Tíminn - 28.11.1968, Síða 6
t
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 28. nóvember 1968.
SJÖ hundruð mismunandi af-
brigði til af fólksvagninum
Fyrir skömmu birtist í þýzka vikutímaritinu Spiegel viðtal við Dr. Kurt Lotz aðal-
Eorstjóra Volkswagen-verksmiðjanna í Woífsburg í Þýzkalandi, og birtum við hér á
eftir nokkra kafla úr því. Hann tók við aðalstjóm þessara stærstu bifreiðaverk-
smiðja í Evrópu í apríl s.l. og þetta fyrsta ár hans við fyrirtækið virðist enn ætla að
verða metár. Volkswagen-verksmiðjurnar munu framleiða nær tvær millj. bifreiða á
árinu 1968 og velta fyrirtækisins mun fara yfir 10 milljarða þýzkra marka (1967:
9,3 milljarðar), sem er hærri upphæð en nokkur forstjóri þýzks fyrirtækis hefði
*ogað að láta sig dreyma um að velta á einu ári. Verksmiðjurnar hafa aldrei áður
framleitt fleiri farartæki dag
Volkswagen-verksmiðjurnar
eru nú að hefja framleiðslu á
nýrri gerð af Volkswagen VW
411, en það hefur aðeins einu
sinni áður (1961) gerzt frá því
að þeir hófu framleiðslu á litlu
„bjöllunni" hinum vinsæla gam
alþekkta Volkswagen, fyrir
meira en 20 árum, en af hon-
um eru til 700 mismunandi af-
brigði. Þessari nýju gerð er
ætlað að öðlast vinsældir hjá
kaupendum, sem gera meiri
kröfur en hinn sauðsvarti al-
múgi, sem kaupir hina venju-
legu Volkswagen-bfla.
Kurt Lotz hefur lengst af
ekið venjulegum Volkswagen
en undanfarnar vikur hefur
hann ekið hinum nýja bfl VW
411 milli heimilis síns í
Braunschweig og verksmiðj-
anna í Wolfsburg. Hann segir,
„að þessi ágæti bfll hafi komið
sér verulega á óvart“.
★
Volkswagen 411 er þriðja
tegundin af fólksbifreiðum, sem
verksmiðjan framleiðir. Það
hvern en nú eða 7.400.
sem er sameiginlegt með þess-
ari bifreið og „Bjöllunni" og
VW 1600 er í rauninni aðeins
fjögurra strokka vél, staðsett
aftan í bflnum, og loftkæling.
En VW 411 er mjög rúmgóður
og þægilegur bíll, öxlarnir eru
mjög nýtízkulegir og þetta er
í fyrsta sinn sem framleiddur
er fjögurra dyra Volkswagen
með stoðalausu húsi. Á síðustu
stundu létu tækniráðunautar
verksmiðjanna lengja framhluta
bifreiðarinnar um 10 sentim.
og er sú breyting ekki talin
hafa verið til bóta hvað útlit
vagnsins snertir. Volkswagen-
verksmiðjurnar framleiða átta
mismunandi afbrigði af þessari
nýju bifreið. Verðið er frá 7770
mörkum fyrir VW 411 með
tveimur dyrum, upp í 9285
mörk fyrir lúxusbifreið með
sjálfskiptingu.
★
Sp.: Herra Lotz, nú er stærsti
Volkswagen-bfllinn, sem fram-
leiddur hefur verið, kominn á
markaðinn. Álítið þér að hann
muni seljast vel?
Lotz: Við erum sannfærðir
um, að nýji bíllinn mun verða
vinsæll.
Sp.: Hann lítur eiginlega ekki
þannig út?
Lotz: Við megum ekki bera
þennan bíl saman við „Bjöll-
una“ og búast við að eins mikið
seljist af honum. Það eru kaup
endur, sem gera aðrar kröfur,
sem munu sækjast eftir VW
411.
Sp.: Okkur finnst skorta sam
ræmi í byggingu hans. í feg-
urðarkeppni hefði hann litlar
líkur til að vinna?
Lotz: Volkswagen-verksmiðj-
urnar framleiða ekki bfla til að
taka þátt í fegurðarkeppni. Það
sem mér finnst skipta mestu
máli eru markaðshorfur bílsins
og notagildi hans fyrir kaupend
Sp.: Eruð þér ánægður með
VW 411?
Lotz: Mér virðist hann hafa
tekizt vel í heild, þetta er kraft
mikil bifreið.
Sp.: Það á nú eftir að koma
H EIMSFRÆGAR
LJÓSASAMLOKUR
6 og 12 v. 7” og 5%”
Mishverf H-framliós. Viðurkennd
vestur-þýzk tegund.
BÍLAPERUR, fjölbreytt úrval.
Heildsala — Smásala.
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
SMYRILL
Ármúla 7 — sími 12260.
Dr. Kurt Lotz aðalframkvæmda
stjóri Volkswagenverksmiðj-
anna.
í Ijós?
Lotz: Það mun koma í ljós.
Sp.: Hve margar bifreiðir af
þessari gerð framleiðið þið á
dag?
Lotz: f byrjun framleiddum
við um 80 bíla daglega, síðan
var framleiðslan tvöfölduð og
fer enn vaxandi svo unnt sé að
verða við þeim pöntunum, sem
nú þegar hafa bol'izt.
