Tíminn - 21.12.1968, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.12.1968, Blaðsíða 4
£etil AjMarp Það er víst varia við því að búast að fólk horfi mikið á sjón varp nú mitt í öllum jólaundirbún ingnuim. Flestum finnst, að allt Fimmtudaginn 26. desemfaer, annan í jóium, verSa Hljómar á ferS og flytja stef úr nokkrum lögum, sem vinsæl urðu á þessu ári. Á mynd- Inni sjáum við Shadie Owens. þurfi að gera fyrir jólin, fylla alla dunka af kökum, birgja allt upp af kjötvörum og sælgæti ýmiss konar og margir gera stórhrein- gerningu ársins. Og svo er það líka jólakortaskriftin, margir senda allt að 70—80 kort, jafn- vel fleiri. Já, þessi gífurlegi jóla undirbúningur virðist nær alveg hafa kaffært sjálfa jólahátíðina, þetta er að verða kjötkveðjuhátíð. Það virðist nú aðalatriði hátíðar- innar hjá mörgum að geta belgt sig út af mat og drykk Það var ágætt hjá sænsku unglingunum að hefja baráttu gegn öllu tilstandinu um jólin og við sáum nýlega í frétt- um sjónvarpsins mynd frá Stokk hólmi, þar sem Eiður Guðnason sagði skemmtilega frá þessu góða uppátæki unglinganna. Skyldu ekki margir vera sammála þeim? En þetta var nú útúrdúr frá spjalli um sjónvarpsefni. Þátturinn Bókaskápurinn var skemmtilegur á föstudag, en þar voru kynnt 5 íslenzk ljóðskáld. Það er óhætt að bíða með ó- þreyju eftir „Bókaskápnum“, þar er alltaf eitthvað skemmtilegt að finna. Kvikmyndin á kugardaginn var mjög góð og skemmtiþáttur The Mittíhell Minstrels er alltaf léttur og skemmtilegur. Á mánudaginn sungu sjö syst ur létt lög og voru þær ágætur skemmtikraftur, en þær hafa áð- ur komið fram í sjónvarpinu í þætti Jóns Múla Á haustkvöldi. Það er ágætt að hafa Denna dæma lausa á dagskrá á sunnudögum, þá fá svo margir krakkar að vaka og horfa á sjónvarpið og Denni er vinsæll hjá þeim. Dagskrá mánudagsins var ágæt. Forsyte sagan er orðin geysilega vinsæl hér eins og annars staðar, þar sem hún hefur verið sýnd og það sitja víst flestir heima þau kvöld, sem hún er í sjónvarpinu. Syrpan var ágæt þetta kvöld eins og yfirleitt. Á þriðjudag hófst nýr Dur- bridge þáttur, Ævintýri í Amster dam og var fyrsti þátturinn mjög spennandi, pessi mynd virðist ætla að verða miklu skemmtilegri en sú síðasta, Leitin að Harry. Á miðvikudaginn var síðari hluti þáttarins í bókaflóðinu, sem Mark ús Örn Antonsson sá um. Þessi þáttur var allt öðru vísi og Kenrwraskólakórlnn undlr síjórn Jóffls Ásgeirssunar syngur í s|ónvarpi laugardaginn 28. desembar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.