Tíminn - 07.03.1969, Side 8

Tíminn - 07.03.1969, Side 8
8 TIMINN FÖSTUDAGUR 7. marz 1969. Á VETTVANGI DAGSINS Kvenbúningarnir - ein heizta grein íslenzkrar skreytilistar Kona í brúðarskarti 1772. Lík. lega Sigríður Magnúsdóttir kona Ólafs Stephensen. Treyja svört hálssilki og svunta rautt, höfuð- klútur pils og sokkar blátt. Ljós- blár klútur við belti. eða spaSafaldi. Bló.mstursaum- uð samfella frá 1790. Búningur. inn settur saman úr stökum flíkum í Þjóðminjasafni. Kragi, treyja og upphlutur frá fyrri hluta 19. aldar. Hálsfesti, sperng saumuð handlína og baldýrað belti. Hempuklædd kona með vaf, pfpukraga, handlínu og sprota- belti. — Mynd af Arnfrlði Bene- dlktsdóttur konu Daða Bjarna- sonar á Skarðl. Teikning Sigurð- ar málara eftir málverki á pred- ikunarstól í Skarðskirkju. (Bún. ingurinn frá fyrri hluta 17. ald- ar.) Hempuklædd kona árið 1772. Á síðhempunni eru rósaflosborðar. Undir höttkápu rautt höttsilki en blár höfuðklútur yfir enni. Á vettlingum skrautlegir laskar með kögri. í Bogasal Þjóðminjasafnsins hefur Síðustu tvær vikur ver- ið merkileg listsýning og vak- ið meiri athygli en beztu mál- verkasýningar. Þetta er sýn- ing Þjóðminjasafinsins á ís- lenzkum kvenbúningum, eða eigum við heldur að segja þjóð búningum íslenzkra kvenna. Af aðsókninni má ráða, að áhugi fólks á þessu fegursta klæða- skarti, sem íslenzkt fólk hef- ur átt og borið, er mikill og lifandi, þótt æ færri konur beri það nú á dögum. Er það og saninast mála, að flestir munu fara út af sýningunni nokkru fróðari en þeir gengu inn. Þótt aldirnar hafi leift mjög skörðu í safni íslenzkra kven- búninga, ekki síður en bóka, er sýniing þessi furðulega marg- skrúðug og geymir marga íðil- fagra listmuni. Sýning þessi er sérlega vel og skipulega upp sett og gefur yfirlit um þróun og breyting- ar eftir því sem verða má, jafnframt því að vera eiginleg listsýning, þvi að raunar má segja, að silfur- og gullskraut- ið sé fjölskrúðugra en klæðin, enda hefur það varðveitzt bet- ur í lekum moldarbæjum. Sýningunini er skipt í sjö flokka eftir fatagerð og aldri tízku. Fyrsti flokkurinm er af búningum frá 16. og 17. öld, en það gefur nokkra hugmynd um, hve tímans tönn hefur ver ið stórvirk, að nær ekkert hef- ur varðveitzt frá eldri tímum. Frú Elsa E. Guðjónsson segir í sýningarskrá: Um sérkenmi íslenzkra kvenbúnimga verður ekki sagt með vissu fyrr en á 16. öld“. Þessi orð eru athygl- isverð. Hitt er þó jafnvíst, að allglöggar hugmyndir má fá um kvenbúninga á 10. 11. og 12. öld, þótt engin sýnishorn séu varðveitt, og íslenzk sér- kenmi séu ekki komin fram þá svo að teljandi sé. Aninar flokkur sýningarinn- ar er búningur frá 18. öld og sýnir nýjungar og breytingar af ýmsu tagi. Þriðji flokkur er af faldbúningi á fyrri hluta 19. aldar. í fjórða flokki eru faiidbúningar frá síðari hluta 19. aldar og 20. öld. í fimmta flokki eru peysuföt frá ýmsum tímum síðan þau voru upp tek- in um 1790. í sjötta flokki er upphluturinn, sem er grein af faldbúningnum. Loks er í sjöuinda fiokki ís- lenzkur brúðarbúningur, for- kunnarfagur, ásamt hempu úr safni Viktoríu og Alberts í Lundúnum, hingað lánaður til sýningar. Búningur þessi er forkunnarfagurt listaverk. Um hann segir svo í sýniingarskrá: „Sumarið 1809 kom til fs- lands enskur grasafræðingur, William Jackson Hooker að Peysuföt um 1930. Stúlka í upphlut árlð 1967 (Ljósm: Kr. M.) nafni. Hann dvaldist hér um tveggja mánaða skeið, jafn- iengi Jörundi hundadagakon- ungi, skoðaði landið og gerði náttúrufræðilegar athuganir. Er hann hélt heim á leið, hafði hann m.a. meðferðis — að eig- in sögn — einn ríkmannleg- asta kvenibúning