Vísir - 04.09.1977, Page 4
4
Sunnudagur 4. september 1977 VISIF
vert mikið um teiknimynda-
þætti i sjónvarpinu. Gallinn er
bara sá að þeir eru margir
hverjir framleiddir utan Bret-
lands — i Bandarikjunum og
Austur-E vrópulöndum. Það
sem maður þarf fyrst og fremst
aö gera til þess að fá verkefni i
þessari grein er að vera dugleg-
ur við að komast i persónulegt
samband við stjórnendur
stúdióanna, þ.e. hringja alltaf
öðru hverju sjálfur og athuga
hvort þeir séu með einhver
verkefni á döfinni. Þá á ég ekki
við að maður fái verkefni vegna
þess að maður þekkir mann sem
þekkir mann og þess háttar
kunningsskapar. Slikt þýðir
ekkert. Maður þarf fyrst og
fremst að sýna hvað maður get-
ur, t.d. með þvi að fara með
sýnishorn af einhverju sem
maöur hefur gert. Stúdióin eru
yfirleitt mjög tortryggin og
maður verður að sanna að mað-
ur geti eitthvað og að hægt sé
að treysta manni, áöur en þau
eru tilbúin til að fá manni fullt
verkefni i hendur.”
FRAMTIÐIN
Helga segir að vel megi draga
fram lifið á þvi aö vinna við
teiknimyndagerð, og sé „free-
lance” vinnan heppilegri aö þvi
leytinu, m.a. vegna þess að þá
er hægt að draga eigin áhöld og
tæki frá skatti. Og ef menn
vinna við auglýsingateikni-
myndir eða ef yfirvinna er mikil
þá sé þetta prýðilega borgað.
Þeir sem séu gráðugastir i pen-
inga reyni að vinna sem mest
við auglýsingar.
„Já, já, ég ætla að halda á-
fram i þessu. Ég er ekki enn
komin inn i teiknimyndageröina
sjálfa að marki. Ég hef mestan
áhuga á „animation”, þ.e. hinni
eiginlegu teiknimyndagerö. Ég
þarf að vera hérna svolitiö leng-
ur áður en ég kemst-heim að
minnsta kosti. Að þvi stefn-
ir maður alltaf. Ég held ég
myndi reyna að starfa „free-
lance” að þessu heima og vona
að grundvöllur sé fyrir þvi, -
hvort sem er við gerð barna-
þátta eða titla fyrir sjónvarp,
auglýsinga eða annars. Jú,
vissulega hefur maður ýmsar
hugmyndir sem gaman væri að
geta framkvæmt, t.d. sögur sem
maður hefur lesið sem mann
langar til að gera eitthvað með i
teiknimynd. En það er ógerlegt
að segja hvort timi gefist til
sliks, og svo er allur búnaöur til
teiknimyndagerðar rándýr.”
LOPAPEYSUM
FÆKKAR
Hún segist kunna prýðilega
við að búa i London.
"Ég hef að visu ekki veriö með
heimili á Islandi, — aðeins
skroppið heim i frf þessi átta ár
—, þannig að ég hef ekki saman-
burð. En hér er margt hægt að
gera, og miklir möguleikar til
aö njóta þess sem maður hefur
mestan áhuga á, — fara i kvik-
myndahús, leikhús, konserta og
þess háttar.
Þaö er ómögulegt að segja
hvenær maður drifur sig i aö
fara heim til Islands. Við Einar
erum bæði smátt og smátt aö
koma okkur fyrir atvinnulega,
tækifærum fjölgar og þegar
þetta er þannig farið aö rúlla
upp á sig getur farið að teygjast
úr dvölinni. Það er eiginlega
vonin sem hefur haldið okkur
hérna þessi ár. Jú, vissulega er
nokkur óvissa þvi fylgjandi að
við erum bæði „free-lance”,
höfum ekki fastan atvinnuveit-
anda. Afturámóti er þetta lika
spennandi og tilbreytingarrikt
einmitt vegna óvissunnar. Það
hafa komið timar þar sem mað-
ur hefur fariö að hafa áhyggjur
af afkomunni. Þá hef ég fariö að
prjóna lopapeysur. En það var
nú meir hér áður fyrr!”
— AÞ.
EINSDAUÐI
ER
ANNARSBRAUÐ
Texti: páll stefánsson
I viðtölum við hljómlistar-
menn um Presley er hann lofað-
ur upp i hástert. Þeir keppast
við að segja hve mikil áhrif
hann hafi haft á þá sem söngv-
ara. A sama tima komu bresku
tónlistarblöðin hingað til lands.
Og viku gamlar fréttir sem
höfðu alltaf dugað til þessa voru
orðnar úreltar. Þeir dómar, að
siðasta litla plata Presleys væri
„less than zero”eða lélegri en
ekkertvoru gleymdir um leiö og
hann dó, konungurinn sem var
fyrir löngu hættur að stjórna.
