Vísir - 04.09.1977, Qupperneq 7

Vísir - 04.09.1977, Qupperneq 7
7 VISIR Sunnudagur 4. september 1977 Hábstefnuhúsib I Rönneberg I Svlþjóö, þar sem rætt var um kvikmyndir og söfn sumarið 1976. Björnsson. „bað mætti hugsa sér að maður frá safninu gæti slegist i föt með sjónvarps- mönnum, þegar þeir fara i heimsóknir sinar út á land. Slík- ur maður gæti komið auga á ýmislegt vegna fagþekkingar sinnar sem fréttamenn ættu á hættu að missa af. Ég héf fært þetta i tal við forráðamenn sjónvarps, en ekki hefur enn orðið afsamvinnu. Einnig finnst mér koma til álita að halda til haga bæði afgöngum úr frétta- filmum, sem flestir enda i ruslakörfunni og þeim frétta- myndum sem ella yrði fleygt, auk annars efnis sem annars yrði hent. Það er akkúrat mat fréttamannsins i dag, sem ræð- ur þvi hvað sýnt er eða varð- veitt. Kannski þættihinn hlutinn miklu merkilegri eftirsosum 10 ár. Maður sér þetta bara á t.d. á myndunum hans Óskars Gisla- sonar. Um þetta leyti sem hann var að, heyrði ég talað um að þetta væri nú ósköp ómerkilegt. Hann væri nú ekki upp á marga fiska. En svo þegar maður sér þetta 25-30 árum seinna, þá eig- inlega fellur maður i stafi yfir þvihvað það er andskoti gaman að hann skuli hafa tekið þessar myndir.” Varðveisla. ®öll kvikmyndagerð, hvort heldur er leikin kvikmynda- gerð, heimildarmyndagerð eða þjóðháttamyndagerö leiðir óhjákvæmilega til stofnunar kvikmyndasafns, sem hefur þaö hlutverk, aö varðveita a.m.k. eitt eintak af hverri kvikmynd (sbr. skyldueintök bókasafna) og hafa á öörum að skipa ýmist til útláns eða eigin sýninga. Enn sem komiö er hefur þetta m<ál ekki hlotið fylgi hér á landi, o@ þess vegna er það litla sem tekiö hefur verið af kvikmyndum hér igegnum árinýmistá góöri leið með að skemmast vegna óvið- unandigeymsluskilyrða eða það er með öllu glatað. Arni varð áþreifanlega var viö það á ráð- stefnunni hverjum augum gest- irhennar lita á þessi mál. Hann hafði sankað að sér nokkrum kvikmyndum til fararinnar, þar á meðal hinum sigildu Islands- myndum. Að auki haföi hann með sér kvikmynd, sem áhuga- maður hafði tekið af 1. mai göngu i Reykjavik árið 1942. Að aflokinni sýningu hennar sagði Arni við ráðstefnugestina: ,,Ég sýndi ykkur nú þessa mynd mest i briarii. Þetta er einasta eintakið, sem til er af þessari mynd. Hún er ekki gerö af neinum metnaði, hún er sjálf- sagt tæknilega mjög ófullkomin. Finnst ykkur ástæöa til að varð- veita svona mynd?” Þá luku menn upp mörgum munnum og sögðu: ,,1 guðs almáttugs bæn- um lötu taka kópiu af mynd- inni, áðuren þaðerum seinan.” Dramatiska Institutet i Stokk- hólmi bauðst til að gera þaö án tafar. Fræðslumyndasafnið tók það svo að sér. Kvikmyndasöfn. „Allir voru sammála um að kvikmyndasöfn væru nauðsyn” segir Arni. „Hins vegar spretti þau ekki alsköpuð út úr höfði Seifs. Það verður að byrja á þessu við einhverja stofnun sem þegar er fyrir hendi, svo að ekki sé beðið eftir svona þjóðarkvik- myndahlöðu endalaust. Sjálfum finnst mér algjört aukaatriði, hvað þetta væri, hvort safnið væri einhver deild úr sjónvarp- inu, útibú úr Fræðslumyndá- safninu eða ljósmyndadeild Þjóðminjasafnsins. Aðalatriðið er að byrja við einhverja stofn- un og þá þarf ekki að bæta meiru við til að byrja með en svona hálfum starfskrafti. Svo bara hleður þetta utan á sig þar til deildin sprengir e.t.v. stofn- unina utan af sér og það verður að búa til sérstakt safn. Svo kynni að fara að það losn- aði töluvert pláss hjá okkur á Þjóðminjasafninu innan tiða»> m.a. .