Vísir - 04.09.1977, Síða 13

Vísir - 04.09.1977, Síða 13
VISIR Sunnudagur 4. september 1977 13 HELGARBLAÐIÐ HEIMSÆKIR REYKVISKA LEIGUBILSTJORA Allir hafa heyrt sögur af þeim flestir hafa not fært sér þjónustu þeirra — en ekki eins margir velta þvi fyrir sér hvernig starf það i rauninni sé að vera leigubilstjóri. Vissan um það að starfið væri bæði viðburða- rikt og einmanalegt á vixl og að bilstjórarnir hefðu frá mörgu að segja, varð kveikjan að þvi að við örkuðum af stað i þeim erindagjörðum að lýsa með fáeinum orðum lifi og störfum þessara manna. Hvað gera þeir þegar þeir biða einir i bilum sinum undir staur eftir kallinu? — hvernig far- þegar erum við íslendingar? — slikar spurningar vöknuðu og við urðum að leita svara. Við tókum nokkra bílstjóra tali og látum svör þeirra fylgja með hér á siðunum. Þess má geta að samkvæmt tölum frá bifreiða- stjórafélaginu Frama voru um siðustu áramót rúmlega 600 bilstjórar starfandi i Reykjavik og nágrenni á 5 stöðvum: Borgarbilastöðinni, BSR, Bæjarleiðum, Hreyfli og Steindóri. Þaö var mikiö aö gera á skiptiborðinu i Hreyfilshúsinu þegar blaðamaöur og ljósmynd- ari Visis litu þar inn á dögunum i þeim erindagjörðum að lýsa lifi og starfi leigubilstjórans. Við töldum að simastúlkurnar gætu gefið okkur bestu upplýs- ingarnar um það hvaða menn helst væri að ræða viö, enda þekkja þær bilstjórana betur en aðrir. A vaktinni voru Gréta Garðarsdóttir á borði númer átta og Sigriöur Kristjánsdóttir á borði númer þrjú. Borðanúm- erin eru annars festar við manneskjurnar en ekki boröin, þannig að á næstu vakt eru borð númer tvö eða niu o.s.frv. Gréta og Sigrlöur voru i þann mund að fara í kaffi þegar okk- ur bar að garöi. Þær töldu þó ekki eftir sér að kalla á menn- ina sem þeim leist best á fyrir okkur. **bað er best ég kalli á hann Ingjald Stefánsson, hann er einna elstur og skemmtileg- astur” sagði „borð númer átta” og svo var kallað i talstöðina. En ekki náðist i Ingjald. bær buðu okkur i kaffi á með- an við biðum og okkur til sam- lætis sat ' Elin Haraldsdóttir skrifstofustúlka. ,,Ég sé m.a. um að taka við uppgjörinu frá bilstjóranum” sagði Elin og i þann mund kom einn þeirra i dyrnar að leita að henni til að gera upp við stöðina. Kaffið var ljómandi og ekki sakaði bakkelsið sem einn bil- stjóranna hafði verið svo rausn- arlegur að gefa „stelpunum”. beir voru heldur tregir til að koma og rabba við okkur, en þegar borvarður Guðmundsson og sonur hans Stefán litu við i kaffið hjá „simastelpunum” vorum við ekki seinir tii að króa þá af og „krefja” sagna. Þorvarður sér um félagsheimilið borvarður er einskonar „alt-- mulig” maður á Hreyfli. Hann er iðulega við simann, keyrir og er umsjónarmaður hins myndarlega félagsheimilis sem Hreyfilsmenn hafa byggt sér. bangað fórum við i fygld þeirra feðga og settumst inn á „lúbarinn” þar sem viö aðrar kringumstæður er hægt að fá keyptar ljúfar veitingar. „Ég byrjaði að keyra hjá Litlu-bilastöðinni fyrir 30 ár- um” byrjaði borvarður, þegar við vorum búnir að koma okkur þægilega fyrir á barnum, en blaðamaðurinn spurði að bragði i undrunartón: „Litlu-bilastöð- inni?” „Litla-Bilastöðin átti húsið inni á Hlemmi sem Hreyfili flutti sig siðar i þegar þessar stöðvar sameinuðust skömmu eftir aðég byrjaði i þessu” sagði borvaröur til skýringar. „bær stöðvar sem i gangi voru þegar ég byrjaði voru annars Litla- bilastöðin, Aðalbilastöðin, BSR, Bifröst, Bæjarbill, Hreyfill og svo auðvitað Steindór sem er ein elsta stöðin”. „bað var allt annað að keyra i gamla daga þegar bærinn var allur fyrir innan Hringbraut. Svo