Tíminn - 07.03.1969, Qupperneq 9

Tíminn - 07.03.1969, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 7. marz 1969. 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvœmdastjórj: Kristjan Benediktsson Kitstjórar Þórarlnn Þórarlnsson (áb). Andrés Krlstjánsson. Jón Helgason og Indrið) G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Auglýs tngastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstjómarskrifstofur t Eddu húsinu. símai 18300—18306 Skrifstofur Bankastræt) 7 Aí greiðslusimi: 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300 Askriftargjald kr 150.00 á mán tnnanlands — í lausasölu kT 10,00 eint - Prentsmiðjan Edda h.f Við höfum reynsluna Morgunblaðið heldur áfram baráttu sinni gegn launa- stéttunum. í gær fjallar aðalforustugrein þess um það, að íslendingar eigi að fylgja fordæmi Finna, sem hafi á síðastl. ári fellt niður uppbætur á laun. Þessari ráðleggingu Mbl. er fljótsvarað. íslendingar eru búnir að reyna þetta og það gafst svo illa, að jafnt atvinnurekendur og launþegar, stjórnarsinnar og stjóm- arandstæðingar voru sammála um að taka vísitölubætur upp aftur. Með „viðreisnar“löggjöfinni frægu, sem var sett í ársbyrjun 1960, var bannað að greiða launabætur samkvæmt vísitölu. Þessi skipan hélzt þangað til í júní 1964. Þá vom allir viðkomandi aðilar sammála um, að þetta bann hefði gefizt illa og vísitölubætur á laun skyldu hefjast að ný.i-' Til þess að tryggja það, að slíkar dýr- tíðarbætur yrðu varanlegar og ekki þyrfti að vera samn- ingsþóf um þær á hverju ári, varð fullt samkomulag um að milli samtaka atvinnurekenda og launþega annars vegar og ríkisstjórnarinnar hins vegar, að þær skyldu lögbundnar. Ríkisstjórnin hafði forgöngu um lagasetn- ingu þessa efnis á hæsta þingi. íslendingar eru því búnir að reyna þetta fyrirkomu- lag, sem Finnar tóku upp á síðastl. ári og enn hefur ekki fengið nema skamma reynslu í Finnlandi. Reynsla íslendinga var lengri og niðurstöðu hennar er að finna 1 júnísamkomulaginu fræga frá 1964, þegar allir viðkom- andi aðilar voru sammála um að dæma það óhæft. í n^grannalöndum okkar, eins og Danmörku og Sví- þjóð, hafa verið greiddar kaupbætur samkvæmt vísi- tölu um langt skeið. Jafnt atvinnurekendur og launþeg- ar þar eru á einu máli um, að þetta hafi gefizt vel. Nú standa t. d. yfir víðtækir kaupsamningar í Danmörku og hefur atvinnurekendum ekki komið til hugar að óska eftir því, að horfið væri frá vísitölubótunum. Ástæð- an er sú, að það fyrirkomulag' hefur flestu fremur tryggt vinnufriðinn, því að launþegar hafa verið fúsari að semje. til lengri tíma, þegar þeir hafa fengið dýrtíðina bætta samkv. vísitölu. Þetta fyrirkomulag þykir líka flestu fremur hafa hamlað gegn dýrtíð og verðbólgu, því að það hefur hvatt stjórnarvöldin til að gera sitt ýtrasta til að halda verðlagi og þenslu í skefjum. Hér er vafalaust hollt fyrir íslendinga að læra af Dönum og Norðmönnum eins og á mörgum öðrum svið- um. Þeir hafa leyst kaupgjaldsvandamálin, svo til fyr- irmyndar er. Þess vegna á að hefja júnísamkomulagið frá 1964 til vegs að nýju, en Bjarni Benediktsson taldi það einu sinni merkasta stjórnmálaverk sitt. Spamaður Magnúsar Vísir segir í forustugrein sinni í gær, að Alþingi sé í þann veginn að samþykkja „alltof dýrt frumvarp um brunamálastofnun, þótt því hafi verið bent á ódýrari lausn málsins, sem kemur að sama gagni.