Tíminn - 07.01.1969, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.01.1969, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 7. janúar 1969. TÍMiNN l\rist|an rnoriKsson: iri Alin AC EFTA I5LAND Ou crTA lift. @'1 v • ' ' ■• 1 4; [ Svar viö grein Sigurðar Gizurasonar Reynslau af Efta og Ebe. Bretar hafa nú þegar hunzað Efta-samninginn. í Kta-skýrslunnni er við- höfð talsverð viðleitni í þá átt, að láta líta svo út, sem reynslan af Efta sé þegar orð- in mikil og góð. Þetta er fjarri sanni, því það rétta er, að r'aunveruleg reynsla af ágæti þessa sam- starfs er nánast engin, svo byggt verði á. Til þess er tím- inn allt of stuttur síðan þetta samstarf hófst. Rétt er það að vísu, að kola- og járnsamsteyp- an mun hafa gert gagn, en það samstarf var hafið milli Ebe- landanna, löngu fyrir daga bæði Ebe og Efta. Hitt er líka rétt, að svo virtist í fyrstu, þ. e. fyrstu 3—4 árin eftir að Efta var stofnsett, þá virtist eins og samstarfið hefði viss örfandi áhrif á viðskipta- lífið, en nú hafa aítur á móti komið fram alvarleg vandræði, bæði innan Efta og Ebe. Eng- land hefur hundsað sinn eiginn Efta-samning og sett ýmist á tolla- eða innflutningshindran- ir og má nú segja, að Efta- samningurinn sé að vissu leyti úr sögunni. Þetta með tollinn á freðfiskflökum er þó varla nefnandi í þessu sambandi, þvi að það hefði aldrei haft neitt gildi fyrir okkur hvort sem var. Blaða moldviðrið um fisk- flakatollinn var aðeins áróð- ursbragð, sem Efta-sinnar reyndu að notfæra sér (sbr. fyrri grein). Hin örfandi áhrif, sem bandalögin virtust hafa í fyrstu eru skiljanleg. Sem dæmi má nefna til skýringar þessu fyrirbrigði um örfun- ina, að þegar t. d. 3 lönd, sem öll framleiða bíla, ætla sér öll, hvert um sig að reyna að ná aukinni hlutdeild í heildar- markaðnum (100 milljóna markaði) þá leggja þau í ýms- an fjárfestingarkostnað, sem verkar örfandi i bili. En nú stækkar ekki markaðurinn í heild, þó hon- um sé slegið saman. Eitt bílafyrirtæki varð að slá annað út, til þess að ná vinningi við samruna markaðs- ins. Það hlaut að verða á kostnað einhvers annars bíla- fyrirtækis. Þetta varð líka reynslan innan Ebe. ítaiia sló hin löndin út, að þvi er bfl- ana snerti, og kom það þó einkum niður á franska bíia- iðnaðinum. Þetta gekk svo langt, að franskir stjórnmála- menn urðu að grípa til sér- staicra ráðstafana til að koma í veg fyrir að Fiat gleypti mik- inn hluta franska bílaiðnaðar- ins. Kostnaðaraukning við að reyna að ná undir sig stækk- uðum markaði kom svo í bak- seglin. Ókyrrð og vandræði á peningamörkuðum álfunnar að undanförnu, stafar vafalaust að verulegu leyti, ef ekki fyrst og fremst, af þeim göllum og hættum og óvissu, sem það hefur í för með sér, að skella saman mörkuðum. Langt er frá, að séð sé fyrir endann á þeim vandkyæðum, sem nú eru í uppsiglingu í Evrópu og við fréttum um daglega. Kostir þess, að haía markað- ina dálítið „sundurhólfaða", ef svo mætti segja eru meiri, en sýnast kann í fljótu bragði Vandkvæði sem skapast á ein- um stað, breiðast síðar út, ef afmörkun hæfilegra markaðs- heilda er fyrir hendi. Heimskreppan mikla hefði sennilega aldrei orðið svo stór- felld, sem hún varð, ef Banda- ríkin hefðu ekki öll verið einn markaður. Nú er ég ekki að halda því fram, að rétt sé að fara að reisa tollmúra, þar sem þeir eru ekki fyrir hendi, en hitt er varhugavert að slá saman mörkuðum, sem áður hafa ver- ið aðskildir um langan tíma. Helzta „glansnúmerið“ að því er snertir „reynsluna“ af Efta er Noregur. Þar hefur hagvöxtur