Ég geri þetta með Presley að
umtalsefni vegna þess aö þó
Presley hafi verið fyrir löngu
hættur að seljast og það séu ein
tuttugu ár siðan hann var á
toppnum syrgðu hann milljónir
manna um allan hinn vestræna
heim. Það er eins og ef þú kemst
einhverntima upp á toppinn þá
ererfiðara að komast niður aft-
ur. Viö hér á tslandi förum ekki
varhluta af þessu. Það eru alltaf
sömu gömlu nöfnin sem popp-
siður dagblaðanna hafa viðtöl
við. Bara misoft eftir hvar á
tindinum þeir standa. Timinn
stendur ekki i stað, og poppar-
arnir svokölluðu fara áöur en
langt um liður að nálgast fer-
tugsaldurinn. Tónlistin er aö
veröa mikið átakalausari en
hún var. Það vantar allt nýtt,
einhverja heiðarlega tilraun til
þess að skapa eitthvaö frum-
legt.
Að komast áfram.
En hvaöa möguleika á hljóm-
sveit sem er að byrja í dag að
komast á toppinn. Amundi Am
undason stórumboðsmaður
sagöi aö þaö gætu allir komist á-
fram bara ef þeir væru nógu
góöir. Hann sagði að það vildi
oft brenna við að þegar nýjar
hljómsveitir kæmu út i þennan
bransa þá væru þær alls ekki
nógu samæfðar. Þeir væru ef til
vill búnir að vera saman aöeins
á annan mánuð og þætti það al-
veg nóg. Og siðan þegar þeir
komast út í bransann af alvöru
verða þeir undir og gefast bara
upp. Strákar með græjur á
þriðju milljón. Litlu húsin úti á
landi taka þessar hljómsveitir
hiklaust og troöfylla hjá sér. En
i húsunum hér i bænum og stóru
húsunum úti á landi svo sem
Festi, þýðir litið annað en aö
bjóða upp á þekkt nöfn. Annars
eru þau hálftóm.
Amundi sagöi að hann væri ó-
vinsæll maður fyrst og fremst
vegna þess að hann hafnaði svo
mörgum hljómsveitum sem
kæmu til hans i atvinnuleit.
Hann sagðist vilja hafa fáar
hljómsveitir og koma þeim al-
veg upp á topp. Hann kærði sig
ekkert um margar hljómsveitir
sem hann gæti litið sem ekkert
gert fyrir.
Möguleikar litlu hljómsveit-
anna eru mun minni nú en t.d. i
fyrra i hljómplötuútgáfu. Am-
undi sagði að markaðurinn heföi
dregist það mikið saman frá þvi
i fyrra vegna offramboðs aö út-
gáfa á hljómplötu litt þekktrar
hljómsveitar væri dauðadæmd
fjárhagslega. Þó hefði plata
Deildarbungubræðra selst
þokkalega, þó litið hafi gengið i
upphafi.
Gott dæmi um það hve þessi
poppheimur er fáliðaður er þeg-
ar Pétur stofnaði Paradis á sin-
um tima með mönnum sem
höfðu ekki verið i fremstu vig-
linu áður. En áður en ár var lið-
iðfrá stofnun hljómsveitarinnar
höfðu önnur og þekktari nöfn
tekið sæti i hljómsveitinni en
hinir látnir fara. Þegar Paradis
fer á stað er jarövegurinn rudd-
ur fyrir þá. Þeir eru orðnir
besta hljómsveit landsins, —
alla vega besta hljómsveit Dag-
blaðsins —, áöur en þeir koma
fram opinberlega.
Fréttir
Alltaf öðru hverju eru birtar
hér fréttir um að þessi og hin is-
lensk hljómsveit sé að sigra
heiminn. Hver man ekki eftir
öllu umtalinu um Change, eöa
þær vonir sem bundnar voru við
samning Gunnars Þóröarsonar
og Lee Kramers. Plata Gunnars
kom út fyrir allnokkru og var
henni dreift um öll Bandarikin
bæði til útvarpsstöðva og ann-
arra álika stofnana. Ekkert
virðisthafa verið gert til þess að
fylgja þessu eftir, svo að þær
sögur sem gengið hafa manna á
meðal að Gunnar eigi eftir
að verða ein stjarnan i banda-
riska fánanum virðast eiga
langt i land með að vera sannar.
Það þarf vist meira en að vera
góður til þess að komast á topp-
inn erlendis.
