Tíminn - 18.12.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.12.1968, Blaðsíða 7
í TÍMTNN i s MIKID ATRIDIAD KONIIRN- AR HITTIST OG KYNNIST — segir Kristrún Hreiðarsdóttir, form. kvenfélags Grensássóknar Kvonfélag Grensássóknar er að- eins fimm ára gamalt og hefur lengst af starfað í fámennasta söfnuði borgarinnar, en engu að síður mgð mitelum ágætum. En nú hefur sóknarmörkunum verið breytt. Áður takmarkaðist Grens ássókn af Kringlumýrarbraut, Bú- staðavegi, Grensásvegi og Miklu- braut. En síðan í vor tilheyrir öll Háaleitisbraut, Felismúli og helmingur' Safamýrar sókninni. Kristrún Hreiðarsdóttir, for- maður Kivenféags Girensássókn- ar, segir mér, að nú hafi senni- lega fjölgað um a.m.k. helming í sókninnd, þar búa nú líklega um 6000 manns. — Nú fyrir skömmu sendum við bvenfélagsikonur kynningar- bréf til krvenna 27 ára og eldri á svæðinu, sem bættist við sókn- ina. Og þegar við vorum búnar að skrifa 400 bréf, höfðum við eteki nærri lokið við að skrifa öilum konunum, sem áttu að fá bréf. Við buðum þeim á kynn- ingarkvöld, sem haldið var í Þórs kaffi, en sama dag var kaffisala þar til ágóða fyrir starfsemi Kven félagsins. — Bættust margar nýjar kon- ur í félagið? — Nei, það komu ekki mjög margar. Við vorum svo óheppn- ar, að þetta var eini hríðardagur vetrarins. En við vonumst til, að þær komi síðar í staðinn. Félagskonur eru nú liðlega 100 og fundir eru haldnir einu sinni í mánuði. Við störfum einkum að fjáröflun og höfum þegar gefið 100.000 tefónur til byggingar safn aðarheimilis, sem er að rísa á mót um Hvassaleitis og Háaleitisbraut ar, og einnig 90.000 í orgelsjóð, Það háir okkur mikið, að við höf- um ekkert húsnæði í sókninni. Kvenfélagsfundina höfum við haft í Breiðagerðisskóla, sem er utan sóknarinnar. Nú fyrir jól- in höfðum við basar í Iívassaleitis skóla, en hann er e'ni samkomu- staðurinn í sókninni, en því mið- ur allt of lítill og ónóg skilyrði til félagsstarfsemi. Þar héldum við. þó í fyrra handavinnunám- skeið fyrir konur, og eitt árið ‘höfðum við námskeið í hjálp í viðlögum í Heilsuverndarstöðinni. — í þrjú sumur stóðum við fyrir unglinganámskeiðum á gamla golfvellinum, þar sem þjálf ari kenndi handknattleik og knatt spyrnu og ýmsa leiki. Nutum vi'ð í því aðstoðar Baldurs Jónssonar íþróttavallastjóra borgarinnar. Það er okkur afskaplega mikið áhugamál, að húsnæðismálin kom ist á skrið, ekki sízt til að hægt sé að halda uppi unglingastarf- semi í hverfinu. — Fjáröflunarleiðir okkar eru svipaðar og annarra kvenfélaga, merkjasala, basar, kaffisala. — Af annarri starfsemi má nefna, að við höfum fengið hlut- deild í fótaaðgerðum f.vrir aldr- aða í safnaðarheimili Langholts- safnaðar. Þá höfum við farið í steemmti- ferðir á sumrin, í sumar að Keld um, Skálholti, austur í Fljótshlíð og víðar. Og á fundum er alltaf eitthva'ð fræðandi eða skemmti- efni á dagskrá, og við álítum það j mikið atriði að hittast og kynn- i ast. Starfsemin og félagslífið hef- | ur verið mjög golt og góður andi j ríkt í félaginu, en gja-nan mættu ! koma fleiri konur í félagið því nóg eru verkefnin. Frú Kristrún Ilreiðarsdóttir, formaðui1 Kvenfélags Grensássóknar. Ánægjulegasí að ungling- ar