Tíminn - 28.11.1968, Síða 9

Tíminn - 28.11.1968, Síða 9
FIMMTUDAGUR 28. nóverfiber 1968. TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. ÞorsteinssO'n. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu. húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greíðslusimi: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán lnnanlands. — í lausasölu kr. 8.00 eint. _ Prentsmiðjan Edda h. f. Eru þetta „höft“ til að hræðast Það leynir sér ekki í viðræðum manna á milli þessa dagana að mönnum hrýs hugur við þeim staðreyndum, sem nú hafa verið dregnar fram í dagsljósið, um hina gífurlegu skuldasöfnun þjóðarinnar erlendis. Æ fleiri gera sér og grein fyrir því af þeim svörum, sem ráð- herrar gefa og málflutningi málgagna þeirra, að þessi ríkisstjórn ætlar að lifa eftir kenningunni: „Eftir mína daga kemur syndafallið“. Almenningi er nú ljóst, að það er viðskiptahallinn við útlönd, sem valdið hefur hinni gífurlegu skuldaaukningu í erlendum gjíildeyri. Á 9 viðreisnarárum eða frá 1959 til og með árinu 1967, var viðskiptahallinn að meðaltali á ári 380 milljónir króna, reiknað á gengi, sem gilti frá 1961 til nóv. 1967. Þessi halli nemur tæpum 6% að meðaltali á ári af gjaldeyrisnotkuninni á þessu tímabili. Það þurfti því að spara 6% í gjaldeyrisnotkun til að forðast skulda- aukningu í erlendum gjaldeyri. Þetta er staðreynd, sem ekki þýðir í móti að mæla. Var þetta ekki auðvelt án þess að grípa til hafta í verstu mynd? Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans virðist mega áætla að íslenzkir seðlar hafi verið fluttir út úr landinu til skipta í erlendum bönkum fyrir allt að 150 milljónir króna á árinu 1967, aðallega vegna fjárflótta úr landi og kaupa á smyglvörum að ætla má. Vinnulaun til útlendinga á árinu 1967 eru talin yfir- færð fyrir 63 milljónir króna. Leiga fyrir erlend skip, þótt íslenzk hafi vantað verk- efni, er 157 milljónir króna á árinu 1967. Viðgerðarkostnaður á íslenzkum skipum erlendis nem ur mörgum tugum milljóna á síðasta ári. Ýmis iðnaðarvara, sem auðvelt er að vinna í landinu, var flutt inn 1967 fyrir mörg hundruð milljónir króna. Hér eru aðeins fáir gjaldaliðir nefndir. En var ekki hægt að spara talsvert á þessum fáu gjaldaliðum án þess að taka upp hörkuleg innflutningshöft? Var ekki hægt að lækka seðlaútflutn- inginn að skaðlausu um t.d.................... 120 millj. Var ekki auðvelt að færa erlendu vinnulaunin inn í landið um .............. 40 millj. Var ekki auðvelt að færa erlendu skipa- leiguna til íslenzkra skipa um ............... 90 millj. Tvímælalaust mátti færa inn í landið skipaviðgerðir, sem greiddar voru úr landi fyrir a. m. k................................. 30 millj. Auðvelt hefði verið að minnka innflutn- ing iðnaðarvara til verndar ísl. iðnaði um 100 millj. Samtals 380 millj. Hér hafa aðeins nokkrar ábendingar verið gerðar um fáa liði í utanríkisviðskiptum okkar á árinu 1967, en það ár er valið sakir þess að þá var verulega farið að halla undan fæti í gjaldeyrisöfluninni og því enn meiri ástæða en áður til að spara þann gjaldevri, sem auðvelt var að spara. Um síðasta liðinn i dæminu skal bað tekið fram, að tertubotnarnir, niðursneidda rúg- brauðið og danska moldin í plastpokunum er ekki talin með, en það er gert í þessu dæmi af tillitssemi við við- reisnarspekingana, því að það telja þeir dæmigerðar tillögur um hin verstu höft, þegar minnzt er á að banna þann innflutning. Hitt er staðreynd að auðvelt hefði verið að spara 6% af gjaldeyristekjunum og komast hjá hinni gífurlegu aukningu erlendra skulda. JAMES RESTON: Hubert Humphrey er dáður og virtur þrátt fyrir ósigurinn Hann var „réttur maður á röngum stað" eins og ýmsir aðrir ágætir stjórnmálamenn. Þjóðin vildi breyta til, en gat ekki komið auga á, að Humphrey boðaði breytingu ÓSIGRI í forsetakosningum fylgir sú huggun, a3 hinn sigr aða frambjóðanda er að loknum leik unnt að greina frá ágrein ings- og deilumálum kosninga baráttunnar og meta hann sem mannlega veru. Hubert Humphrey hlýtur að vita það sjálfur, að þegar hér er komið, á hann sér fáa óvini meðal þjóðar sinnar. Hann hef ir háð harða baráttu í heilan mannsaldur um mörg hin erfið ustu vandamál þjóðarinnar, en að loknum þeim leik kemur í ljós, að jafnvel gagnrýnendur hans og óvinir eru honum þrátt fyrir allt vinveittir og dást að honum. Þetta vei'ður ekki með sanni sagt um marga áberandi menn í opinberu lífi hér hjá okkur um þessar mundir. Meðal opin berra starfsmanna eru margir geðfelldir og færir einstakling ar, sem forðast meginágreinings efni samtímans og eru samferða mönnum sínum geðfelldir ein ungis fyrir þær sakir. að gott er