Tíminn - 28.11.1968, Síða 2
TIMINN
27. nóvcmlic
Félögin segja upp samningum
Félög eru nú að segja upp samningum, hvert á fætur öðru. Hafa Tímanum borizt
nokkrar fréttatilkynningar þess efnis, og jafnframt hafa fylgt álitsgerðir, sem sam-
bykktar hafa verið á fundum félaganna, þar sem borin eru fram harðorð mótmæli
gegn þeirri kjaraskerðingu, sem nú er stefnt að launafólki í landinu með gengis-
fellingu og öðrum stjórnarháttum ríkisstjórnarinnar. Tilkynningarnar frá félögun-
um fara hér á eftir.
Prentarar
Á félagsfundi 24. nóvember
1968 var samiþyíkkt aS segja
upp samningum frá 31. desem-
ber 1968.
Jafnframt var eftirfarandi
• állyktun samþykikt samblj'óða:
„Fundur í Hinu ísl. prent-
arafélagi, haldinn í Iðnó, sunnu
daginn 24. nóvembeir 1968, mót
mælir eindregið þeirri stór-
felldu árás á kjör launastétt-
anna, sem fólgin er í nýafstað-
inni gengisfellingu og boðuðu
afnámi verðtryggingar á kaup.
fFundurinn fordæmir síend-
urtekin lagaboð stjórnvalda,
sem nema úr gildi frjálsa kjara
samninga og minnir á nauðsyn
þess, að launastéttiirnar og
samtök þeirra tryggi það í
framtíðinni, að hagsmuna vinn
andi fólks sé gætt í stjórnar-
stofnunum landsins.
Það er Skoðun fundarmanna,
að kjarasamninigur sá, er gerð
ur var á s.l. vetri og verkalýðs
samtökin féllust á, hafi verið
algert lágmark þess, sem launa
fólk gat sætt sig við um stund
arsakir.
Kaupgjaldsþróun undanfar-
inna ára hefur miðað að sí-
minnkandi kaupmætti launa
svo nú er þar komið, að ís-
lenzkir bókagerðarmenn ná
ekki hálfurn launum stéttar-
bræðra sinna í nágrannalönd
unum.
Fundurinn vill minna á, að
stórminnkandi atvinna prentara
hefur leitt til þess, að launa-
tekjur þeiirra nægja engan veg
inn fyrir brýnustu þörfum og
án þess nú að fá dýrtíðina, sean
af gengisfellingunni stafar,
bætta, með fullri vísitölu á
kaup, er lífsaflkomu stéttarinn-
ar stefnt í beinan voða.
Fundurinn samþykkir því, að
félagið neyti ýtrustu ráða til
þess að hrinda þeirri árás, sem
nú hefur verið gerð á lífsaf-
komu launastéttanna og heitir
á íslenzka prentara, að búa
samtök sín undir baráttu fyrir
því að endurhefja kaupmátt
launanna svo að dagvinnutekj-
ur nægi þeim til lifsfram-
færis."
Járniðnaðarmenn
Á félagsfundi í Félagi járn-
iðnaðarmanna sem haldinn var
fimmtudaginn 21. n'óvember
s.l. var samþykkt samhljóða,
að segja upp gildandi kaup- og
kjarasamningum félagsins við
atvinnurekendur miðað við 31.
desemfoer n.k.
Jafnframt voru samþykktar
samhljóða tvær eftirfarandi til
lögur:
„Fundur í Félagi járniðnað-
armanna haldinn 21. nóvember
1968 mótmælir harðlega þeirri
árás á kjör launafó-lks, sem x
felst í nýafstaðinni gengislækk
un og fyrirhuguðu afnámi vísi-
tölutrygginar kaups, úr samn-
ingum verkalýðsfélaga.
Fundurinn lýsir áhyggjum
sínum yfir horfum í atvinnu-
málum og lýsir ábyrgð á hend
ur ríkisstjórnar og Alþingis,
vegna aðgerðarleysis um úrbæt
ur, þrátt fyrir aðvaranir og á-
bendingar verka'lýðsfólaga.
Það er álit fundarins, að
verkalýðssamtöikin verði að
knýja fram samfelldar vísitölu
bætur á laun og að krefjast
beri aðgerða stjórnvalda er
tryggi öllum vinnufærum
mönnum atvinnu."
„Fundur í Félagi járniðnað-
armanna haldinn 21. nóvember
1968 samfþykkir að skora ein-
dregið á Alþingi að samþykkja
framkomið frumvarp um smíði
fiskiskipa innanlands.
