Tíminn - 14.12.1968, Qupperneq 4

Tíminn - 14.12.1968, Qupperneq 4
\ / Akureyrardagskráin, sem var á laugardaginn, í tilefni þess, að Akureyringar eru nú komnir í tölu sjúnvarpsáhorfenda, var ágæt. Kvikmyndin, Akureyri í septembeT sól, sýndi okkur helztu einkenni Akureyrarbæjar og þáttur hljóm sveitar Ingimars Eydals var reglu lega skemmtilegur. Trúlega hafa Akureyringar fylgzt vel með dag skránni þetta kvöld. Kvikmyndin Ævintýri í eyðimörkinni, sem var á dagskrá þetta kvöld, var ein sú allélegasta, sem hefur verið í sjónvarpinu hingað til: efnið al- gjör eyðimörk og sömuleiðis leik urinn. Það bætti aðeins úr að fá hina_ fallegu mynd, Austurríki 1 dúr og moll á eftir. Mér fannst hún samt of seint á dagskránni. í Stundinni okkar á sunnudag inn var Akureyri enn á dagskrá og ekki er að efa, að börnunum hef ur þótt gaman að galdraleiknum hjá henni Rannveigu Það er skemmtilegt að hafa öðru hverju barnaguðsþjónustu í Stundinni okkar eins og var frá Akureyri. Ég man ekki eftir að hafa séð í Stundinni okkar barnaguðsþjón- ustu frá Reykjavík, aftur man ég eftir að barnaguðsþjónustan frá Akureyri var um síðustu jól, enda virðist mikil helgi yfir þeim og börnin njóta þeirra vel. Um kvöldið söng svo hin ágæta söngkoma Birgit Nilsson, og flutt ur var þriðji þáttur Afglapans, en það er áhrifamikið leikrit. Á mánudaginn var þáttur, sem kallaðist í bókaflóðinu og hafa vafalaust margir hlakkað til hans. Hann olli þó algjörum vonbrigð um. Það var furðulegt, hve hinn þaulvani sjónvarpsmaður og spyrj andi virtist klaufalegur, sérstak- lega í fyrsta viðtalinu, sem hann átti í bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar. Þykir mér líklegt, að margir bókaútgefendur hafi orðið gram ir, svo ekki sé meira sagt, er eipr stakar bæk-ur voru þarna dregnaf fram og sýndar lengi og vel, seiú þær bækur, er afgreiðslukonail mælti með handa ungum stúlkum og piltum. Þetta virðist ófyrirgefanlegt í hlutlausum þætti' Burtséð frá því, sýnir þetta viðtal við konung hjá Eymundsson lika, hversu mik ið vald afgreiðslufólkið hefur, en veldur það því valdi? Fjölmargir spyrja, eins og Markús Örn, um góða bók fyrir unga stúlku, pilt o. s. frv Þá virðist dregin f-ram ein bók og mælt með henni. Hefur afgreiðslufólkið lesið allar bæk urnar? Nei, það kom fram í við talinu, enda lítill möguleiki til þess, að það hafi tíma til að lesa rnörg hundruð jólabækur. Viðskiptavinirnir eiga rétt á því að þeim séu sýndar þær bækur, sem um er að ræða til að velja úr, en margir eru svo ósjálfstæðir í öllum jólaasanum að þeir kaup-a Við birtum hér mynd af systrunum sjö, sem komu fram ( siónvarpsþætti Jóns Múla fyrir nokkru siðan, en þær eru vænt- anlega-r i sjálfstæðum þætti á mánudagskvöldið og syngja þá meðal ann-ars lög eftir Foster og Jón Sigurðsson. Munu marg-lr bíða með eftirvæntlngu eftlr að fá að sjá og heyra ( þelm: Hjördísl, Þórdlsl, Fjó-lu, Þórhöiiu, Sigríðl, Guðrúnu og Kristinu Ka-risdætrum. /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.