þégar að þvi kemur að Listasafnið flytur. Þá myndast töluvert húsnæöi allt i einu. Þjóðminjavörður hefur hug á þvi fyrir sitt leyti að bæta kvik- myndadeild við ljósmyndasafn- ið sem er þegar orðið fullt starf fyrir einn mann að sjá um, svo mjög hefur það vaxið og veriö skipulagt á siðustu 10 árum. Kvikmyndasafn myndi hirða hvaða filmubút sem væri líkt eg Landsbókasafnið prentað mál án þess að leggja nokkurn dói% á það hvort það væri „merki- legt” eða „ómerkilegt.” ---------------®------------ Þið vitið ekki nema að þiö séuð með borsfeu i húsinu! „Þetta slagorð hefur verið notað á Norðurlöndum til að setja svolitinn skrekk i fóik til þessaðfá það tilað leita i drasli hjá sér aö hugsanlegum göml- um kvikmyndum, amatör- myndum og koma þeim i vörslu kvikmyndasafna. Amatörar lita gjarnan fram- leiðslu sina engum alvarlegum augum. Filman er þeim oft bara eins og hver önnur segulbands- spóla, sem maður tekur upp á og siðan er látin einhvers staöar ofan i skúffu eða kassa. I jóla- hreingerningu er þetta kannski ásamt öðru dóti sett ofan i kjall- ara eða upp á háaloft. Siðan gleymist þetta. Svo þegar menn flytja kannski úr einu hús- næöinu i annað þá er þessu kannski fleygt, svona eins og hverju öðru rusli, sem maöur hefur ekki gaman af lengur. Svona getur þetta farið for- görðum. 1 öðru lagi geymast filmur oft við bandvitlausar að- stæður hvað raka og hitastig snertir og eyðileggjast af þeim sökum. Og ef þetta eru mjög gamlarkvikmyndir, svonefndar nitratfilmur, sem voru i brúki allt fram undir 1940 að ég held, þá getur verið stór ikveikju- hætta af þessu. Nú, maður veit ekki nema að eitthvað af þess- um elds-voðum, sem sagt er um að eldsupptök hafi verið ókunn, og menn hafa ekki getað tengt rafmagni eöa öðrum liklegum upptökum, hafi orðið vegna sprengingar nitratfilmu,” segir Ami að lokum. Að endingu. ^Þeií, sem lesa þessar linur em hér með hvattir til að láta vita um kvikmyndir eða kvik- myndaspotta, sem þeir kynnu að hafa i vörslu sinni eða rækju á f jörur þeirra við nánari athug- un. Þess má geta hér i þessu sambandi að menntamálaráðu- neytið hefur veitt undirrituðum kvikmyndaspjallshöfundi og Sigurði Sverri Pálssyni, kvik- myndagerðarmanni og gagn- rýnanda reokkurn styrk til að leita uppi og skrásetja Sllar is- lenskar kvikmyndir eða kvik- myndir teknar á Islandi og gera á þeim ástandslýsingu með það fyrir augum að þær hljfði var- anlega viðgerð áöur en það Verður um seinan. Má segja að með þessu sé verið að stiga fyrsta skrefið i átt til islensks kvikmyndasafns. Arni Björnsson hefur hafið umræðu um þessi mál i útvarps- þættisinum og tekur einnig fús- lega á móti öllum upplýsingum um gamlar kvikmyndir, sem fólk kynni að luma á. Þá er þess að geta að Kvik- myndaklúbbur framhaldsskól- anna, Fjalakötturinn, hefur út- vikkað starfsemisina og stofnað kvikmyndasafn, sem sam- kvæmt reglugerð hefur það að markmiði að eignast og koma á framfæri kvikmyndum, sem þykja menningarlega athyglis- verðar. Hafa þegar verið keypt- arnokkrar sigildar kvikmyndir til safnsins. Þetta er lofsvert framtak. Ennfremur hefur til- lögum nefndar skipaðri af menntamálaráðuneytinu um kvikmyndasjóð og kvikmynda- safn Islands, verið skilað til ráðuneytis og biða úrlausnar. Af þessu samanlögðu má segja að einhver hreyfing sé á þessum málum hér, en einhvern herslu- mun vantar til þess að tengja þræöina saman. 1 þessu tilviki gæti orðið afdrifarikt að biða of lengi eftir raunhæfum fram- kvæmdum. Algjör öþarfi! Leiktœkin eru í þœgilegri hœð fyrir K & flest alla - Leiktæki sem allir aldursflokkar geta UN6IRSEM Fi.'in.i.r.miu, si ^ ^ I / — Kappakstursbill I . jk \ / Gos & sælgæti | ||i Leiktœkjasalurinn |ók«v 'V GRENSÁSVEG 7 VÍSIR

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.