Tíminn - 07.03.1969, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.03.1969, Blaðsíða 1
ÍSLENZKIR KVENBÚN- INGAR - 8 SKÚLI SICRÍF AR UM STÓRA \FOLALDIÐ - 7 : : 4 'Hinum látnu hefur verið komið fyrir í bifreið Björgunarsveitarinnar Ingólfs, sem flutti þá tíl Reykjavikur. Tímamynd GE Stjorn Kaupfélags Reykjavíkur og nágrenms sampykkir KRON GREIÐIR VERÐLAGSUPP- BÆTUR Á LAUN KJ-Reykjavík, fimmtudag Stjórn KRON samþykkti á fundi sínum 1 dag, að greiða starfsfólki sínu verð lagsuppbætur á laun í marz mánuði, samkvæmt síðasta gildandi kjarasamningi Verzlunarm.félags Reykja- víkur, en það þýðir að KRON greiðir verðlagsupp bætur eftir nýjasta útreikn ingi kauplagsnefndar, en samkvæmt þeim útreikn- ingi eru verðlagsuppbætur á laun fyrir tímabilið 1. marz til 21. maí 23.33%. Svo sem kunmigt er, þá hafa atvinnurekendur ekki greitt verðlagsuppbætur samkvaemt nýju vísitölunni, fyrr en nú, að stjórn KRON ríður á vaðið og mun greiða starfsfólki sínu verðlagsupbætur eftir 23.33%. Sömu reglur gilda um greiðslu vísitölubótanna nú og eru í síð asta kjarasamningi eða að full ar vísitölubætur eru greiddar á grunnlaun að tiu þúsundutn. Á grannlaun sem nema tíu til sextám þúsundum eru greidd- ar verðlagsuppbætur, sem mið- aðar eru við tíu þúsund krón- ur, og á grunnlaun sem eru á milli sextán og sautján þúsund, eru greiddar haLfar verðlags- uppbætur miðað við tíu þúsund krónur. Samkvæmt þessu faer starfsfólk KRON sem er með 10—16 þúsund krónur í kaup 2.330 krónur í verðlagsuppbæt- ur, og þeir sem eru með á milli 16—17 þúsund fá 1.198 krónur, en þeir sem eru með meira en 17 þúsunö í grunnlaun, fiá ekki greiddar verðlagsuppbæt- ur, eins og tekið er fram í síð- asta gildandi kjarasamningi. KRON er ekki í Vinmuveit- endasambandinu, og heldur ekki í Vinnumálasamibandi sam vinnumanna, heldrar kemur fram sem sérstakur samnings- aðili í kjarasamnángum. Alls mun starfsfólk KRON nú vera 140—150 manns. Samþykktin, sem stjórn KRON gerði á fundi sínum í dag, fimmtudaginn 6. marz, hljóðar svo: Stjórn KRON samþykkir að Framhald á bxs. 14 HROÐALEGT SLYS í NÓTT í TOGARANUM HALLVEIGU FRÓÐADÓTTUR STÖDDUM ÚT AF JÖKLI Sex menn kafna og 5 hætt komnir vegna elds um borð OÓ-Reykjavík, fimmtudag. Sex menn fórust er eldur kom upp í togaranum Hallveigu Fróða dóttur í morgun. IVIennirnir köfn uðu í heitu lofti og reyk, en eld- urinn kviknaði í kyndiklefa í há- setaíbúðum frammi í skipinu- Fimm menn aðrir fengu reykeitr un og komust þeir allir naumlega út úr svælunni. Eldurinn varð skyndilega laus kl. 4 í morgun. Var skipið þá statt 9,5 sjómílur suðvestur af Lóndröngum á Snæ- fellsnesi á leið á veiðar, en það lagði úr höfn í Reykjavík kl. 20 í gærkvöldi. Skip komu fljótlega á vettvang, og síðar þyrla með sjúkraliða og slökkviliðsmenn. Á tíunda tímanum í morgun var búið að slökkva eldinr og náðust menn irnir þá upp, en þeir munu hafa látizt rétt eftir að eldurinn kom upp oa voru lífgunartilraunir ár- angurslausar. Hallveig Fróðadótt- ir kom til Keflavíkur kl. 16 í dag og voru líkin sett þar á land, og mennirnir fimm sem fengu reyk- eltrunina komust undir læknis- hendi. Mennirnir sem létust voru: Pétur Jónsson, 2. stýrimaður, :-■ x; ■■■•■> • hafínn frá borði í Keflavíkurhöfn í gær en í 41 áns, tii heimilis á Njálsgötu 20,. mönnum. f einum klefanna voru Reykjavík. Hann lætur eftir sig þrír konu og sjö börn og móður á lífi. ] urðu Eggert Kristjánsson, háseti, 381 ára, tii heimilis að Höfðaborg 3,; Reykjavík, ókvæntur en átti föð-j ur á lífi. Dórland Josephsson, háseti, 321 ára. Fæddur í Lundi, Manitoba ] í Kanada, en var til heimilis að Flókagötu 64 i Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus, en átti föður á lífi vestanhafs. Kjartan Sölvi Ágústsson, háseti. 40 ára, til heimilís að Ljósheim- um 10, Reykjavík, ókvæntur og barnlaus. en átti foreldra á lífi. Sigurður Ingimundarson, há- seti, 38 ára, Nönnugötu 10, Hafn- arfirði, ókvæntur og barnlaus, en átti móður á lífi. Óskar Sigurbjarni Ketilsson, há- seti, 48 ára, Gestehúsum, Álfta- nesi, ókvæntur og barnlaus, en lætur eftir sig móður á lífi. Eldurinn gaus mjög snögglega upp í kyndiklefa frammi í skip- inu, en þar eru hásetaíbúðir á tveim bæðum. Allir mennirnir sem létust vora í neðri klefunum, en hver klefi er ætlaður þrem menn vakandi. Þegar þeir varir við að eldur var laus hlupu þeir fram á ganginn og upp stigann. Var þá reykurinn strax svo mikill og loftið heitt að I aðeins tveir mannanna komust upp, og var ekki nokkur leið að Framhald á bls. 2. latnu hinum tfinn baksýn blaktir fáninn í hálfa stöng. (Tímamynd GE)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.