Tíminn - 18.12.1968, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.12.1968, Blaðsíða 4
EMMESS IS ÞETTA ALLRAR EMMESS IS við öllk tækifæri MJOLKURSAMSALAN f\ y/l/^fr^ ir^n SKARTGRIPIR LIWU^^L^ISS Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. — ■ SIGMAR OG PÁLMI - Hverfisgötn 16 a. Simi 21355 og Laugaveg 70. Simi 24910. TÍMINN ALLTMEÐ EIMSKIP JÓLABÓKIN í ÞÝÐINGU DR. EIRÍKS ALBERTSSONAR ER KOMIN í BÓKAVERZLANIR Maupassant er talinn af bókmenntasérfræSingum lærimeistari allra smásagnahöfunda. íslenzkir sjónvarpsáhorfendur hafa fengið að kynnast nokkrum sögum hans í leikritsformi á sunnudagskvöldum nú í haust og hafa fáir viljað af þeim missa. i Verð í bandi kr. 275.00 Verð í kápu kr. 200.00 BÓKAÚTGÁFAN GLÓÐAFEYKIR Reykjavík — sími 16059 og 37831 VIÐTAL VIÐ FRÚ VIVAN Framhald aí' bls. 9. fvrstu árum bygginarinnar gengu kvenfélagskonur í flest hús í sókn inni me3 bók, sem í voru skráð nöfn húsráðenda og barna þeirra með fæðingardögum hvers og e;cis og þeim, sem vildu. gefinn kost- ur að leggja sinn skerf til kirkju- byggingarinnar. Liggur þessi bók frammi í fordyri kirkjunnar. Fjáröflunarleiðirnar eru annars basar, kaffisala á kvenfé- lagsfundum, sérstakur kaffisölu- dagur á uppstigningardag, saia minningarspjalda og merkjasala. Stundum hefur ágóða merkjasöl- unnar verið varið til einhvers sér staks verkefnis. Einu sinni var hann látinn i-enna til Hifsdals- söfnunarinnar ag á síðasta ári til að styrkja Foreidra- og styrktar- félag heyrnardaufra barna — Við höfum keypt ýmsa gripi til kirkjunnar, nú á síðastliðnu ári t.d. stóla í kór. — Fyrstu árin var starfsemi fé- lagsins í Laugarnesskólanum, og nú síðustu árin er orðið of þröngt um okkur í félagheimilinu í kjall ara kirkjunnar bæði fyrir basar og stærri samkomur. svo við höf- um orðið að leita þangað á nýj- an leik. Hefur skólastjórinn af sinni velvild greitt götu okkar á svo margan nátt. — Gerið þið éitthvað fyrir aldi'4 að fólk í sókninniV — Við höldum samkomu einu sinni á ári, <em við nefnum Dag gamla fólksins Þá aldrað fólk einnig kost á fótaaðgerð í kjallara Laugarneskirkju einu sinni í viku við mjög vægu verði. Gísli Sigur- björnsson forstjór’ kom þessari starfsemi af stað og hefur greitt snyrtidömunni kaup. En konur úr félaginu aðstoða hana og gefa fólkinu kaffisopa. Gísli hefur sýnt okkur sérstaka veMld, sem við kunnum mjög vel að meta. Fyr- ir jólin kemur hann með bækur, sem hann gefur út, og gefur okk- ur til að selja til ágóða fyrir starf- semi okkar. Einnig hefur hann gefið okkur hárþuirrku, en við höfum reynt að hjálpa gömlu fólki um hárgreiðslu, þótt okkur skorti raunar hentugt húsnæði til þess. Þá höfum við mikið hugsað um að færa út kvíarnar í sambandi við starfsemina í þágu gamla fólks ins. Það er mikil þörf á að gera eitthvað fyrir aldrað fólk, sem býr einsamalt, og á jafnvel enga nána aðstandendur. Slíkir ein- stæðingar geta orðið veikir eða átt í öðrum erfiðleikum og eru þá einir og hjálparlausir. Við höf- um áhuga á að koma á tengslum milli þeirra og annarra. Þáð væri mikils virði, að einhver heim- sækti þá daglega, eða aðeins hringdi og spjallaði við þá og grennslaðist um, hvort allt væri í lagi. Okkur hefur dottið í hug að fá unglinga í lið með okkur við þetta starf. Ellimálafulltrúi borgarinnar hefur útvegað okkur spjaldskrá yfir aldrað fólk í söfn- uðinum, en eftir er að ókveða, hvað og hvernig á að starfa, svo að það komi að sem mestum not- um, og síðan að skipuleggja þessa starfsemi. — Konurnar í félaginu eru af- skaplega duglegar og góður fé- lagsandi meðal þeirra. Samstarfið hefur verið mjög ánægjulegt, og það hefur verið eins og einn hug- ur og ein sál hafi ríbt í öllum okkar störfum. VIÐTAL VIÐ FRÚ LAUFEY Framhald af 8. síðui Þá ræðum við verkefni félagsins, en reynum einnig alltaf að hafa eitthvað til fræðslu og skemmtun- ar. Einnig eru sérstakir skemmti- fundir tvisvar á ári. Fyrir meira en áratug tókum við upp þann sið að bjóða öldruðum konum til okkar á fund einu sinni á ári, og seinni árin höfum við haft sam- komu fyrir aldrað fólk, bæði karla og konur í samkomuhúsinu Lido árlega. Er alltaf fjölmennt á þess- um samkomum. — Er fleira af starfsemi ykkar að segja? — Ekki annað en það, að sam- starfið í félaginu hefur verið ákaf lega ánægjulegt. Konurnar hafa unnið mjög fórnfúst starf og fé- lagsandinn, sem ætíð ríkir meðal þeirra, er alveg einstæður. Ég vil nota tækifærið að senda þeim öll- um jóla- og nýársóskir og einnig öllum þeim mörgu. sem sýnt hafa starfi okkar skilning og greitt fyrir okkur á ýmsa lund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.