Tíminn - 24.12.1968, Page 3

Tíminn - 24.12.1968, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 24. desember 1968. TÍMINN SÉRA JAKOB JÓNSSON, DR. THEOL: ÁLETRUN FRÁ PIRENE „Fæðingardagur guðs var veröldinni upphaf þess fagn- aðarboðskapar, sem hans vegna hefir verið fluttur.“ Þessi orð gætu vel verið úr kristinni jólaræðu. En þau eru það ekki. Þau eru áletrun frá Priene í Litlu-Asíu, 9 árum áður en Jesús Kristur fæddist. En svo einkennilega vill til, að sá guð, sem þarna er verið að tigna, er nefndur meS nafni í jólaguðsp.iallinu. Hann hét Agústus, og var keisari í Róma-i borg. Það var hann, sem fyrir- skipaði manntalið, sem olli því, að Jósef og María fóru til Betlehem. Þannig kemur Ágúst us við sögu, er Kristur fæðist — en sennilega hefði keisar- inn orðið meira undrandi yfir gleðiboðskap englanna um fæð- ingu frelsarans í fjárhúskofan- um, heldur en þeirri lofgerð, sem honum sjálfum var veitt sem guði og frelsara á afmæl- isdegi sínum. Ágústus stuðl- aði sjálfur mjög að tignun sinni, og vissi vafalaust vel, hvaða þýðingu hún hafði fyrir þá ríkisheild, sem hann stjórn- aði. Vér furðum oss ef til vill á því nú, að keisaradýrkun, sem þessi skyldi í fullri alvöru ná tökum á almenningi í mörg um og ólíkum þjóðlöndum. En fomþjóðirnar hugsuðu á margan veg öðru vísu en vér I gerum nú. Kelsarinn hafði ekki aðeins hið æðsta stjórnmála- vald, heldur réð hamingja hans árferði og veðráttu, gróða jarðar, friði og velgengni fólks ins. Keisarinn er talinn maður undra og kraftaverka. Hvers konar tákn fylgja honum. Hann er frelsari heimsins og fulltrúi hins guðdómlega á jörðnni.\Fréttin um fræðingu nýs keisara eða valdatöku hans er gleðiboðskapur. Hann merkir endurnýjun lífsins, björgun og frið. Og fleira kem- ur hér einnig til greina. Sá, sem flutti gleðiboðskap, var sjálfur gleðigjafi. Sá sem kom með fregn um sigur í hernaði friðarboð eða annað þessu líkt, var hann heiðraður með ýms- um hætti. Höfuð hans og vopn voru prýdd lárviðarsveigum, og söngvar voru honum sungnir við_ f órnarhátíðir. Út frá hugsunarhætti þeirra, sem trúðu á keisarann sem guð- dómlega veru, var engin furða, jjótt litið væri á fæðingardag Ágústusar sem upphafsdag mik ils fagnaðarboðskapar. Hér var um að ræða mikilmenni, sem stjórnaði heimsveldinu þannig, að honum tókst að halda í skefjum — öðrum keisurum fremur — ófriðaröflum samtíð- arinnar og koma á friði. Þess vegna varð til orðið pax aug- ustana, Ágústusarfriður, sem seinna breyttist í pax romana, hinn rómverska frið. Hið já- kvæða við þá friðarstefnu var skipulagsgáfa og lögvísi Róm- verjanna — en hið neikvæða var aftur á móti, að hér var um ^ð ræða vopnaðan frið, — sem byggðist á makalausri harðýðgi vopnavaldsins. Það var hinn vopnaði friður óttans gagnvart hörkunni. Þeir, sem ekki gerðu sér grein fyrir öðr- um grundvelli undir frið á jörðu, hlutu að líta svo á, áð fæðingardagur Ágústusar væri upphaf mikils fagnaðarboð- skapar. Meira að segja Melitó biskup og trúvarnarrithöfund- ur lét, að því er Evsebius sagn- fræðingur segir, hafa það eftir sér, að veröldinni hafi sam- tímis verið gefnir tveir frels- 3rar, Ágústus og Kristur. „Enginn getur þjónað tveim- ur herrum.“ Sjálfsagt hafa þó fleiri gert tilraun til þess en Melitó biskup. En flestir þeirra, sem af heilum huga trúðu á keisarann, litu á það sem ramm asta guðlast, sem englarnir sungu á jólanótt. Heiðingjarn- ir kölluðu kristna menn guð- leysingja, af því að þeir vUdu ekki taka þátt í dýrkun hinna mörgu goða, og þá ekki held- ur tignun keisaranna. Og þeim hefðu þótt það furðulegur fagn aðarboðskapur, að Jesús væri frelsari mannanna, til þess kom inn að flytja frið á jörð. Að hinu ieitinu kom það brátt í Ijós, að þeir, sem trúðu á Krist, gátu ekki lotið keis- aranum sem guðdómlegri veru. Og friðurinn, sem Jesús grund- vallar, er allt annars eðlis en sá hinn ágústínski friður eða pax romana. Sá, sem vill kynhast krist- inni trú, getur gert það með þrennum hætti. Fyrsta