Fundurinn telur að með sam
þykikt frumvarpsins stuðli Al-
þingi að atvinnuöryggi, gjald-
eyrissparnaði og aukningu út-
flutningsframleiðslu.“
Trésmiðir
Félagsfundur í Trésmiðafé-
lagi Reykjavíkur, haldinn 21.
nóvember 1968, mótmælir harð
lega þeirri stórfelldu árás rík-
isvaldsins á lífsikjör launafólks,
sem felst í nýgerðri gengisfell-
ingu og ákvörðun rikisstjórnar
innar um afnám frjálsra samn-
inga verkalýðsfélaganna um
verðtryggingu launa.
Fundurinn minnir á, að við
upphaf „viðreisnar" var launa-
fólk svipt samningsbundnum
rétti til verðlagsbóta á laun.
Með júnísamkomulaginu 1964
var gert samikomulag við ríkis-
valdið um, að lögbinda verð-
lagsbætur á laun að nýju, en
þó skertar frá því, sem áður
hafði verið.
Seinni hluta árs 1967 féllst
verkalýðshrej'fingin á að taka
upp nýjan vísitölugrundvöll,
þó að það leiddi þá af sér
nokkra kjaraskerðingu. Þrátt
fyrir að faillizt væri á beina
kjaraskerðingu, var fyrsta ver'k
ríkisstjórnarinnar að láta sam-
þykikja lög um afnám allra
verðlagsuppbóta á laun og
svipta þar með burtu grund-
velli allra kaup- og kjarasamn-
inga verklýðsfélaganna og
stofna til stórfellds ófriðar á
vinnumarkaðinum.
Þeim átökum lauk, eins og
kunnugt er, með því að verka-
lýðshreyfingin féllst á enn frek
ari skerðingu verðlagsuppbóta
á laun.
Þannig hefur verkalýðshreyf
ingin allt viðreisnartímabilið
þurft að standa í sífelldum á-
tökum gegn ramgri stjórnar-
stefnu fjandsamlegrar ríkis-
stjórnar, sem jafnharðan riftir
öllu samkomulagi, sem við
hana er gert.
Enn á ný er það yfirlýst á-
kvörðun ríkisstjórnarinnar að
halda til streitu. þeirri stjórnar
stefnuð sem hefur kjaraskerð-
ingu að leiðarljósi.
Þessu mótmælir funduripn
harðlega og krefst réttar launa
fólks til fullra verðlagsuppbóta
á laun og nýrrar stefnu í efna
hags- og atvinnumálum þjóðar-
innar, sem tryggi fulla atvinnu
og kj arabætur til vinnandi
fólks í landinu.
Bifvélavirkjar
Á fundi Félags bifvólavirkja,
sem haldinn var 21. nóvember
1968, var samþykkt, að segja
upp öllum samningum félagsins
við atvinnurekendur og falla
samningarnir úr gildi 1. jan.
1969.
Þá var e-ftirfarandi samþykkt
gerð einróma:
„Fundur í Félagi bifvéla-
virkja, haldinn 21. nóvember
1968, mótmælir harðlega ný-
samþykktri gengislæk'kun og
efnahagsráðstöfunum er skerða
verulega afkomu allra laun-
þega og telur að launafólk geti
eikki bótalaust risið undiir þeim
byrðum, sem á það eru lagðar
með ráðstöfunum þessum.
Einnig mótmælir fundurinn
eindregið að felld verði niður
með valdboði vísitölutrygging
á kaup, sem samið var um af
verkalýðsfélögunum og atvinnu
rekendum."
Norðfirðingar
Verkaiýðsfélag Norðfirðinga
samþykkti á fundi sínum þann
20. nóvember s.l. eftirfarandi
á'lyktun:
„Fundur haldinn í Verkalýðs
félagi Norðfirðinga þann 20.
nóv. 1968, mótmælir harðlega
þeirri ósvífnu árás er ríkisvald
ið hefur nú enn einu sinni haf
ið á kjör alils launafólks með
síðustu gengisfellingu.
Fundurinn telur að með þess
um ráðstöfunum sé ekkert
bætt úr efnahagsörðugleikum
þjóðarinnar, heldur sé ein-
ungis ve.rið að færa gjaldþrot
rangrar stefnu í atvinnu- og
gjaldeyrismálum yfir á bök
vinnandi stétta. Nægir þar að
benda á síðustu gengisfellingu
er framkvæmd var.
Innflutningsverzlunin og aðr-
ar greinar þjónustu, sem rakað
hafa saman fé á undanförnum
árum fá engar álögur, heldur
aukinn gróða í krónutölu.
Þá krefst fundurinn þess, að
ríkisstjórnin geri nú þegar ráð-
stafanir til að tryggja fulla at-
vinnu alls verkafólks í fram-
tíðinni með þvi að hefja skipu
lega uppbyggingu 1 fullikomins
fiskiðriaðar í landinu, rneð upp
byggingu ýmiss konar létts iðn
aðar og stefnt verði að þvi að
íslendingar geti sjálfir viðhald
ið fiskiskipaflota sínum.