Sp.: Hve mikil þarf fram-
leiðslan að vera til þess að hún
skili hagnaði?
Lotz: Þessari spurningu er
ekki auðsvarað. í verksmiðju,
þar sem framleiddar eru fáar
tegundir af dýrum bílum, er
sennilega nauðsynl. að hún sé
um 1000 bílar á dag. En hvað
snertir fyrirtæki sem framleið-
ir margar gerðir bfla, og fram-
leiðslumagn hverrar einstakrar
tegundar hefur áhrif á hve
margar bifreiðir eru framleidd
ar af hinum tegundunum, verð
ur að líta á framleiðsluna í
heild. Yfirleitt þarf framleiðsl-
an að vera 400—500 bflar á
dag, við reiknum að jafnaði
með lægri tölunni, eitthvað ná-
lægt 400.
Sp.: Hve mikið búizt þið við
að framleiða af VW 411 á ár-
inu 1969?
Lotz: Við reiknum með að
framleiða að minnsta kosti 500
bfla á dag það ár.
Sp.: Það merkir, að þið verð
ið annað hvort að auka heildar-
framleiðsluna eða minnka fram
leiðslu annara Volkswagen-
gerða.
Lotz: Þetta er rétt ályktað.
Við hyggjumst auka heildar-
framleiðsluna.
Sp.: Þið framleiðið þegar
7400 bíla á dag, 1969 verða þeir
sennilega orðnir 8000, það gæti
reynzt erfitt að selja allt þetta
magn.
Lotz: Ég vil ekkert segja um
heildarframleiðslua 1969, en
L GOLFTEPPI J
ALAFOSS
WILTON :,VgFNAÖÖR jil.R- iöLÉ^ZKRL'ÓLL
hún mun eftir öllu útliti að
dæma fara talsvert yfir 7400,
vel að merkja hjá fyrirtækinu
í heild.
Sp.: Sú staðreynd vakti með
okkur nokkra furðu, að 60.000
Þjóðverjar skyldu panta þenn-
an nýja bíl að óséðu. Kom það
yður einnig á óvart?
Lotz: Þetta eru mjög áhuga-
samir viðskiptavinir, þeir vissu
ekki einu sinni hvað bfllinn
kæmi til með að kosta. Þetta
ýtti mjög undir bjartsýni okkar.
En þessar fyrirfram vinsældir
hins nýja bíls höfðu þó ekki
áhrif á hvernig hann var byggð
ur. í því efni byggðum við
fyrst og fremst á markaðs-
könnun.
Sp.: Markaðskannanir geta
brugðizt. Við óttumst að Volks-
wagen 411 hafi a.m.k. í sinni
núverandi gerð galla, sem muni
koma í veg fyrir að hann öðlist
varanlegar vinsældir hjá kaup-
endum þessa verðflokks bif-
reiða, sem eru vissulega kröfu
harðir.
Lotz: Ég er ekki sammála.
Sp.: Okkur virðist þessi bif-
reið ekki vera jafnoki annarra
bflategunda í sama verðflokki.
Lotz: Ég er á allt ánnarri
skoðun .Ef þér akið þessum bfl
í nokkurn tíma munuð þér
kynnast hve smíði hans og gerð
öli er þaulhugsuð allt niður í
minnstu smáatriði. Lítið á sæt-
in, miðstöðina, loftræstinguna,
öxlana, fjöðrunina ,og öll hin
smæstu tæknilegu atriði. Ef
litið er á allt sem skiptir máli
fyrir þægindi, öryggi og akstur
inn yfirleitt — er þessi bifreið
fyllilega samboðin verðinu.
Sp.: Keppinautar, eins og
hliðstæðar Opel og Ford bif-
reiðir, BMW 1800, Peugeot 404,
Renault R16 og Audi, hafa
mjög áþekka kosti. Fiat 125
t.d. hefur ýmislegt fram yfir
VW 411 og kostar aðeins
7770 mörk.
Lotz: Kaupendurnir munu •
komast að raun um að VW 411
er óvenjulega rúmgóður, rúm-
betri en flestar tegundirnar sem
þér nefnduð.
Sp.: Við höfum reynt bílinn
og viðurkennum fúslega kosti
hans. En það er ekki aðalat-
riði að bifreið sé rúmgóð. Bif-
reið í þessum verðflokki ætti
t.d. að hafa vatnskælda vél í
stað loftkældrar. Loftkælingin
er alltof hávaðasöm.
Lotz: Volkswagenbifreiðar
hafa orðið vinsælar víða um
lönd vegna þess að loftkældu
vélarnar standa vatnskældum
vélum framar.
Sp.: Loft sýður að vísu ekki
og frýs ekki. En það er löngu
liðinn sá tími þegar vatnið á
vélunum fraus.
Lotz: Nei, en vatnið sýður
enn á hraðbrautum Evrópu og
í heitum iöndum. Það er ekk-
ert umstang við loftkælda vél.
Hávaðinn er aðeins ein hlið
málsins. Loftkæling okkar er
orðin þaulreynd og við hættum
ekki við hana eins og ekkert
sé.
Sp.: Vatnskæld vél fer nú
éngu að síður mun betur með
eyru ÓKumannsins en loftkæld.
Lotz: Það verður ekki á allt
kosið.
•k
Sp.: Markaðskönnuðir ann-