aðferð- in er að hlusta á predikun fagnaðarerindisins, fræðast um það af helgum ritum og út- skýringum þeirra, sem hafa sökkt sér niður í umhugshn um heilög sannindi trúarinnar. Önnur aðferðin er að rækja guðsþjónustur og kynnast helgilífi kristninnar. En þriðja aðferðin er að lifa sig inn í kristilegt samfélag, breytni og líf, eins og það hefir mótazt með íegurstum dráttum. Þetta gildir einnig um það, sem vér nefnum frið, eins og Jesús Kristur vekur hann og glæðir ineðal mannanna. Tilgangur jólahátíðarinnar er einmitt að sameina þessa þrjá þætti í eitt, fræðsluna, guðsdýrkunina og breytnina. Og allt í senn veit- ir oss skilning á því, að sá friður, sem Jesús flytur, er annars eðlis en friður keisar- ans. Það er friður milli guðs og mannsins friður milli mannanna innbyrðis, friður mannssálarinnar hið innra, sem síðan leitar út, eins og ljós- geislarir ganga út frá upp- sprettu ljóssins. Engin predikun um frið milli guðs og manna jafnast á við jólaguðspjallið sjálft. Þar sj^- um vér góðan guð nálgast oss mennina, niðurlægja sig til hins mannlega lífs í syndug- um heimi. Þegar þú í anda nálgast litla barnið í jötunni, sérðu ást guðs sjálfs blika í augum þess. Þetta litla barn er friðarboði frá guði sjálfum. Þar sérðu, að hvað sem þú kannt að hafa gert guði á móti, hatar hann þig ekki, útskúfar þér ekki, heldur réttlr þér höndina, eins og lítið barn, sem laðar fram hið bezta i sál þinni. Þarna er uppspretta jólafrið- arins. En friðurinn er einnig annað. Friður milli vor mann- anna sjálfra. Enginn fær lifað svo, að hann komist ekki í fleiri eða færri árekstra í lífi sínu. Skoðanamunur éinstakling anna, stefnumunur stórra flokka, og hvers konar hags- munabarátta — allt þetta, fyr- ir utan bað ósamlyndi, sem beinlínis á rót sína að rekja til skaplyndis og tilfinninga. verður orsök til óvildar og stundum haturs mannanna ínn byrðis. Það er svo aúðvelt fyrir oss að telja oss trú um, að j þessum efnum séum vér sjálf alveg saklaus, og allt sé öðrum að kenna. Og vert er þó ef til vill, hversu erfitt oss er að 3 Ágústus keisari yfirvinna sjálf oss til sátta við mennina, jafnvel þó að vér finnum með sjálfum oss, að engin syind sé í rauninni vesal- mannlegri en sú að halda við ófriði og ósætt og illindum, þegar möguleikar eru til sátta og friðar. En jólabarnið hefir þau áhrif á oss, að þrátt fyrir allt er þráin eftir góðvildinni sterkari en ella. Þegar sjálfur guð lítillækkar sig til sátta við mennina, — hverjir erum vér þá, að vér látum hrokann og mikillætið standa í vegi fyrir því, að vér getum rétt hver öðrum höndina í friði og góð- vild? Jólin hafa frá fornu fari hneigt huga mannsins til góð- vildar, til friðar og til með- aumkunar. Meira að segja þjóð legar jólavenjur hafa stuðlað að þessari tilfinningu öld eftir öld. Jólin eru friðarnóttin, frið ardagurinn, því að við jötu jólabarnsins erum vér öll eitt. Loks er það friðurinn hið innra. Jólin eru stundum nefnd hátíð barnannna. En jólagleði lítilla barna snertir oss hin eldri með þeim hætti, að vér finnum, að vér erum sjálf ekki annað en lítil börn frammi fyrir góðum guði, bræður og systur hans, sem í jötunni liggur. Og traustið á föðurnum veltir oss þann frið, sem vér raunverulega þurfum að eiga aHt vort líf. Bænin og vonin um frið fyllir hugi og hjörtu mann- kynsins. Jólaguðspjallið nefn- ir tvo, sem báðir hafa verið tognaðir, sem frelsarar og frið- arboðar, Ágústus og Jesús. Heimurinn reynir ennþá að fara leið Ágústusar, en þó finn um vér, að friðurinn í sönn- ustu og víðtækustu merkingu orðsins verður aldrei tryggður, nema með vatdi hans, sem engl arnlr sungu um á jólanótt. í Jesú sérð þú góðan guð, sem elskar þig. í Jesú sérð þú meðbróður þinn, sem þér ber að elska. í Jesú sérð þú sjálfan þig og þitt hlutverk i mannlífinu. Nái hanr. valdi yf- ir oss, er friður við guð, friður við mennina og friður í eigin 9áL Gleðileg jól. Amen. I I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.