Fundurinn skorar á allt
verkafólk að standa fast sam-
an og einhuga um að þola ekki
síendurteknar árásir ráðþrota
stjórnarvalda á launakjör sín.
Lágmarkskrafa verkafólks
er að kaupmáttur launa ve/i
færður í það horf, er hann var
1. des. 1967 og full atvinna
haldist."
Þá samþykkti fundurinn
einnig að segja upp öllum gild
andi kjarasamningum félagsins
og vinnuveitenda frá og með
31. des. n.k.
A. S. B.
Á fundi A.S.B. — félags af-
greiðslustúlkna í brauða- og
mjólkurbúðum, 29. nóv., var
samþykkt að segja upp samn- •
ingum félagsins við Bakara-
meistarafélag Reykjavíikur.
Mjólkursamsöluna og Alþýðu-
brauðgerðina og falla sgmning-
arnir úr gildi 1. janúar 1969.
Á fundinum var eftirfarandi
samþykkt gerð með samhljóð3
atkvæðum:
„Fundur í A.S.B. — haldinn
19. nóvember 1968, mótmælir
harðlega gemgisfellingu og öðr-
um efnahagsráðstöfunum rikis-
stjórnarinnar, svo sem boðuðu
afnámi verðtryggingar kaup-
gjalds, sem hljóta að leiða til
stórfelldra lífskjaraskerðingar.
Telur fundurinn að nú þegar
séu laun verkafólks svo skert
— með vaxandi dýrtíð —
samfara minnkandi atvinnu, að
láglaunafólk geti ekki tekið á
sig þyngri byrðar en orðið er
Fundurinn heitir á verkalýðs
samtökin, að fylkja sér fast
saman gegn þessari áirás á líf.s-
kjör alþýðunnar í landinu."
Fram
Almennur fundur haldinn í
Verkamannafélaginu Fram,
Sauðárkróki, þann 22. nóv.
1968, samþykikir eftirfarandi:
„Vegna nýafstaðinna aðgerða
ríkisstjórnarinnar og Alþingis
í efnahagsmálum telur fundur-
inn að verkafólk almennt og
þó sérstaklega þeir sem taka
laun samkvæmt lægri taxta-
flokkum stéttarfélaganna, hafi
þegar orðið fyrir það mikilli
tekjuskerðingu af völdum sam
dráttar í atvinnulífinu og af
álagningu 20% innflutnings-
gjaldsins, að ekki hafi verið
á þá skerðingu bætándi.
Einnig telur fundurinn á-
stæðu til að ætla, að ekki hafi
verið athugað nægilega raun-
hæft aðrar færar leiðir til
lausnar vand'amálum efnahags-
lífsins.
Því mótmælir fundurinn
harðlega þessum aðgerðum og
skorar á samtök launþega að
hefja baráttu fyrir áframhald-
andi verðtryggingu launa. Tel-
ur fundurinn fyrsta skrefið í
þeirri baráttu vera, að segja
upp núgildandi kaup- og kjara-
samningum og samþykkir að
gera það frá og með 1. des-
ember n.k.“
Bftirfarandi tillaga var sam-
þykkt:
„Almennur fundur haldinn
í Verkamannafélaginu Fram,
þ. 22. 11. 1968, samþykkir að
beina þeirri áskorun til ríkis-
stjórnarinnar að veita nú þegar
ríflega fjárupphæð til Atvinnu
málanefndar Norðurlands og
fela henni að starfa á svipuð-
um grundvelli og hún hr/ir
gert undanfarin ár.“
Einnig var samþykkt áskor
un til bæjarstjórnar og hrað-
frystihúsanna, að láta einskis
ófreistað ti'l útvegunar hráefn-
is og að knýja á ríkisvaldið tii
fjárframlaga til atvinnuaukn-
ingair.
£
HREINSUM
hp
rúskinnsjakka
rúskinnskápur
sérstök mcðhöntílun
EFNALAUGIN BJÖRG
Háaleilísbraul 58-60. Simi 31380
Barmahllð 6. Sfmí 23337
VELJUM (SLENZKT(H)iSLENZKAN JÐNAÐ
Til íþrótta og útivistar má
treysta Heklu sportfatnaðinum
og hlífðarfötunum. Þá gegna
Iðunnar skíða-, skauta- og
knattspyrnuskórnir mikilvægu
hlutverki í heilsurækt þjóðar-
innar að ógleymdum Gefjunar
svefnpokum og ullarteppum til
ferðalaga.
ÖRUGG TRYGGING VERÐS
OG GÆÐA.
.
STERKUR iLENZKU ÍXMVINN ÐNAÐUF
:
IÐNAÐARDEILD SÍS
í