Tíminn - 07.01.1969, Blaðsíða 3
ÞRIÐJTJDAGUR 7. janúar 1969.
TIMINN
Með
morgun-
kaffinu
Ari Arason var á unga aldri
við garðyrkjunám hjá Einari
Helgasyni í Gróðrarstöðinni.
Það henti Ar'a eitt sinn að
va'ka fram úr við drykk vor-
nótt eina, en kom þó stundvís-
lega til vinnunnar.
Einar. sem vissi, hver þrek-
maður Ari var, lét hann fara
að tnoka holur í beð, sem
hann ætiaði að setja trjáplönt-
ur í.
Þetta gengur fljótt og vel
hjá Ara, svo að Einar fæ-r
bonum trjáplöntur og biður
hann að gróðursetja þær. En
þá vill svo slysalega til hjá
Ara, að ræturnar á flestum
plöntunum snúar upp.
Einar tekur eftir þessu,
gengur til Ara og segir:
„Nei, Ari minn. svona setur
maður nú ekki niður trjáplönt-
ur.“
Þá segir Ari rólega:
„Já, en þetta er nú tilrauna-
stöð. Mætti ekki gera tilraun
með það?“
— Fjandi er ég hress. Heyrðu kona, hringdu fyrir mig í vinnuna
og segðu að ég sé veikur.
Bókari á opiniberri skrifstofu
hér í bænum hafði nýlega
fengið stóran skjalaskáp, en
þurrð var á þeim á skrifstof-
unni.
Einn skrifstofumannanna
réðst því í það að biðja bók-
arann um eina skúffu í nýja
skápnum, en vissi þó, að hann
mundi sár á plássið í honum.
Bókarinn var heyrnardauf-
ur.
Skrifstofumaðurinn bar nú
upp er'indið, en bókarinn tek-
ur því mjög dauflega, og sér
skrifstofumaðurinn, að hann
muni far'a erindisleysu. Hann
slær því út í aðra sálma, og
þar sem þrjár nýjar stúlkur
voru fyrir skömmu komnar á
skrifstofuna, segir hann:
„Þær eru gróflega snotrar
þp/isar nýju stúlkur."
Bókaranum heyrðist hann
segja „skiúffur“ og svar'ar:
„Já, ég tek þær líka bráð-
lega «llar í notkun!“
Kvenréttindakonur komu á
fund Árna Bálssonar prtófess-
ors til að biðja hann að halda
rteðu á samkomu einn hátíðis-
dag þeirra.
Árni tók dauflega i það og
lét sem honum þætti lítið til
kvenréttindabröltsins koma.
Hann svaraði meðal annars:
„Ég veit ekki betur, en kon-
ur hafi mikil forréttinda fram
yifir karla.“
„Nú, hvernig má það nú
vera?“ sögðu konurnar.
„Hvenær hefur það heyrzt,
að konu væri kenndur krakki,
sem hún á ekki,“ sagði Ámi
þá.
Magnús Torfason átti eitt
sinn í sennu við andstæðinga
sína á fsafii'ði.
Einn andstæðinga hans brá
honum um, að hann hefði oft
haft pólitísk fataskipti.
Þá gellur við Sigurður Krist-
jánsson alþingismaður:
„Það þýðir ekki að vera að
tala um fataskipti í þvi sam-
bandi, um mann, sem er póli-
tískt nakinn."
„Gaefa fylgir trúlofunar-
hringunum frá Sigurþór," er
þekkt auglýsing frá Sigurþór
úrsmið.
Einu sinni kemur maður til
Sigurþórs og er hinn æfasti
og segir auglýsingar hans hið
mesta skrum.
„Kærastan mín sagði mér
upp hálfum mánuði eftir, að
ég keypti af þér hringana,“
sagði hann.
„Já, er það kannske ekki
gæfa, þegar þær svikja svona
strax?“ svaraði Sigurþór.
Er það fyrir þetta, sem við borgum 150 krónur á tímann?
Svona getur farið fyrir fólki,
sem er að burðast við að
megra sig. Stúlkan þessi, sem
nefnist Jana Wasile, lifir naum
ast glaðan dag framar, enda
ekki von. Ólíkt hefur hún ver-
ið álitlegri og þrifalegri áður
en hún byrjaði að borða megr-
unarkexið, en eftir á. Feitar
og þrifalegar stúlkur hafa
ávallt verið vinsælli en hor-
renglurnar af mjög skiljanleg-
um ástæðum. Kannski getur
einihver fróður maður sagt
vesalings Jönu hvernig hún
getur fitnað aftur, og þar með
tekið gleði sína á ný. Ekkert
er ómögulegt, ef vilji er fyrir
hendi!
Á næsta sumri munu verða
tuttugu og fimm ár liðin frá
því að herir bandamanna stigu
á franska grund, og hófu sókn
sína, sem leiddi til þess að
Þjóðverjar urðu að láta undan
síga í Frakklandi.
Frakkar hyggjast minnast
þessa atburðar veglega í júní
næsta sumar. Meðal annars
mun mikill fjöldi áhugamanna
um fallhlífarstökk stökkva úr
flugvélum yfir þorpinu Saint-
Mere-Eglise. Fallhlífarstökk-
mennirnir munu verða af
mörgum þjóðernum, Bretar,
Frakkar og Bandarfxjamenn
fjölmennastir. Fallhlífarstökk-
ið mun vera hápunktur hátíð-
arhaldanna sem haldin verða í
tilefni þessa markverða atburð
ar.
Þessi pelskiædda stúlka varð
á vegi okkar Tímamanna um
daginn, og sagði hún, að sér
fyndist þetta alveg makalaust
með veturin", hversu seint
hann virtist ætla að koma,
hún væri fyrir löngu síðan bú-
in að undirbúa sig fyrir komu
hans, eins og kannski sjá má
á meðfylgjandi mynd. Annars
kvartaði stúlkan þessi undan
því að hún vekti mikla eftir-
tekt á götum bæjarins svona
pelsklædd, en við sögðum
henni að það væri reyndar
ekki nema von, þar eð það
væri næstum stórviðburður að
mæta svo ríkulega búnu fólki
á þessum síðustu og verstu
tímum. Stúlkan sagði að i út-
löndum væru pelsar sem þessi
að verða mjög vinæll fatnað-
ur, þótt að almenningur væri
ekki fær um að eignast hann,
hins vegar /æru skrautgjarnir
karlmenn mjög farnir að
skarta flíkum sem þessum. Við
Tímamenn tjáðum henni, þá
að engan islenzkan mann
þekktum við sem ætti pels,
nema ef vera kynni að við
hefðum séð einum og einum
bregða fyrir einhvers staðar í
nánd við Morgunblaðshöllina,
en náttúrlega er það ekki að
marka, þeir eru svo andskoti
ríkir þar, og langt yfir almúg-
ann hafnir í efnalegu tilliti að
minnsta kosti Annars sögðum
við stúlkunm eina ágæta sögu
af litlu íhaldsbarni, og því
sjálfsagt að iáta hana fljóta
með hér: Lítill drengur var 1
heimsókn h.p. nágrannakonu,
og sá hana taka gamlan pels
út úr fataskáp Drengurinn
leit pínulítið hissa á konuna
og sagði: „Átt þú pels? „Já“
svaraði konan. „Er nokkuð at-
hugavert við það?“ „Nei, svar-
aði stráksi. oe þagði síðan um
stund, svo sagði hann:
„Mamma á tvo*'.