að koma sér saman við þá. SVO eru margir aðrir, eins og Johnson forseti til dæmis, sem berjast fyrir framgangi skoðana sinna með öllum þeim ráðum og aðferðum, sem beim eru til tæk og hagfelld, og valda and stæðingum sínum hryggð og gremju í baráttunni. En Hubert Humphrey getur staðið upp að loknum leik sem geðfelldur bar áttumaður. örþreyttur og sigr aður að vísu, en virtur bæði fyr ir dugnaðinn, harðfylgnina og þá viðkvæmni, sem kom honum til að vikna í lokin. Síðustu daga baráttunnar varð ekki greint á milli flokksins og Humphreys og þeirra mála, sem hann barðist fyrir. Við, sem studdum hann í stríðinu gegn Richard Nixon, gátum jafnvel ekki borið á móti því, að á hinu víðara sviði stjórnmála og sögu gætti afar mikið öflugrar hneigðar til breytinga. En núna, þegar leiknum er lokið, er ekki nema sanngjarnt að viðurkenna, að gagnmerkur maður hefir lotið í lægra haldi — að nokkru leyti að minnsta kosti fyrir þær háðulegu sakir. að á hættunnar stund snéru ein mitt við honum bakinu margir þeirra manna, sem betur var kunnugt um hugrekki hans og hæfni en nokkrum öðrum. EINU sinni komst Walter Lipp mann svo að orði: „Ef til vill er bað æðsta af- rek opinbers starfsmanns frjálsu lýðræðisþjóðfélagi að varðveita einingu þess sem sarn félags um leið og hann heyr orr usturnar, sem sundra bví.“ Þetta hefir Hubert Humphr ey einmitt gert síðasta manns aldurinn. Og mjög eftirtektar vert, að hann hefir þrátt fyrir harða baráttu. haldið óskertri virðingu allra helztu andstæð inga sinna, allt frá Richard Nix on í forsetakosningunujn á þessu ári til Harrys heitins Byrd öldungadeildarþingmanns og flestra annarra öldungadeild arþingmanna. sem voru and- stæðingar hans í baráttunni fyr ir auknum mannréttindum og félagslegu réttlæti. Þegar við höfum gert okkur grein fyrir, hvers vegna jafn deilugjörnuro manni hefir lán ast á slíkum umrótstímum að hefja sig sem einstakling upp yfir átökin sjálf, getum við éf til vi'll unnt honum þess heið urs, seiú honum ber. STYRKLEYKI Humphreys er ákaflega mannlegur, alveg eins og veikleiki hans. En það voru þessir mannlegu eiginleikar — viðkvæmnin. sem kom honum til að gráta í lokin og sækja styrk til hinnar elskulegu eigin konu, Muriel, h'n barnslega gleði, sem kom honum til að stökkva upp og kyssa sjónvarps tækið þegai loks var tilkynnt um útnefningu hans í Chicagó, innblásturinn, sem knúði hann til að tála og tala og jafnvel eðlishvötin. sem lét hann halda fullrí tryggð við Johnson for seta, enda þótt að bað væri greinilega til trafala í stjórn málunum — það voru einmitt þessir eðlislægu eiginleikar, sem ollu mestri gagnrýni, en öfluðu honum jafnframt mestr ar aðdáunar. iafnvel af hálfu andstæðinganna í stjórnmálun- um undir það síðasta. Kjánalegt væri að fyllast depurð og /iðkvæmni út at ör lögum varaforsetans. Fæstir menn ná ein* langt og þá dreym ir um i æsku, en hann hefir náð miklu lengra en hann dreymdi um (og sama máli er að gegna um Nixon). Heimilið er ekki kvíðvænlegt fyrir Humphrey Vald og vel gengni hefii ekki spillt honum. Hann á góða konu og fjölskyldu, íl sem á sína sigra og harma, og { þau þurfa hans með og elska j.! hann. Hann er þægilega févana jjj ef svo má segja, og getur lagt p út á sjöunda tug ævi sinnar með | meiri rósemi. vinfleiri, virtari B og dáðari en flestir aðrir. Og S hver þarf á sigrinum að halda 0 þegar ósigurinn felur þetta í g skauti sínu? SÁ er þó gallinn, hvað Hu | bert Humphrey snertir, að 9 hann hættir sennilega ekki eða ■ nýtur ánæg.iu ósigursins, enda I þótt að hann hafi orðið aftur úr. Hann hvílir sig í nokkrar vikur, en svo leggur hann ef laust aftur út í hina pólitísku baráttu. Við því getur hann ekki gert. Hann gerir sér áreið anlega ekki ljóst, hvenær hann á að hætta Hann ræðst áreið anlega til atlögu gegn hinum miklu skuldum Demokrata- flokksins eins og þær væru ein hver voði, sem ógnaði öryggi ríkisins. Hann tekur áreiðanlega til á ný, talar of lengi og vinnur of mikið. og einmitt vegna þess er hann bæði gagnrýndur og elskaður. Hubert Humphrey var hinn rétti maður á röngum tíma, — eins og svo margir aðrir merkilegir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum. allt frá Henry Clay til Adlai Stevensons. Vel kann að vera að bjóðin hafi ein mitt þarfnazt hinna merkilegu mannlegu næfileika hans að geta samtímis barizt og sætt, barizt gegn mönnum og aflað sér virðingar beirra og aðdáun ar um leið. En viljinn til breyt inga lá greinilega í loftinu og þjóðin gat ekki látið sér skilj ast til fulls að Hubert Hum prey táknaði neina sérstaka breytingu i raun og sannleika. J msk

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.