taka þátt í starfinu — segir Elín Guðjónsdóttir, form, kvenfélags Bústaðasóknar Frú Elín Guðjónsdóttir, formaður Kvenfélags Bústaðasóknar. Lengst inni í Sogamýri hitti ég foimann Kvenfélags Bústáðasókn ar, Elínu Gúðjónsdóttur að heim- ili hennar, en hún hefur nýlega tekið við formennsku í félaginu, sem stofnað var 1953 og telur 193 meðlimi. — Starfið hjá okkur er svipað og hjá kvenfélögum annarra safnaða, segir Elín. A'ðalverk- efni okkar er að safna fé til kirkjunnar sem verið er að byggja við Tunguveg. Öll félags- starfsemi okkar eins og raunar safnaðarins í heild fer fram í Réttarholtsskólanum. Hafa skóia- yfirvöldin verið okkur mjög vel- viTjug. Þar höfum við fundi einu sinni í mánuði, og einnig verður þar opið hús fyrir félagskonur eitt kvöld í viku eftir áramót, svo að þær fái tækifæri til að hittast og kynnast betur Ilafa þær með sér ýmis konar handavinnu og kenna hver annarri margt nýtt. Á þessum fundum er yfirleitt les ið upp eitthvað fræðandi efni eða skemmtiefni. Þá hafa verið námskeið a veg- urn félagsins. í vetur höfum við haft námskeið ‘ postulínsmáln ingu og komust færri konur að en viTdu. Og eftir áramót ætlar Gerður HjörTeifsdóttir að kenna konum úr félaginu framsögn. — Til þess að afla fjár höfum við haft kaffisölu árlega á kirkju- daginn, einnig höfum við haldið skemmtanir á Hótel Sögu með ýmsum dagskrárliðum og kaffi- sölu þar sama dag. Á jólafundi er jafnan happdrætti, og er ágóðan- um af því varið til jólaglaðnings handa þeim, sem í erfiðleikum eiga í söfnuðinum hverju sinni. Einnig höfum við oft verið með basar í nóvember eða desember, en í ár ákváðum við að gefa kon- unum frí fyrir iólin og höfðum í staðinn síldar og grænmetis- markað í Réttarholtsskóla í haust. Við fengum allar fáanlegar teg- undir af grænmeti og ýmsa síldar- rétti með hagstæðum Kjörum, svo við gátum boðið þetta aftur til sölu á markaðinum á heildsölu- verði. Konurnar bökuðu kökur, sem einnig voru seldar, og Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri gaf okk- ur pottablóm a markaðinn. Vöru- úrvalið var sem sagt nokkuð fjöl- skrúðugt og gekk einnig vel út, og var markaðurinn hin skemmti legasta nýbreytni. — Við keyptum á sfnum tíma fermingarkyrtla fyrir söfnuðinn, en aðalstarfið er eins og ég sagði á'ður að safna fé til kirkjubygg- ingarinnar, en það er brýn þörf á að söfnuðurinn fái húsnæði, því að guðsþjónustur eru vel sóttar og félagslífið í miklum blóma. Presthjónin okkar séra Ólafur Skúlason og frú Ebba Sigurðar- dóttir eru mjög elsteuð og virt af öllum í prestakallinu. Ebba var formaður Kvenfélagsins á undan mér, en þar áður fyrst Auður Matthíasdóttir og sfðan Rósa Sveinbjarnardóttir. Unga fólkið tekur mikinn þátt í safnaðarlífinu, og það er ef til vill það, sem gleður, okkur for- eldra mest. Séra Ólafur hefur sér- lega gott samband við uaglingana og er það almennt að þeir sæki guðsþjónustur. eru jafnvel þar í meirihluta. — Eru úngar konur í Kven- félaginu? — Það hefur ekki verið al- gengt að þar væru mjög ungar konur, en mér fiíipst það vera að breytast. Núna eru t.d. fcvær stúlteur innan við fcvítugt nýlega gengnar í félagið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.