landsins, brúð arbúning. Fljótlega eftir heim komuna skrifaði Hooker bók um íslandsferðina og lét þar fylgja ýtarlega lýsingu á bún- ingnum“. Saga þessa búnings vekur nokkrar hugleiðingar. Fyrst vaknar sú hugsun, að hér sé eitt dæmið um það enn, hvern- ig ísland var rúið að listmun- um og þeir fluttir úr lamdi. Hitt verður jafnframt að við- urkennast, að þetta varð björg- un ýmissa slíkra hluta, því að þeir komust í sæmilega geymd, og stundum tekst okkur að end urheimta slíka muni síðar, en úr íslenzku glatkistunni endur- heimtist fátt eða ekkert. Um sýningu þessa skal ekki fjölyrt, aðeins minnt á, að hún er mikil menningarsaga, og ástæða er til að hvetja þá, sem ekki hafa þegar séð hana, til þess að láta verða af því, áður en henni verður lokað. Hins vegar er ástæða til að ræða ofurlítið frekar um litla bók, sem verður samferða sýn- ingunni. Hún heitir íslenzkir þjóðbúningar kvenna eftir frú Elsu E. Guðjónsson, en Bóka- útgáfa Menningarsjóðs gefur út. Bókin er aðeins tæpar 70 blaðsíður að stærð og geymir stutt yfirlit í máli og myndum af 'islenzkum kvenbúningum frá 16. öld til vorra daga, eftir því sem heimildir hrökikva til. Þessi litla bók er augsýni- lega mikið'' alúðarverk. Höf- undur hefur leitað flestra til- tækra heimilda og hefur aug- sýnilega bæði þekkingu og skynbragð til þess að karnna þær og skýi-a og gerir það af fræðilegri nákvæmni. Af heim- ildaskrá aftast í bókinni má sjá, hve víða má finna rit- uð föng uim þetta efni, en jafn- framt verður ljóst, hve rit um það eru sundurlaus fróðleikur og slitróttur. Þetta eru mest- megnis greinar í tímaritum og kaflar í bókum með öðru meg- inefni. Til þessa virðist enginn hafa tekið sér fyrir hendur að semja ýtarlegt fræðirit um þennan — enganveginn ó- merka — þátt í íslenzku þjóð- lífi. Bók frú Elsu fyllir ekki það skarð, enda ekki til þess stofnað, en af kverinu má ráða, að hér sé að verki höf- undur, sem gæti bætt úr þessu. Ef til vill hefur Sigurður málari ætiað sér meira könrn- unarverk í fræðum íslenzka þjóðbúningsins, heldur en ör- lög leyfðu honum, og vissu- lega er síkerfur hans ómetan- legur. En viðhorí hans var þó fremur listrænt en menningar- sögulegt, og breytingar þær, sem hann gerði, voru stórfagr- ar og merkilegar og beindu nýrri athygli að kvenbúningn- um. Hann bjargaði og miklu frá glötun á síðustu stundu. Höfundur flokkar efni bók- ar sinnar mjög á svipaðan hátt Framhald á bls. 15 Umhugsunarefni Undanfarna mánuöl hefur veriö hljótt um sumarbústaSI á Þing- völlum- Sú var tfBln, aS þaS var mlklS hltamál, og virtuat naer alllr, sem um þaS rsaddu opln- berlega og ekki voru háðlr mál- inu vera á einni skoSun um að það væri alger óhæfa að leyfa einstaklingum að byggja sumar- bústaði á þessum slóðum. Eng inn vafi er á því, að þjóðin, sem á þetta land og litur á það sem fornhelgan blett, hefði neit að sliku með yfirgnæfandi meiri hluta, ef hún hefði verið um það spurð. Samt er haldið áfram eins og ekkert hafl í skorizt. Að minnsta kosti eru nú einhverjir hús- kumbaldar farnir að blasa við af barmi Almannagjár eins og níðstangir reistar þjóðinni með samþykki og á ábyrgð þeirra manna, sem settir voru til þess að vernda staðinn og rétt þjóð arinnar til hans. Engin greln- argerð hefur fengizt ^rá þeim, sem leyfið veittu né rökstuðn. ingur hvað þá afsökun. En furðulegastir allra eru þeir menn, sem hafa skap og geð til þess að reisa sér sumarhús á þessum lóðum og búa þar í óþökk þjóðarinnar, eftir það sem fram hefur komið. Sá timi mun koma, að þjóðin hreinsar með einhverjum ráðum þennan blett af ásjónu Þingvalla. — AK

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.