“ Frv. þetta hefur hlotið afgreiðslu frá efri deild, en var til umræðu í neðri deild í gær. Eysteinn Jónsson hvatti þá til nýrrar athugunar á málinu, þar sem lausn þess yrði mjög dýr samkvæmt frumvarpinu. Það verður fróðlegt að sjá, hvort endanleg afgreiðsla þessa máls ber vott um þann sparnað. sem Vísir segir í sömu grein að einkenni nú öll störf Magnúsar Jóns- sonar. Enn hefur a.m.k. ekki orðið vart við þennan anda Magnúsar í sambandi við þetta hiál, þótt hann klípi af launum láglaunafólks hjá ríkinu. TÍMINN I——— Halldór E. Sigurðsson. alþm.: „HAFA SKAL ÞAÐ, ER SANNARA REYNIST" Orðsending til Benedikts Gröndals, fimmta þingmanns Vesturlands „Hafa skal það, er sannara — reynist" ------------- ------- Fátt sýnir betur trúleysi stjórnarliða á eigið ágæti, en fullyrðingar þeirra, að stjórn- arandstaðan mundi ekki reyn ast neitt skár, þótt hún kæmist til valda. Á fyrstu árum þeirra í valdastólunum t. d. í öllum umræðum 1960 og fram til 1963, voru þeir vissir, að þeir mundu gera betur en fyrirrenn arar þeirra og höfðu uppi mikla tiiburði til að reyna þetta. Sú tíð er löngu liðin. Nú er aðeins eftir eymdar- vælið „Þið eruð ekkert betri." Ekki er hægt að finna meiri þröngsýni í lýðfrjálsu landi, þar sem skoðanafrelsi og flokkaskipun er viðurkennd, en þær fullyrðingar stjórnar- liða, að engin önnur leið sé til við lausn vandans O’g Fram- sóknarmenn mundu gera hið sama, ef þeir væru komnir i ríkisstjórn. Ef þessi skoðun er rétt, af hverju skiptist þjóðin þá i stjórnmálaflokka? Hún er röng. Þess vegna búum við við frjálsa skoðanamyndun, þingræði og iýðræði. Benedikt Gröndal alþm. sagði þetta meðal annars í um- ræðum um efnahagsmál, á dögunum, er hann var að full- yrða að ekkert batnaði þó breytt væri um rikisstjórn: „Ef við tökum Framsóknar- flokkinn, þá er þetta ekki í fyrsta skipti, sem hann hefur haldið uppi hörðum kröfum um það, að ríkisstjórnin fari frá, þegai Framsóknarflokkur- inn hefur verið í andstöðu. Hvernig var það veturinn 1950? Var það þá ekki megin- krafa Framsóknarflokksins, að ríkisstjórnin, sem leyfði sér að flytja frv. um gengis- lækkun, færi frá? En hvað gerðist? Framsóknarflokkurinn tók saman höndum við flokk- inn, sem hafði staðið að þeirri ríkisstjórn. Og strax og Fram- sóknarmenn voru komnir í stól ana, gerðu þeir það sama, sem þeir höfðu fordæmt. Þessi endurtekna fullyrðing Benedikts gefur mér tækifæri til að skýra þetta nærri tutt- ugu ára gamla atriði, um það, hvort frv. um gengisbreytingu var ástæða til vantraustsins 1950 eða eigi, svo öllum mætti vera það Ijóst, hvað rétt er í þessum málflutningi. og gætu af því dregið ályktun um mál- flutning stjórnarsinna almennt. Tillagan til vantrausts á rík- isstjórnina var tekin fyrir á fundi í sameinuðu Alþingi 27. febrúar 1950. Hermann .lónas- son gerði grein fyrir viðhorfi Framsóknarflokksins til að- gerða í efnahagsmálum og skýrði ástæðuna fyrir van- traustinu og ástæðuna til stjórn arslitana haustið 1949 og til- drögin til kosninga þá. Það kom fram í þeirri frásögn, að ráðherrar Framsóknar hefðu í ríkisstjórn Stefáns Jóhanns bent á tilllögur til úrbóta. Þar sem bent var á að gera yrði Halldór H. Sigurðsson annað tveggja, gengisbreyt- ingu eða færa niður verðlag og laun, auk þess yrði að gera hliðarráðstafanir, svo sem tryggja heilbrigða verzlun, lækka húsaleigu, útrýma svartamarkaði og vöruokri, leggja á stóreignaskatt o. fl. Síðar segir Hermann orðrétt: „Þannig rofnaði samstarfið og kosningar fóru fram. Alþ.fl, lýsti sig andvígan gengislækk- un, Sjálfstæðisflokkurinn sló úr og í og sagði, að gengis- Iækkun væri algjört neyðarúr- ræði. Sós.fl. taldi lausnina þá að seija íslenzkar afurðir tíl Austur-Evrópu. Við Framsóknarmenn einir sögðum þjóðinni það í sjálfri kosningabaráttunHÍ, fyrir hana og eftir, að nú væri fjármál- um og framleiðslu þjóðarinnar þannig komið. að ekki væru til önnur úrræði en gengis- breyting eða niðurfærsla — sem réttara er, eins og nú er komið, að kalla niðurskurðar- leið. En við lofuðum að sam- þykkja það ekki að gera þess- ar ráðstafanir, nema áður- nefndar hliðarráðstafanir væru gerðar samtímis, til að draga úr byrðunum fyrir almenning eins og framast væri unnt.