Tíminn - 28.11.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.11.1968, Blaðsíða 8
8 TÍMINN FIMMTUDAGUR 28. nóvember 1968. Fjölbreytt skemmtun tii fjáröflunar fyrir Hjálparsjóð æskufólks af honum 1942. Hljómsveit Björns Ólafssonar er skipuð eldri nem- endum en hljómsveit Ingvars Jónassonar. Hefur komið fram á óta'l tónleikum á vegum skólans og í sjónvarpi og útvarpi. Ingvar Jónasson, fiðluleikari, stjórnar 20 manna hljómsveit, unglingum á aldrinum 10—18 ára. Hljómsveitin hefur oft komið fram á nemendatónleikum. Tónleikarnir eru haldnir til ágóða fyrir Hjálparsjóð æsku- fólks. í stjórn sjóðsins eru: séra Ingólfur Ástmarsson, Gunnar Guð mundsson, skólastjóri, og Magnús Sigurðsson, skólastjór. Islenzk tónlist erlendis Svíta um íslenzk þjóðlög fyrir strokhljómsveit eftir Hallgrím Helgason, leikin af útvarpskammerhlj ómsveit- inni í Leipzig undir stjórn Dietrich Knotfhe var ásarnt verkum eftir Werner Egk Iflutt í útvarpinu í Berlín 21. janúar síðasliðinn. Flutning- urinn var endurtekin 16. ág- úst. Þetta sama íslenzka verk flut'ti útvarpsstöðin aftur 13. október ásamt serenötu op. 44 eftir Antonin Dvorák. Þá var sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Hallgrím flutt í útvarpinu í Köln 14. maí í W fyrsta prógrammi. Hún var leikin af mjög vel þekktum tónlistarmönnum, Werner og Wilhelm Neuhaus. Kathe Remann, sem er dósent við háskólann fyrir kirkjumúsík í Regensburg, lék Rondo Islanda fyrir píanó eftir Hallgrím í útvarp inu í Munchen 27. júlí. 14. október hélt prócfess or Oscar Haugland fyrirlest ur um tónlist Norðurlanda við háskólann Northern Illi nois í Bandaríkjunum. Hon um til aðstoðar var söngkon an Alice Berning, sem söng lög eftir Martti Turunen, Paul von Klenau og Hall- grím Helgason. Prófessor Haugland lætur svo um mælt, að lag Hallgrims „Máríuvísa" sé „fögur túlk un á texta í miðaldastíl.“ Ljóðið er eftir Jón Helga- son. í 15. árgangi, 3. hefti vís indatimarits Humboldt há- skólans í Berlín birtir dr. Hallgrímur Helgason rit- gerð um íslenzkan tvísöng, “Das Organum-Singen auf Island.“ Ritgerðinnj fylgir nótuprentað dæmi, íslenzka tvísöpgslagið „Mína þá mund ‘ég þenja vængi út.“ Á efstu myndinni sést Björn Ólafsson, konsertmeistari, stjórna hljómsveit, en Ingvar Jónasson á þeirri næstu. Á næstu myndum getur að líta nokkra hinna ungu hljómlistarmanna. Laugardaginn 30. nóvem- ber, kl. 3 e.h., verður skemmt un í Háskólabíó til að afla fjár handa Hjálparsjóði æsku fólks. Á skemmtuninni syng- ur Nemendakór Kennaraskól ans undir stjórn Jóns Ásgeirs sonar og Hljómsveitir Tónlist arskólans leika undir stjórn Björns Ólafssonar, konsert- meistara, og Ingvars Jónas- sonar, fiðluleikara. í hljóm- sveit Björns Ólafssonar eru um 30 nemendur, og hefur sveitin starfað síðan 1942. í sveit Ingvars eru nokkru færri eða um 20 nemendur, og í Nemendakór Kennara- skólans eru um 120 söng- menn. Allt hefur þetta unga listafólk komið fram opinber- lega áður, sumt mörgum sinn um, einnig í útvarpi og sjón- varpi. i<-b Það mun teljast til tíðinda, að kostur gefst á að hlýða á svo marga eða um 170 upprennandi listamenn á einni samkomu, og er stjórn Hjálparsjóðs æskufólks afair þakklát öllum þeim, sem hér eiga hlut að máli, en þar ber að geta skólastjóranna dr. Brodda Jóhannessonar og Jóns Nordals, auk þeirra, sem áður eru nefnd- ir. Þess gerist naumast þörf að kynna starfsemi Hjálparsjóðs æskufólks, en þess má geta, að í vetuir kostar eða styrkir sjóður- inn 24 nemendur, ýmist á skól- um eða á öðrum góðum dvalar- stöðum, og kostar þetta allt að sjálfsögðu mikið fé. Þess er fastlega vænzt, að marg ir vilji nota þetta einstæða tæki- færi til þess hvort tveggja í senn að hlýða á upprennandi lista- menn þjóðarinnar og styi-kja bág stödd börn og ungmenni með fjárhæð, sem svarar til andviirðis eins máísverðar. Sala aðgöngumiða hefst fimmtu daginn 28. nóvember kl. 4 í Há- skólabíói. Nemendakór Kennaraskólans hefur verið æfður í 4 ár. Mark- mið hans er a_ð vera uppeldis- stofnun í söng. í kórnum eru um 120 manns. Kórinn syngu- 6 jóla- lög frá ýmsum löndum öll með íslenzkum textum. Jón Ásgeirsson hefur stjórnað kórnum frá upphafi. Kórinn hef- ur haldið eina tónleika og komið fram bæði _í sjónvarpi og útvarpi. Björn Ólafsson, konsertmeist- ari, stjórnar 25—30 manna hljóm sveit, sem heitir „Hljómsveit Tón listarskólans". Hún var stofnuð /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.