Tíminn - 18.12.1968, Blaðsíða 9
Þakklátar fyrir að fá að
starfa í þágu kirkjunnar
— segir Ingibjörg Thorarensen, form. kvenfélags Nesprestakalls.
Kvenfélag Nesprestakalls var
stofnað árið 1951 af sóknarprest-
inum, séra Jóni Thorarensen, og
gtarfaði við erfiðar aðstæður í um
15 ór, meðan söfnuðurinn átti sér
enga kirkju eða annan samastað.
En nú hefur fyrir löngu rætzt úr
því og á söfnuðurinn eina fegurstu
og á sínum tíma umdeildustu
kirkju á landinu í snyrtilegu og
skipulegu umhverfi við Hagatorg.
Formaður kvenfélagsins er
prestfrúin, Ingibjörg Thoraren-
sen, og segir hún mér, að félags-
konur séu nú um 150.
— Undanfarin ár höfum við
einkum starfað að því að safna
fé til kaupa á ýmsu til kirkjunn-
ar og einnig veitt fé til mannúð-
arstarfsemi, segir Ingi'björg —
Þannig hefur kirkjan eignazt pípu
orgél, kyrtla, bæði fyrir söngkór
og fermingarbörn, ýmsa silfur-
gripi, mósaikglugga í anddyrið,
brúðhjóna- og svaramannastóla,
svo nokkuð sé nefnt.
— Fyrir jól er peningum og
gjöfum útbýtt til þeirra, sem búa
við þröng kjör í söfnuðinum, og
í annan tíma ef þörf þykir og
einnig ef slys ber að höndum.
Þá hefur félagið einnig lagt fé
til samskota, er aðrir aðilar hafa
staðið fyrir og stutt ýmsa þarflega
starfsemi.
— Konur úr félaginu annast
um viðhald kyrtla kirkjunnar og
þá eru þær ekki síður myndarleg-
ar að útbúa muni 'á basay, en
hann er árlegur viðburður hjá
okkur eins og fleiri kvenfélögum.
Af öðrum fjáröflunarleiðum má
nefna kaffisölu, skyndihappdrætti
sölu minninigarkorta og korta
með mynd af Neskirkju.
—Hvað er það helzt, sem þið
hafið unnið að nú nýlega?
— Það hefur verið okkur- mik-
ið áhugamál að koma upp Ijósa-
krossi á kirkjuna, en enginn eig-
inlegur kross er fyrir á turnin-
um. Er það mál nú fullráðið, og
verður krossinn væntanlega sett-
ur upp fyrir jólin.
— Og hvað um félagsstarfsem-
ina að öðru leyti?
— Við höfum fundi einu sinni
í mánuði, þar sem við ræðum
verkefnin, en höfum einnig eitt-
hvað á dagskrá til fróðleiks eða
skemmtunar. Árlega er haldið há-
tíðlegt afmæli félagsins og þá eru
konurnar í eina skipti á árinu
gestir félagsins, annars leggur
kaffinefnd til kaffi og meðlæti,
en hinar kaupa, og andvirðið
rennur til starfseminnar. Þá höf-
um við haft kynningarfundi og
boðið nýjum konun að koma.
Einnig bjóðum við öldruðu fólki
í prestakallinu til kaffidrykkju
eftir messu einu sinni á vetri og
höfum þá' sitthvað til skemmtun-
ar. Þetta félagslíf fyrir roskna
fólkið viljum við gjarnan auka og
höfum í hyggju að hafa opið hús
fyrir það í kirkjunni reglulega í
framtíðinni. Einnig höfum við
fótaaðgerð fyrir aldrað fólk í fé-
lagsheimilinu í kjallara kirkjunn-
ar einn dag í viku.
— Kvenfélagskonur hafa jafn-
an farið í skemmtiferð á sumrin
og síðustu tvö árin höfum við far-
ið ásamt hinum safnaðarfélögun-
um við kirkjuna.
Eitt af því, sem við höfum gert
er að standa fyrir tónleikum
nokkrum sinnum, fyrst í Dóm-
kirkjunni og sfðar í Neskirkju og
Gamla bíó.
— Starfandi félagskonur eru
samvaldar og samtaka og reiðu-
búnar að leggja félaginu lið, þeg-
ar á þarf að halda.
Við þökkum öllum af heilum
huga, sem stutt hafa viðleitni okk
ar á einn eða annan hátt og greitt
götu okkar. Og að lokum langar
mig til að segja það, að við er-
um glaðar og þakklátar að hafa
fengið að taka þátt i uppbyggj-
andi starfsemi í þágu kirkju og
samtíðar.