verið örari árin 1959—65 (eftir inngöngu í Efta), heldur en 1954—59. Helzta skýringin mun þó sú, eins og segir í Efta-skýrslunni: „að Norðmenn virðast hafa átt greiðari aðgang að erlendum lántökum til iðnaðaruppbygg- ingar, sem stuðlaði að því að fjármunamyndun tók að auk- ast meir eftir stofnun Efta .. “ Mest af fjárfestingunni, sem að verulegu leyti er erlend, var raunar búið að ákveða fyrir daga Efta, svo ómögu- legt er að segja, hver þáttur Efta er í þessu máli. í Efta- skýrslunni stendur, að árleg aukning útflutnings frá Nor- egi árin 1959—65 mundi hafa orðið 8% þó Efta hefði ekki notið við, en varð 9%, þ.e.a.s.: 1% aufcning þakkað Efta, en, takið nú eftir: innflutningur jókst líka vegna Efta, þannig að greiðsluhalli Norðmanna á vörum og þjónustu árið 1965 varð 125 milljónir dollara. En ávinningur eða hagstæð áhrif frá Efta á inn- og útflutning Norðmanna, t. d. árið 1965 er af mönnum velviljuðum Efta talinn hafa verið um 15 millj- ónir dollara. eða sem svarar 4 dollarar á mann. Skuldir Norð- manna út á við hafa stórauk- izt á þessum árum. Líklegast sýnist mér að álykta að Efta hafi, þegar á allt er litið, eng- in jákvæð heildaráhrif haft í Noregi. Um Danmörku má svipað segja. Svo segir í Efta-skýrslu um Dani: „Einnig hafa Danir breytt um stefnu að verulegu leyti, hvað snertir innflutning fjármagns frá því sem áður var, sem gerði þeim fremur kleift að afla sér fjár með langtímalánum erlendis til að mæta greiðsluhalla út á við. Ég spyr: Er þetta fyrir- myndin? Og ég vil bæta við upplýsingum, sem ég hef ann- ars staðar frá, að erlend auð- félög eru nú sem óðast að ryðjast inn í dönsku vöru- dreifinguna (bæði smásölu og heildsölu) og gera þannig danskt framtak óþarft í vax- andi mæli á því sviði. Að þvi er Finnland varðar er erfitt að greina áhrif Efta. En varla mun allt hafa leikið 1 lyndi. Finnar urðu að fella gengi gjaldmiðils síns vegna ó- hagstæðs greiðslujafnaðar fyr- ir rúmu ári. Annars gæti efna- hagsþróun Finna verið lær- dómsrík fyrir íslendinga, al- veg burtséð frá Efta-málinu; þeir hafa lengi haft í gangi eins konar gengisfellingarvél. eins og við, þ. e. víxlhækkun kaupgjalds og verðlags, sem t. d. leiddi til þess að þeir urðu að breyta skráningunni þrisvar frá 1949—1958. Ætti samanlögð reynzla okkar og Finna að geta orðið okkur til viðvörunar — að því er varðar kaupgjalds- og verð- lagsmál. Áhrif Efta á Svíþjóð og Sviss virðast hafa verið næsta lítil. í heild má svipað segja um Bretland. Aftur á móti sýmst augljóst að áhrif Efta á Aust- urríki hafa verið neikvæð. þótt erfitt sé að slá þvi föstu. A.m.k. virðist aðildin engan úrslitavanda hafa leyst þar í landi. Um þann hagvöxt. sem virt- ist koma fram í Efta-löndum fyrstu árin eftir stofnun Efta. tel ég fjarstæðu að þakka Efta. (hugsanlegt þó. hvað Noreg snertix að litlu leyti). Hitt liggur í augum uppi, að þessi hagvaxtarörvun átti rætur í óvenju mikilli eftirspurn í Bandarikjunum á þessu tíma- bili, svo og í Ebe-löndum, en það var tilviljun, að fyrstu ár- in eftir stofnun Efta voru við- skiptaleg uppgangsár, en sem kunnugt er gengur hagvöxtur oft nokkuð í sveiflum. Enn er margt ótáiið af vandkvæðum við að ganga í Efta. Atvinnuvandamálið (atvinnu- leysið) hefur þegar verið nefnt. Annar vandi er svo gjaldeyr- isstaða sú, sem mundi leiða af takmarkalausum innflutningi, ótolluðum. Þriðja vandamállð er svo að ná tekjurn í ríkis- sjóð, í stað þeirra fjáröflunar- tolla og verndartolla, sem rík- issjóður hefur tekið af inn- flutningnum, en yrði nú að ná inn með