kunnugt er. Ef áætl- uðum viðskiptahalla þessa árs er bætt við, þá mun viðskipta- hallinn á 10 viðreisnarárum ca. kr. 9.000 milljónir eða svipuð upphæð og skuldaaukningin er með núverandi gengi á sama árabili. Við athugun á heildar tekj- um og gjöidum þjóðarinnar í erlendum gjaldeyri á árunum 1959 til 1967, þá kemur í ljós, að viðskiptahallinn nemur rétt um 6% af heildar gjaldeyris- notkuninni á umræddu árabili. Það er því staðreynd, að á 9 viðreisnarárum, eða frá árs- byrjun 1959 til ársloka 1967, hefir þjóðin notað 6% meira í gjaldeyri en hún aflaði. Ef íslendingar hefðu nú ekki eytt þessum 6% í gjaldeyri um fram það sem þeir öfluðu á nefndurr 9 viðreisnarárum, sem flest voru áður óþekkt góð æri, þá hefði þjóðin engum er- lendum skuldum safnað frá árs lokum 1958 til ársloka 1967. Þessi staðreynd vekur þá spurn ingu, hvort auðið hefði verið að spara 6% af heildar gjald- eyrisnotkuninni á umrædd- um 9 árum án þess að slíkt torveldaði kaup á nauðsynjum erlendis frá. Ég held, að flest- ir séu sammála um, að slíkur se til í sjonum. Stærsta blekk- reglu og Seðlabankinn hefur sparnaður hefði verið auð- ingin liggur þó í því, að viður- fylgt um slíkt: Framhalri t 15 síðu. kenna ekki hina raunverulegu skuldaaukningu, miðað við er- Á gengi fyrir Á nýja Prósentu- lendan gjaldeyri, eða sambæri- 11. nóv. 1968 genginu hækkun frá ’58 legan umreikning í ísl. krónum. 1958 2.181,2 millj. 3.367,8 millj. 0,0% Má segja, að blekking varafor- 1959 3.204,1 — 4.947,1 — 46,9% manns Alþýðuflokksins i þessu 1960 3-693,3 — 5.702,5 — 69,0% efni sé í nánu samræmi við þá 1961 3.669,1 — 5.665,1 — 68,2% hlekkingu aðalformannsins. að 1962 3.568,3 — 5.509,5 — 63,6% þjóðin geti eignazt varasjóð í 1963 4.080,0 — 6.299,5 — 87,1% gjaldeyri á tímum viðskipta- 1964 4.752,0 — 7.337,1 — 117,9% halla. 1965 5.068,8 — 7.826,2 — 132,4% Skýrsla sú er hér fer á eftir 1966 5.858,0 i- 9.044,8 — 168,6% sýnir, að raunverulegar skuldir 1967 6.576,1 — 10.151,9 — 201,4% þjóðarinnar i erlendum gjald- 1968 (Áætl.) 8.100,0 — 12.500,0 — 271,2% eyri hafa á árunum frá 1958 til 1968, eða á aðcins 10 árum, hækkað um rúmlega 270%. Þessi raunverulega hækkun er ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.