Erlendis er allt að verða vit-
laust út af hinu svokallaða
ræflarokki. Einhver endurnýj-
un er þar að eiga sér stað. En
hvað með tsland? Eru einhver
ný nöfn að koma upp á himin-
inn?Amundi sagði að sú endur-
nýjun sem ætti sér stað hér væri
hægfara. Helst á þá lund
að nýirmenn kæmu inn i þekkt-
ar hljómsveitir. Þó hefur til-
koma hljóðupptökustúdióanna
breytt mjög miklu. Nokkrir tón-
listarmenn hafa aðeins orðið
þekktir fyrirhljómplötuleik, svo
sem Þokkabót, Randver, Rut
Reginalds og Megas. En þrátt
fyrir það að hljómverin hafi
breytt miklu hafa þau fest
gömlu nöfnin enn betur i sessi.
Það er aðeins litill hópur sem
kemur nálægt nær öllum þeim
plötum sem gefnar eru hér út.
Ef ekki sem aðalmenn þá sem
„sessionmenn” eða útsetjarar.
Deildarbungubræður
Hver er formúlan fyrir þvi að
verða frægur. Kristinn Sigur-
jónsson bassaleikari Deildar-
bungubræðra sagðiað það væru
umfram allt fjölmiðlar. Þá sér-
staklega útvarp og sjónvarp.
Hann sagði að plata þeirra
Deildarbungubræðra hefði
komið út um fimm dögum fyrir
jól og hefði þá hreinlega tinst.
En siðan fengu þeir að koma
Tram i sjónvarpinu og þá hefði
allt farið að ganga. Til þess að
fylgja þessu eftir þá hefðu þeir
farið i reisu um landið, sem
hefði gengið mjög vel. ,,Það
þýðir ekkertað bjóöa fólki upp á
eitthvað nýtt.Fólk vill hlusta á
eitthvað sem það kannast viö.
Það vill fá eitthvað fyrir pening-
inn. Það þýðir ekkert að bjóða
fólki upp á nýja frumsamda tón-
list. Þegar fólk fer á böll, þá er
það komið til þess að dansa,
ekki hlusta. Eftir þessu lögmáli
förum viö i Deildarbungubræðr-
um. Það er helst i Klúbbnum á
fimmtudögum og i Tjarnarbúð
sem fólk kemur til þess að
hlusta. Og þótt okkar prógram
séekkert sniðið fyrir þessa staði
heldur fyrir staðina úti á landi
var okkur mjög vel tekið á þess-
um stöðum.
„Plötur eru aftur á móti ann-
ars eðlis en dansiböll”.
Vegna þess hve okkar fyrsta
plata gekk vel, erum við nú i
Hljóðrita að vinna að nýrri plötu
sem öll er frumsamin. Ég held
að ef maður komist inn á gafl
hjá fjölmiðlum þá er maður ör-
uggur um að komast áfram.
Annars finnst mér töluverður
klikuskapur í þessum bransa.
Það sitja sömu mennirnir að öll-
um lykilstöðunum. Bæði hér i
Hljóðrita og svo i fjölmiðlum.
Studfótiminn er dýr og þvi
leita tónlistarmenn frekar til
manna sem hafa reynslu og að-
stöðu. Það hlýtur að vera blóð-
ugt að borga um 10.000.- fyrir
timann og standa ef til vill uppi
með marga tima sem nýtast
ekki.”
„Poppdálkar blaðanna hafa
ekki verið nógu vakandi. Þeir
kljást við það sama
ef þeir eru til á annaö borð. Ég
held til dæmis að fólk verði
mjög undrandi að einhver
Kristinn Sigurjónsson er i við-
tali I Visi. Fólk er ekki vant þvi!
„Annars er enginn.'*asy living’að
komast á toppim. Þetta er
vinna og aftur vinna. Og að fá
tækifæri til þess að vinna að
plötu, er alveg stórkostleg lifs-
reynsla. Og ég vil taka það fram
að Tony Cook gerir þá reynslu
sinu áhrifameiri.”
Hvort Deildarbungubræður
verða sómi Islands, okkar
Presley er ekki gott að segja þvi
eins dauði er annars brauð!
—p. stef.
Presley er látinn. Ég held að sú frétt hafi farið
fram hjá fáum. Fjölmiðlar hafa verið fullir af
minningargreinum um hinn látna rokkkóng. Með
dauða hans sannast enn einu sinni hið gamla mál-
tæki: eins dauði er annars brauð. Það voru ekki
liðnar 24 stundir frá dauða hans þegar i Banda-
rikjunum kom út bók þar sem æfi hans er rakin.
Meira að segja hér uppi á íslandi er rykið dustað
af nokkurra ára gamalli hljómleikamynd af
kappanum. Presley plötur sem ekki höfðu selst i
nokkurn tima seljast nú eins og heitar lummur.
Hljómplötuverslanir voru alls ekki viðbúnar hin-
um snögga dauða hans og urðu þvi fljótt uppi-
skroppa með plötur hans. Það er að segja i þeim
verslunum sem hann fékkst i. Þvi æði margt
hafði farið fyrir litið á siðustu útsölum.
Change — biðin eftir heimsfrægðinni