enn . hækkuðum sölu- skatti, húsa- eða íbúðaskatti o.s.frv. Til viðbótar þessu öllu, kem- ur svo það, að stórfelld vand- ræði rísa upp í sambandi við viðskiptin við Austantjalds- löndin. Þótt margar vörur það- an séu góðar, og okkur hafi verið þau viðskipti hagstæð á margan hátt, þá mun reynast torvelt að viðhalda þeim, eftir að allar vörur frá Vestur- Evrópu verða hér tollfrjálsar. Ekki mundu Bandaríkin væntanlega sætta sig við það að við létum þau búa við verri tollakjör heldur en Vestur- Evrópulöndin. Hætt er við að þeir kynnu að leggja auknar hömlur á innflutning okkar til þeirra af freðfiski o. fl„ ef vörur frá þeim verða fyrir mikilli tollamismun hér, sam- anborið við vörur frá Vestur- Evrópu. Þannig rís einn vand- inn af öðrum Vandkvæði við bandalöghi sífellt að koma betur í ljós. Ef athugað er t. d. hvernig Frakklandi hefur vegnað inn- an Ebe, þá kemur ljós, að eftir að Frakkar sluppu úi styrjöldinni í Indó-Kína og Algier, þá urðu framfarar í iðnaði Frakka, þvi mikið fé var lagt í að byggja hann upp. Þrátt fyrir það er nú að koma æ skýrar í ljós, að þeir menn sem vöruðu við inngöngu Ebe á sínum tíma hafa haft rétt fyrir sér Það mun koma enn glöggar í ljós alveg á næstunni. Frjálsræði í viðskiptum æskileg. Eftir síðari heimsstyrjöldina var því lýst yfir, að reynt skyldi að halda sem frjálsust- um viðskiptum um allan heim. Gatt og alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn, og ýmsar stofnanir Sam- einuðu þjóðanna eru afsprengi þessara hugmynda. ísland er í Gatt, og ætti það að duga okk- ur til stuðnings við þátttöku okkar í alþjóðaviðsfciptum. Stofnun sérbandalaga, eins og Efta og Ebe, sem raunveru- lega eru í eins konar styrjöld innbyrðis og við allan umheim- inn, er spor aftur á bak í þessu efni, og sízt er ástæða fyrir okkur að leggja örlög okkar, með bersýnilegri á- hættu, en nálega engri vinn- ingsvissu, undir duttlunga þess hákarlaleiks, sem nú fer fram í Vestur-Evrópu. Efta — grein Styrmis Gunn- arssonar í Morgunblaðinu 7. des. 1968. Þessi grein er furðuleg rit- smíð. Hann hleypur mjög laus- lega yfir það atriði, hvort það muni vera íslandi hagkvæmt að ganga í Efta. Hann segir í lok greinarinnar, að reynsla annarra þjóða af samstarfinu í Efta hafi verið mjög jáfcvæð (sem er í aðalatriðum rangt), en svo heldur Styrmir áfram: .. og þess vegna er engin fyrirfram ástæða til að ætla að það sama geti ekki átt við o^k- ur!“ Jú, hvers vegna kasta menn sér ekki ótilneyddir út á sextugt dýpi, án þess að vita hvort þeir kunna að synda? Án þess að færa nokkur rök að 'því, að það mundi hag- kvæmt íslandi að ganga í Efta, snýr Styrmir sér að því af mikilli tilfinningu að bolla- leggja um möguleika ofckar til að komast inn, og dáist að því hvað ýmsir aðilar séu okkur „vinveittir" i þessu efni. Raun- ar efast ég ekki um, að marg- ir þeirra mundu hika við að greiða götu okkar inn í Efta, ef þeir þekktu aðstæður. Ýms- ir þeirra þekkja meira til iðn- aðarmála, en flestir þeir skrif- borðs-haukar íslenzkir, sem nú vilja í þekkingarleysi sínu hrapa að þvi ráði. sem lík- legast væri til að leggja efna- hagslíf okkar og síðar sjálf- stæði í rúst. Ég lýk nú þessum köflum að sinni, með þvi að vitna i hinn kunna stjórnmála- skörung og íslandsvin, Willy Brandt. Það er ekki mikið tiðk- að hjá slíkum möhnum að gefa öðrum þjóðum ráð — Willy Brandt gat ekki orða bundizt um þetta efni — og lét í tjós þá skoðun — að innganga í Efta mundi ekki henta íslend- ingum. 3. GREIN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.