“ í þessari sömu ræðu segir Hermann Jónasson frá viðræð- um stjórnmálaflokkanna um væntanlega stjórnarmyndun, sem fyrst og fremst höfðu far- ið fram milli Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins og segir svo orðrétt um tildrögin til vantraustsins: „Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram frv. um gengislækkun. Fróðustu menn telja. að þess þekkist engin dæmi meðal þjóða, að frv. um gengisfeil- ingu sé lagt fram á þingi án þess að tryggja því fyrirfram skyndiafgreiðslu. . . Flestir munu telja. að slík vinnubrögð ónýti að verulegu leyti það gagn. sem af gengisbreytingu getur orðið. Það er auðvitað nægilegt til- efni til vantrausts á ríkis stjórn, að hún viðhefur slík vinnubrögð . En það, sem skiftir þó mestu mál er það, hvernig frv er að efni tll. Við stöndum að vísu <rammi fyrir því, að fjármál okkar eru þar komin vegna dýrtíðar, að geng- ið er fallið og verður því að viðurkenna það með nýrri skráningu krónunnar eða þvinga allt niður, sem hagfræð ingar telia okkur ofraun. — En þótt þessi reynd blasi við, réttlætir hún alls ekki þá vinnuaðferð núverandi ríkis- stjórnar að þvinga fram geng- isbreytinguna, sem sjálfsagða ráðstöfun, slitna úr samhengi við aðrar aðgerðir og heildar- stefnu.“ Þessar tilvitnanir sanna, svo ekki verður um villzt, að sú frásögn er alröng, að Framsókn arflokkurinn hafi borið fram vantraust á ríkisstjórnina 1950, vegna frv. um gengisbreytingu, og til að sanna það ennþá bet- ur, vil ég vitna til Alþingis- tíðinda 1949 A-deiId bls. 626, en þar er að finna svohljóð- andi breytingatillögu frá Ein- ari Olgeirssyni, núverandi 2, þingmanni Reykvíkinga: „Á eftir orðunum „núver- andi ríkisstjórn" komi: sök- um þess frumvarps til laga um gengisskráningu, launabreyt- ingar, stóreignaskatt, fram- leiðslugjöld o. fl„ sem hún hef- ur nú lagt fyrir Alþingi og þeirrar stefnu í efnahagsmal- um þjóðarinnar, sem þar kem- ur fram. Tillagan var felld að við- höfðr nafnakalli með 18:15 og féllu atkv. svo: Já: FRV. EJ. GÞG. GÍG. HG. JÁ. LJós. SG. ST. J.ST. STgr.A. Ak.J. Á.S. Br.B. E.Ól. Em.J. Nei: Eyst.J. G.G. H.Á. Helgi J. Herm. J. J.G. Jör.B. K.K. P.Z. P.Þ. R.Þ. Sk.G. V.H. Á.Á. Á.B. B.S. B.Á. Stgr.St. - G.J. G.Th. Ing.J. JÓH G.J. G.Th Ing.J Jóh.H. J.Jós. J.Pálm. J.S. J.R. K.S. L.Jóh. P.Ó. S.Á. S.B. St.St. Þ.Þ. B.Ben. B.Ó. E.E. greiddu ekki atkv. 1 þm. (Ó. Th) fjar staddur. 13 þingmenn gerðu grein fyrir atkv. Af þessu er ljóst, að Alþýðu- flokksmenn og Sósíalistar greiddu henni atkvæði, en Framsóknarmenn felldu hana og undirstrikuðu með atkvæða greiðslunni ennþá betur, að frv. var ekki ástæðan til van- traustsins heldur hið gagn- stæða. Þessa*- tilvitnanir læt ég nægja. Þær sanna, að full- yrðingar Benedikts Gröndal og þeirra annarra, um afstöðu til gengisbreytingar 1950 er al- röng. Þær sanna hið gagnstæða, að F'amsóknarflokkurinn lýsti yfir í kosningabaráttunni haustið 1949, að gengisbreyt- ing væri önnur af tveim leið- um, er til greina kæmu til úr- lausnar. og svo Ivsti Hermann Jónasson gengisbreytingunni, sem þeirri leið, ei valin væri, í áðurnefndri ræðu sioni. Þær sanna, að vantraustið var hins vegar fram borið til að tryggja það, að jafnhliða yrðu gerðai hliðarráðstafanir til varnar þeim. er verst voru settir. Mér þótti rétt að senda rit- Framhald á ols 15.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.