Frú Ingibjörg Thorarensen, formaður Kvenfélags Nesprestakalls.
Frú Vivan Svavarsson, formaður Kvenfélags Laugai-neskirkju.
Sinna þarf ein-
stæðu gömlu fólki
— segir Vivan Svavarsson, form. kvenfélags Laugarneskirkju.
Laugarnesprestakall var stofn-
að árið 1940 og var þá miklu
ars, er síðar varð prestur þeirra.
Fljótlega eftir stofnun safnaðar
víðáttumeira en nú, því til þess ins var hafizt handa um kirkju
taldist allt það svæði, þar sem
nú eru Langholtsr og Aspresta-
kall, Háteigs-, Grensás- og Bú
staðaprestakall, og einnig hluti af
byggingu og 1944 var farið að
halda guðsbjónustur í kjallara
kirkjunnar.
Kvenfélag Laugarnessóknar var
Kópavogi. Raunar á söfnuðurinn j stofnað 1941 og er markmið þess
sér/ lengri sögu, því sóknarprest-! að stýðja kristilegt safnaðarlíf og
urinn, séra Garðar Svayarsson, jvinna að málefnum Laugarnes-
hélt guðsþjónustur í Laugarnes-! kirkju. Félagskonur eru nú eitt-
skóla reglulega allt frá 1936, j hvað á annað hundrað, formaður
fyrstu árin sem aukaprestur viðjþeirra er nú prestsfrúin, Vivar
Dómkirkjusöfnúðinn. Til þess að l Svavarsson.
leyfi fengist að messa í skólan-! — Það má segja, að félagið sé
um, þurftu þeir, sem guðsþjón-1 eins konar móðurfélag, sem síð-
ustu hugðust sækja, að gangast | ar tvístraðist í marga hluta, þeg-
undir læknisskoðun, svo vel var! ar Laugarnesprestakalli' var skipt
hugsað um heilsufar skólabarn- \ og nýju söfnuðirnir stofnaðir, seg-
anna í þann tíð Varð þetta skil-
yrði til þess, áð séra Garðar gekk
í flest hús í hverfinu til að spyrj-
ast fyrir um, hvort fólkið hefði
svo mikinn áhuga á að fá reglu-
ir frú Vivan í samtali við Tím-
ann. — Margar konur, sem störf-
uðu hjá okkur, hafa síðar farið
að vinna í kvenfélögum hinna
nýju safnaða. En ýmsar halda
legar guðsþjónustur haldnar nærjenn tryggð við gamla félagið og
heimilum sínum en í Dómkirkj- kbma hingað bótt langt sé að
unni. Margir höfðu áhuga á því fara.
og sóttu lækmsskoðunina, en — Við höldum fundi einu sinni
raunar var svo a^ldrei gengið eft-1 í mánuði á "etrum en á sumrum
ir þessum lækmsvottorðum. En höfum við saumafundi. nú síðast
þessi húsvit.iun varð til þess strax á þriggja viktja fresti en stunci-
í upphafi, að koma á kynnum um áður nálfsmanaðai'lega. os ba
milli sóknarbarnanna og séra Garð vinnum við muni fyrir bazar, sem
venjulega er haldinn í nóvember.
Á vetrarfundunum höfum við atlt-
af eitthvað til fró'ðleiks og
skemmtunar auk annarra mála,
stundum myndasýningar. eða fá-
um fyrirlesara eða þá við höld-
um umræðufundi.
— Verða oft fjörugar umræð-
ur?
— Ef það er eitthvað til um-
ræðu, sem kveikir í konunum.
— Þá höfum við oft haldið nám
skeið fyrir konur bæði í bast -og
í ýmis konar föndurvinnu, postu-
I línsmálningu og rýjanámskeið.
Einnig hefur Kvenfélag Laugar-
nessóknar spildu í Heiðmörk, þar
sem konurnar hafa árlega gróð-
ursett tré, og er nú farinn að
sjást árangur af pví starfi.
Jólafundurinn og afmælisíund-
urinn eru venjulega með sér-
stöku sniði, t.d. höfðum við einu
sinni á iólafund: samféllda dag-
skrá um jólahátíðina og jólasiði
frá fyrstu tíð.
— Starfið er annars í nokkuð
föstum skorðum og hefur hver
mánuður sín verkefni, ef svo má
segja. Við höfum alla tíð unnið
að því að safna oemngum handa
kirkjunm. Einnverju sinni á
Framhald á bls. 4.