þurfti maður alltaf að vera að fara inn á stöð, þvi ekki voru talstöðvar i bilunum” sagði borvarður, en hann ók á Ply- mouth ’42 árgerðinni þegar hann var að byrja, ba& var einna algengasta leigubilateg- undin. Hátalarar úti á plani „bað var stundum mikið að gera i þá daga, svo mikið að varla var hægt að fá bil” sagði borvarður, „begar annrikið var mest voru hátalarar hafðir úti á plani og svo þegar maður keyrði framhjá var kallað á mann hvert maður ætti aö fara og þurfti þá ekki að fara inn á stöð- ina til að fá upplýsingar um það”. „Um miðjan sjötta áratuginn fór að minnka hjá okkur, enda hóf þá einkabilisminn göngu sina fyrir alvöru” sagði borvarður ennfremur. begar hér var komið sögu vildi blaðamaður endilega fá aö heyra einhvrjar krassandi sög- ur úr starfinu;af nógu hlyti að vera að taka, en borvarður færðist undan öllu sliku. „Sumir farþegar eru þó alveg að drepa mann i kjaftagangi og forvitni’j sagði hann. Hvað gera leigubilstjórar þegar þeir húka einir um miðjar nætur undir staurum? spurði blaðamaðurinn og borvarður svaraði að bragði: „Lesa, lesa”. Ældi allan bílinn út „Annars get ég svo sem sagt þér frá einni sögu þegar maður fer að hugsa út i það”, sagði borvarður, „en ég veit nú ekki hversu „krasssandi” hún er. Hún sýnir þó viðhorf sumra til okkar bilstjóranna. bað var eftir eitt af þessum helgarböllum. Ég var að keyra prúðbúin hjón frá Hótel Sögu og inn i Alfheima. Einhversstaðar á Suðurlandsbrautinni verður konunni, sem var mikið ölvuð, eitthvað illt og það skipti engum togum að hún fór að kasta upp þarna i aftursætinu. Mér var sem gefur að skilja ekki mikið um þetta svo ég stöðva bilinn og bið manninn um að opna afturhurðina svo hún geti ælt út, en sóöi ekki allan bilinn út. En maðurinn var nú aldeilis ekki á þvi og taldi þessa leigu- bila ekki vera til annars brúk- lega”. Nú vildi Stefán komast að, en hann var fótbrotinn og gat af þeim sökum ekkert keyrt: „Við vorum að leika okkur ég og eldri bróöir minn með fótbolta og ég datt svona illa” sagði hann, „En fyrst þið eruð farnir að tala um þetta þá er það allt of algengt að allskyns óreiðumenn eru að villa á sér heimildir, láta mann keyra sig en geta svo kannski ekki borgað. Einu sinni lenti ég i þvi að aka með mann sem ég tók upp i mið- bænum, alla leið suður i Garð- inn og i Keflavik þar sem hann ráfaði á milli húsa en gat svo að lokum ekki borgað mér. A leiðinni uppgötvaði ég það meira að segja aö hann var bú- inn að hirða af mér veskið? Slíka menn fer maður auðvit- að beint með til lögreglunnar”. Náði í endann á stríðinu begar hingað var komið sögu bættist heldur i liðsaflann. bær Sigriður og Gréta virtust standa sig vel i stykkinu. Annar kvenbilstjórinn á Hreyfli birtist i dyrunum, — hún heitir Guðrún Jóna Sigurjóns- dóttir, — ásamt þeim bórði Eliassyni, formanni samvinnu- félagsins Hreyfils, og Vagni Kristjánssyni, bilstjóra. Vagn er einn af eldri bilstjór- um félagsins og byrjaði á Hreyfli i janúar 1944. „Ég náði rétt i endann á strið- inu og man vel eftir þeim árum. Bandarikjamennirnir höfðu mjög rúm fjárráð, en það sama varð ekki sagt um Bretana. „bað var ágætt að keyra kan- ann” sagði Vagn; „þeir voru alltaf svo flottir i þessu öllu saman Stöðin var niður á Kalkofns- vegi; það voru hátalarar uppi á þaki og maður keyrði bara Kalkofnsveginn þegar mikið var að gera og siðan var kallað á mann i gegnum hátalarana.” Gréta Garðarsdóttir (borð númer átta) og Sigrlöur Kristjánsdóttir (borð númer þrjú) á simavaktinni i Hreyfilshúsinu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.